Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. september 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR lllllll I Erindi Péturs Reimarssonar, framkvstj. á Dalvík, á Fjórðungsþingi Norðlendinga 1989: Stefnir norðlensk byggða- þróun í blindgötu? Ef horft er til þróunar í byggða- málum undanfarin ár og áratugi þá er auðvelt að rökstyðja að byggð muni dragast saman á Norðurlandi sem og annars staðar utan helstu þéttbýliskjarna. Sveitabæir munu halda áfram að fara í eyði. Það þarf sífellt færri bændur til að framleiða þær afurðir sem þjóðin þarf á að halda og það sem ekki skiptir minna máli sem þjóðin er tilbúin að greiða fyrir. Afurðastöðvar landbúnaðarins verða sameinaðar til aukinnar hag- kvæmni og til hagsbóta fyrir neyt- endur eins og gerst hefur með önnur fyrirtæki. Með aflasamdrætti á botnfiski til skamms tíma og fækkun skipa og vinnslustöðva til lengri tíma og með því að aflakvótamir færast á sífellt færri hendur fækkar störfum í útgerð og fiskvinnslu. Framleiðni- aukning og ný tækni ýtir undir þessa þróun og það sama gerir langvarandi hallarekstur í þessari atvinnugrein. Þegar lagt er að mönnum að fara út í tiltekinn atvinnurekstur og miklar fjárfestingar með allan stofnkostnað tekinn að láni á niðurgreiddum vöxtum er verið að bjóða hættunni heim, því slíkur rekstur verður alls óviðbúinn að taka við sveiflum. Eins og dæmin sanna er slík uppbygging atvinnu- lífs ofan frá í besta falli varhuga- verð og í versta falli stórhættuleg. Stöðugt aukin umsvif ríkisins þar sem á skömmum tíma hafa orðið til þúsundir starfa og nánast öll í Reykjavík kynda undir sam- drætti á landsbyggðinni. Á landsbyggðinni hafa undan- farin ár verið byggð upp fyrirtæki sem hafa í þjónustu sinni að mestu leyti ófaglært fólk. Fyrirtæki og stofnanir sem þurfa að ráða til sín fólk sem sótt hefur þekkingu með langri skólagöngu eru nánast öll á höfuðborgarsvæðinu. Takmörkuð þjónusta, erfiðar samgöngur og mannlíf sem t mörgu er fábreyttara en það sem langskólagengið fólk á að venjast gerir í mörgum tilvikum erfitt að fá sérhæft og vel menntað fólk til starfa úti á landi. Ég held að í þessu megi einnig finna skýr- ingu á svokölluðum ríg milli lands- byggðar og höfuðborgar eins og hann birtist í fjölmiðlum. Svona kemur byggðastefna und- anfarinna ára mér fyrir sjónir. Vissulega má taka einstök dæmi um sveitarfélög eða svæði þar sem þróunin hefur verið þveröfug hin síðustu ár. Horfið til Hafnar í Hornafirði, Flúðasvæðisins og jafnvel Dalvíkur eða Skagastrand- ar. Ég er ekki að halda því fram að þróun þessi sé að öllu leyti óæski- leg. Með því að þjappa byggðinni saman verður rekstur, viðhald og stofnkostnaður samgöngu- og orkumannvirkja ódýrari. Þjónust- an verður hagkvæmari og vega- lengdir milli manna styttri. Röskunin kemur hins vegar illa við marga einstaklinga, samtök þeirra og félög og við því þarf að bregðast. Ég er ekki að halda því fram að þessi þróun sé öðrum að kenna - ef nota má þau orð - en lands- byggðarmönnum sjálfum. Það eru bændur sjálfir og samtök þeirra sem velja sínum þjónustu- stofnunum stað, hvort sem um er að ræða Búnaðarfélag íslands, Osta- og smjörsöluna, SÍS eða eitthvað annað. Það eru fiskverkendur um land allt sem ákveða hvar öll vöruþróun og markaðsstarf fyrir fisk og físk- afurðir fer fram. Það er meðvituð ákvörðun fískverkenda að þróa og framleiða fískrétti úr þorski fyrir japanska neytendur í Bretlandi. Það eru landsbyggðarmenn sjálf- ir sem ákveða hvar þeir versla og kaupa þjónustu. Ég held að fólki finnist lambakjötið jafn dýrt hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á Grenivík. Og það verður aldrei hægt að segja annað en landsbyggðarmenn hafi haft og hafi enn mjög mikið að segja um uppbyggingu ríkiskerfís- ins. Fyrir ekkert mjög löngu var næstum samþykkt að flytja Byggðastofnun í heilu lagi til Akur- eyrar og þá væntanlega að hafa útibú í Reykjavík. Auðvitað náði þetta ekki fram að ganga eins og menn vita en það verður ekki hægt „Stöðugt aukin umsvif ríkisins þar sem á skömmum tíma hafa orðið til þúsundir starfa og nánastöll í Reykja- vík kynda undir sam- drætti á landsbyggð- inni.