Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 15
. . x - 1 l I i '• - Þriðjudagur 10. október 1989 ,»> ,T Þ » Tíminn 15 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR [llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Handknattleikur: Ishokkíleikur í Hafnarfirði Fjögur rauð spjöld á loft þegar FH vann HK 29-24 Það var ekki áferðarfallegur handknattleikur sem boðið var uppá í íþróttahúsinu við Strandgötu á Iaugardaginn þegar FH-ingar fengu HK-menn í heimsókn. Ruddaskapur, ljót brot og geðillska réðu ríkjum, þó einkum hjá HK mönnum. Undir lok leiksins fór aUt úr böndunum, fjögur rauð spjöld fóru á loft og engu var líkara en um íshokkfleik væri að ræða. Leikurinn var í jafnvægi allt þar til staðan var 4-4. HK-menn höfðu leikið af yfirvegun og gefið sér góðan tíma í sóknir sínar. Leiðir skildu með liðunum eftir að FH-ing- ar gerðu 4 mörk í röð og breyttu stöðunni í 8-4. Fram að leikhléi jókst munurinn jafnt og þétt og var 16-8 þegar að hléinu kom. Mestur munur á liðunum í síðari hálfleik var 9 mörk 20-11 og 21-12. Eftir það slökuðu FH-ingar nokkuð á og HK-menn neituðu að gefast upp. Aukin harka færðist í Ieikinn og eftir að HK-menn höfðu breytt stöðunni úr 26-18 í 27-24 sauð endanlega upp úr. Eyþór Guðjóns- son HK-maður hafði þá nýfengið að líta rauða spjaldið, sem sína þriðju brottvísun. Ásmundur Guðmunds- son braut mjög gróflega á Jóni Erling Ragnarssyni FH- ing, Jón Erling svaraði fyrir sig og Héðinn Gilsson kom honum til hjálpar og hljóp Ásmund niður. Allir þrír fengu rautt spjald hjá dómurum leiksins. Eftir þetta upphlaup gerðu þeir Gunnar Beinteinsson og Magnús Einarsson hvor sitt markið fyrir FH og tryggðu þar með 29-24 sigur liðsins. Eins og áður segir var leikurinn mjög grófur og alls þurftu leikmenn að vera 36 mín. utan vallar vegna brottvísana, 18 mín. í hvoru liði. HK-menn börðust vel í leiknum, en létu skapið hlaupa með sig í gönur. Leikmenn liðsins verða að átta sig á því að þeir eru handknattleiksmenn, en ekki íshokkíleikmenn. FH-ingar æstust upp og voru næstum búnir að klúðra unnum leik út úr höndunum. FH-ingar léku einnig gróft, enda annað erfitt eins og leikurinn þróað- ist. Óskar Ármannsson, Gunnar Beinteinsson og Héðinn Gilsson eru kjölfestan í liði FH og þeir léku vel í leiknum. Einnig varði Guðmundur Hrafnkelsson mjög vel. í liði HK var íiðsheildin samstillt, allir sem einn börðust þeir HK- menn, því miður meira af kappi en Njarðvík vann Tindastói 94-89 í úrvaisdeildinni í körfuknattleik á sunnudag. Staðan í háifleik var 50- 49. Tindastóll skoraði fyrstu körfuna, en Njarðvíkingar svöruðu með þriggja stiga körfu. Liðin skiptust síðan á um forystuna allan fyrri hálfleikinn, en undir lok hans náðu Njarðvíkingar 5 stiga forystu, en Valur Ingimundarson minnkaði muninn í 50-49 og þannig var staðan í hálfleik. Stólarnir byrjuðu síðari hálfleik- inn af krafti og komust í 9 stiga forskot 61-52 og héldu forskotinu nær allan hálfleikinn. Þegar um 2 mín. voru til leiksloka var staðan 87-84 Tindastóli í hag, en þá kom góður kafli hjá Njarðvíkingum, þeir skoruðu 10 stig gegn 2 og sigruðu 94-89. Svæðisvörn Njarðvíkinga gekk upp í lok síðari hálfleiks, þeirstopp- uðu skotmennina og háir það Tinda- stól hversu litla breidd þeir hafa. Bestir hjá þeim voru Valur, Bo Heiden sem skorar mikið