Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 1
-■: ' m %&f*4 ;^,,./' 'V' " e 'rm-í^mye, l; Tyrkneskur kúrdi sem sótt hefur um pólitískt hæli á íslandi unir sér vel við sveitastörfin í Húnavatnssýslu, eftir að hafa verið atvinnlaus frá 1986: Beita landflótta kúrda á sauðatað Landflótta tyrkneskur kúrdi hefur sótt um pólitískt hæli hér á landi og er málið tii athugunar í dómsmálaráðuneytinu þessa stundina. Kúrdinn hefur verið í vist á sveita- bæ í A-Húnavatnssýslu og líkar bónda vel við manninn. Segir hann mikinn verkmann og hefur undir það síðasta beitt honum á sauða- taðið, og er kúrdinn að Ijúka við að stinga út úr fjárhúsunum. Samkvæmt heimildum Tímans kom maður- inn til landsins með Norrænu og komst inn í landið án skilríkja og landvistarleyfis. Hann hefur áður sótt um hæli í Danmörku og Nore3l • Blaðsíða 3 Tímamynd Ámi Bjarna Framtíöarvonir íslensks laxeldis bundnar við kynbættan „heilsulax"?: Tekur laxeldi kipp út af Omega 3 sýru? Harald Skjervold, sem nefndur hefur verið faðir fiskeldis í Noregi, telur æskilegt að kynbæta þá laxastofna sem innihalda mest af Omega 3 fitusýrum, í því skyni að auka magn sýranna í hoidi laxins. En einmitt Omega 3 fitusýrarn- ír eru taldar koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Sýrurnar hafa verið unnar úr þorskalýsi, en lax hefur meira af Omega 3 í holdi sínu en annar fiskur. Harald telur góða möguleika fólgna í þvi, fyrir fiskeidisbændur að markaðs- setja „heilsulax“ sem innihaldi efni sem kemur í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Hvort laxeldi tekur kipp vegna þessa verður tíminn að leiða í Ijós. ^ OPNAN ■ W * »;•■ '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.