Tíminn - 21.09.1989, Page 11

Tíminn - 21.09.1989, Page 11
10 Tíminn Fimmtudagur 21. september 1989 Fimmtudagur 21. september 1989 f t . * Tíminn 11 Getum við losnað við að liffa heil- brigðu lífi með því að borða kyn- bættan „omegalax“ úr stórtækum eldisstöðvum þrisvar í viku? Laxasvil í genabanka vorn gegn erfðaslysi í veiðiám Eftir Stefán Ásgrímsson Um síðustu helgi hélt norskur prófess- or; Harald Skjervold fyrirlestur fyrir íslenska vísindamenn í næringarfræðum og framámenn í laxeldi. Harald Skjervold er vísindamaður sem hefur um langan aldur starfað að kynbót- um víða um heim og hann stóð á sínum tíma að því að rækta upp eitt gott kúakyn í Noregi upp úr öllum þeim stofnum sem þar fyrirfundust. Þá hefur hann tengst ræktun og kynbótum á laxi frá því um 1960 og hefur stundum verið nefndur faðir norsks fiskeldis. Omega 3 og hjartað Harald Skjervold bendir á að lax hefur í holdi sínu meira magn af Omega 3 fitusýrum en flestur annar fiskur, en þessar fitusýrur eru taldar koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúk- dóma. í fyrirlestri sínum benti Skjervold á að á Vesturlöndum er um helmingur dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hann segir að frá því um 1965 hafi það verið vitað með óyggjandi hætti að það sem helst eykur líkurnar á því að fá þessa sjúkdóma sé óheppilega samsett fita sem innbyrt er í of miklum mæli, meðfylgjandi offita, hreyfingar- leysi og reykingar. Hann vitnaði til athugana sem gerðar hafa verið á eskimóum sem eingöngu lifa af veiðum eins og forfeður þeirra gerðu og snæða því ekki t.d. kjöt svo neinu nemur af húsdýrum heldur af sjávardýrum. f ljós hefur komið að kólester- ól eða blóðfita í blóði þeirra er með allt öðrum hætti en okkar í menningarsamfélögum Vest- urlanda. Læknir einn sem er sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum benti þó blaðamanni á það fyrir nokkru að þessir hlutir teldust langt í frá Slátrun a eldislaxi ■ Lindalaxi 1 Vogum ■ gærmorgun. fullsannaðir og veiðimenn meðal Eskimóa ættu sjaldnast kost á nútíma heilsugæslu og læknisþjónustu. Því næðu þeir kannski ekki þeim sama aldri og við náum þegar okkur fer að stafa hætta af hjarta- og æðasjúkdómum. Kolvitlaus hlutföll En hvað um það þá vitnaði Skjervold meðal annars í fræðimenn sem rannsakað hafa fæðu- samsetningu fornmanna og fólks sem lifir í svonefndum frumstæðum samfélögum. Þessir menn hafa að sögn Skjervolds komist að því að fornmenn og hinir frumstæðu hafi fengið í fæðu sinni fitusýrur af gerðinni Omega þrír og Omega 6 nokkurn veginn í hlutfallinu tíu á móti einum. Þetta hlutfall í okkar fæðu er hins vegar fjörutíu á móti einum. Þetta sé höfuðástæöa þess hversu hjarta- og æðasjúkdómar hafa breiðst ört út eftir því sem velmegun hefur aukist. Til að snúa þessari óheillaþróun við sé nauðsynlegt að draga úr neyslu á kjöti og neyta í ríkari mæli fæðu sem inniheldur Omega 3 fitusýrur. Omega 3 fitusýrur fyrirfinnast í lýsi, meðal annars þorskalýsi, en hins vegar er lítið sem ekkert af þeim í holdi þorsks, ýsu eða annarra sjávarfiska nema laxins, en í holdi hans fyrirfinnst Omega 3. Þó er það svo að mismunandi stofnar laxa hafa í sér mismunandi mikið af Omeg'a 3 fitusýrum og út frá erfðafræði- legu sjónarmiði er því afar áhugavert að sögn fræðimanna að kynbæta laxastofna þannig að sem mest af Omega 3 verði í eldisstofnunum og lagði Skjervold áherslu á að þetta yrði gert auk þess að lax yrði markaðssettur sem heilsufæði sem kæmi í veg fyrir hjartasjúkdóma. A að rækta „omegalax“? Spurningarnar eru því hvernig fiskur- inn verði kynbættur þannig að hold hans búi yfir sem mestu af Omega 3, og hvers konar fóður á að gefa fiskinum til þess að sem mest af efninu verði í fiskinum svo að hann verði sannkallað heilsufæði. Nú er þess óskandi að takist að mark- aðssetja lax sem heilsufæði og ættu þá ýmis vandamál þessarar atvinnugreinar að leysast