Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. september 1989 Tíminn 17 GLETTUR Pierce Brosnan Timothy Dalton Verður valinn nýr Bond? - Kemur Brosnan í staðinn fyrir Dalton sem næsti 007? Timothy Dalton hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í þeim tveimur Bond- myndum, sem hann hefur leikið í, þ.e. „The Living Daylights" og „Licence to Kill“, og framleiðendur segja að sæmileg útkoma hafi orðið af þeim fjárhags- lega. En sagt er að það þurfi um 100 milljóna dollara tekj- ur af Bond-mynd til að hún beri sig, því að allur kostnað- ur við gerð þeirra er svo gífurlegur. Nú hafa framleiðendur hug á að breyta um leikara í Bond-hlutverkinu. Þó Dalt- on þyki góður, þá finnst stjórnendum hann of alvar- legur og eitthvað vanta upp á kímnigáfuna og sjarmann. Brosnan var fyrsta val framleiðenda, - en hann var þá samningsbundinn Þegar Roger Moore hætti sem Bond höfðu stjórnendur hug á að fá Pierce Brosnan í hlutverkið, en hann var þá bundinn af samningum við NBC um sjónvarpsþættina „Remington Steele.“ Pierce Brosnan er mjög vinsæll leikari og hefur stundum verið kallaður „Cary Grant níunda ára- tugarins". Brosnan er af írskum ættum og segist hafa ýmsa kosti og lesti frá sínum írsku forfeðrum, svo sem þungt skap. Hann reyni þó að láta það ekki koma niður á Cassöndru, konu sinni, og börnunum þremur: Char- lotte 15 ára, Christopher 13 ára, og Sean sem er 5 ára. Stacy Keach sem „KónguríSíam" - Ég get vel skilið það, Inga mín, þegar þú grætur yfir Dallas, - en að tárast yfir gosdrykkjaauglýsingu, það er nú einum og mikið! - Þú áttir að bakka honum út í... ! Leikarinn Stacy Keach, sem oftast hefur sést í hlut- verki einhverra „töffara", hefur nú heldur betur breytt um stíl. Hann er ekki mikið líkur hinum svala Hammer með byssuna á lofti f þessu nýja hlutverki. Nú leikur Stacy kónginn í Síam í nýrri uppfærslu af söngleiknum „The King and I“, sem Yul Brynner lék í hér á árum áður. Stacy Keach leikur kóng- inn en ensku kennslukon- una, sem kemur til að kenna börnunum hans, leikur Mary Beth Peil. Stacy er 48 ára. Hann harðneitaði að láta raka af sér hárið þó hann léki kónginn, sem átti víst að vera sköllóttur. Stacy segist láta dekkja svolítið hár sitt og skegg til að verða austur- lenskari í útliti, - en láta rakaásérhausinn,neitakk! „Ég ætla að reyna að gefa kónginum nýjan svip og gera hann að ennþá flóknari manngerð en hann hefur ver- ið áður sýndur, á sviði eða í kvikmynd," sagði leikarinn Stacy Keach. Yul Brynner fór á kostum sem kóngurinn og sést hann hér á leiksviði ásamt Constance Towers sem lék kennslukonuna í fyrstu uppfærslu á söngleiknum Stacy Keach ■ hlutverki kóngsins í Síam og Mary Beth Peil sem kennslukonan - Það er svo erfitt að vekja hann á morgnana...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.