Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. september 1989 Tíminn 3 Tyrkneskur flóttamaður af kúrdísku bergi brotinn, kom ólöglega til landsins fyrir tveimur mánuðum, er nú í vinnumennsku í Húnavatnssýslu: Hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður Fyrir um tveimur mánuðum síðan kom hingað til lands kúrdískur flóttamaður. Maðurinn kom hingað frá Noregi með ferjunni Norrænu og slapp inn í landið þrátt fyrir að vera án skilríkja, eða landvistarleyfis. Kúrdinn, sem ber nafnið Koca hefur beðist hælis sem pólitískur flóttamaður hér á landi og bíður nú úrskurðar yfírvalda í sínu máli. Á meðan hefur honum verið komið fyrir á sveitabæ inn til dala í Austur- Húnavatnssýslu, þar sem að hann vinnur almenn sveitastörf. Ekki náðist í gær í bóndann sem skaut skjólhúsi yfir manninn, þar sem að hann var við smalamennsku upp til heiða, en heimildamenn Tím- ans fyrir norðan segja að honum líki að flestu leyti mjög vel við flótta- manninn og vilji að hann ílengist í vistinni hjá sér. Koca, hefur verið atvinnulaus frá því að hann kom til Norðurlanda og er að sögn ham- hleypa til verka og vinnufús með eindæmum eftir að hafa verið án starfa í fjögurár. Hann hefur m.a. verið iðinn við að stinga út úr fjárhúsum bóndans og mun nú hér um bil að vera að ljúka við það verk. Eftir því sem næst verður komist eru meiri líkur á að kúrdíska flótta- manninum verði vísað héðan aftur. Koca hefur verið yfirheyrður af útlendingaeftirlitinu og eru nú skýrslur um málið komnar frá út- lendingaeftirlitinu til dómsmála- ráðuneytisins, þar sem að ákvörðun veður tekin um hvort kúrdinn fær að dvelja hér á landi eða ekki. Þor- steinn Geirsson ráðuneytisstjóri hjá dómsmálaráðuneytinu staðfesti að skýrsla um manninn hefði borist þeim í fyrradag, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Þorsteinn sagði að öll gögn sem þyrftu til ákvarðanatöku lægju fyrir og málið yrði afgreitt samkvjemt gildandi lög- um og í samræmi við alþjóðlegar samþykktir um meðferð flótta- manna. Samkvæmt eigin frásögn mun flóttamaðurinn Koca hafa flúið úr fangelsi í Tyrklandi, til Danmerkur árið 1986. Þar mun hann hafa leitað hælis sem pólitískur flóttamaður. Kúrdinn fullyrðir sjálfur að honum hafi verið hafnað, en samkvæmt heimildum Tímans mun hann ekki hafa beðið eftir úrskurði, heldur horfið sporlaust frá Danmörku. Það næsta sem spyrst til hans er í Noregi og samkvæmt frásögn flóttamanns- ins sótti hann einnig þar um hæli sem pólitískur flóttamaður. Blaðinu er ekki kunnugt um hvort sú frásögn er rétt, en Koca mun hafa farið frá Noregi án þess að tilkynna sig og haldið til íslands seinni part sumars. Þegar til íslands kom snéri hann sér til Amnesty International deild- arinnar hér á landi. Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir formaður samtakanna á Islandi sagði í samtali við Tímann að þau hefðu bent manninum á að hafa samband við útlendingaeftirlit- ið, sem hann og gerði. Tímanum er ekki kunnugt um hversu langur tími leið frá því að kúrdinn kom hingað, þar til að hann tilkynnti sig hjá útlendingaeftirlitinu. Koca virðist hafa átt einhverja að á landinu, a.m.k. unnu einhverjir aðilar að því að koma honum í vinnu hér, en það gekk brösulega til að byrja með. Jóhanna Katrín segir að þar hafi Amnesty International ekki átt neinn hlut að máli, enda sé slíkt ekki innan verksviðs samtakanna. Um þetta fengust ekki heldur upp- lýsingar hjá dómsmálaráðuneytinu, eða