Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. október 1989 Tíminn 5 Guðmundur J. Guðmundsson um „vaxtaverki“ í ASÍ vegna tillögu Dagsbrúnarmanna í miðstjórn: VILDUM VAXTAUEKKUN FENGUMILLYRDIEIN vaxtamál sem ekki fékkst samþykkt. Þeir hafa síðan ákveðið að sækja ekki fundi miðstjórnar fram að ára- mótum. Þeir Halldór og Leifur sögðu í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér s.l. fimmtudag að þetta hefðu þeir ákveðið vegna óskammfeilinna að- dróttana frá Erni Friðrikssyni öðrum varaforseta ASÍ um að þeir væru með tillöguflutningi um vaxtamál að ganga erinda ákveðinna aðila til að ófrægja forseta ASÍ, Ásmund Stef- ánsson. „Hér munu ekki vera neinar deilur heldur eru menn ósáttir við ummæli sem ég á að hafa viðhaft. Ég hef hins vegar aldrei sagt að viðkomandi menn væru að ganga erinda ein- hverra. Mér hefur aldrei dottið í hug að þeir hefðu ekki sínar eigin Alvarleg deila er komin upp innan miðstjórnar ASÍ um vaxtamál. Hún hófst s.l. fimmtudag er Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar flutti ásarnt Leifi Guðjónssyni ályktunartillögu um vaxtalækkun sem var felld. Ágreiningur- inn hefur síðan gerjast og orðið tilefni hvassrar gagnrýni og átaka innan verkalýðshreyflngarinnar í bankamálum. Tíminn ræddi í gær við Ásmund Stefánsson forseta ASÍ, Guðmund J. Guðmundsson formann Dagsbrúnar og Örn Friðriksson varaforseta ASÍ um þessar deilur. „Dagsbrúnarmennimir tveir í miðstjóm ASÍ héldu að þeir fengju ekki illyrði ein og fúkyrði þótt þeir væru á móti vaxtahækkun á sama tíma og við horfum á hvert fyrirtækið á fætur öðm birta sína reikninga þar sem fjármagnskostnaður er meiri en launakostnaður og eru nú laun ekki há,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar. Guðmundur sagði að það væri ljóst að vextir og vaxtakostnaður væri svo mikil byrði að bæði fram- leiðslufyrirtæki og heimili, einkum hjá ungu fólki, væru að sligast og sama mætti segja um lífeyrissjóðina. „Á þessum tímum þegar fjöldi fólks, einkum ungs fólks, berst vonlítilli baráttu við að halda íbúð- um sínum vegna hárra vaxta skuli tekið á móti mönnum sem mótmæla vaxtahækkunum í sjálfum höfuð- stöðvum alþýðusamtakanna með hálfgerðum fúkyrðum og skætingi. Ég hef hingað til haldið að verka- lýðssamtökin væru á móti þessu gegndarlausa vaxtabrjálæði,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson enn- fremur. „Axli menn ábyrgð á einhverju sviði þá er líklegt að verk þeirra geti orkað tvímælis og valdið deilum. Ég er hins vegar ekki vanur því að vísa málum frá mér þannig að sé eitthvað óþægilegt fyrir mig sjálfan þá sé best að setja einhvern annan í málið,“ sagði Ásmundur Stefánsson formað- ur bankaráðs Alþýðubankans og forseti ASÍ er hann var spurður um deilur sem urðu á miðstjórnarfundi ASl í síðustu viku. Ásmundur sagði síðan: „Það standa engin rök til þess að hagstæð- ara skuli að taka óverðtryggð lán en verðtryggð og hjá Alþýðubankanum er einungis verið að samræma vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum en ekki verið að hækka raun- vexti á verðtryggðum lánum. Hér er því efnislega ekki um stórt mál að ræða vegna þess að þunginn 1' vaxta- byrðinni er auðvitað í verðtryggðum lánum. Á miðstjórnarfundi ASÍ þann 5. október s.l. lögðu