“ að segja að það hafi verið höfuð- borgarbúar sem komu í veg fyrir þennan flutning. En í þessu sem ég hef verið að segja nú felst svo kannski það sem skiptir mestu máli fyrir byggða- þróunina á komandi árum. Það er hvernig við höldum sjálf á okkar málum, hvort við berum gæfu til að standa saman um uppbyggingu at- vinnulífs og þjónustu eða hvort við gleymum okicur á rölti fram og aftur blindgötu hrepparígs og mis- klíðar. Hvað varðar atvinnulífíð þá verður það dugnaður, frumkvæði og áræðni einstaklinga, samtaka þeirra og fyrirtækja sem allt veltur á. Til að virkja þetta frumkvæði þá verður atvinnustarfsemin að skila hagnaði. Það er alveg óþolandi að almenn efnahagsskilyrði séu þann- ig á íslandi einu landa í Vestur- Evrópu að fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinum séu rekin með tapi eða við núllið ár eftir ár. Auk þess hvað það hefur slæm áhrif á allt umhverfi fyrirtækjanna til skamms tíma þá drepur það niður allt frumkvæði til lengri tíma. Með góðum hagnaði geta fyrirtæk- in greitt góð laun, borgað eigend- um arð, stundað vöruþróun og markaðssókn, endumýjað vélar og búnað og síðast en ekki síst fjárfest í nýjum fyrirtækjum og störfum. Á þennan hátt hefur atvinnulífið ver- ið að byggjast upp hér um slóðir eins og dæmin ístess hf., DNG hf., Fiskeldi Eyjafjarðar hf. - sem er nánast hreint -rannsóknaverkefni - Samherji hf., K. Jónsson hf. sýna okkur. Auðvitað munu einhver fyrirtæki fara á hausinn og það er ekkert eðlilegra en það. Sem alveg nýtt dæmi um hvað hægt er að gera má nefna togara- kaup til Hornafjarðar þar sem almenn samstaða er um útgerðar- félagið. Sérstaka athygli vakti þátt- taka verkalýðsfélagsins í hlutafjár- söfnuninni og hvort þetta er verra en að byggja upp banka í Reykja- vík, reisa steinsteypuhöll eða borga út atvinnuleysisbætur. Við getum hér haldið áfram uppbyggingu í kringum sjávarút- veg og fiskvinnslu. Við hljótum á komandi árum að stefna að meiri vinnslu á fiski og fiskafurðum, tengsl einstakra fyrirtækja við er- lenda kaupendur munu aukast og aukin sérhæfing hlýtur að verða í fyrirtækjunum. Það munu koma upp fleiri mál eins og í tengslum við Italíuskreiðina þar sem fram- leiðendur taka söluna í eigin hendur. Við eigum að efla skipa- smíðaiðnað þannig að hann geti tekið þátt í alþjóðlegum verkefn- um. Nýlega fékk til dæmis norsk skipasmíðastöð samning við Sovét- menn um smíði 20 skuttogara, sem er einhver mesti hvalreki á fjörur þeirra fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveg í Noregi sem um getur. Við eigum að vera með og keppa um svona verkefni. Við eigum að leyfa erlendum skipum sem eru í kringum landið að koma til hafnar og sækja þjónustu en í dag er þetta nánast bannað. Á undanfömum árum hefur mikið verið rætt um stóriðju. Á sjöunda áratugnum var álverið byggt í Straumsvík, á þeim áttunda reis jámblendiverksmiðjan á Gmndartanga en á níunda ára- tugnum hefur ekkert stóriðjuver risið. Líkur virðast benda til að fljótlega verði ráðist í stækkun ÍSAL en alls óráðið hvort um „Það eru landsbyggð- armenn sjálfir sem ákveða hvar þeir versla og kaupa þjón- ustu. Ég held að fólki finnist lambakjötið jafn dýrt hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á Grenivík." frekari uppbyggingu verður að ræða fyrir aldamót. Við eigum að sjálfsögðu að hvetja til stóriðju í Éyjafirði sem getur verið í eigu útlendinga að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. Við getum jafnvel hugsað okkur að erlendir aðilar sjái sjálfir um byggingu þeirra orkumannvirkja sem til þarf. Þau yrðu síðan okkar eign á ákveðnum tíma. Ég held að það hljóti að verða að koma til sameining og stækkun sveitarfélaga. Það virðist ekki mikil skynsemi í að við Eyjafjörð séu hátt í tveir tugir sveitarfélaga. Það getur varla verið að hagsmunir íbúanna hér við fjörðinn séu svona óskaplega dreifðir. Það er líka hægt að spyrja sig hve mikil skyn- semi er að byggja 6-7 hafnir við þennan sama fjörð þar sem sam- göngur eru að verða þannig að nánast er góð færð á milli allra þéttbýliskjarna árið um kring á bundnu slitlagi. Með færri sveitar- félögum er áreiðanlega hægt að taka