útlendingaeftirlitinu. Vitað er til þess að gerð var tilraun til þess að koma flóttamanninum í fiskvinnu í Stykkishólmi, en án árangurs. Þá var reynt að koma honum fyrir í sveit á a.m.k. tveimur bæjum í Skagafirði, en lyktir mála urðu þær að húnverskur bóndi tók manninn að sér. Sem áður segir mun ákvörðunar í máli kúrdans tyrkneska vera að vænta á næstu dögum. Líkur eru taldar á að hann verði sendur til Danmerkur aftur þar sem að hann sótti upphaflega um landvist sem pólitískur flóttamaður. Fái hann hæli í Danmörku, væri honum frjálst að snúa hingað aftur og halda áfram í vistinni hjá bóndanum í Húna- Niðurstöður úr árlegum seiðaleiðangri Hafrannsóknarstofnunar: Bendir til meðal- árgangs þorskseiða Fjöldi þorskseiða í ár er fyrir neðan meðaltal áranna 1970 til 1989 og því fjórða árið í röð sem seiða- fjöldinn er undir meðallagi. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr árlegum seiðaleiðangri Hafrann- sóknastofnunar sem lauk 8. sept- ember sl. Það kemur einnig fram í niður- stöðunum að á hinn bóginn var ástand þorskseiðanna gott, þ.e. meðallengd þeirra var nú yfir meðal- tali fyrrnefnds tímabils. Ef tekið er tillit til þessa, sýnir reynsla undan- farinpa ára að hér gæti verið um meðalárgang að ræða. Hvað aðrar niðurstöður varðar þá voru ýsuseiði einnig undir meðaltali, en fjöldi karfaseiða í meðallagi og fjöldi loðnuseiða mikill. Niðurstaðan nú, hvað loðnuseiðin varðar er önnur sú hæsta síðan 1980, en einungis 1988 sýnir betri útkomu. Þá var hitastig sjávar einnig mælt. í efstu lögum sjávar var hitastig í meðallagi á öllu athugunarsvæðinu og streymi hlýsjávar norður fyrir land sömuleiðis. Skil kalda og hlýja sjávarins fyrir Norðurlandi voru að þessu sinni fjarri landinu. Niðurstöð- ur hitamælinganna sýna að hitastig sjávar sumarið 1989 er með svipuðu móti og sumarið á undan. Hvað dreifingu seiðanna varðar, þorsk-, ýsu-, karfa- og loðnuseiða, þá var hún áþekk því sem var árið 1988. Mest var af þorsk- og loðnu- seiðum fyrir Norðurlandi, en ýsan hélt sig að mestu norðvestur af landinu. Karfinn var hins vegar í mestu magni á norðanverðu Græn- landshafi og við Austur-Grænland. Viðar Helgason einn leiðangurs- stjóra sagði í samtali við Tímann að niðurstöður þessar sýndu það að fjöldi þorskseiðanna væri lítill, en svo virðist sem ástand þeirra væri gott, hvað lengdina varðar, sem væri jákvætt. „Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvers vegna fjöldi seiðanna er þessi og stærðin yfir meðallagi, án þess að athuga það sérstaklega hvað veldur, sem oft mjög erfitt þar sem ýmsir þættir koma þar inní,“ sagði Viðar. Til þess þarf gífurlega miklar rannsókn- ir og af allt annarri stærðargráðu en við höfum bolmagn til að sögn Viðars. „Ég veit ekki til að þessari spurningu hafi yfirleitt verið svarað. Eg held að menn séu mjög óvissir um hvað gerist og geti í fæstum tilfellum bent á eitthvert eitt eða fleiri atriði sem eru þessu valdandi," sagði Viðar. \ Hann sagði að taka yrði tillit til þess að niðurstöður þ^ssa leiðangurs' væru bara fyrsta vísbending, um ástand þessa árgangs. Aðspurður sagði hann að yfirleitt færu þeir varlega í að spá langt fram í tímann, en nokkur ár eru þar til árgangurinn kemur inn í veiðina. Hægt er að reikna með að þessi seiði fari að veiðast eftir um fjögur ár að ein- hverju ráði. Hvort ekki þyrfti að draga mikið úr veiðum þegar að því kæmi þar sem árgangurinn er frekar slakur, sagði Viðar