Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. september 1989 Tíminn 9 ÚTLÖND lllllllll FRÉTTAYFIRLIT HANOVER - Vestur-þýsk lögregluyfirvöld segjast engar sannanir hafa fundiö fyrir því aö skot, er skemmdu landa- mærastöð í Oebisfelde á mörkum þýsku ríkjanna tveggja, hafi komiö vestan að. Allt eins sé Ifklegt aö Austur- Þjóöverjar sjálfir hafi skotið á mannvirkin. Austur-þýskir fjöl- miðlar gerðu mikið úr atviki þessu og töldu það hápunkt þess taugastríðs er vestan- menn hafi rekið gegn austrinu undanfarið. Sams konar ásak- anir bárust einnig frá Austur- Þjóðverjum í síðasta mánuði. MOSKVA -Sovéska vikurit- ið Fréttir frá Moskvu fordæmdi harðlega birtinau dagblaðsins Prövdu á harðorðri, ítalskri grein um ferðir sovéska þing- mannsins Yeltsin í Bandaríkj- unum. Vitaly Tretyakov, rit- stjórnarfulltrúi Moskvufrétta, sagði starfsbræður sína hjá Prövdu greinileaa engan tíma hafa fundið til ao kanna sann- leiksgildi hinna ítölsku skrifa, áðuren þau voru birt. „Milljónir kjósenda, er atkvæði sitt Ijéðu Yeltsin, sætta sig ekki við slíkt. Og ég, sem lesandi, kjósandi og blaðamaður, geri það ekki heldur,“ segirTretyakov. PEKING - Kinverska dag- blaðið China Daily skýrði frá því í gær að ákveðio hefði verið að dubba Genghis sál- uga Khan upp I stöðu „þjóð- hetju“. Hann skóp sem kunn- ugt er stærsta heimsveldi er þá hafði þekkst fyrir einum 800 árum síðan. Blaðið sagði fræðimenn hafa ákveðið að hreystidáðir Kahns við samein- ingu ólíkra mongólaþjóðflokka og stofnun eigin heimsveldis skyggðu algjörlega á „mistök“ hans. „Því er hann þjóðhetja, stjórnskörungur mikill, útfarinn i herstjórnarlist og hugsuður með ágæturn," er „skipi mikil- vægan sess, jafnt í kínverskri söqu sem veraldarsögunni." Froðlegt hefði verið að heyra skoðanir samtíðarmanna Kahns á þessu. BONN - Vestur-þýsk verka- lýðsfélög taka nýkomnum flóttamönnum frá Austur- Þýskalandi vara fyrir óprúttn- um atvinnurekendum er kunni að notfæra sér hina skjótu fjölgun vinnufúsra handa til að ráða fólk til óvinsællra starfa gegn smánarlaunum. Nokkuð mun þegar hafa kveðið að slíku. Einnig leggjast hvers kyns sölumenn á nýliðana í vestrænu samfélagi og pranga inn á þá hvers kyns drasli og óþarfa gegn svimandi verði. Þess eru dæmi að sölumenn bílatrygginga láti hina ný- komnu kaupa tryggingu gegn 180% iðngjaldi, þó hinir sömu ættu með réttu að greiða að- eins 60% iðngjalda • PRAG - Tékkneskir andófs- menn segja að búið sé að dæma 64 ára gamlan bónda í tveggja mánaða fangelsi fyrir að dreifa undirskriftalista þar sem farið er fram á pólitískar umbætur. Maður þessi, Jaro- slav Honzirek að nafni, mun hafa hlotið bæði hjarta og lungnasjúkdóma í arf eftir fyrri fangelsissetur, fyrst í dýflissum nasista og siðar í fangelsum leppstjórnar Stalíns á sjötta áratugnum. I bænarskjali Honzireks var farið fram á umbætur í stjórnmálum, að réttur borgara yrði virtur og opnar umræður yrðu leyfðar um innrásina 1968. Um þrjátíu manns sitja í varðhaldi vegna skjalsins. B ELGR AD - Svartfætlingar ætla sér að flytja jarðneskar leifar sinna síðastu konungs- hjóna heim til Svartfjallalands og grafa þær að nýju með viohöfn í hinni fornu höfuðborg Montenegro, Cetinje. Nikola konungur og Milena drottning ríktu yfir Svartfjallalandi frá 1859 til 1918 er landið var innlimað í Júgóslavíu. Þau lét- ust í útlegð í Frakklandi 1921 en voru jarðsett á Ítalíu. Svart- fætlingar búast við ýmsu stór- menni af konungakyni er verði viðstatt athöfnina, í lok sept- ember. Illllllllllll lllllllllllllí Utanríkisráðherrar þinga: Stjórnun vopnabúnaðar á dagskrá í Wyoming George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Eduard Shevard- nadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, munu þinga í dag í Hvíta húsinu í Washington, til undirbúnings væntanlegum fundi utanríkisráðherra rísaveldanna tveggja er haldinn verður að einkasetri í Grand Teton þjóðgarðinum, nærri Jackson Hole í Wyoming frá föstudegi til sunnudags. í föruneyti þeirra Shevardnadzes og Bakers verða nefndir sérfræðinga er verða þeim til fulltingis. