Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 21. september 1989 Tíminn 19 lllllllllllllllll iÞRrtTTIR lllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllM Pétur Pétursson skorar fyrra mark sitt gegn Tyrkjum Tímamynd Arnl BJarna i#1- JLijM W 1 !l l.lllfeíPíjí fl 1! ^ s * -i v |8 'JMH Undankeppni HM í knattspyrnu: Pétur afgreiddi Tyrki íslendingar sigruðu Tyrki 2-1 í síðasta landsleik sínum í undankeppni HM í knattspyrnu. íslenska landsliðið lék í gær einn sinn besta leik í undankeppninni til þessa. Hver einasti leikmaður íslenska liðsins lék vel, en þó enginn betur en ,,unglingurinn“ Ásgeir Sigurvinsson sem í gær lék sinn síðasta landsleik. Islendingar hófu leikinn af mikl- um krafti. Ásgeir dreif sína menn áfram og var sjálfur ferskur sem unglamb á miðjunni. Á fimmtu mín leiksins skoruðu íslendingar mark sem dæmt var af. Var þar að verki Sigurður Grétars- son. En á einhvem undraverðan hátt tók hinn spænski dómari Sanch- ez sig til og flautaði markið af þar sem hann taldi að brotið hefði verið á íperkoglu markverði. En það var nátturlega út í hött. íslendingar léku yfirvegað og ör- ugglega. Mótlæti þeirra kom Tyrkj- um greinilega í opna skjöldu því þeir áttu fullt í fangi með fríska leikmenn íslenska liðsins. Á 11 mín tók Ásgeir aukaspyrnu við vítateigshorn Tyrkj- anna, Pétur Pétursson skallaði hár- fínt framhjá. Stuttu seinna átti Arnór góða sendingu á Sigurð Grétarsson sem skaut framhjá í ákjósanlegu færi. Pegar 25 mín voru liðnar af leik átti Karaman gott skot að marki fslend- inga, en sem betur fer yfir. Þegar líða fór á seinni hálfleik komust Tyrkir meir inn í leikinn og fóru að pressa óþarflega mikið á íslenska liðið. Á 41 mín varði Bjarni Sig mjög vel skot frá Tutuneker. Á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Ólafur Þórðarson góða sendingu á haus Péturs P, en hann skallaði boltann beint í fang fperkoglu markmanns. Staðan í hálfleik 0-0. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri, nema að nú voru íslendingar enn ákveðnari. Ólafur Þ. átti fyrsta færið í seinni hálfleik, en íperkoglu var sem fyrr á réttum stað. Tveimur mín seinna áttu íslendingar sann- kallað dauðafæri. Þorvaldur Örlygs- son var í mjög ákjósanlegu færi til að skora, en í stað þess að skjóta renndi hann boltanum á Ásgeir sem í mun lakara færi og skaut í varnarmann. En þeir Þorvaldur og Ásgeir voru ekki búnir að segja sitt síðasta orð. Á 7 mín léku þeir skemmtilega upp vinstri kantinn og Ásgeir sendi bolt- ann fyrir markið, beint á markahrók- inn Pétur P sem sendi boltann með góðu skoti neðst í markhorn Tyrkja. Staðan því 1-0 fyrir ísland. En 3 mín seinna kom fyrsta mark- tækifæri Tyrkja í seinni hálfleik. Yucedag átti þá gott skot úr auka- spyrni beint í stöng íslenska liðsins. A 10 mín átti Ásgeir ákjósanlegt færi en skaut yfir. Tyrkir fengu mjög gott færi stuttu seinna er Karaman komst einn inn fyrir vörnina, Bjarni varði en hélt ekki boltanum og á síðustu stundu tókst Guðna Bergssyni að koma boltanum frá. Á 14 mín komst Karaman aftur inn fyrir og nú komst hann einnig fram hjá Bjarna en hann hitti ekki markið. íslendingar skoruðu svo annað mark þegar 23 mín voru liðnar, var það mjög svipað hinu fyrra. Ásgeir og Þorvaldur léku vel saman á vinstri kantinum og Þorvaldur gaf fyrir og þar var Pétur á réttum stað og afgreiddi boltann mjög snyrtilega í netið. Tyrkir tóku nú að sækja af miklum krafti. Á 26 mín sýndi Bjarni Sig- urðsson hreint stórkostlega mark- vörslu þegar Yucedag komst einn inn fyrir vörnina. Bjarni varði í þrígang og kom boltanum á endan- um í