aðspurður að erfitt væri að gera sér grein fyrir því, þar sem ekki er nákvæmlega vitið hvað um hann verður fyrr en þeir hefðu eitthvað meira í höndunum. „Það segir sig sjálft, eins og þetta ástand er orðið að meirihluti þorsk- aflans er samsettur af þremur ár- göngum og ef þrír klikka þá hlýtur það að leiða af sjálfu sér að það kemur niður á stofnstærðinni,“ sagði Viðar. Seiðafjöldinn í ár er að sögn Viðars mjög svipaður og hann hefur verið þrjú síðustu ár. „Það stendur fast að fjöldi seiðanna er lítill, hins vegar eru þau í sæmilegu ásigkomu- lagi og ekki útséð hvort árgangurinn verði rétt undir meðallagi. Það er hugsanlegt að hann gæti slagað upp í það, en meira verður það ekki,“ sagði Viðar. Hvort svo verður, kem- ur ekki í ljós fyrr en eftir eitt til tvö ár, í togararöllunum svokölluðu, en þá fást m.a. vísbendingar um fjölda eins og tveggja ára fiska og hvernig honum hefur reitt af. Leiðangursstjórar á rannsókna- skipunum tveim sem þátt tóku í leiðangrinum voru auk Viðars Helgasonar þau Vilhelmína Vil- helmsdóttir og Sveinn Sveinbjörns- son. - ABÓ vatnssýslunni. því að ekki þarf at- vinnuleyfi milli landa á Norðurlönd- um. Víst er að bóndinn kemur til með að sakna vinnumanns síns verði hann að fara úr landi. A.m.k. er haft eftir manni sem tengist þessu máli, en vill ekki láta nafns síns getið, að bóndi vilji ættleiða piltinn og kalli hann í daglegu tali Smið Björnsson. ÁG Svipta þurfti 6 veiðirétti Sjávarútvegsráðuneytið þurfti að svipta sex skip veiðiréttindum á mánudag. Ástæðan var sú að út- gerðir skipanna höfðu ekki skilað inn veiðiskýrslum fyrir ágústmán- uð, eða voru komnir fram yfir kvótann og höfðu ekki tilkynnt tilfærslu milli skipa. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu eru þeir aðilar sem sviptir eru yfirleitt búnir að tryggja sér kvóta, en hafi ekki haft löngun eða ástæðu til að skrifa ráðuneytinu bréf vegna þessara millifærslna. Hann sagði að það væru yfirleitt sömu aðilarnir sem trössuðu að skila inn veiðiskýrslum og það eina sem þeir virtust skilja væri stöðvun bátanna. Hann sagði að menn væru fljótir til að skila inn skýrslun- um þegar þeir hefðu verið stoppað- ir. - ABÓ SUÐUR- OG AUSTURLAND: fimmtudaginn 21. sept. Vík í Mýrdal, við Söluskálann kl. 12.00-13.30 Kirkjubæjarklaustur kl. 15.00-16.00 Höfn í Hornafirði, við Hótel Höfn kl. 19.00-21.00 föstudaginn 22. sept. Djúpivogur, við Kaupfélagið kl. 11.30-13.30 Breiðdalsvík, við Hótel Bláfell kl. 15.00-16.00 Stöðvarfjörður, við bensínstöð ESSO kl. 16.30-17.30 Fáskrúðsfjörður, við SHELL skálann kl. 18.00-19.00 laugardaginn 23. sept. Neskaupstaður, við SHELL skálann kl. 10.00-13.00 Eskifjörður, við SHELL skálann kl. 14.00-15.30 Reyðarfjörður, við SHELL skálann kl. 16.00-17.30 sunnudaginn 24. sept. Seyðisfjörður, við Herðubreið kl. 11.00-13.30 Egilsstaðir, við söluskála Kaupfélagsins kl. 14.30-17.00 NORÐURLAND: mánudaginn 25. sept. Húsavík, við Bílaleigu Húsavíkur kl. 10.00-13.00 Akureyri, hjá bifreiðaverkstæði Jóhannesar Kristjánssonar kl. 15.00-20.00 þriðjudaginn 26. sept. Dalvík, við Víkurröst kl. 12.00-13.30 Ólafsfjörður, við Tjarnarborg kl. 14.00-15.00 Siglufjörður, við OLÍS skálann kl. 16.00-17.00 Sauðárkrókur, við ESSO skálann kl. 19.00-21.00 miðvikudaginn 27. sept. Blönduós, við ESSO skálann kl. 11.00-13.00 Hvammstangi, við Kaupfélagið kl. 14.30-16.00 Borgarnes, við SHELL skálann kl. 19.00-20.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.