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin umræðuefni stórveldanna, s.s. stjómun vopnabúnaðar, mannrétt- indi, málefni einstakra svæða og heimshluta, samskipti stórveldanna og yfirþjóðleg málefni. Einnig verða breyttir stjómarhagir í Sovétríkjun- um, Póllandi og Ungverjalandi á dagskrá. Talsmaður Bandaríkja- stjómar, Margaret Tutwiler, tjáði blaðamönnum nýverið að stjóm Bush bindi miklar vonir við fundinn, ekki hvað síst hvað varði árangur í viðræðum um stjómun vígbúnaðar. Vonast er til að ráðherramir muni undirrita samkomulag um takmörk- un efnavopna, þar sem meðal annars er kveðið á um eftirlit með fram- leiðslu þeirra. Þá hafa Bandaríkja- menn ákveðið að slaka á því skilyrði sínu, að Sovétríkin banni hreyfan- legar eldflaugar er draga heimsálfa í milli. Þeir hafa þó af því nokkrar áhyggjur að Shevardnadze muni koma blaðskellandi með nýjar og djarftækar tillögur frá Gorbachev, er verði til að baða Sovétmenn enn á ný í ljósi samningavilja og fmm- kvæðis. Jafnt heima sem erlendis hefur stjóm Bush verið legið á hálsi fyrir að taka seint við sér í viðræðum stórveldanna og gera lítið til að koma til móts við þá einu stjóm Sovétríkjanna er lit hefur sýnt til sátta í sögu Ráðstjómarríkjanna. Ýmsir telja ljóst að umbætur Gor- bachevs eigi undir högg að sækja heima fyrir og því beri Bush siðferði- leg skylda til að ganga lengra til móts við stjóm hans, frekar en „sitja og sakna kalda stríðsins,“ eins og einn gagnrýnenda stjórnarinnar tók til orða. í búðum Sovétmanna gætir einnig nokkurar gagnrýni, svo sem í orðum Shevardnadzes er hann ræddi um hlut Bandaríkjamanna í efnavopna- viðræðunum. Kom þetta fram í við- tali er utanríkisráðherrann veitti sovéska dagblaðinu Izvestia nýverið. Þá sagði talsmaður sovéska utanrík- isráðuneytisins,Gennadi Gera- simov, í beinni útsendingu frá Moskvu, er sjónvarpað var í þætti ABC, Good Morning America, að Sovétmönnum þyki Bandaríkja- menn fara helsti fetið í átt til bættra samskipta stórveldanna. „Það er vilji okkar að tengsl ríkjanna þróist með örari hætti en nú er, „ sagði Gera- simov. Fundur utanríkisráðherranna verður haldinn í landnemabústað nærri Jackson Hole, þar sem áður var útvarðarbyggð hins villta vesturs og verslunarmiðstöð hvítra land- nema við indíána. Ráðherrarnir munu þinga á föstudag og laugardag, en losa um hvítflibbana á sunnudeg- inum og halda til veiða í Snákafljóti. Er ekki síður búist við miklum niðurstöðum af veiðiskap þeirra en hliðstæðum túrum stórmenna hér- lendis. Ákveðið hefur verið að fresta START-viðræðum risaveldanna, er hefjast áttu 25. þessa mánaðar, um nokkra daga, uns niðurstöður af fundi ráðherranna liggja fyrir. Sovéskir gyðingar: Ástæðulaus ótti? Michael Chlenov, einn helsti leið- togi sovéskra gyðinga, er nú staddur í Israel til skrafs og ráðagerða. í viðtali við blaðamenn Jerusalem Post lýsti hann vaxandi óróa er gripið hefur um sig meðal gyðinga í Sovétríkjunum, að því er virðist að ástæðulausu. Að sögn Chlenov fær- ist andúð á gyðingum í vöxt, en er þó engan veginn nægileg til að réttlæta ótta þann er virðist ríkjandi með trúbræðrum hans. Svo virðist sem gyðingar telji sér sérstaka hættu búna af hendi hinna baráttuglöðu sjálfstæðishreyfinga er vaxið hefur fiskur um hrygg síðan Gorbachev komst til valda. Þannig fékk sú sögusögn byr undir báða vængi á síðasta ári, að á 1000 ára afmæli kristindóms í Rússlandi mundu brjótast út ofsóknir gegn