Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 10. október 1989 Fyrsta síldin á ver- tíðinni komin á land Sfldveiðar hófust síðast liðinn sunnudag og fyrstu sfldinni var landað í gær. Að sögn Ingva Rafns skipstjóra á Guðmundi Kristni, sem kom með fyrstu sfldina tfl Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun, er erfitt að finna sfldina. Enn sem komið er hefur sfld ekki gengið inn á innfirði. mjög væn og falleg. Fyrstu síldarbátarnir lögðu að landi í gær. Valdimar Sveinsson kom með um 30 tonn til Vestmanna- eyjar. Síldin var lögð inn hjá Fiskiðj- unni í Vestmannaeyjum og fer í söltun. Síldin fékkst á Stokksnes- grunni. Valdimar Sveinsson fékk um 100 tonn í kasti en nótin rifnaði og aðeins tókst að ná um 30 tonnum. Guðmundur Kristinn frá Fáskrúðs- firði fékk um 60 tonn af síld austur af Papey. Síldin var lögð inn hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði og fer öll í söltun. Tíminn náði tali af Ingva Rafni skipstjóra á Guðmundi Kristni þar sem hann var á leið á miðin eftir að hafa landað í gærmorgun. Ingvi sagði að síldin sem þeir komu með Sú sfld sem komin er á land er að landi í gær hefði falleg og megnið af hennar hefði farið í stærsta stærð- arflokk. Ingvi sagði að það væri ekki mikið af síld gengin á miðin og það þyrfti að hafa töluvert mikið fyrir því að finna hana. „Mönnum hættir til að gera of mikið úr veiðinni. Það er alltaf mikið af síld hjá þeim á fréttastofu útvarpsins. Maður þyrfti að fara að fá einhvem frá þeim til að lóðsa sig á hana,“ sagði Ingvi. Það hefur verið bræla á miðunum fyrir austan að undanförnu. Um tíu bátar hafa þegar hafið veiðar og fleiri eru að tygja sig af stað. Samningaviðræður við Sovét- menn um síldarsölu eru enn ekki hafnar þar sem beðið er eftir að sovésk stjórnvöld veiti gjaldeyris- SALA AÐGANGSKORTA ER HAFIN! Sala aðgangskorta á sýningar Leikfélags Reykjavíkur í nýja Borgarleikhúsinu er hafin. Á verkefnaskrá vetrarins eru eingöngu ný islensk verk. Fyrsta frumsýning vetrarins á litla sviðinu verður 24. október og á stóra sviðinu 26. október. Aðgangskortin gilda að 4 verkefnum vetrarins, 3 á stóra sviðinu og 1 á því litla. Kortaverð á frumsýningarer kr. 10.000.-, á aðrar sýningar kr. 5.500.- og til ellilífeyrisþega kr. 4.100.-. Sala aðgangskorta stendur yfir daglega frá kl. 14-20. Tekið er á móti pöntunum á sama tíma í síma 680680. Greiðslukortaþjónusta. fcSRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS ríkisins óska eftir tilboöum í 7/12kVAflstrengur Miðvikudagur8. nóvember 1989 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 10. október 1989 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 REYKJAVÍK Útboð Rafmagnsveitur eftirfarandi: RARIK-89006 Opnunardagur: heimild til handa viðsemjendum Flóvenz framkvæmdastjóri Síldarút- okkar í Sovétríkjunum. Fyrr en sú vegsnefndar á ekki von á að sú heimild liggur fyrir er ekki hægt að heimild komi á allra næstu dögum. semja um þá síld sem Sovétmenn -EÓ/ABÓ koma til með að kaupa. Gunnar Deila harðnar eftir árangurslausan fund Samninganefnd Rafiðnaðar- sambandsins fundaði í gær um breytingar á veittum undanþágum, síðdegis í gær sagðist Magnús Geirsson formaður sambandsins ekki búast við að ákvörðun verði tekin um þetta mál fyrr en í dag. Enginn árangur varð af samn- ingafundi rafiðnaðarmanna og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan tvö á sunnudaginn. Tólf tímum seinna slitnaði upp úr samningaviðræðunum þegar raf- iðnaðarmenn höfnuðu tilboði ríkisins og segja þeir að ríkið hafi boðið minna en áður á þessum fundi. Engar horfur eru á að sam- komulag takist í deilunni í bráð. Alvarleg bilun varð í stafrænu símstöðinni í miðbæ Reykjavíkur á sunnudagskvöldið og voru öll númer sem byrja á 61 og 62 og sum sem byrja á 60 og 69 sambandslaus í nokkrar klukkustundir. Um miðnættir veittu rafiðnaðarmenn undanþágu svo hægt væri að gera við níu af nítján tónmóttökurum í stöðinni. Ekki er víst að sú viðgerð dugi við mikið álag. SSH A föstudag