Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. október 1989 Tíminn 3 Lýtalaus andlitslyfting forystunnar á Landsfundi sjálfstæöismanna: Friðsamur höfðingi greiðir götu Davíðs Breytingar urðu á forystusveit Sjálfstæðisflokksins á 28. landsfundi flokksins sem lauk á sunnudagskvöld. Þorsteinn Pálsson var endurkjörinn formaður flokksins með um 80% greiddra atakvæða en Davíð Oddsson borgarstjóri var kjörinn varaformaður. Friðrik Sóphusson tilkynnti í ræðu á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri til varafor- manns vegna þess að Davíð Oddsson hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir kjöri. Með varaformannsskiptunum telja sjálfstæðismenn sig hafa náð fram andlitslyftingu á forustusveit flokksins sem geri hann sterkari en áður. Davíð Oddsson kveðst áfram munu starfa að sveitarstjórnarmál- efnum og verða oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á komandi vori. Hins vegar virðast allir, þar á meðal núverandi formaður og fráfarandi varaformaður, sammála um að Davíð sé óskabarn flokksins og tímaspursmál hvenær hann taki við formennsku í flokknum. Hlutverk Þorsteins verður því í raun það, að halda formannsstólnum heitum þar til vitjunartími óskabarnsins rennur upp, hugsanlega strax á næsta lands- fundi. Óhætt er að segja að varafor- mannsskiptin hafi verið það sem hæst bar á þessum landsfundi sjálf- stæðismanna, enda gengu þau ekki átakalaust fyrir sig þó þau átök hafi að mestu farið fram að tjaldabaki. Þó stakk sá átakabroddur sér ein- staka sinnum út úr hinu slétta yfir- borði í ræðum manna og mátti meðal annars greina hann í ræðu Friðriks á laugardag, þegar hann sagði: „Davíð Oddsson hefur sjálfur tekið ákvörðun og lýst sig tilbúinn til að takast á hendur þetta verkefni strax. Ég skynja að margir eru ósáttir við hvernig þetta mál hefur borið að. Og ég finn einnig af viðbrögðum þeirra fjölmörgu sem við mig hafa talað að ég nýt verulegs trausts og stuðnings til endurkjörs. Fyrir það er ég þakklátur.“ En skömmu síðar sagði Friðrik um ást- æður þess að hann gaf ekki kost á sér í varaformannskjörinu: „Ástæðan er einfaldlega sú að ég vil veita Davíð Oddssyni brautargengi í vara- formannskjörinu. Ég vænti mikils af honum í nýju hlutverki fyrir Sjálf- stæðisflokkinn." Friðrik er réttnefni Sú ákvörðun Friðriks, að láta.ekki skerast í odda milli sín og Davíðs í varaformannskjörinu hefur orðið til þess að menn ræða nú um að hann beri nafn sitt með réttu, en Friðrik merkir samkvæmt nafnabókum „friðsamur höfðingi“. Fyrir bragðið hlaut Davíð góða kosningu og lands- fundurinn yfirbragð einingar, friðar og samstöðu. Formaður flokksins sagði þó eftir fundinn að engum blandaðist hugur um að Friðrik væri eftir sem áður einn af helstu forystu- mönnum flokksins. Þannig má segja að með því að leika hinn friðsama höfðingja hafi Friðriki tekist að halda sæti sínu í forustusveitinni og sitji þar sem „ráðherra án ráðuneyt- is“, sem forystumaður án formlegs embættis. Sjávarútvegurinn erfiður Af einstökum málefnum fundar- ins urðu átökin um sjávarútvegsmál hörðust, eins og raunar var búist við fyrir fundinn. Sú ályktun sem að lokum var samþykkt var bræðingur mjög ólíkra viðhorfa innan flokksins, milli kvótasinna og kvóta- andstæðinga auk þess sem spurning- in um auðlindaskatt og/eða veiði- leyfasölu skipti mönnum upp í fylk- ingar sem ekki endilega fylgdu sömu línum og komu fram gagnvart kvóta- kerfinu. Sjávarútvegsnefnd fundar- ins lagði fram drög að ályktun þar sem kvótakerfið var fordæmt og lagt til að það yrði afnumið. í þessum sömu ályktunardrögum kom fram hörð gagnrýni á hugmyndir um skattlagningu á það eitt „að draga björg í bú“, þ.e. að greiða fyrir aðgang að veiðiheimildum. Kvótinn varð ofan á Miklar umræður spunnust um þessi ályktunardrög og kom fram breytingartillaga við þau, þar spm báðum þessum atriðum var breytt. Formaður flokksins gekk fram fyrir skjöldu og hvatti menn til að sam- þykkja breytingatillöguna og ná þannig friði um málið. í endanlegri ályktun er ekki minnst á auðlinda- skatt og um kvótakerfið segir m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn telur, að það hafi reynst illa að nota tvenns konar stjórnkerfi fyrir fiskveiðar og að margt hafi mistekist í framkvæmd núgildandi fiskveiðistefnu. Ljóst er að núverandi kvótakerfi á ekki er- indi í hagkvæmis- og afkastakvetj- andi fiskveiðistefnu. Tekin verði upp sú aðferð, að sérhvert fiskiskip fái úthlutað til lengri tíma, en með árlegri endurnýjunarskyldu. Mark- miðið er að hámarksafrakstur náist við nýtingu fiskistofnanna þannig að hægt verði að afnema kvótakerfið og að frumkvæði og dugnaður einstakl- inganna fái notið sín.“ Margir lands- fundarfulltrúar voru ósáttir við þessa ályktun, einkum Vestfirðingar, sem e.t.v. er ekki undarlegt því þó kvóta- kerfið sé úthrópað sem gagnslaust til að ná fram hagkvæmni í fiskveiðum er engu að síður lagt til að kvótakerf- inu verði beitt til að ná fram nauð- synlegri hagkvæmni í fiskveiðum. f>á felur ályktunin í sér óbeinan stuðning við stefnu ríkisstjórnarinn- ar og sjávarútvegsráðherra að því marki að talað er um kvóta til lengri tíma og að sóknarmark verði aflagt. Það nýja sem ályktunin felur í sér er að aflamark skipanna verði ákveðið hlutfall af heildarafla og að heimilað verði frjálst framsal á kvóta á al- mennum markaði. Ekki skarst í odda um önnur mál á fundinum og var sú málamiðlun í formi ályktunar, sem náðist í land- búnaðarmálum fyrir fundinn, sam- þykkt á landsfundinum. - BG VEISTU AÐ Í^ILANDS- Náma Landsbankans er þjónusta sen léttir undir med námsmönnum. VISA-kort, I BANKANUM ER NÁMA affhending skjala vegna LÍN, sveigjanlegri affborganir lána, 100.000 krána FYRI NÁMSFÓLK. námsstyrkur og hátt námslokalán er meðal þess sem sækja má í Námuna. Náman er ný fjármálaþjónusta í Landsbankanum, sérstaklega ætl- uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans; Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. AUar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Við bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. IANPSBANKI I S L A N D S ---L ----- N • Á • M • A • N Heildarupphæð vinninga 07.10. var 8.786.831,- 2 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 2.593.071,- Bónusvinninginn fengu 5 og fær hver kr. 106.806,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 7.253,- kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 473,- kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Já... en ég nota nú yfirleitt beltiö! Goóar veislur enda vel!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.