Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 10. október 1989 Þriðjudagur 1Ö. október 1989 Tíminn 9 Málflutningur Finns Ingólfssonar aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra á ráðstefnu framsóknar- manna um heilbrigðismál hefur vakið mikla athygli. Kostnaður í heilbrigdis- kerfi sýnir ýmis sjúk- dómseinkenni Eftir Sigrúnu Soffíu Hafstein ingakerfisins: Lífeyristryggingum, lyfja- kostnaði, kostnaði vegna sérfræðinga, tannlækningum og kostnaði vegna sjúkrahúsanna. Varðandi lífeyristryggingarnar blasir sú staðreynd við að mikill þrýstingur er á stóraukin útgjöld. Að mati Finns skipta þessar upphæðir milljörðum króna á næstu árum verði ekkert gert í því að færa til innan ramma trygginga- kerfisins. Nefndi hann sem dæmi að mikið væri rætt um það að skilja á milli elli- og örorkulífeyrisþega. Teldu menn full rök fyrir því að mismunandi greiðslur komi til þessara aðila. Sem rök fyrir breytingum á almanna- tryggingakerfinu nefndi Finnur þá þróun sem varð á árunum 1983-88 á greiðslu almannatryggingabóta. Á þessum tíma hækkuðu tryggingabæturnar um 479%, lágmarkslaunin um 321% og framfærslu- vísitalan um 316%. „Ég held að menn verði að viðurkenna það að þama hefur verið vel gert, en auðvitað þarf að gera miklu betur. Til þess þurfum við að hafa efni á því og spurningin er sú getum við gert betur á einhverjum öðrum sviðum „Erum við á réttri leið?“ var yfirskrift ráðstefnu um heilbrigðis- og trygginga- mál sem Framsóknarflokkurinn gekkst fyrir síðastliðinn laugardag. Á ráðstefn- unni fluttu ellefu framsögumenn erindi um hinar ýmsu hliðar þessa málaflokks. Erindi Finns Ingólfssonar, aðstoðar- manns heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, hefur þó hlotið mesta athygli í fjölmiðlum vegna róttækra hugmynda sem þar em settar fram um sparnað í heilbrigðiskerfinu og ekki síst vegna upplýsinga um laun sérfræðinga og tann- lækna. Hvar má spara? Á fjárlögum 1989 voru heildarútgjöld ríkisins 76.4 milljarðar króna. Til heil- brigðis- og tryggingamála var varið 38.4% af þeirri upphæð, eða 29 milljörð- um króna. Af þeirri upphæð fara 60.3% í heilbrigðismálin og 39.7% í trygginga- málin í tillögum Finns Ingólfssonar er gert ráð fyrir að unnt sé að spara í fimm málaflokkum innan heilbrigðis- og trygg- vegna tannlækninga og vegna þjónustu sérfræðinga. Á árinu 1983 greiddi ríkið 326 milljónir vegna tannlækninga en á síðasta ári voru greiddar 455 milljónir og er hér miðað við fast verðlag. í útreikn- ingum Finns lítur kostnaður vegna þeirra sem eiga rétt á endurgreiðslu frá al- mannatryggingum, þ.e. ellilífeyrisþegar, öryrkjar og börn undir 16 ára aldri: Sjúkrasamlög 455.730 millj. Sveitarfélög 257.130 miilj. Einstaklingar 1181.998 millj. Samtals: 894.858 millj. Áætlaður tannlækna- kostnaður 16-67 ára: 1.200.000 millj. Samtals var kostnaðurinn við tann- lækningar því rúmir tveir milljarðar króna. Starfandi tannlæknar eru 200 og eru greiðslur til þeirra að meðaltali nærri 10.5 milljónir króna á ári, eða 873 þúsund á mánuði. Að frádregnum kostn- aði er varlega áætlað að launin séu 350 þúsund krónur á mánuði. Rétta tennur fyrir rúm 700 þúsund á mánuði Sjúkrasamlagið greiðir 90-95% af öll- um tannréttingum, sem samtals gerði 216 milljónir króna á árinu 1988. Þessi upphæð skiptist milli tíu tannréttingasér- fræðinga. Hver þeirra fékk því greiddar 21.7 milljónir á árinu, eða rúmar 1.8 milljónir á mánuði. Að frádregnum kostnaði eru meðalmánaðarlaunin 723 þúsund