Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. september 1989 Tíminn 5 Sendinefnd frá Angóla í heimsókn Þriggja manna sendinefnd frá sjávarútvegsráðuneyti Angóla kom hingað til lands fyrr í mánuðinum í boði í>róunarsamvinnustofnunar íslands. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér aðstæður og vinnu- brögð í íslenskum sjávarútvegi. Sendinefndin heimsótti fisk- vinnslustöðvar, fiskmarkað og sölu- aðila, jafnframt sem ýmsar gerðir fiskiskipa voru skoðaðar og farið í plastbátaverksmiðj u. Það sem mesta athygli vakti var stjórnun og eftirlit með fiskveiðum og landhelgi. Á lokafundi með Þró- unarsamvinnustofnun lýstu sendi- nefndarmenn mikilli ánægju með dvölina hér á landi og sögðust margt hafa lært, einkum það að Islendingar taki fiskveiðar alvarlega. Létu þeir í ljós eindregna ósk um að takast mætti samstarf milli íslendinga og Angólabúa um þróun sjávarútvegs í Angóla, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þróunarsam- vinnustofnun íslands. - ABÓ Fyrsti borgarstjórnarfundurinn að loknu sumarleyfi í dag. Fjöldi mála á dagskrá, m.a.: Samfelldur skóladagur í grunnskólum innan 5 ára? Borgarstjórn heldur fyrsta fund sinn að afloknu sumarleyfi síðdegis í dag. Á dagskrá er m.a. aragrúi fundargerða frá nefndum og ráðum borgarinnar og voru borgarstjórnar- menn í gær að gantast með það að þeir yrðu sjálfsagt næstu 20-30 tím- ana samfleytt að afgreiða þau mál sem fyrir fundinum liggja. Auk fundargerðanna liggja fyrir þrjú mál: í fyrsta lagi er tillaga frá fulltrúum minnihlutaflokkanna um að stefna að því á næstu fimm árum gera grunnskóla borgarinnar ein- setna. Þá er tillaga um að byggðar verði leiguíbúðir og íbúðir fyrir aldraða. Tillagan er einnig frá full- trúum minnihlutaflokkanna og er flutt í kjölfar fyrirspurnar frá Sig- rúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa framsóknarmanna frá því fyrr í sum- ar um fyrirhugaðar byggingar á veg- um borgarinnar fyrir aldraða, með eða án þjónustukjarna. Þriðja tillagan fyrir borgarstjórn- arfundinum í dag er frá sjálfstæðis- mönnunum Vilhjálmi S. Vilhjálms- syni og Júlíusi Hafstein um að stofn- að verði þróunarfélag til að sam- ræma hugmyndir og tillögur hags- muna- og framkvæmdaaðila um upp- byggingu mannvirkja og nauðsyn- lega þjónustu í gamla miðbænum. í greinargerð er vísað til þess að nú liggi fyrir í fyrsta sinn staðfest deiliskipulag fyrir miðbæinn og sam- kvæmt því standi fyrir dyrum tals- verðar breytingar á nýtingu austur- hafnarinnar og hún eigi að tengjast miðbæjarkjarnanum. Til þess að mæta þessu sem best þurfi að sam- hæfa hagsmuni einka- og opinberra aðila við uppbyggingu og skynsam- lega nýtingu gamla miðbæjarins og til þessa verks sé þróunarfélagið heppilegur vettvangur. - sá 38. helgar- skákmótið Bent Larsen stórmeistari frá Danmörku keppir á 38. helgar- skákmóti tímaritsins Skákar. Mót- ið verður haldið á Egilsstöðum dagana 22.-24. september. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið á Egilsstöðum. Að venju eru veg- leg verðlaun í boði. Sá sem sigrar fær 50 þúsund Jcrónur í verðlaun. Veitt er verðlaun fyrir fjögur efstu sætin auk þess sem sérstök verð- laun eru veitt í unglinga-, kvenna- og öldungaflokki. Nú eru rúmlega níu ár síðan fyrsta helgarskákmótið var haldið. Þau hafa átt mikinn þátt í að efla skáklíf á landsbyggðinni auk þess sem þau hafa gefið sterkum skák- mönnum tækifæri til að reyna sig í keppni við verðuga andstæðinga. KÍ vill auka veg Námsgagnastofnunar: Stofnunin fái meiri peninga og betra hús „Stjórn Kennarasambands Is- lands skorar á yfirvöld menntamála að bregðast þegar við tillögum nefndar um Námsgagnastofnun og hrinda þeim í framkvæmd. Tryggja verður að Námsgagnastofnun geti séð grunnskólum landsins fyrir sem bestum og fullkomnustum náms- og kennslugögnum og verði gert kleyft að