Dagsbrúnar- mennirnir Halldór Björnsson og Leifur Guðjónsson fram tillögu um skoðanir og væru að koma þeim á framfæri," sagði Örn Friðriksson í gær. Örn sagði að í síðasta hluta álykt- unartillögu þeirra Halldórs og Leifs á miðstjórnarfundinum hefði að sínu mati verið vegið að formanni banka- ráðs Alþýðubankans og forseta ASÍ og að sér hefði fundist óþarft og óæskilegt að gera það með opinberri ályktun. Tillaga Halldórs og Leifs hefði borið keim af samþykkt í verkalýðs- félaginu Jökli þar sem skorað var á Ásmund að kalla á sinn fund for- menn bankaráða allra banka. „Þarna var verið að bergmála sömu afstöðuna og jafnframt sagði ég að formaður Verkamannasambandsins hefði tekið undir þá afstöðu sem kom fram í ályktun Jökuls," sagði Örn. Viðmælendur Tímans innan verkalýðshreyfingarinnar sögðu að þessar deilur væru í raun óhjákvæmi- legar því að það gengi einfaldlega ekki upp að Ásmundur Stefánsson gegndi samtímis tvennum áhrifa- stöðum þar sem hagsmunir stönguð- ust gersamlega á. „Það er ekki hægt að ætla nokkrum manni að að hann geti þetta enda er það augljóst að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ segist hafa haldið að verkalýðshreyfingin stæði gegn vaxtabrjálæðinu ■ þessu þjóðfélagi, þar sem jafnt ijölskyldur sem fyrirtæki séu að sligast undan fjármagnskostnaði. vextir hafa hvað mest áhrif á fjár- hagslega afkomu heimila og fram- leiðslufyrirtækja," sagði einn við- mælenda. Um þetta sagði Ásmundur Stef- ánsson í gær að hann vildi endurtaka að hjá Alþýðubankanum hefðu ekki verið hækkaðir raunvextir á verð- tryggðum lánum heldur aðeins verið um að ræða samræmingu vaxta af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Vildu menn hins vegar fjalla um málið almennt í heild þá þyrfti að fara aftur til upphafsins. Rekstur Alþýðubankans hefði hafist á sínum tíma með það að höfuðmarkmiði að styrkja stöðu verkalýðshreyfingar- innar á fjármagnsmarkaði og gefa einstaklingum kost á að njóta eðli- legrar þjónustu í bankakerfinu og tryggja að aðildarfélög ASÍ og lífeyr- issjóðirnir hefðu fjármálastofnun sem sinnt gæti þörfum þeirra. Alþýðubankinn hefði hins vegar aldrei náð umtalsverðri stærð og hefði nú innan við 4% af innlánum bankakerfisins. Menn hefðu á liðnu vori orðið flestir sammála um að verkalýðshreyfingin næði betur höfuðmarkmiðunum með stofnun Alþýðubankans á þann hátt að ganga inn í hinn nýja íslandsbanka °g fylgja þar eftir sjónarmiðum sín- um og efla þátttöku hreyfingarinnar á fjármagnsmarkaði. „Ég held að öllum sé ljóst að hver sem sá sem er formaður bankaráðs getur fengið yfir sig óánægjuöldur af ýmsu tilefni. Það eróhjákvæmilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagðist hafa séð það fyrir þegar hann tók að sér að verða formaður bankaráðs Al- þýðubankans fyrir tveim og hálfu ári síðan að starfið gæti orðið erfitt að þessu leyti en lagt hefði verið hart að honum að taka við starfinu. Ásmundur sagði það ljóst að háir vextir væru stærsta málið á íslensk- um fjármagnsmarkaði. Þeir ættu rætur að rekja til þriggja höfuðþátta: verðbólgu - spennu á lánamarkaði og mikillar samkeppni milli verð- bréfamarkaða og ríkissjóðs og í þriðja lagi of mikils vaxtamunar sem einkum stafaði af óhagkvæmni bankakerfisins sjálfs. Sameining fjögurra banka í