meira á í atvinnumálum en við núverandi skilyrði. Lykilatriði við alla byggðaþróun eru góðar samgöngur. Það verður auðveldara fyrir fólk að sækja vinnu og þjónustu milli byggðar- laga og sama á við um atvinnu- reksturinn. Við hljótum að styðja Austfirðinga og Vestfírðinga og hugmyndir þeirra um jarðgöng milli helstu byggðarlaga. Með greiðum samgöngum og markvissri uppbyggingu á þjónustu, menn- ingu og listum sem verður þó mest í fjölmennustu byggðarlögunum getum við tryggt lífskjör í víðum skilningi sem eru fyllilega sambæri- leg við það sem annars staðar gerist. I þessu samhengi er svo rétt að minnast á Háskólann hér á Akur- eyri en efling hans er að mínu viti eitt mikilvægasta byggðamál hér um slóðir á næstu árum. Við Há- skólann þarf að skapa umhverfi fræða, rannsókna og menningar þar sem nemendur alls staðar af landinu sækja sér menntun sem mikil þörf er fyrir og sem eykur skilning þeirra á lífi fólks og um- hverfi hér á landi. Að lokum er það niðurstaða mín af hugleiðingum þessum að mögu- leikamir séu nægir fyrir Norðlend- inga alla. Spurningin snýst um það hvemig okkur tekst að nýta tæki- færin. Við ráðum því sjálf hvernig framtíðin verður. ipilll LESENDUR SKRIFA llllli illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll! Illlllllllllllllllllllllllll Ogeðfelldur málflutningur Hér á landi sem og annars staðar í hinum vestræna heimi var fjallað mikið og oft um gíslamálið í Líbanon og þá ekki síst þegar einn þeirra var drepinn í kjölfar þess að ísraelsmenn rændu einum af leiðtögum Shíta þar í landi og drápu í leiðinni lífvörð hans svo og nágranna er reyndi að vara við hættunni. Látlaust birtust í fjölmiðlunum myndir og greinar og áhrifamesti fjölmiðillinn, sjónvarp- ið, var iðið við að sýna viðtöl við Bush Bandaríkjaforseta þar sem hann fordæmdi mannræningjana músl- ímsku. Ekki sá þessi maður ástæðu til að fordæma ísraelsmenn fyrir þeirra mannrán. Þúsundir Palestínu- manna hýrast í fangelsum og fanga- búðum ísraelsmanna við svo hroða- legan aðbúnað að meira að segja nokkrir ísraelskir þingmenn lýsa þessum vistarverum sem algeru hel- víti. I öllu því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum gíslamálið er aldrei vikið að því einu orði hvað rekur menn til að fremja mannrán og drepa síðan viðkomandi. Þetta fólk sem hér á hlut að máli hefur verið kúgað og ofsótt áratugum saman og þá einkum Palestínufólk- ið. Já, hverjir eru þessir Palestínu- menn og af hverju eru þeir ekki í þessu landi sem þeir eru kenndir við? Ekki eru íslenskir fjölmiðla- menn að velta vöngum yfir því. Hinir göfugu Vesturlandabúar eru fljótir að fordæma þetta fólk þegar það grípur til óhæfuverka til þess að vekja umheiminn til umhugsunar um það yfirþyrmandi ranglæti er á því hefur verið framið. ísraelsmenn hafa framið svo svívirðileg ódæðis- verk á Palestínufólkinu að alveg með ólíkindum er. Það er nánast sama hvað djöfulleg níðingsverk þeir vinna, aðeins er sagt frá þessu í smáfrétt; reynt að gera sem allra minnst úr þessu og óhæfuverkin jafnvel réttlætt, ísraelsmenn voru bara að hefna fyrir þetta eða hitt. Oftar en ekki er alveg sleppt að segja frá drápunum, barsmíðunum og pyntingunum. Fyrir nokkrum dögum drápu ísra- elsmenn þrettán ára dreng og fimm ára gamalt barn. DV sagði frá þessu í örfáum orðum. Önnur blöð minnt- ust ekki á þennan atburð. Um svipað leyti, 9. ágúst að mig minnir, sprengdu tveir Líbanir bíl sem þeir voru í rétt hjá ísraelskum herbíl á hemámssvæði þeirra í Líbanon. Mennirnir létust og særðu nokkra hermenn ísraela. Þá stóð ekki á því að segja skilmerkilega frá, t.d. birtist mynd og grein á forsíðu Morgun- blaðsins. Þetta var í augum Morgun- blaðsmanna alvarlegur atburður, verður umfjöllunar, en þó að Palest- ínufólkið sé skotið, barið til óbóta, sprengt í loft upp og misþyrmt í fangelsum ísraelsmanna, er það ekki svo alvarlegt mál. Þetta er bara skítugur arabalýður, hvaða máli skiptir hann. Vei yður hræsnarar. Mosfellsbæ, 23. ágúst 1989. Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir birtingu pistilsins. Guðjón V. Guðmundsson Helgalandi 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.