Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 21. september 1989 DAGBÓK EINN MEÐ ÖLLU einfalt og ódýrt. Verð frá kr. 33.500,- Sturtuhurðir, baðkarhliðar úr áli og hvítu, gler og plast. y*l K AUDUNSSON GRENSÁSVEGI8 S: 68 67 75 & 68 60 88 I þ/AI ^ Ær' m| umferoar M yj RAD Vilhjálmur Einarsson skólameistarí opnar málverkasýningu í Hveragerði: „Verði ljós“ í Eden Vilhjálmur Einarsson, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum hefur opn- að málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja einkasýning Vilhjálms en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Á þessari sýningu eru 38 verk og í stuttu spjalli við Tímann sagði Vilhjálmur að hann hefði unnið þessar myndir með nýjum hætti. „Ég hef kallað þetta „verði ljós“-myndir“, sagði hann, en verkin eru unnin á svartan karton og því má segja að myndimar spretti út úr myrkrinu. Mynd- imar em unnar með akryl, gouasch, og vatnslitum. Vilhjálmur lærði til B.A. prófs í byggingalist og listfræði í Banda- ríkjunum en er þó fyrst og fremst þekktur fyrir starf sitt að skólamálum og auðvitað sem afreksmaður í íþróttum. Sýningin, sem er sölusýning verður opin til 1. október. Gunnar R. Bjarnason sýnir í Hafnarborg Gunnar R. Bjarnason sýnir pastel- myndir í Hafnarborg, menningar- og Iistastofnun Hafnarfjarðar til 1. október. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Gústav Geir Bollason. Listasafn ASÍ: Sýning Gústavs Geirs Gústav Geir Bollason opnaði sl. laugar- dag sýningu í Listasafni ASl, Grensásvegi 16. Á sýningunni er aðallega olíumálverk máluð á þessu og síðasta ári, um 30 myndir. Gústav Geir útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handfðaskóla lslands vorið ’89. Sýningin er opin kl. 14:00-20:00 og stendur til 1. október. FÍM-salurinn, Garðastræti 6: TVEIRÁFERÐ Síðasta sýningarhelgi þeirra feðgina Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benedikts- sonar er nú um helgina. Margrét sýnir 33 olíumálverk en Jón 16 höggmyndir, allar unnar í eir. Síðasti sýningardagur er þriðjud. 26. september. Opið er kl. 13:00-18:00 virka daga, en kl. 14:00-18:00 um helgar. Frá Félagi eldri borgara Opið hús verður í dag, fimmtudaginn 21. sept. í Goðheimum, Sigtúni 3 kl. 14:00. Kóræfing verður haldin og einnig er frjáls spilamennska. Kl. 19:30 er fé- lagsvist, spilað verður hálft kort. Kl. 21:00 er dansleikur. Illlllllllllllllllllllllll! KVIKMYNDIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIHIIl Laugarásbíó: Tálsýn fyrir bíó- gesti í betri sætum í gær frumsýndi Laugarásbíó kvik- myndina Tálsýn eða „The Boost“. Hjónin Lenny og Linda Brown hafa lifað fremur fábreyttu lífi og Lenny náð litlum árangri sem sölu- maður. Þá kemst hann í kynni við viðskiptajöfur og það gerbreytir högum þeirra hjóna. Þau flytja til Los Angeles þar sem Lenny fær stórkostleg atvinnutækifæri sem sölumaður fasteigna. Lenny er mjög fær sölumaður og árangurinn lætur ekki á sér standa. Fyrr en varir lifa þau hjónin í vellystingum og lífið brosir við þeim. Þau eru ung, ást- fangin og auðug. En skjótt skipast veður í lofti. Miklar sviptingar verða á fasteigna- markaðnum og á einni nóttu hætta peningarnir að streyma til Lenny en honum reynist erfitt að draga úr útgjöldunum. Smám saman nær ör- væntingin tökum á honum, skuldim- ar hrannast upp