einn stóran banka - íslandsbanka væri því mikilvægt spor í þá átt að gera íslenskt bankakerfi skilvirkara og ódýrara og að vaxtamunur lækkaði. -sá , — —***», ife ^ mpW Asmundur Stefánsson, forseti ASI og bankarádsformaður í Alþýðubankai um segist vita að sem formaður í Alþýðubankanum gæti hann þurft að tal óvinsælar ákvarðanir en hann axli þá ábyrgð og því hafi vextir óverðtryggð lána verið hækkaðir á dögunum. Litlar horfur eru á aö vaxtahækkunin sem varö um síöustu mánaðamót verði dregin til baka. Tryggvi Pálsson bankastjóri segir að allur vindur sé úr þessu moldviðri: Vextir lækka ekki á næstunni Bankastjórn Seðlabankans hélt fund með bankastjórum viðskipta- bankanna í gær. Þar var rætt um fyrirhugaðar vaxtabreytingar og verðbólguþróunina. Þetta var þriðji fundur þessara aðila um vexti og verðbólgu á nokkrum dögum. Næsti vaxtabreytingadag- ur er á morgun og því þurfa bankamir að tilkynna Seðlabank- anum um ákvarðanir sínar í vaxta- málum í dag. Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbankans seg- ist ekki eiga von á miklum vaxta- breytingum þar eð verðbólga sé á uppleið. Að sögn Tómasar Árnasonar seðlabankastjóra var fyrst og fremst rætt um verðbólguþróun á fundinum í gær. Seðlabankinn spáir að verðbólga á síðustu þrem mánuðum ársins verði 16%. Tóm- as sagði að á fundinum hefðu komið fram upplýsingar sem benda til þess að verðbólga verði meiri en 16%. Hann sagði að vera kynni að það myndi hafa einhver áhrif á ákvarðanir bankana. Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbankans sagði að nýjar upplýsingar um framfærsluvísitölu staðfesti að verðbólgan er nú meiri en opinberar spár gerðu ráð fyrir. Tryggvi sagðist þó eiga von á að vextir yrðu eitthvað hreyfðir. Víx- ilvextir myndu að öllum líkindum lækka. Bankamir hafa þó ekki enn tekið sínar ákvarðanir. Allar ákvarðanir í vaxtamálum þurfa að fara fyrir bankaráð. „Vindurinn er farinn úr þessu máli. Við töldum að opinberar verðbólguspár væru of lágar og við tókum mið af því þegar við tókum okkar vaxtaákvarðanir um síðustu mánaðamót. Það er nú að koma á daginn að okkar viðmiðanir voru réttar," sagði Tryggvi. Þú átt þá ekki von á miklum breytingum á vöxtum? „Nei, ég á ekki von stórum breytingum.“ Hvað villt þú segja um þá gagn- rýni að bankarnir séu fljótir að hækka vexti þegar verðbólga eykst en að sama skapi tregir til að lækka þá, þegar dregur úr verðbólgu? „Verðbólga undanfarin tvö ár hefur verið um 20% að jafnaði en aftur á móti hafa verið geysilegar sveiflur innan hvers árs. Vextir hafa ekki fyllilega elt verðbólguna upp og niður í þessum sveiflum. Horfur eru á að í lok þessa árs muni koma f ljós að vextir á óverðtryggðum lánum hafi verið 7-8% umfram verðbólgu sem er mjög svipað og verðtryggð kjör. Dráttarvextir verða um 11% um- fram verðbólgu. Einnig mun vænt- anlega koma í ljós að raunvextir hafi lækkað frá fyrra ári og vaxta- munur minnkað. Ég sé ekki betur en að þetta sé það sem stjórnvöld hafa stefnt að og það sem hlaut að koma samkeppninnar og efnahags- ástandsins vegna. Menn geta þyrl- að upp moldviðri út af sveiflum milli einstaka mánaða. En menn ættu að reyna að lfta upp og horfa á þetta í stærra samhengi," sagði Tryggvi að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.