Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 21. september 1989 AÐ UTAN lllllllllilll llllllillll Á Spáni gera storkar sér hreiður á undarlegustu stöðum Storkahreiður á suðrænu kirkjuturnsþaki kemur Þjóð- verjum spánskt fyrir sjónir og ekki að furða. Á Spáni og í Portúgal eiga nú búsetu um 100.000 storkar. Ef borið er saman við þá 730 storka sem Þjóðverjar eiga í svo örvæntingarfullri baráttu við að halda í búsetu í sínu landi er skiljanlegt að þeir hrífist af Iíflegum og kraftmiklum storkum á Íberíuskaganum. Til dæmis eru fjölmörg storka- þorp í héraðinu Estremadura þar sem lífsskilyrðin eru ákaflega erfið. Þar gera þessir stóru fuglar mörg, hjallamynduð hreiður á hverju þaki, og jafnvel heilar storkaborgir eins og í hinni frægu Caceres. Alls staðar, á dómkirkjunum, á kirkju- turnum, virkisturnum, gamla borg- armúrnum, þökum sögufrægra bygginga, þar er hreiður við hreið- ur. Það er aðeins á hinum traustu byggingum í nútímaúthverfum borganna sem storkarnir láta ekki sjá sig. Storkar eru íhaldssamir. í grennd við Merida er lítill skógur þar sem storkarnir gera sér enn hreiður í trjánum, rétt eins og t þá eldgömlu daga þegar frum- maðurinn var ekki enn farinn að reisa sér húsaskjól. í litla þorpinu Bembibre á Norður-Spáni, stendur Kristslíkneski með upprétta arma á kapellu. Milli þessara arma gerði storkapar hreiður sitt. Þar naut það blessunar Guðs, en ekki prestsins sem lét fjarlægja hreiðrið. Þjóðverjar hlynna vel að þessum fáu storkum sem eiga enn heim- kynni stn meðal þeirra, gera hreið- ur fyrir þá og hugsa vel um þau. Spánverjar hafa ekki séð ástæðu til að aðstoða sína storka við hreiður- gerðina og þess vegna má sjá storka gera sér hreiður á ótrúleg- ustu stöðum á Spáni. Á kirkjuturni við markaðstorgið í Trujillo, fæð- ingarstað Pizarros, gerði storkur tilraun til að flétta sér hreiður úr trjágreinum uppi á skrautkúlu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hvernig í ósköpunum hann fór að því, hvernig neðstu greinarnar náðu festingu og runnu ekki sífellt niður af kúlunni, veit enginn nema fuglinn sjálfur. En þegar hreiðrið var næstum fullgert gerði þrumuveður og þreif hreiðrið með sér ofan af kúlunni niður á þakbrúnina. Það óskiljan- lega er þó að þessum háfætta fugli hefur tekist að gera sér hreiður á ótraustasta undirlagi sem hugsast getur, og það svo að það stenst Spænskir storkar gera sér hreiður á ótrúlegustu stöðum og tekst býsna vel upp oft þó að byggingar- staðurinn sé ótraustur. Þessi gerði hreiður sitt á skrautkúlu á kirkju- turni, en óveður færði það aðeins um set. verstu veður. Það er á turnspírum dómkirkjunnar í Caceres. Þegar haustið nálgast og þeir örfáu storkar sem hafa búsetu í Þýskalandi og Alsace (það eru engir storkar eftir í Frakklandi) leggja í ferð sína suður á bóginn, yfir Íberíuskaga, tekur spænski storkaherinn sig líka á loft. í Gí- braltar slást svo þessir storkar í lið með storkunum 80.000 sem eiga búsetu í Marokkó og þeir fljúga svo í fylkingu, 120 km vegalengd á dag, til Senegal, Malí og Efri- Volta. Hvers vegna marokkónsku storkarnir sjá ástæðu til að taka sér vetrarsetu annars staðar en heima hjá sér vita þeir ekki einu sinni sjálfir. Þeir eru nefnilega, svo mót- sagnakennt sem það er, þegar í desemberlok aftur komnir heim til sín til að hefja makaleit. Og jafnvel í spænskum hreiðrum eru ungarnir löngu farnir að heimta mat þegar þýsku storkarnir eru rétt búnir að verpa eggjum sínum. Ef storkatal er tekið víðar má geta þess að í Alsír og Túnis eiga 190.000 storkar búsetu. Þeir fljúga yfir Saharaeyðimörkina, frá einni vin til annarrar, að Tsjadvatni til vetrarsetu. En langflestir evrópskir storkar eiga búsetu í austurhluta álfunnar. 