og útlitið verður sífellt svartara. Hann þarf nauðsyn- lega á einhverri uppörvun að halda og leitar á náðir kókaíns. Þá fer að síga á ógæfuhliðina fyrir alvöru ... Leikarinn James Woods gerir hlutverki Lenny Brown eftirminni- leg skil. Hann hefur m.a. leikið í myndunum „Once Upon a Time in America" og „Best Seller" og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Salvador“. Sean Young leikur Lindu, eigin- konu Lenny. Hún er m.a. þekkt fyrir leik sinn í myndinni „No Way Out“. Leikstjóri „The Boost“ er Harold Becker sem er kunnur fyrir myndir eins og „The Onion Field“ og „Taps“. Þess má geta að í Laugarásbíói var fyrir skömmu komið fyrir nýjum sætum, sem hafa þann eiginleika að skorða má drykkjarmál í armi þeirra. Þá er nú mun rýmra um áhorfendur, því sætum var jafnframt fækkað úr 430 niður í 400. Harpa Bjömsdóttir Harpa opnar sýningu í Gallerí BORG í dag, fimmtud. 21. sept. kl. 17:00 opnar Harpa Bjömsdóttir sýningu á verk- um sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Harpa er fædd 1955 og lauk námi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla lslands 1981. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig haldið einkasýning- ar, bæði hérlendis og erlendis, síðast f Gallerí Borg í febr. ’88. Þetta er 6. einkasýning Hörpu. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur þriðjudaginn 3. október. Fyririestur í Odda: Ragnars saga og Gunnlaðar saga Dr. Rory W. McTurk, lektor í íslensk- um fræðum við University of Leeds, flytur fyrirlestur í boði félagsvísindadeild- ar í dag, fimmtud. 21. sept. kl. 17:00 í stofu 101 i Odda. Fyrirlesturinn heitir Ragnars saga og Gunnlaðar saga. Dr. Rory W. McTurk er mörgum fslendingum að góðu kunnur . Hann dvaldist hér á landi á árum áður við nám og rannsóknir og lauk prófi frá Háskóla íslands árið 1965. Meginverk hans á vettvangi norrænna fræða er yfirgripsmik- il rannsókn á Ragnars sögu loðbrókar. Varði hann doktorsritgerð um það efni, sem kemur út á prenti innan skamms. í fyrirlestri sínum mun dr. Rory W. McTurk ræða um rannsóknir sínar á Ragnars sögu loðbrókar og sérstaklega um nafnið Loðbrók og hugsanleg tengsl þess við foma frjósemistrú á Norðurlönd- um. Einnig mun hann víkja að fleiri goðsögum sem snerta þetta efni. Landssamtök ITC á íslandi: Kynningarfundir á Vopnafirði og Egilsstöðum Landssamtök ITC á lslandi - Þjálfun í samskiptum - hafa tekið til starfa á ný eftir sumarfrí. Á landsþingi sl. vor var kosin ný stjóm. Landsforseti nú er Halla Gísladóttir. Samtökin eru alþjóðleg og bera heitið „International Training in Communication" og starfa þau víða um heim. Samtökin veita þjálfun í mannleg- um samskiptum og örva forystuhæfileika. Samtökin em opin bæði konum og körlum. 22 deildir starfa víðs vegar um landið, en hámarkstala í deild er bundin við þrjátíu. Á fslandi er félagatala á fimmta hundrað. Samtökin efna til kynningar á starfsemi sinni föstud. 22. sept. kl. 21:00 að Hótel Tanga, Vopnafirði og laugard. 