Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. október 1989 Tíminn 13 Hafnarfjörður Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna verður haldinn fimmtu- daginn 12. október kl. 20.30, að Hverfisgötu 25. Venjuleg aðalfundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Önnur mál. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 16. október kl. 20.30 í Iðnsveinahúsinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Rætt um vetrarstarfið. Félagar, fjölmennið. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík borgarfulltrúi fer í ferðalag undir leiðsögn Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa, sunnudaginn 15. október kl. 13.30 frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Við byrjum á að heimsækja Vatnsveitu Reykjavíkur (Gvendarbrunna). Förum svo að Nesjavöllum og að Úlfljótsvatni í Félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar. Þar segir Sigrún Magnúsdóttir okkur frá ferð sinni til Moskvu. Farið verður heim um Þingvelli. Góðfúslega látið vita um þátttöku fimmtudaginn 22. október milli kl. 16 og 18 í síma 24480. Mætið vel. Stjórnin. Reykvíkingar Sunnudaginn 22. október nk. kl. 13.00, gengst umferðarnefnd Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík fyrir ráðstefnu á Holiday Inn. Fjallað verður um umferðar- og öryggismál í Reykjavík. Ráðstefnugestum verður ekið um borgina til glöggvunar á umferðar- mannvirkjum og umferðaröryggísmálum. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 24480. Nefndin. ÁRSHÁTÍÐ K.S.F.A. - 1989 verður haldin í Hótel Bláfelli 14. október n.k. Húsið opnað kl. 20.00 - Borðhald hefst kl. 20.00. Matse&ill: Kabarettborð að hætti hússins. Ávörp: Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson Jónas Hallgrímsson. Gamanmál: Jóhannes Kristjánsson. Fjöldasöngur og skemmtiatriði í umsjón heimamanna. Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Sýnum gagnkvæma tillitssemi í umferðinni. I göngu- túr með fiskana! Hann Dave Moore í Rosemead í Kaliforníu var ánægður með sig, þegar hjólið hans fór loks að snúast, en farartækið er smíðað eftir 500 ára gamalli teikningu. Það var enginn annar en listam- aðurinn Leonardo da Vinci sem gerði upphaflegu teikninguna, en hvort hann smíðaði gripinn eftir henni er ekki vitað. Dave Moore, sem er 37 ára vélsmiður, segir að hann búist við þvf, að erfitt hafi verið fyrir Leon- ardo að koma hjólinu af stað á Ítalíu fyrir 500 árum, því að það þarf svo langan sléttan flöt til að komast á ferð til að hægt sé að halda jafnvæginu, en Dave heldur að vegir hafi verið slæmir á Ítalíu í þann tíð. Þetta smíðisstykki er tveggja og hálfs metra hátt, með sæti og stýri fyrir ökumann innan í stóra hringnum, en myndin skýrir sig best sjálf. Smiðurinn segist hafa eytt fjórum mánuðum í verkið, en lítið þurft að kaupa til þess. Hann hafi aðallega notað gamla varahluti úr bílum, en keypt ýmislegt smá- legt fyrir um 100 dollara. Hún Sharon Hawthorne erfalleg stúlka og sjálfsagt myndu herrarnir snúa sér við og horfa á hana og hennar fallegu fætur, þó að hún hefði einfaldlega verið með hund í bandi. En nú voru það ekki hundar - heldur fiskar - sem Sharon var úti að ganga með í miðborg Lundúna. Hún vakti geysilega eftirtekt, þar sem hún gekk um stræti og torg með tvo uppáhalds-gullfiskana sína í sérstöku keri með loki, sem uppfinningamaðurinn Andy Hill bjó til. Andy þessi er eigandi auglýsingastofu, og ef til vill hefur það átt sinn þátt í því að hann vildi vekja athygli vegfarendanna. í næstu gönguferð verður líklega auglýsing á fiskabúrinu hennar Sharon. Andy Hill var spurður hvort þetta uppátæki hans væri gert í auglýsingaskyni. Hann sagði það ekki vera. „Ég bjó þetta til vegna þess, að mér finnst að gullfiskar fari allt of lítið út,“ sagði hann grafalvarlegur. Sharon í gönguferð með gullfískana sína teiknað af Leonardo da Vinci

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.