425.000 storkar eiga hreiður í Austur-Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi, á Balkanskaga og í Tyrklandi. Það eru þeir sem fljúga suður á bóginn á haustin yfir Sínaí- skagann og Nílardal og alla leið til Suður-Afríku. ■1 VETTVANGUR II lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll i; -r,., ;>:i;iíí;í llllllllllllllllillllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllll llilllllllilllilll1 Orsakirnar fyrir slíkri þróun eru vissulega margar, - en ein af aðal orsökunum er afstaða bandarískra kapitalista til ríkisvaldsins. Banda- rískir kapitalistar, sem í raun og veru eru fyrst og fremst anarkistar í skoðunum, ómeð.yitað, eru alger- lega andvígir því að lýðræðisleg ríkisstjórn hafi afskipti af atvinnu- málum, lýðræðisleg ríkisstjórn má ekki, samkvæmt skoðunum banda- rískra kapitalista, skapa atvinnu eða bæta aðstöðu hinna fátæku i þjóðfélaginu. Slík frumstæð og bjánaleg afstaða bandarískra kap- italista gagnvart öllum þjóðum heims, eykur ekki aðeins grund- völlinn fyrir vaxandi ofbeldi, held- ur einnig iíkur fyrir auknum styrj- öldum í náinni framtíð. Heimilislausu fólki fjölgar bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. M.a. í Lundúnum fjölgar heimilis- lausu fólki ískyggilega mikið, fjöld- inn allur af breskum unglingum sefur á götum úti, í görðum eða í neðanjarðargöngum. Aðalorsökin er hin bresk-bandaríska efnahags- pólitík sem Margaret Thatcher hef- ur látið framkvæma. Það eru til margar góðar heim- ildir fyrir því, hvernig ríkir menn reyna að hagnýta sér þessa heimil- islausu unglinga. Samkynhneigðir eða kapitaliskir hommar reyna að veiða félausa pilta og gagnkyn- hneigðir kapitalistar reyna að kom- ast yfrir félausar stúlkur. Síðan er þeim fleygt út á götuna aftur. Bláfátækt fólk um allan heim stendur varnarlaust gagnvart þess- um kapitalisku villimönnum. f Bretlandi er þessi þróun farin að minna talsvert á skáldsöguna „Anarkistinn“ eftir Joseph Conrad sem kom út árið 1907. IV. Verðbólga þýðir að peningar minnka í verði. Á yfirborðinu lítur þetta út sem fjárhagslegt eða efna- haglegt vandamál, en svo er ekki. Hér er m.a. um pólitískt vandamál að ræða. Auðmenn og aðrir fjár- málamenn hafa hlutfallslega of mikil pólitísk völd í heiminum. Einar Freyr: Hagf ræðingar til sólu eða mjög hættuleg „vísindi“ Fjármálamenn eiga vissulega að hafa einhver völd, en bara ekki of mikil. Þannig er þetta einnig með mengun umhverfis. Jafnvel þótt eigendur og yfirmenn sumra stór- fyrirtækja séu vel upplýstir um þær miklu hættur sem stafa af mengun eiturefna, reyna þeir samt að kaupa vísindamenn til að þegja eða gefa rangar upplýsingar um þau eiturefni sem verksmiðjur þeirra sleppa út í náttúruna. Þessi eiturefni eyðileggja ekki aðeins landgróður í dölum og fjöllum, því þegar rigningar eru miklar eða í leysingum þá renna þessi eiturefni í vötn og í hafið og sýkja sjávargróðurinn. Enda þótt barátta umhverfisvina hafi borið talsverðan árangur er langt frá því, að hættan af náttúru- hamförum vegna mengunar sé liðin hjá. Atvinnurekendur víða um heim reyna að sporna við fæti og gefa rangar upplýsingar og jafnvel tala gegn betri vitund vegna stund- argróða. Sem betur fer eru þó til vísinda- menn, sem ekki eru til sölu, - einn slíkur nraður er Svíinn Björn Gillberg. Fyrir baráttu sína gegn mengun og sérstaklega vegna þess, að ekkert stórfyrirtæki hefur getað mútað honum, hefur hann orðið mikil þjóðhetja í augum sænsku þjóðarinnar, stórfyrirtækjum er nú Ijóst að Gillberg er ekki til sölu. í fyrra gáfu þeir Björn Gillberg og Arthur Tamplin út bókina „Mord med statligt tillstánd“ (Morð með leyfi ríkisins) þar sem þeir halda því fram, að 30 prósent af dánarorsökum fólksiáaldrinum 45-69 ára, stafi af mengun á vinnu- stað. Meðal annars hafa nokkrir vísindamenn er tilheyra hinni sænsku konunglegu Vísinda-aka- demíu mótmælt bókinni, en Gill- berg svarar og segir, að bókin sé byggð á ófölsuðum staðreyndum og að sannleikur bókarinnar muni að lokum sigra. Hér væri rétt að birta lítinn kafla úr grein sem birtist í Tímanum 1. júlí 1983 undir nafninu „Að frelsa heiminn með frjálsri verslun“: Seinni hluti „Þegar stjórn Reagans tók við völdum, var í anda frjáls framtaks, gefið mikið eftir á lögunum um mengun umhverfis og úrsleppi eiturefna frá verksmiðjum og fyrir- tækjum í Bandaríkjunum. Eigend- ur iðjuvera og fyrirtækja þurfa ekki lengur