enda er það reynslan að takist að skapa einhverri fæðutegund ímynd heilsufæðis þá auðveldar það söluna og verðið hækkar jafnframt. En stórfelld ræktun og kynbætur hús- dýra, hvort sem þau eru lax eða einhverr- ar annarrar tegundar, hefur fleiri hliðar en bara þá að rækta upp þá eiginleika dýranna sem gefa fleiri krónur og aura í kassann. Dr. Stefán Aðalsteinsson er helsti sérfræðingur íslendinga á sviði erfðafræði og ræktunar búfjár og hann hefur ýmsa fyrirvara á um búfjárræktun og sér á málum kost og löst. Hann hefur um nokkurt skeið setið í starfshópi Norræna genabankans um varðveislu búfjárstofna. Stefán var spurður hvort stórfelld ræktun á laxi gæti ekki þýtt erfðamengun og að gamalgrónir íslenskir laxastofnar hyrfu og að eiginleikar, sem út frá tímanlegu sjónarmiði þættu lítt eftirsóknarverðir, töpuðust og afraksturinn yrði á endanum fábreytni í stofnum. Erfðamengun möguleg „Ég tel að laxastofnar hér á landi séu verulega skyldir hverjir öðrum og eitt- hvað sé um hlaup milli áa þegar lax gengur, ef til vill svipað og talað er um í Noregi, 2-3%. Ég vil taka fram að þetta eru fræðilegar vangaveltur en við höfum engar tölur um þetta. Þessi flökkufiskur hefur einhver áhrif, en mjög lítil. Ég býst við að áhrifin felist einkum í því að með flakkinu er tryggt að stofninn deyi ekki út í viðkomandi á fyrir sakir skyldleikaræktar. Þannig er það náttúruleg öryggisráðstöfun að eitthvert flakk eigi sér stað milli áa. Ef við bærum saman íslenskan lax og lax nágrannaþjóðanna þá er líklegt að hann sé allverulega frábrugðinn vegna aðstæðna hér þar sem hann hrygnir og tímgast, enda er líklegast mjög lítið um flökkufisk frá öðrum löndum í ám hér. Ef við lítum á það sem er að gerast í fiskrækt og laxeldi hérlendis þá ríkja tvenn höfuðmarkmið. Annars vegar hafa' menn verið að örva laxagengd í ár og hefur í þeim tilgangi oft verið sleppt aðkomufiski, - seiðum í árnar. Þetta hefur oft tekist all vel en nokkuð öruggt er að með þessu móti blandast erfðaefni milli áa. Sumir telja að þetta geti leitt til þess að flakk aukist og ratvísin hjá afkomendunum verði ekki svo sterk þannig að þessi fiskur geti flækst í ár í nágrenninu. Arlausir laxar Hins vegar hafa verið settar upp haf- beitarstöðvar hérlendis á svæðum þar sem aldrei hefur gengið lax áður og frá þeim er sleppt seiðum í hundruðþúsunda- tali, jafnvel í milljónatali í þeirri von að þau skili sér að einhverju leyti aftur til þess staðar sem þeim var sleppt frá. Ég hef litið svo á að vegna þessa þá skelli á landinu milljónir eða í það minnsta hundruð þúsunda laxa þegar þessi seiði hafa náð þroska og leita til baka. Þegar uppgöngustaðurinn er vík í sjó þar sem ekkert er hægt að gera fyrir laxinn nema að bíða eftir því að taka hann, þá er varla ólíklegt að um verulegt flakk verði að ræða frá þessum stað í ferskvatn. Ég lít því svo á að hafbeit í stórum stíl geti aukið á flakk í ár, en ég tek fram að þetta er staðhæfing og við höfum ekkert nógu öruggt í höndum um þetta. Hér við land eru nokkrar hafbeitarstöðvar sem ekki eru við neinar ár og þar sem það er eðli laxins að ganga upp í ferskvatn til að hrygna þá er hugsanlegt að hann leiti í næsta ferskvatn sem hann finnur. Það er ekkert ólíklegt að hann leiti upp næstu ferskvatnsár þegar hann hefur leitað af sér allan grun á þeim stað sem honum var sleppt á sínum tíma. Það er þó allavega svo að fjöldi lax sem leitar að landinu fer vaxandi. Þó svo að prósent- tala flökkufisks hækki ekkert þá hlýtur með þessu fjöldi flökkufiska að aukast þótt prósentan sé óbreytt. Þriðji möguleiki á blöndun er sá að þegar verið er með fisk í kvíum úti í sjó og kvíarnar bresta og fiskurinn sleppur laus. Það er vitað mál að slíkur fiskur á hvergi athvarf í landi, veit ekkert hvert hann á að fara og hefur enga heimaslóð. Hann fer því upp í næstu ár. Þetta hefur þegar orðið raunin. Hversu mikið þessi fiskur hrygnir