Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, « 2B822_________ SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS A \ \í • NORÐ- AUSTURLAND , ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glæsilegur salur til leigu fyrir samkvæmi og fundnrhold á daginn sem á kvöldin. =a» I 8 I L A S ' ÞROSTUR 685060 Tíminn FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 Innbrotsþjófur í Engihjalla: Brákaði ökla við flótta- tilraun Brotist var inn í matvöruversl- un við Engihjalla í Kópavogi í gærmorgun. Vökulir íbúar í ná- grenninu tilkynntu verknaðinn til lögreglunnar í Kópavogi, sem fór þegar á staðinn. Þegar að var komið hafði innbrotsþjófurinn komið sér út úr versluninni, en ætlað að stytta sér leið og hoppaði hann fram af 2 til 3 metra háum svölum sem eru við verslunina. Lögreglan kom að manninum þar sem hann sat á mölinni fyrir neðan svalirnar, með brákaðan ökla og gat því enga björg sér veitt. Varningurinn sem maður- inn hafði á brott með sér var eitt hangikjötslæri, sem hann sat með í kjöltunni. Til að komast inn í verslunina hafði maðurinn, sem er á 29 aldursári brotið tvær stórar rúður í versluninni. Hann var undir áhrifum vímuefna. - ABÓ ■ r\|/Qi k i q vann íslenska landsliðið í knatfspyrnu leik í undan- LU l\01IN O keppni HM. Það var ekki seinna að vænna, þar sem leikurinn gegn Tyrkjum var síðasti leikur liðsins í riðlinum. Pétur Pétursson skoraði bæði mörk íslenska liðsins í 2:1 sigri. íslenska landsliðið hlaut sex stig í riðlinum ■ átta leikjum. Árangurinn verður að teljast mjög svo viðunandi. Haldi Guðni Kjartansson landsliðseinvaldur svo á spilum í framtíðinni verður hann að teljast vænn kostur þegar hugað verður að ráðningu þjálfara fyrir landsliðið. Á myndinni hér að ofan sést er Pétur Pétursson horfir á eftir knettinum í tyrkneska markið, umkringdur varnarmönnum, 1:0 fyrir ísland. Nánar er fjallað um leikinn á íþróttasíðum. Timamynd Ámi Bjarna ■■ Sauöfjárslátrun hafin um allt land. i Borgarnesi er gerð tilraun með að pakka kjöti í gas: Jólasteikinni í ár pakkað í „me-gas“? I haust verður gerð tilraun með að pakka nokkrum tonnum af lambakjöti frá sláturhúsinu í Borgarnesi í gaspakkningar. Með því móti verður hægt að bjóða fólki upp á ferskt kjöt á jólaföstunni. Sauðfjárslátrun er hafin í nær öllum sláturhúsum á landinu. Meðalvigt virðist vera í góðu meðallagi. í sláturhúsi Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi er verið að gera tilraun með pökkun og geymslu á lambakjöti. Um er að ræða tilraun til að halda kjötinu fersku með því að pakka kjötinu í gas. Kjötið er hlutað niður og því pakkað í sérstaka plastfilmu. Þessi filma hleypir ekki í gegnum sig raka en hún hleypur í gegnum sig súrefni. Eftir að kjötinu hefur verið pakkað í þessa svokölluðu herpifilmu er því komið fyrir í lokuðum plastpokum sem eru fyllt- ir af gasi. Gasið er saman sett af súrefni, köfnunarefni og kolsýra blandað saman í jafna hluta. Pok- unum er síðan komið fyrir í góðri kæligeymslu sem heldur núll gráðu hita á kjötinu. Gas þetta hefur verið nefnt „me-gas“ af gárungun- um, þarsemekkiervitaðtilað slík blanda hafi fengið nafn. Talið er að kjötið geymist ferskt með þessu móti í a.m.k. þrjá mánuði. Borgnesingar horfa fyrst og fremst til þess að vera með ferskt lambakjöt á jólaföstunni. Þessi aðferð var reynd í sumar. Lambalærum var pakkað í filmu og látin þiðna í kæli. Síðan var þeim pakkað í gaspoka og geymd í kæli í 10 daga. Lærin voru seld í verslunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau kölluðust: „Merr læri.“ Tilraunin þótti takast vel og verður henni því haldið áfram í haust.. Kona ein sagði að kjötið væri alveg „gasalega" gott. Nýsjálendingar hafa reynt þessa geymsluaðferð og hefur hún gefist mjög vel. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi aðferð er reynd hér á landi en nú verður þetta reynt í nokkuð stórum stíl. Ætlunin er að setja nokkur tonn í gas. Sauðfjárslátrun er nú hafin í nær öllum sláturhúsum á landinu. Lömb virðast vera í meðallagi eða jafnvel nokkuð yfir það. Hjá sláturhúsi KEA á Akureyri verður slátrað um 44 þúsund fjár í haust sem svipað og í fyrra. Þegar er búið að slátra 7000 lömbum og er meðalvigt 15,7 kíló sem er nokkuð hærra en á sama tíma í fyrra. Horfur eru á að meira af kjötinu verði verðfellt vegna fitu en í fyrra haust. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að af því sem þegar hefur verið slátrað hefði um 16-17% farið í fituflokkana. Óli sagði að sér virtist féð vera mjög vænt þrátt fyrir að sumarið hefði verið seint á ferðinni. Vel gekk að manna sláturhúsið og vinnur starfs- fólkið nú í fyrsta skipti eftir bónus- kerfi sem mælir bæði afköst og gæði vinnunnar. í sláturhúsi Kaupfélags Bor- gfirðinga í Borgarnesi er áætlað að slátra um 62 til 65 þúsund fjár sem er nokkuð fleira en í fyrra. Nokkrir bændur af Snæfellsnesi senda nú í fyrsta skipti fé sitt í Borgarnes en þetta er síðasta haustið sem verður slátrað í sláturhúsinu í Stykkis- hólmi. Meðalvigt það sem af er eitthvað innan við 15 kíló sem er svipað og í fyrra. 1 haust verður reynd ný geymslu- aðferð í sláturhúsinu í Borgarnesi. Um 200 tonn af kjöti verður brytj- að niður áður en það verður sett í frystigeymslu. I fyrra var grófbrytj- að um 105 tonn af feitu kjöti og kjöti sem var verðfellt vegna mars eða annarra galla. Þetta þótti gef- ast vel og verður nú reynt í auknum mæli. Því hefur verið haldið fram að kjöt sem er pakkað á þennan hátt rýrni mikið í geymslu og skemmst þar sem það hafi verið skorið. Gunnar Guðmundsson sláturhússtjóri í Borgarnesi sagði að þetta ætti ekki að gerast ef að vel væri búið um kjötið og frysti- klefar væru góðir. Hann taldi þó hæpið að geyma kjöt á þennan hátt lengur en í eitt ár. Þessi geymsluað- ferð leiðir til verulegrar hagræðing- ar fyrir sláturhúsið þegar kemur að sölu og sparar geymslupláss. Gunnar sagðist telja að þessi að- ferð auðveldi mjög allt birgðahald og sölu utan sláturtíðar. Enginn vafi væri á að þessi geymsluaðferð ætti eftir að verða notuð í flestum sláturhúsum í framtíðinni. Þessa dagana er rætt um að selja um hundrað tonn af kjöti til Finnlands. Ef af þessu útflutningi verður, verður kjötið úrbeinað, pakkað og fryst. Óvíst er um verð á kjötinu. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.