hom. Nokkrum mfn seinna átti Ásgeir snilldarsendingu á Ragnar Margeirs- son, sem þá var nýkominn inná, sem sendi boltann fyrir markið en Pétur skallaði rétt framhjá. Þegar 5 mín voru til leiksloka tókst Tyrkjum að skora. Ucar átti þá gott skot alveg niður við stöng sem Bjarni réði ekki við. Á síðustu mín leiksins átti Yucedag gott skot í slá af löngu færi. En þá flautaði Sanchez dómari til leiksloka og fyrsti sigur íslendinga í undankeppni HM var staðreynd. íslenska liðið lék mjög vel í þess- um leik. Ásgeir Sigurvinsson var besti maður liðsins og er synd að hann komi ekki til með að leika fleiri landsleiki. Þessi nýja uppstilling landsliðsins koma annars nokkuð vel út og er greinilegt að við eigum orðið mjög sterkt landslið. Nýju mennirnir í byrjunarliðinu; Gunnar, Þorvaldur og Rúnar stóðu sig allir með miklum sóma. Annars var það sterk liðsheild sem skóp þennan góða sigur. Vert er að minnast á hörmulegan dómara leiksins og línuverði hans; Jose Sanchez dómara og línuverðina Joaquin Marcos og Teodoro Sanchez. Þeir voru vægast sagt mjög lélegir og eru trúlega með þeim daprari sem hafa dæmt hér á landi. FH. Sagt eftir leik Rúnar Kristinsson; Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta er mjög sterk liðsheild og allir vildu gefa allt sem þeir áttu í leikinn. Þetta var síðasti leikur okkar í forkeppninni og við vorum ekki búnir að sigra í neinum þannig að við vorum ákveðnir í að sigra í þessum leik og það tókst. Það var mjög góð barátta í liðinu og einnig góður hópur, það voru menn fyrir utan hópinn sem voru í leikbanni og einnig meiddir en við náðum samt að vinna leikinn. Guðni Bergsson; Ég er í sjöunda himni yfir því að hafa sigrað, ég tala nú ekki um eftir að hafa tapað tveim síðustu leikjum. Ég tel að leikurinn hafi spilast mjög vel okk- ur í hag, við náðum að halda jöfnu gegn vindinum í fyrri hálfleik og komum síðan sterkir í seinni hálf- leikinn. Við skoruðum tvö góð mörk og siðan fór eins og oft vill verða að við gáfum eftir og þeir náðu að skapa sér nokkur færi. Ég tel að þetta hafi verið mjög góður leikur af okkar hálfu, sérstaklega með það í huga að þetta var nýr hópur leikmanna og margir hverjir að spila sinn fyrsta landsleik saman. Ásgeir Sigurvinson; Ég er mjög ánægður með leikinn, við sýndum það strax í byrjun að við vorum ákveðnir í að berjast og þó svo að þeir hafi haft yfirhöndina í lok fyrri hálfleik þá sýndum við það í byrjun seinni hálfleiks að það var bara vindurinn sem gerði muninn. Eftir að við skoruðum fyrsta markið þá opnaðist leikurinn meira því þeir þurftu að fara að sækja meira, þeim dugði ekkert annað en sigur í leiknum. í heildina verður að segjast að leikurinn hafi verið skemmtilegur, hann var skemmti- legur fyrir áhorfendur og í honum voru margar fallegar sóknarlotur. Ég held að í dag höfum við sýnt mjög góðan leik og það var það mikilvægasta sem við þurftum að sanna fyrir okkur sjálfum. FH. Portúgal vann Sviss Einn leikur fór fram í sjöunda riðli í undankeppni HM í gær. Portúgal van Sviss 2-1 eftir að hafa verið undir í leikhléi 0-1. Einnig voru nokkrir vináttu- leikir í knattspyrnu í gærkveldi. Helstu úrslit urðu þessi: Júgóslavía-Grikkland .... 3-0 Ítalía-Búlgaría ..........4-0 Spánn-Pólland ............1-0 FH. mB ggafgg i ggjggi-L LESTUNARAffTIUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........25/9 Gloucester/Bostoi?: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKJPADE/LD Pí®* SAMEANDSJHS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 ÍAKN TRAUSJRA fLt J OXIINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.