krónur. Til að bregðast við þessu leggur Finnur fram all róttækar tillögur þar sem meðal annars er ekki útilokað að leita til norrænna tannlækna, ef samstarf náist ekki við innlenda tannlækna. Gerir hann ráð fyrir að allir þeir sem eiga rétt á tannlæknaþjónustu samkvæmt almannatryggingalögunum fari til tann- lækna sem eru í föstu starfi og með föst laun hjá ríkinu. „Það hefur verið fullyrt við mig að það fáist enginn tannlæknir til að sækja um þessar stöður. Þá tel ég að það komi vel til greina að heilbrigðisyfir- völd komi einhliða á samningi við nor- ræna tannlækna um að þeir hafi leyfi til að starfa hér á landi.“ Varðandi tannréttingar leggur Finnur til að engar tannréttingar eða meiriháttar viðgerðir verði greiddar af tryggingunum nema að fengnu leyfi. Hægt sé með skipulögðum hætti að skoða skólakrakka og það verði ákveðið af sérfræðingum hvort tannréttingar séu nauðsynlegar eða ekki. Þá telur Finnur nauðsynlegt að breyta gjaldskrá tannlækna þannig að þeir geti ekki á sama tíma nýtt tímaeiningaþáttinn og afkastaþáttinn. Bráðasjúkrahúsum fækkað Starfandi er nefnd sem á að vinna að aukinni samvinnu og hagræðingu í rekstri spítalanna. Mikill ágreiningur virðist vera í nefndinni sérstaklega varð- andi það hvemig yfirstjórn eigi að vera háttað. Helstu tillögur sem heyrst hafa eru þær að gert er ráð fyrir að auka og sérhæfa verkaskiptingu sjúkrahúsanna. Bráðasjúkrahús verði tvö, Borgarspítali og Landspítali og Landakot verði gert að sérhæfðum öldrunarspítala. Útideildum verði fækkað verulega, eða um 150 rúm og færa þau inn á spítalana en á þessu ári eru að meðaltali 150 rúm auð á spítölun- um. Með þessum aðgerðum er ráðgert að sparist 400 milljónir króna. Samstaða nauðsynleg Finnur Ingólfsson sagði í erindinu að hingað til hafi menn verið að bíða af sér erfiðleikana og beitt þeim ráðum að loka sífellt fleiri sjúkrarúmum. Nú sé hins vegar ekkert framundan sem bendi til þess að bjartari tímar séu framundan, þrjú ár í röð hafi þjóðartekjurnar farið minnkandi. Hann tók fram að víðtæk samstaða þurfi að nást um sparnað og hagræðingu meðal annars milli stjórn- valda og heilbrigðisstétta. Jafnframt eigi leiðir til úrbóta að koma sem minnst við þá sem á þjónustunni þurfa að halda. þar sem neyðin er meiri?“ Sagði Finnur Ingólfsson. Bara ódýru lyffin Undanfarin þrjú ár hefur nefnd verið starfandi á vegum heilbrigðisráðuneytis- ins sem mun fljótlega skila tillögum um lækkun á lyfjakostnaði. í tillögunum mun vera gert ráð fyrir að með tiltölulega einföldum aðgerðum sé hægt að spara 250-300 milljónir króna. Sem dæmi má nefna að stefnt er að því að draga úr lyfjaneyslu, að ávísað verði jafnan á ódýrasta lyf með sama virka efninu og að lækka álagningu í lyfjaverði. Sérfræðikostnaður hefur tvöfaldast á fimm árum Kostnaður vegna þjónustu sérfræð- inga tvöfaldaðist á árunum 1983-88. Á árinu 1983 var sérfræðikostnaðurinn 443 milljónir króna en 857 milljónir á árinu 1988 og er þá miðað við fast verðlag. Um ástæður þessarar þenslu útgjalda sagði Finnur að hann teldi að fjölgun sérfræðinga hafi valdið þar mestu um. Nefndi hann sem dæmi að fjöldi sérfræð- inga miðað við hverja 1000 íbúa var 0.9 á árinu 1980 en 1.4 á síðasta ári. Er hér átt við fjölgun þeirra sérfræðinga sem senda reikninga til Tryggingastofnunar- innar. „Þetta kerfi sem við búum við setur sérfræðinga á hærri stall en allar aðrar starfsstéttir hér í þessu landi. Þeir geta sent Tryggingastofnun reikninga fyrir sína þjónustu umyrðalaust,“ sagði Finnur. Hann bætti því við að hann teldi að sérfræðingar væru farnir að starfa að stórum hluta sem heimilislæknar. Að mati Finns er kerfi sérfræðiþjónustunnar farið úr böndunum. Þess má geta að sérfræðingar á sjúkra- húsunum hafa í dag leyfi til þess að starfa níu klukkustundir á viku á eigin stofu. Finnur benti einnig á að þetta fyrirkomu- lag hafi leitt til samanburðar á launum milli lækna eftir því hvort þeir vinna á stofu, stofnunum eða hvort tveggja. Ef bornir eru saman þrír sérfræðingar í 100% starfi sem vinna að mismiklum hluta á stofnunum, kemur eftirfarandi í ljós: Laun frá stofnun 2.290.194 2.345.169 Greiðslurtil sjúkrasamlags 3.885.148 5.575.176 Árslaun að 6.175.342 frádregnum kostnaði: 4.232.768 2.345.169 2.787.588 mánaðarlaun: 352.730 195.430 232.299 Kvóti á sérfræðikerfið? Niðurstaðan er sú að sérfræðingur nær hæstum tekjum með því að vinna á stofnun og eigin stofu. Sagði Finnur að þessar staðreyndir hafi leitt til þess að fleiri og fleiri sérfræðingar hafi farið í þessa „tekjuleit“. „Ég tel að það hafi verið stórkostlegt slys að afnema tilvís- anakerfið. Ekki endilega út frá fjárhags- legu sjónarmiði, heldur fyrst og fremst út frá faglegu sjónarmiði. Það er nauð- synlegt að það eigi sér stað fagleg samskipti með læknatilvísunum og læknabréfum milli heimilislækna og sér- fræðinga.“ Bætti hann því við að það væri nauðsynlegt að loka kerfinu til að heilbrigðisyfirvöld gætu haft stjórn á útgjöldum sjúkratrygginga. Tillögur Finns til að ná þessu mark- miði eru eftirfarandi: - Taka eigi upp tilvísanakerfið að nýju. - Sérfræðingar eigi ekki hvorutveggja að starfa á stofnunum og eigin stofu. Fyrst og fremst vegna launasaman- burðar og þess hvað eftirlit með vinn- uframlagi þeirra á stofnununum er erfitt. - Byggja eigi upp göngudeildaþjónustu sjúkrahúsanna. - Heilbrigðisyfirvöld eigi að ákveða ár- lega hvaða magn þjónustu þau vilja kaupa af sérfræðingum, eða fjölda eininga. Er þá gert ráð fyrir að þeir sérfræðingar sem starfa utan stofnana hafi rétt til að bjóða í það magn þjónustunnar sem heilbrigðisyfirvöld ætla að kaupa. - Breyta þurfi fyrirkomulagi á greiðslu lyfja og læknishjálpar utan sjúkra- húsa, m.a. með tilkomu eins konar greiðslukorta. í tillögunum er gert ráð fyrir að læknar í hlutastörfum á stofnunum hafi forgang að þeim einingafjölda sem ríkið kaupir, þannig að þeir geti tryggt sér sömu laun og þeir sem eru í 100% stöðu. Sér- fræðingar sem eingöngu eru á eigin stofu bjóða síðan í afgang eininganna. Með breyttu greiðslufyrirkomulagi er gert ráð fyrir að hver einstaklingur beri á sér skírteini sem notist sem eins konar greiðslukort. Fyrir alla lyf- og læknis- hjálp utan sjúkrahúsa greiðir viðkom- andi aðili með þessu korti. Einstakl- ingurinn kvittar og ber ábyrgð á að upphæðin sé rétt. Lyfsalinn eða læknir- inn sendir seðilinn síðan til Trygginga- stofnunar og fær hann greiddan. Sá sem nýtur þjónustunnar fær síðan sent yfirlit í lok hvers mánaðar og getur farið yfir hvort greiðslur vegna hans séu réttar. Hugmyndin með þessu er að auka ábyrgð einstaklinganna og að þeir geri sér betur grein fyrir kostnaðinum. 2 milljarðar í tannlæknakostnað Svipuð þróun hefur orðið á kostnaði Frá ráðstefnu framsóknarmanna um heilbrigðismál um helgina. F.v. Olafur Ölafsson landlæknir, Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra, og Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í ræðustól. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.