leita nýrra leiða í náms- gagnagerð ásamt því að þróa aðra þjónustustarfsemi við skóla landsins," segir í ályktun frá KÍ í ályktuninni er lýst ánægju með störf nefndar sem tók út starfsemi Námsgagnastofnunar og gerði áætlun um framtíðarstarfsemi hennar. í skýrslu nefndarinnar kom fram að stofnunin búi við þröngan húsnæðiskost og sé fjár- hagslega þröngur stakkur skorinri. Kennarasambandið bendir á nauðsyn þess að stofnuninni sé gert fjárhagslega kleyft að sinna lögboðnu hlutverki sínu og að við núverandi aðstæður standi fjár- og húsnæðisskortur henni fyrii þrifum. - sá Kennslubækur á hljómböndum hjá Námsgagnastofnun: Tværkennslubækur í sögu komnar út Bækurnar Sjálfstæði fslendinga, þriðja bindi eftir Gunnar Karlsson prófessor og Samferða um söguna, sem er þýdd kennslubók í sögu fyrir grunnskóla hafa nú bæst í hljóð- bókasafn Námsgagnastofnunar og eru nú alls 28 kennslubækur á hljóm- böndum í safninu. Hljóðbækur Námsgagnastofnunar eru einkum ætlaðar blindum og sjónskertum en þær nýtast einnig öllum þeim nemendum sem ekki geta einhverra hluta vegna lesið námsbækurnar hjálparlaust. Gunnar Karlsson sjálfur og Silja Aðalsteinsdóttir lásu þriðja bindi Sjálfstæðis íslendinga inn á hljóm- band en Sigurður Hjartarson, þýð- andi bókarinnar Samferða um sög- una las hana inn á hljómband ásamt Valgerði Kristjónsdóttur. - sá Vikurit um viðskipti og efnahagsmál gerir ekki greinarmun á staðgreiðslu vaxtaskatts og vaxtaskattinum sjálfum: Röng vísbending hjá Vísbendingu í nýjasta hefti vikuritsins Vísbend- ingar, er fjallar um viðskipti og efnahagsmál, birtist grein er ber nafnið „Skattar þar og hér“. Með- fylgjandi greininni er þýdd tafla um skatt á vexti í EB-löndunum. Heim- ildin er ritið Financial Times frá 9. febrúar á þessu ári. Sé skoðuð sú grein sem Vísbending vitnar í, kem- ur í ljós að taflan sem þýdd er upp úr henni er ekki yfir skattlagningu vaxatekna, heldur staðgreiðslu skatta á vexti. í texta greinarinnar „Skattar hér og þar“, er fullyrt að skattur á vaxtahagnað sé til dæmis ekki til staðar í Lúxemburg og á Bretlandi og Þýskaland hafi fallið frá 10% vaxtaskatti í sumar vegna mikils fjárflótta úr landinu. Hér er um alranga þýðingu að ræða þar sem í greininni er verið að fjalla um stað- greiðslu skatts af vaxtatekjum í EB- löndunum, en ekki, skattinn sjálfan. Staðreyndin er sú að í öllum aðildar- löndum EB er innheimtur skattur af vaxtatekjum og þar eru Lúxemborg, Bretland og Vestur-Þýskaland ekki undan skilin. Tíminn bar málið undir Má Guð- mundsson ■ efnahagsráðgjafa fjár- málaráðherra og staðfesti hann að hér væri um ranga þýðingu að ræða: „Þeir misskilja orðin withholding tax, sem þýðir staðgreiðsluskattur, eða „eftirhaldsskattur". Það sem birtist í töflu Financial Times er yfirlit yfir staðgreiðsluskatta af vaxtatekjum. Þeir halda hins vegar að þetta sé yfirlit yfir skatta á vexti og ræða um þau lönd sem ekki hafa staðgreiðsluskatt eins og að þau hafi enga skatta á vöxtum. Það er jafn fáránlegt og að halda því fram að það hafi ekki verið neinir skattar á launatekjur á íslandi þar til stað- greiðslan var tekin upp,“ sagði Már. Þess má geta að greinin „Skattar hér og þar“ er tekin upp í Stakstein- um í Morgunblaðinu í gær og notuð sem rök gegn því að skattleggja fjármagnstekjur hér á landi. - AG Þjónusta við Tailandsfara Ferðaskrifstofan Saga hefur tekið saman ítarlega verðskrá til afnota fyrir þá ferðalanga er hyggjast leggja leið sína til Tai- lands á eigin vegum á vetri kom- anda. í skrá þessari, sem gildir fram til 31. mars á næsta ári, eru gefnir ýmsir ferðamöguleikar í mismunandi verðflokkum, jafnt á flugi sem kynnisferðum og gisti- aðstöðu. Þá býður ferðaskrifstof- an hvers kyns þjónustu hvað varðar móttöku, leiðsögn, akstur milli staða og fleira. JBG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.