þar eða hversu mikinn óskunda hann gerir er ekki enn vitað. Það er þó vitað að ef hann fer upp í árnar og hrygnir þar og kemur upp sínum afkvæmum eins og aðrir laxar, þá breytist eðli árinnar frá því sem var því að þarna er kominn fiskur sem er ekki úr ánni og á þessum vanda verður að taka sérstaklega. Geymum erfðaefni upprunastofnsins Að öllu þessu athuguðu þá tala menn úm að vernda laxastofnana í einstökúm ám. Til þess sé ég ekki nema eina leið en hún er sú að vernda erfðaefnið enda geng ég út frá því að laxeldi og hafbeit verði leyft áfram. Það þarf því að frysta svil hænga úr hverri veiðiá. Þetta verður að gera sem fyrst og standa að því sem best þannig að tryggt verði að erfðaefnið verði tiltækt í framtíðinni og hægt verði að rækta stofninn upp aftur. Ég held að við verðum að eiga erfða- efnið fyrst og fremst vegna þess að ef svo skyldi fara eins og sumir óttast að að- komufiskurinn sé verr aðlagaður að að- stæðum og dæi út við verstu aðstæður í einhverjum ám, þá sé það nauðsynlegt að eiga upprunastofninn til að koma ánni aftur í rétt horf eða það horf sem hún eitt sinn var í og rækta upp aftur þann stofn sem aðlagaður var ánni eftir hugsanlega tíu þúsund ára veru í henni.“ Stefán sagði að erfðaefnið eða svilin væru geymd þannig að þau væru fryst og væru dæmi um að erfðaefni hefði þannig verið virkt eftir áratugi. Ef vel tækist til við að frysta erfðaefni þá gæti það geymst óskemmt um tugi, jafnvel hundruð ára, en erfðaefnið er fryst í fljótandi köfnun- arefni og er geymt í nálægt 200 gráðu frosti. Sérkenni varðveitt Stefán sagði að erfðaefni sauðkindar- innar hefði fyrst og fremst verið varðveitt frá forystufé enda væru lög í gildi frá Alþingi sem kvæðu á um verndun og varðveislu þess. Sæði úr forystuhrútum hefði verið geymt á sæðingastöðvunum víða um land og dreift þaðan. Stefán bendir á að forystufjár er mjög snemma getið og er þess til dæmis getið í Jónsbók og kallað metfé. Þar er það talið svo verðmætt að það verði ekki verðlagt með sama hætti og venjulegt fé og skuli því sex sérstaklega tilkvaddir menn meta það til verðs ef á þurfi að halda. Þá hafi verið reynt að geyma erfðaefni frá ferhyrndu fé enda er það annar sérstæður eiginleiki sem ekki megi tapast. Ræktunarmenn hafi hins vegar reynt að rækta þennan eiginleika úr fé þar sem hann er að sumu leyti til óþurftar út frá tímanlegum sjónarmiðum. Tímamynd: Árni Bjarna „Ég tel að það verði að vera ofan á í verndun að haldið verði í það sem til er afbrigðilegt, hvort sem það telst gott eða vont. Ef það tapast þá verður stofninn fátækari," sagði Stefán. Hann sagði að íslendingar héfðu lengstum haldið í ýmsan afbrigðileika af þessu tagi og staðið sig að þessu leyti miklu betur en flestar aðrar þjóðir. Þar mætti nefna að alla liti sem komið hefðu upp f hrossum og sauðfé væri enn að finna á íslandi. „Mönnum hefur fundist þetta forvitnilegt og skemmtilegt og aldrei lent inni í formalisma i ræktun,“ sagði Stefán. „Hins vegar er það svo að búfjárrækt- armenn tuttugustu aldar hafa verið launaðir fyrir það að fjölga því sem er eftirsóknarvert og fækka því sem er óæskilegt í búfénaði. Þannig hafa þeir verið að fækka hinu afbrigðilega, óþarfa og óskemmtilega sem menn nú vilja halda í og sumpart af allt öðrum ástæðum en hagrænum, svo sem fagurfræðilegum, menningarlegum og hugsanlega einnig út frá sjúkdómaþoli eða því að gamlir landstofnar búfjár séu betur aðlagaðir náttúrunni. Þetta síðastnefnda gæti orðið nauðsynlegt ef gerast kynni að einhvern- tíma þyrfti að fara inn á þá braut aftur að nýta náttúruna betur en nú er gert. Þess vegna hefur hið opinbera víðast hvar tekið að sér að gæta þessara atriða og sjá til þess að erfðavísar séu varðveittir enda eru menn sem óðast að sjá að ekki verður bæði sleppt og haldið í þessum efnum," sagði Stefán Aðalsteinsson að lokum. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.