Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 10. október 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Af landsfundi Fréttastofur fjölmiðla hafa talið það frásagnarverð- ast af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, og ofar öllum málefnum, að borgarstjórinn í Reykjavík skyldi hafa sóst eftir að verða varaformaður flokksins. Síst þarf þetta að koma nokkrum manni á óvart. Viðteknar venjur í Sjálfstæðisflokknum ætlast til þess að íhaldsborgarstjóri í Reykjavík gegni hárri virðing- arstöðu í flokknum. Persónulegir verðleikar skipta ekki aðalmáli, heldur er það borgarstjórastaðan sem sker úr um verðleikana. Friðrik Sophusson varð að beygja sig fyrir þessari staðreynd. Hann var ekki að keppa við einhvern nafngreindan mann á jafnrétíis- grundvelli, heldur embætti borgarstjórans í höfuð- borg íslands, sem á frátekið sæti í stjórn flokksins. Hitt er annað mál, að Friðriki Sophussyni þykir borgarstjórinn hafa komið aftan að sér eins og framboðið bar að. Viku fyrir landsfund hafði borgar- stjórinn greint Friðriki frá því í einkasamtali að hann sæktist ekki eftir að verða varaformaður „að svo stöddu“. Fram yfir setningu landsfundarins bjó Friðrik sig ekki undir annað en að verða endurkjörinn varaformaður. Það fór á annan veg. Eftir því sem helst má skilja, voru það forlögin sjálf sem ráku borgarstjórann í Reykjavík til að neyta hins sérstaka réttar borgarstjóraembættisins til virðingar- sætis í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Slíkum forlaga- dómi hlýtur að fylgja sú dramatíska stígandi sem tekur sig vel út í sjónvörpum. Þegar svo var komið vildi Friðrik Sophusson ekki gera sig sekan um goðgá gagnvart heilögum rétti borgarstjóraembættisins í Reykjavík, enda borgarstjórnarkosningar í nánd. Hann dró sig kurteislega í hlé. Sjónarspilið kringum varaformannskosninguna minnir annars á hinn gamalkunna tvískinnungshátt í Sjálfstæðisflokknum, þar sem talsmenn hans eru sífellt að lofa vestrænt lýðræði og fjölhyggju, en hugsa í einflokkskerfum austræns heims. Setningarræða Þorsteins Pálssonar var af því tagi sem einkennir einflokkshyggjuna. Hún var einna líkust því að vera þýdd úr Samlede Værker eftir Mustafa Kemal Atatúrk. Má af því ráða andríkið og snilldina. Þorsteinn Pálsson hlaut m.a. að guma af því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ,íbreiðfylking allra stétta“ sem horfði yfir þjóðfélagið af „kögunarhóli heildarhagsmuna“ meðan aðrir flokkar lifðu ein- göngu fyrir þrönga sérhagsmuni. Jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að sjá að svona tal um íslenskt lýðræði er brennimerkt þröngsýni hans sjálfs og flutt með landsföðurtilburðum, sem fara honum afar illa. í þessum uppskrúfaða tóni hélt Þorsteinn Pálsson því einnig fram og gerðist nú söguskýrandi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði stjórnað 30 ára landhelg- isbaráttu þjóðarinnar. Slíkar eru pólitískar of- skynjanir íhaldsins og hneigðirnar til að rangtúlka söguna. Saga landhelgisbaráttunnar einkenndist af þjóðar- samstöðu og réðst af margvíslegu framlagi stjórn- málamanna úr öllum flokkum, ráðleggingum vísinda- og fræðimanna, dugmikilli landhelgisgæslu, að ekki sé minnst á almenna þróun hafréttarmála í heiminum. Illlllll garri ......... '• ........ ....... ...... ................ ..... .... ... .... Að skjóta hrúta Þá hefur vinum okkar í Sjálf- stæðisflokknum tekist að halda landsfund án þess að komast að nokkurri bitastæðrí niðurstöðu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um. Fyrír fundinn gekk ekki á öðru en heitstrengingum einstakra hópa um að taka skyldi upp frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Þá átti að leggja niður kvótakerfið í sjávarútvegi. Ekkert af þessu gekk eftir, og fór fulltrúum þar eins og Jómsvikingum forðum, er þeir ákváðu drukknir að halda til Noregs að berja á þarlendum og þústa dætur þeirra. Úr því varð ekki annað en sneypuför, enda til fararínnar ráðist í flýti og óðagoti. Undarlegt þótti að DV-stefnan í landbúnaðarmálum skyldi hljóta þann hljómgrunn sem hún fékk fyrir landsfund, og voru menn jafnvel famir að halda að DV væri tekið við af Morgunblaðinu um línugjöfina til flokksmanna. Svo var þó ekki. Þeir, sem Morgun- blaðið nefndi svo skemmtilega Aglana í flokknum munu hafa fengið ráðið því, að skynsemin varð ofan á, svo enn um sinn samþykkir Sjálfstæðisflokkurinn að landbúnaður verði stundaður í byggðum landsins. ísland án landamæra Það er annars merkilegt hvað jafn stór flokkur og Sjálfstæð- isflokkurínn hlustar grannt eftir röddum þeirra, sem vilja breyta íslandi í einhverja framtíðarmynd, þar sem gamlir og grónir atvinnu- vegir eru lagðir til hliðar, en upp tekin óljós stefna, eða atvinnuveg- ur sem gæti heitið framtíðarat- vinnuvegur með gervitunglum og tölvuvæðingu, innflutningi á mjólk og kjöti og óljósum fyrírburðum, sem eiga að fylgja aldamótum og þeim dagsetningum, sem á eftir þeim koma. Eitt af því sem þessi framtíðaratvinnuvegur á að hafa í för með sér virðist vera gegndar- laus alþjóðahyggja og fsland án landamæra. Það á að selja og leigja allt sem hönd á festir, og síðan eiga einhverjir uppar og stuttbuxnastrákar að sitja í djúpum stólum við að reikna út vexti og fjármagnsgróða, eftir að útlending- ar eru farnir að gera út á ísland. Þessi framtíðarsýn er draumur margra í Sjálfstæðisflokknum því miður, og þeir kalla hana framtíð- ina. Einn helsti talsmaður flokksins um framtíðina var kjörinn varafor- maður hans á þessum landsfundi. Fengu bæði Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson hálfstalíniska kosningu í sæti formanns og vara- formanns, og geta nú tekið til við að grafa undan landbúnaði og sjávarútvegi í samræmi við stefnu- mið framtíðar flokksins og það grundvallarsjónarmið, að við eig- um ekki að afla neins sjálf heldur leigja ísland. Aglarnir í flokknum munu auðvitað andæfa um stund, en þar sem þeir eru ekki með í framtíðarplaninu, þarf ekki annað en bíða um stund eftir að þeir detti út, af náttúrlegum ástæðum. Þá geta Sjálfstæðismenn tekið til við að skjóta alla þá hrúta sem þeir ná til, en á slíkt atvik var minnt nýlega í Morgunblaðinu, þar sem stóð: Eg skaut hrútinn. Marklaus plögg Það verður afskaplega gaman að sjá tilþrífin, þegar aldamótin nálg- ast og sú framtíð, sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa veríð að leggja grunninn að með tillögugerð varaformannsins. Og guð hjálpi hrútunum, sem eiga sér einskis ills von. Þótt framtíðin sé forvitnUeg hef- ur gengið mjög erfiðlega að spá um hana og í raun má segja, að allar skjaUegar staðfestingar þar að lút- andi hafi síðar reynst marklaus plögg. Það er því varla við því að búast að hinn nýi framtíðarieikur Davíðs Oddssonar eigi eftir að rætast. En tUraunin er sú sama þrátt fyrir það. Við höfum um stund veríð ákaflega upptekin af framtíðinni, og á stundum getur það veríð góðra gjalda vert. Hins vegar skiptir mestu máli í öUum þjóðfélögum, og hefur raunar sannast úti í heimi á undanfömum vikum, að heimatúnin séu ræktuð þannig að fólkið sem býr í landinu geti vel unað við sinn hag og sín störf. Þótt fjármunafyrirtækin hafi um sinn haft öll völd í landinu og byggi mest á erlendu fjármagni, er alveg ástæðulaust að ætla að þau hafi þessi tök um alla framtíð. Enn fáránlegra er að byggja spá um framtíðina út frá því ófremdar- ástandi sem peningahyggjan hefur leitt yfir okkur. Við komum ekki til með að leigja ísland um alda- mótin, eða gera það að einni stórrí fjármunaleigu. Hitt er líklegra vegna óþols í nokkrum Sjálfstæðis- mönnum, að hægt verði að útvega þeim nokkra hrúta til að skjóta, þegar líður nær aldamótum. Garri VÍTTOG BREITT „Flís af feitum sauð“ Kynslóð af kynslóð sungu ís- lenskar mæður barnagæluna um að gefa ætti börnum brauð að bíta í á jólunum, væna flís af feitum sauð svo komist þau úr bólunum. Lág- markið var, m.