að gefa neina skýrslu um hin margvíslegu eiturefni ann- að en það, að sérstök fyrirtæki hafi tekið að sér að fjarlægja þau. En hverjir taka á móti eiturefnum frá verksmiðjum Bandaríkjanna? Jú, það gerir mafían. Svo að segja öll þessi eiturefni í Bandaríkjunum fara gegnum hendurnar á mafí- unni, mafían gefur engar skýrslur, og enginn veit, hvað af þessum eiturefnum verður“. Síðan þetta var skrifað (1983) hefur komið í ljós, að mikið magn af allskyns eitri hefur verið fleygt í hafið, ekki aðeins í Bandaríkjun- um heldur um allan heim og sér- staklega í Evrópu. Fyrirtæki í Bandaríkjunum og auðvitað repú- blikanar virðast hafa vísað veginn í umhverfismálum víða um lönd. Stórveldin liggja enn mjög lágt þegar um er að ræða baráttuna gegn mengun umhverfis. Bæði Frakkar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að halda áfram neðansjáv- artilraunum með kjarnorkuvopn. Miðað við vissar góðar heimildir frá eyjaskeggjum Kyrrahafsins liggur í augum uppi, að skýrslur um kjarnorkusprengingar í hafinu eru að miklu leyti falsaðar, eyði- legging á sjávarlífi og gróðri eru miklu meiri og alvarlegi en skýrslur stórveldanna sýna. Á bakvið slíka þróun standa einnig auðmenn og vopnasalar. Regnskógarnir eru einnig í hættu. Þegar þessi alvarlegu mál eru í huga höfð verður skiljanlegt að fólk verði dálítið kaldhæðnislegt og hafi í flimtingum hinar nýju kenningar vísindamanna um það, að maðurinn sé í raun og veru 97 prósent api og að það sé ekki apinn í manninum sem er hættulegur umhverfinu, heldur þessi 3 prósent sem tilheyra manninum, homo sap- iens, að slíkur mannsheili sé hlað- inn hættulegu DNA-forriti er gæti minnt á heila hinnar löngu útdauðu risaeðlu nema hvað maðurinn mun ekki aðeins tortíma sjálfum sér heldur öllu lífi á jörðinni um leið. En nú er það hvorki svartsýni eða bjartsýni sem skiptir máli, heldur nauðsynlegt raunsæi. - Það er ekki ólíklegt að kjarnorkusprengingar neðansjávar, eigi, ásamt öðru úr- sleppi, aukinn þátt í vexti eitraðra þörunga sem nú virðast hafa dreift sér um öll heimshöfin og vísinda- menn standa frammi fyrir ráð- þrota. Kjarnorkusprengingar geta haft svipuð áhrif og eldgos og raskað öllu jafnvægi í gróðurrík- inu. Sumir vísindamenn halda því fram, að hinar gömlu frásagnir í annarri Mosebók þar sem sagt er frá því, að vatnið hafi orðið að blóði og fiskar hafi dáið og svo framvegis, geti hafa verið af- Ieiðingar af miklum eldgosum. - En nú á dögum er ekki aðeins um að ræða miklar kjarnorkuspreng- ingar, heldur einnig alls kyns eitur sem daglega er verið að fleygja í hafið og náttúruna yfirleitt. Sá áróður, að tilkoma kjarn- orkuvopna hafi skapað frið í yfir 40 ár, er algjörblekking. Síðan kjarn- orkuvopnin komu til sögunnar hafa geisað styrjaldir í hundraðatali um allan heim. Lesið bara skýrslur SÞ um styrjaldir. Fólk má vara sig á slíkum áróðri sem vanalega er ástundaður af grimmum vopnasöl- um og frumstæðum stjómmála- mönnum sem undir niðri eru ekk- ert annað en harðstjórar. Hér er um allt önnur þjóðfélagsleg lögmál að ræða. Þetta er álíka bjánalegt og að trúa því, að hægt sé að koma í veg fyrir það, að félausir og eignalausir einstaklingar hætti öll- um innbrotum og þjófnaði ef litlum rafeindasenditækjum er komið fyr- ir undir húð þeirra sem þegar hafa verið gripnir, til að fylgjast með ferðum þeirra, eins og nú er gert í Bretlandi. Eða myndi t.d. FBI og CIA geta komið fyrir slíkum sendi- tækjum undir húð allra vasaþjófa New York-borgar? Sennilega ekki, því að þarna er verið að ráðast á einkenni sjúkdómsins, en ekki or- sök hans. • Þessi neikvæða þróun sem enn heldur áfram af fullum krafti, færir okkur heim sanninn um það, að til eru háskólaprófessorar sem hefðu aldrei átt að verða prófessorar. . Með hjálp af sinni heilbrigðu skynsemi er nauðsynlegt, að fólk almennt haldi vöku sinni og vari sig á öfgunum bæði til hægri og vinstri á stjórnmálasviðinu, og reyni að sjá í gegnum hinn leynilega og lúmska áróður. Gautaborg í septcmber 1989 Einar Freyr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.