23. sept. kl. 14:00 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Fundir á vegum Samtaka um Kvennaathvarf 1 desember nk. verða liðin 7 ár frá stofnun Kvennaathvarfsins. Á þessum tíma, eða til 1. sept. sl., hafa 978 konur komið til dvalar í Kvennaathvarfinu, og auk þeirra hafa 786 börn dvalið þar með mæðrum sínum. Auk þess koma fjöl- margar konur til viðtals eða hringja, án þess að um dvöl sé að ræða. Samtökin veita einnig konum, sem hafa verið beittar nauðgun, stuðning og ráðgjöf. Til að vekja athygli á málefnum sam- takanna munu þau gangast fyrir opnum fundum í Gerðubergi undir yfirskriftinni „Bak við byrgða glugga”. Efni fundanna verður: 19. sept. kl. 20:15 - Heimilisofbeldi. 3. október kl. 20:15 - Málefni barna - sifjaspell. 7. nóv. kl. 20:15 - Heimilisofbeldi 5. desember kl. 20:15-Nauðgunarmál. HÁSKÓLAFYRIRLESTUR Todd Swanstrom flytur fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar H.í. um: „Can capitalism and democracy coexist in urban United States of America?" Fyrirlesarinn lauk doktorsprófi frá Princeton háskóla og eftir hann hafa birst margar greinar um stjómmál og hagkerfi í stórborgum Bandaríkjanna. Hann er höfundur bókarinnar: „The crisis of growth politics: Cleveland, Kucinich and the challenge of urban populism", sem út kom 1985; fyrir hana hlaut höfundurinn verðlaun frá samtökum bandarískra stjórnmálafræðinga. Todd Swanstrom er prófessor í stjóm- málafræði við ríkisháskólann í New York. Fyrirlesturinn verður í stofu 202 í Odda, húsi félagsvísindadeildar H.í. föstud. 22. sept. kl. 16:00. Öllum er heimill aðgang- ur. Sýning í minningu Grænlandstrúboða Um þessar mundir verður opnuð sýning í samkomusal Grunnskólans í Borgamesi til minningar um 200 ára ártíð séra Egils Þórhallasonar Grænlandstrúboða. Hann var fæddur árið 1734 að Hamri f Borgarhreppi, sem þá var prestssetrið í sveitinni. Sr. EgiII var trúboði í Grænlandi 1765- 1775, ferðaðist mikið um Vestribyggð og var prófastur í Suður-Grænlandi í nokkur ár. Hann skrifaði nokkrar bækur, þ.á m. fyrstu heildarlýsinguna á norrænum rúst- um í Grænlandi. Seinustu ár ævi sinnar var hann prestur í Bogense á Norður- Fjóni, og þar lést hann í janúar árið 1789. Sýningu þessa setur upp sr. Kolbeinn Þorleifsson, kirkjusagnfræðingur á Þjóð- skjalasafni og nýtur við það aðstoðar Grönlandsfly, Mats Wibe Lund, Odin- Air, Norræna hússins og Golfklúbbs Borgamess, en starfsemi hans fer fram á Hamri, fæðingarstað sr. Egils. Kl. 14:00 laugard. 23. sept. heldur sr. Kolbeinn opinbera samkomu í sýningar- salnum, þar sem hann flytur erindi um sr. Egil og sýnir litskyggnur frá Grænlandi. Einn hluti sýningarinnar verður að sýndar eru gamlar blaðateikningar úr heimskautaleiðangmm sem birtust í ensk- um tímaritum fyrir eitt hundrað áram. AUir era velkomnir á sýningu þessa. Helgarferðir F.Í. 22,-24. sept. Landmannalaugar - Jökulgil. Ekið frá Landmannalaugum inn Jökulgil, sem er fremur grannur dalur og liggur upp undir Torfajökul til suðausturs frá Landmanna- laugum. Jökulgil er rómað fyrir litfegurð fjalla sem að því liggja. Ekið meðfram og eftir árfarvegi Jökulgilskvíslar. Einstakt tækifæri til að skoða þetta litskrúðuga landsvæði. Gist í sæluhúsi F.í. í Land- mannalaugum. Þórsmörk - haustlitir. Helgardvöl í Þórsmörk í haustlitadýrð. Gist í Skag- fjörðsskála í Langadal. Brottför í ferðirnar er kl. 20:00 á föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I. Öldugötu 3. t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma Herborg Kristjánsdóttir kennari Vesturbrún 6 lést aö heimili okkar aö morgni 19. september. Þórir Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.