gyðingum. Michael Chlenov Orðrómur þessi, er enginn fótur fannst þó fyrir, varð til þess að margir sovéskir gyðingar fluttust úr landi, en það telur Clenov að hafi einmitt vakað fyrir Gróu á Leiti. Clenov telur hópflutninga frá Sov- étríkjunum geta skaðað hag þeirra gyðinga er eftir verða og því sé þeim jafnmikið hagsmunamál að fá sérmál sín og réttarstöðu viðurkennda af stjórnvöldum í Moskvu eins og að fá rýmkuð fararleyfi úr landi. Lög um frjálsari heimildir þeirra til brott- flutnings hafa legið í pússi Æðsta ráðsins í meir en ár, en hægt gengur að koma þeim í gegn. Chlenov segir sovéskum gyðing- um lífsnauðsyn að samhæfa krafta sína og mynda styrkan þjóðfélags- hóp er fulltrúa eigi á þingi, til að gæta hagsmuna þeirra. Hann beitir sér nú fyrir ráðstefnu 70 af 200 samtökum sovéskra gyðinga erhalda skal í desember. Á ráðstefnunni skal ræða eflingu samstarfs og leiðir til að sporna við andgyðinglegum öflum innan Ráðstjórnarríkjanna. PALESTÍNUMENN VILJA RÆDA VID ÍSRAELA Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, tjáði ísraelskum fréttamönn- um í gær að Arafat, leiðtogi Palestín- uaraba, væri því hlynntur að viðræð- ur yrðu teknar upp milli ísraelsm- anna og Palestínuaraba um framtíð hernumdu svæðanna. Ekkert standi því í vegi fyrir umleitunum nema þrjóska hins sterka hægri arms sam- steypustjómarinnar í ísrael. Þá hvatti Mubarak ísraelsku þjóðina til að þrýsta á leitoga sína að þeir gengjust inn á að láta landsvæði Araba af hendi í skiptum fyrirfrið. í vikunni átti Mubarak viðræður við varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, sem er einn af höf- undum hinna ísraelsku tillagna að kosningum á hernumdu svæðunum, Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Þar hafa nú geysað óeirðir í hartnær tvö ár. Rabin, er jafnframt er leið- togi Verkamannaflokksins og hóf- samári afla í stjórninni, kvaðst styðja tillögur Egypta um að fulltrúar Pal- estínumanna og ísraelsmanna kæmu saman til fundar í Kaíró. Hægri armur stjórnarinnar er þó mótfallinn hugmyndunum, svo sem áður sagði. Arafat hefur hafnað tillögum ísra- elsmanna um kosningar á hernumdu svæðunum. Mubarat sagði í viðtal- inu að Arafat hefði stuðning meiri- hluta fyrir sáttfýsi sinni, en hann mætti eigi að síður harðri mót- spyrnu, jafnt innan PLO sem frá öðrum samtökum Palestínuaraba. Frönsk þota ferst íeyðimörk í fyrradag fórst frönsk farþega- þota af gerðinni DC 10 á eyði- lendi í útjaðri Saharaeyðimerkur- innar, þar sem heitir Tenere, um 650 km. frá höfuðborg Chad, N'Djamena. Vélin var í áætlun- arflugi þaðan til Parísar er hún fórst. Nokkurn tíma tók að finna flakið, en það mun vera dreift yfir allstórt svæði og leiða menn getum að því að sprengja muni hafa grandað vélinni. Ottast er að enginn af þeim 171 er um borð voru hafí komist lífs af. í gær hugðust sveitir franskra her- manna, er staðsettar eru í Chad, reyna að komast að flakinu, en aðstæður á slysstað eru afar erfið- ar. Maður, er kvaðst vera fulltrúi íransks strangtrúarhóps er nefnir sig Hin íslamska Jihad, hringdi í gær til alþjóðafréttastofu í Lundúnum og lýsti ábyrgð á slys- inu á hendursamtökunum. Mað- urinn las upp yfirlýsingu þar sem Jihad samtökin lýstu stolti yfir árangursríku verki og kváðu það viðvörun til franskra stjórnvalda um að láta af þreifingum vegna Obeids þess er ísraelsmenn rændu í júlí og talinn er vera einn höfuðpaurinn í Hezbollah-sam- tökunum. Hezbollah eru talin bera ábyrgð á ferli sprenginga er urðu í París 1985-86. í París hringdi annar maður til skrifstofa UTA, franska flugfé- lagsins er vélina átti, og lýsti verkinu sömuleiðis á hendur Ji- had-samtökunum. Frönsk stjórn- völd eru þó efins um sannleiks- gildi þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.