og er góður varnarmaður og einnig drjúg- ur í fráköstunum. Hjá Njarðvíkingum var Teitur forsjá. Mörkin FH: Óskar Ármannsson 8/3, Gunnar Beinteinsson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Héðinn Gilsson 4/1, Jón Erling Ragnarsson 3, Hálf- dán Þórðarson 3 og Magnús Einars- son 1. HK: ÓskarE. Óskarsson 7/5, Gunnar M. Gíslason 5, Eyþór Guð- jónsson 4, Róbert Haraldsson 3, Ásmundur Guðmundsson 2, Magn- ús Sigurðsson 2 og Kristján Gunn- arsson 1/1. Leikinn dæmdu þeir Egill Már Markússon og Kristján Sveinsson. Þeir gerðu hvað þeir gátu til þess að hafa hemil á leikmönnum, en án árangurs. Leikmenn létu sér ekki segjast þótt þeir væru reknir af leikvelli hvað eftir annað. BL góður, en hann lenti í villuvandræð- um og því varð að hvíla hann hluta af fyrri hálfleik. Patrik Ruleford lét ekki mikið yfir sér í fyrri hálfleik, en fór á kostum í þeim síðari. Friðrik Ragnarsson spilaði of lítið, en skor- aði mikilvægar körfur. í heildina var þetta mikill baráttu- leikur og auðséð að bæði liðin ætluðu sér sigur. Þessi Iið verða í toppbar- áttunni í vetur og kemur til með að muna um Eyjólf Sverrisson í Tinda- stólsliðinu. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al- bertsson og Helgi Bragason. Leikur- inn var ekki auðdæmdur, en þetta var ekki þeirra dagur, sérstaklega var Helgi slakur. Hvorugt liðið hagn- aðist á slakri dómgæslu. Tölur úr leiknum: 0-2,10-4,16-16, 26-26, 34-28, 38-39, 50-49. 52-61, 63-71, 77-79, 84-83, 84-87, 94-87 og 94-89. Stigin UMFN: Patrik Releford 31, Teitur Örlygsson 22, Jóhannes Kristbjörnsson 12, Helgi Rafnsson 9, Friðrik Ragnarsson 6, ísak Tóm- asson 5, Friðrik Rúnarsson 4, Ástþór Ingason 3 og Kristinn Einarsson 2. UMFT: Valur Ingimundarson 37, Bo Heiden 33, Sturla örlygsson 13, Haraldur Leifsson 4 og Sverrir Sverrisson 2. BL Handknattleikur: Eins marks sigur Gróttu Eftir spennandi lokamínútur í leik Gróttu og ÍR á Seltjaraarnesi stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar gegn ÍR-ingum 21-20. Gróttan hafði yfir í hálfleik 12-8, en ÍR-ingar jöfnuðu 17-17. Einum fleiri höfðu ÍR-ingar tækifæri á að jafna leikinn undir lokin, en misstu þess í stað knöttinn. Bestu menn Gróttu voru Stefán Amarson og Halldór Ingólfsson og Willum stóð fyrir sínu í vöminni. Hjá ÍR var Ólafur Gylfason góður og Guðmundur Þórðarson lék vel í vörninni. Mörkin Grótta: Stefán 8/1, Hall- dór 5/2, Sverrir 3, Páll 2, Willum 2 og Friðleifur 1. ÍR: Sigfús Orri 5/2, Róbert 4, Ólafur 3, Guðmundur 3, Frosti 2, Matthías 2 og Magnús 1. PS/BL Evrópukeppnin í handknattleik: Stjarnan og KR úr leik KR-ingar léku báða Evrópuleiki sína gegn norska liðinu Urædd ytra um helgina. Þeim fyrri lauk með 26-22 sigri norska liðsins og því dugði 22-20 sigur liðsins í síðari leiknum þeim ekki í 2. umferð keppninnar. Stefán Kristjánsson var atkvæðamestur KR-inga í leikjunum og gerði alls 19 mörk. Síðari leik Stjörnunnar og sænska liðsins Drott lauk með 27-20 sigri Drott, sem samtals töpuðu með 16 mörkum. Gylfi Birgisson skoraði flest mörk Stjörnunnar 5. Körfuknattleikur: Þórsarar kjöldregnir Haukar tóku Þórsara frá Akureyri heldur betur í kennslustund á sunnu- daginn og unnu með rétt tæplega helmingsmun, 120-61, eftir að stað- an í hálfleik var 58-27. Stigin Haukar: Bow 31, Ivar Á. 23, Henning 23, Jón Arnar 9, Pálmar 9, Reynir 8, Eyþór 7, Tryggvi 6 og Webster 4. Þór: Guðmundur 20, Konráð 17, Kennard 11, Eiríkur 5, Þórir 2 og Jón Örn 2. Létt hjá UMFG Reynismenn vora engin fyrirstaða fyrir Grindvíkinga á sunnudag. Leiknum lauk með 91-66 sigri UMFG eftir að staðan í hálfleik var 42-35. Stigin UMFG: Guðmundur 23, Null 15, Rúnar 12, Hjálmar 12, Sveinbjörn 7, Steinþór 7, Ólafur 6, Jón Páll 5, Guðlaugur 2 og Eyjólfur 2. Reynir: Grissom 26, Jón Ben 13, Einar 10, Sveinn 9 og Ellert 8. Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna um helgina. FH-stúlkur unnu nauman sigur á Haukum 15-14 í spennandi leik, einnig unnu Valsstúlkur nauman sigur á Stjöraunni 17-16 að Hlíðarenda. I íþróttahúsinu á Seltjaraamesi var hinsvegar öruggur Gróttusigur staðreynd á KR- stúlkum 25-21. Þessi sigur Gróttustúlkna var þeirra fyrsti í 1. deild kvenna . Á meðfylgjandi mynd má sjá markahæstu stúlku Gróttuliðsins, Þurý Reynisdóttir, brjótast í gegn um KR-vöraina og skora eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Tímamynd Pjetur Körfuknattleikur: Baráttuleikur Frá Margrétí Sanders íþróttafréttarítara Tímans á Sudumesjum: BL Valsmenn enn án stiga - eftir 79-81 tap gegn ÍR-ingum ÍR-ingar vora nálægt því að missa unninn leik út úr höndunum um helgina, þegar þeir fengu Vals- menn í heimsókn í íþróttahús Selja- skóla. Valsmenn minnkuðu mun- inn niður í 2 stig, en tíminn var of naumur og í R-ingar sigruðu 81-79. í R-ingar hófu leikinn af miklum krafti og voru einráðir á vellinum fyrstu 13 mínútumar, eins og tölumar bera með sér, 5-0, 15-2 26-6, 33- 12. Valsmenn vöknuðu síðan til Iífsins og náðu að minnka muninn mest í 8 stig 36-44. í leikhléinu var munurinn á liðunum 9 stig 47-38. Heimamenn höfðu yfirburði fyrstu mín. síðari hálfleiks og juku forskot sitt, mestur munur var 18 stig, 62-44 þegar 8 mín. vom liðnar af hálfleiknum. En Valsmenn réðu ferðinni síðustu 10 mín. leiksins og söxuðu jafnt og þétt á forskot iR-inga. Eftir að Tommy Lee fór af leikvelli fyrir fullt og allt vantaði allt fmmkvæði í leik ÍR-inga og Valsmenn, með Chris Behrends í farar- broddi vom hættulegir. Síðustu 5 sek. leiksins höfðu Vals- menn tækifæri til þess að jafna leikinn, staðan var 81-79, en tíminn var of naumur og ÍR vann sanngjaman sigur. Breiðhyltingar vom þó heppnir að vera ekki refsað fyrir að klúðra unnum leik niður í ströggl. Björn Steffensen átti góðan leik hjá ÍR-ingum, skoraði 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik. Athygli vakti að Bjöm gerði ekki stig síðustu 10 mín. leiksins. Tommy Lee lék vel, hirti á annan tug frákasta og skoraði þegar á þurfti að halda. Jóhannes Sveinsson var einnig góður að vanda. Vamarleikur ÍR-inga var þó mjög slakur og gerðust allir leikmenn liðsins sekir um slæm vam- armistök. Hjá Val er Bandaríkjamaðurinn Chris Behrends allt í öllu. Án hans væri liðið illa statt. Svali Björgvinsson er að ná sér á strik, en mesta athygli í leiknum vakti stórgóð frammistaða Guðna Haf- steinssonar, sem lék sinn fyrsta leik með Val, en hann lék áður með yngri flokkum ÍBK. Guðni átti einna mestan þátt í því að Valsmenn minnkuðu muninn, ásamt Behrends. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafs- son og Leifur Garðarsson. Frammistaða þeirra var í samræmi við leikinn eða léleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.