var Strandgatan í Hafnarfirði opnuð formlega á ný eftir fimm mánaða andlitslyftingu. Gatan er ný upphituð og steinlögð, auk þess sem þar hefur veríð komið fyrír gróðrí og umferð bíla takmörkuð. Bæjarstjór- inn í Hafnarfirði, Guðmundur Ámi Stefánsson, klippti á vígsiuborðann, Lúðrasveit Hafnaríjarðar lék, fimleikaflokkurinn Björk tók léttar sveiflur á upphituðum steinhellunum og Rió tríó tók lagið ásamt hljómsveit Ingimars Eydal. Við Strandgötuna hafa alls 94 verslunar- og þjónustuaðilar aðsetur sitt og buðu allar verslanir afsiátt og sértilboð í tilefni dagsins. Afráðið hefur veríð að hafa verslanir við götuna opnar á laugardögum í vetur, frá kl. 10 til 16. Tíiniuiivnd: Ámi Bjama. Harður árekstur við Kúagerði: Fernt á slysadeild Flytja þurfti fjóra á slysadeild Borgarspítalans eftir harðan árekstur tveggja bíla við Kúagerði á Reykjanesbraut síðdegis á laug- ardag. Fólkið mun ekki vera lífs- hættulega slasað. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður bíls sem ekið var í átt til Keflavíkur missti hægri hjól bifreiðarinnar út af slitlaginu á veginum. Þegar hann beygði til að koma honum inná aftur fór bíllinn þvert á veginn og fyrir bíl sem kom úr gangstæðri átt. Báðir bílamir skemmdust mjög mikið og varð að flytja þá á brott með dráttarbílum. -ABÓ Óshlíð: Stórgrýti féll á bíl Stórgrýti féll á bifreið sem ekið var undir Óshlíð, milli ísafjarðar og Bolungarvíkur aðfaranótt laugardags. Þrennt var í bílnum. Þau sem sátu í framsætunum sluppu án meiðsla, en stúlka sem sat í aftursæti bifreiðarinnar slas- aðist talsvert og var flutt á sjúkra- hús í Reykjavík. Hún mun vera á batavegi. Bifreiðin var nýlega komin út úr fyrri vegskálanum þegar öku- maður varð var við að grjót féll á veginn. Hann bakkaði og lenti þá grjót aftarlega á bílnum og lagðist þakið niður að aftan. Maður sem kom að, fór til ísafjarðar og sótti hjálp, en á meðan tókst öku- manni bílsins sem grjóti féll á að koma bílnum inn í vegskálann á ný. Eftir að hjálp barst tók nokk- urn tíma að ná stúlkunni sem sat í aftursætinu úr bílnum. Hún gekkst undir aðgerð á ísafirði en var síðan flutt til Reykjavfkur. _______________- ABÓ Innbrot í Bónus Brotist var inn í verslunina Bónus við Faxafen í Reykjavík um helgina. Brotinn var upp peningaskápur og úr honum teknar nálægt 200 þúsund krónur í peningum. Auk þess sem farið var inn í tvö önnur fyrirtæki í nágreninu, en lítið mun þjófurinn hafa haft upp úr krafsinu. Þá var brotist inn hjá Múlalundi í Hátúni og tekinn lítill peningakassi, ekki er ljós hversu mikið var í honum. Tilkynnt var um innbrotin á sunnudagsmorgni. - ABÓ Kókaínmál í Hæstarétti: Staðfestir varðhald Hæstiréttur staðfesti á föstudag úrskurð Sakadóms í máli manns sem verið hefur í gæsluvarðhaldi síðan í maí, vegna rannsóknar á umfangs- mesta kókaínsmygli hingað til lands. Manninum er gert að sitja í gæslu- varðhaldi til 30. nóvember n.k. Sakadómur úrskurðaði manninn um síðustu mánaðarmót til áfram- haldandi gæsluvarðhalds til 30. nóv- ember nk. en þó ekki lengur er til uppkvaðningar dóm í málinu í Saka- dómi. Maðurinn kærði úrskurð þennan til Hæstaréttar. Varnaraðili mannsins krafðist þess að úrskurður Sakadóms yrði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldstíminn yrði styttur. Hæstiréttur úrskurðaði í málinu á föstudag, þar sem úrskurður Saka- dóms var staðfestur. Þetta kókaínmál er það stærsta sem komið hefur upp hérlendis, en það snýst um innflutning á um það bil einu kílói af kókaíni hingað til lands frá Bandaríkjunum. Alls eru 23 einstaklingar á kæruskrá vegna málsins. - ABÓ Steingrímur og Mitterand: Samkomulag hefur orðið um að fresta viðræðufundi forseta Frakk- lands Francois Mitterand og forsæt- isráðherra Steingríms Hermanns- sonar, utanríkisráðherra Frakklands og íslands og embættismanna um málefni Evrópubandalagsins og Frí- verslunarsamtaka Evrópu. Fundurinn fer fram 7. nóvember 1989 í Reykjavík í stað 17. október n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.