ö.o., að hægt væri að skammta ungviðinu feitt sauða- kjöt á jólunum, en að baki bjó áreiðanlega draumurinn um að hafa svo kostaríka fæðu oftar á borðum, bæði handa börnum og fullorðnum. Feitmetisfræði En ekki hafði íslendingum fyrr tekist að framleiða kindakjöt í svo ríkum mæli, að magnsins vegna hefði það nægt til að sjá fyllstu kjötneysludrauma rætast, að allt Iagðist á eitt um að gera slíka drauma fast að því þjóðhættulega, ekki einasta vegna framleiðslu- og dreifingarkostnaðar, heldur af heilsufarsástæðum. Ekkert átti að vera jafn bráðdrepandi sem flísar af vænum sauðum, jafnvel fjalla- lömbum, þeirri lostætu villibráð. Feitmetisfræðin lagði fram hvert sönnunargagnið eftir annað til að sýna fram á óhollustu dýrafitunnar og hræðileg áhrif hennar á sam- setningu blóðsins í mannslíkaman- um. Engu kjöti fylgdi önnur eins skelfing og lambakjötinu. Sú mett- aða fitusýra sem í því er, átti að magna svo kólesterólið í manns- blóðinu að líf lá við. Kenning á kenning ofan En nú má lesa fregnir í blöðum og tímaritum að feitmetisfræðin sé að snúa kenningum sínum við. Dr. Björn S. Stefánsson, hagfræðingur og fjölvís um marga hluti, segir í grein í Frey að breskir vísinda- menn séu nú farnir að fullyrða að mettaða fitusýran sterínsýra, sem mikið er af í kindakjöti, dragi úr kólesteróli í blóði. Heimild dr. Björns er norska blaðið Nationen (að vísu bændasinnað!) sem hefur það eftir nafngreindum prófessor við norsku Næringarrannsóknar- stofnunina, að það sé nýlega upp- götvað að sterínsýra dragi úr kól- esteróli. „Áður héldu menn að þessu væri öfugt farið," sagði próf- essor Pedersen. Hann bætti þó við, að í kindakjöti sem öðru dökku kjöti fyndust fitusýrur sem ykju kólesteról. Þrátt fyrir það taldi hann enga ástæðu til að hvetja fólk til að neyta minna af kindakjöti. Hollusta kjötmetis, þ. á m. kinda- kjöts, sýnist því vera heldur af- sleppt hugtak. „Sr. Jóhann“ hefði sennilega sagt að lambakjöt væri álíka hollt og annar hollur matur. Hvernig vegnar íslendingum? Dr. Björn Stefánsson endursegir áfram frétt norska blaðsins þannig: „Eðlilegt er að spyrja að fenginni uppgötvun Breta: Hvernig vegnar íslendingum, sem neyta sexfalt meira kindakjöts en Norðmenn? Hvernig er tíðni dauðsfalla og hjarta- og æðasjúkdóma þar í hlut- falli við önnur ríki Norðurlanda? Nationen var tjáð á skrifstofu land- læknis á íslandi að í því efni væru tslendingar líkt staddir og Norð- menn og Svfar. Þar (á íslandi) vilja menn ekki álykta neitt um neysl- una af þessu. Það mál er yfirleitt svo flókið að ekkert verði sagt um sjúkdóma- og dánartíðni með tilliti til kindakjötsneyslu.“ „Jan I. Pedersen prófessor tekur undir þetta (segir norska blaðið). Hins vegar virðast íslendingar sanna það að mikil neysla kinda- kjöts eykur ekki dánartiðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Auk þess verða íslendingar miklu eldri en Norðmenn. Þeir verða reyndar þjóða elstir." Að lokum, segir dr. Björn, hefur blaðið það eftir Pedersen að nú sé rannsakað af kappi, hvemig hinar ýmsu fitusýrur móti fituefni í blóði. Sterínsýra sé aðeins ein af um 50 fitusýrum sem myndi fituna. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.