Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. október 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Ólafur Ragnarsson: Skipta bækur máli? Skipta bækur máli? Þjóna þær einhverjum tilgangi í nútímasam- félagi þar sem fjölmiðlun af öllu tagi skellur látlaust á skilningarvit- um sjónar og heyrnar? Yrði einhver eftirsjá að því ef hætt yrði að gefa út íslenskar bækur? Gætum við sætt okkur við að lifa í heimi án bóka? Ykkur kann að þykja furðulegt að þessum spurningum sé varpað fram en er okkur ekki nauðsyn að staldra við, hugleiða stöðu bókar- innar, þessa miðils sem við tengj- umst öll beint og óbeint, og átta okkur á, hvort hann skiptir þjóð- félagið máli. Hver skyldu svörin verða, ef fólk væri spurt á förnum vegi hvort bækur skiptu það máli? Margir myndu eflaust segja að meginatriðið væri að þeir fengju áhugaverðar bækur í jólagjöf til þess að njóta yfir hátíðarnar. Jól án bóka yrðu heldur fábreytileg. Ýmsir gætu nefnt að það skipti þá máli að hafa skemmtilegt lesefni með sér í sumarleyfið. Þá væri næði til að lesa bækur. En þær þyrftu helst að vera í kiljuformi því gullslegnar jólabækur færu illa á sandströndum sólarlanda. Skólafólk sem við rækjumst á, myndi eflaust benda á það að námið yrði snúið ef það hefði ekki úrval skólabóka til þess að styðjast við. En svo hittum við, auk þess fyrir fólk, sem segðist vera hreinir bóka- ormar - og það lifði fyrir bækur, fyndi sér alltaf stundir til þess að lesa bækur af öllu tagi. Bækur skipta máli í lífi alls þessa fólks. En hvað um þá sem ráða málum okkar? Skyldi það til dæmis skipta stjórnvöld máli, hve mikið er gefið út af íslenskum bókum? Já, að minnsta kosti að því leyti að þær skila um 300 milljónum á ári í ríkiskassann í formi söluskatts auk annarra skatta. En eru þessi sömu stjórnvöld tilbúin til þess að fella neysluskatt niður til þess að styrkja samkeppnisstöðu bókar- innar? Um það efni hefur orðið fátt um svör. Stundum er spurt hvort smá- þjóðir eigi nokkurn tilverurétt á dögum ríkjabandalaga og samruna menningarsvæða. f okkar tilviki er eðlilegt að jafnframt sé spurt hvort ekki sé heldur tilgangslítið að við- halda tungu sem aðeins 250.000 sálir á hjara veraldar rita og tala. Öllum þeim sem annt er um sjálfstæði okkar og móðurmál finnst fráleitt að láta undan síga í baráttu okkar fyrir því að viðhalda tungumáli okkar og þjóðerni. En skipta bækur máli fyrir framtíð íslenskrar tungu? Já, tvímælalaust. Endurnýjun og gróska tungunnar er meðal annars háð því að fram komi sífellt nýjar bækur á þessu málsvæði og sígildar bókmenntir séu lesnar. Daglegt mál flestra er fremur einhæft og hæpið er að síflæði fjölmiðlunar auki mjög orðaforða landsmanna. Málkennd og orð- auðgi mun hér eftir sem hingað til ekki síst tengjast lestri góðra og vandaðra bóka. Þær kynslóðir sem nú eru á dögum eiga skyldur að rækja gagn- vart þjóðararfi okkar á bók- menntasviði, honum þarf sífellt að miðla til nýrra lesenda en jafnframt verðum við að hyggja að nýgræð- ingi á bókmenntaakrinum og sjá til banda Bókasambandsins. En hér eru líka áhugamenn um bækur úr ýmsum starfsgreinum og síðast en ekki síst fulltrúar lesenda. Okkur er öllum annt um bókina og viljum fyrir alla muni styrkja stöðu hennar sem miðils í þessu fámenna málsamfélagi við nyrsta haf. Milljónaþjóðir hafa haft áhyggjur af þessum þýðingarmikla menningarmiðli og gert ráðstafanir til þess að gera hann sífellt aðgengi- legri almenningi. Ríkisstjórnir erlendis hafa lækk- að skatta á bókum til þess að auka útbreiðslu þeirra og styrkja þannig tungu viðkomandi þjóðar. For- dæmi frænda okkar Norðmanna í þessum efnum er mjög til eftir- breytni. Þar var söluskattur af bókum felldur niður fyrir nokkrum árum og voru höfuðrök stjórnvalda fyrir þeirri ákvörðun þau að landið væri svo lítið málsvæði og norsk tunga í svo mikilli hættu frá öðrum tungum, að óhjákvæmilegt væri að grípa til aðgerða til að styrkja samkeppnisstöðu bóka á norsku gagnvart erlendu efni af ýmsum toga. Áhrifamesta aðgerðin í þá átt var talin niðurfelling söluskatts af bókum. hjá þjóðum sem hugsanlega hefðu að öðrum kosti haft lítið af ís- lenskri menningu að segja. Eii áfram verður að halda á þessari braut. Bækur á eigin tungu hverrar þjóðar skipta hana máli, hvar í bókmenntagreinar sem þeim er skipað. Handbækur, fræðibækur, heim- ildarrit, ævisögur, skemmtisögur og fagurbókmenntir. Allar þessar tegundir bóka þurfa að vera til ef ætlunin er að fá sem allra flesta til þess að lesa bækur á íslensku. Það hlýtur að vera meðal metn- aðarmála okkar sem stöndum að bókaútvegi hér á landi að bóklestur verði um ókomna tíð snar þáttur í lífi hvers manns. Þeir sem stunda hann að einhverju marki eru á einu máli um að heimur bóka er heill- andi og þótt bókin sé hljóðlát í eðli sínu og hrópi ekki á okkur í síbylju samtímans er hún engu að síður magnþrunginn, listrænn miðill. Bókin krefst athygli og stuðlar að persónulegri upplifun lesand- ans. Og það er betra að lesa lítið en líta aldrei í bók. Þau félög sem eiga aðild að Bókasambandinu mega ekki láta sér nægja að skrifa menn eiga bágt,“ segir á einum stað í Heimsljósi Halldórs Laxness. Það skiptir okkur sannarlega máli að rithöfundur og skáld fái tækifæri til þess að skrifa og varpa ljósi á sálarlíf þjóðarinnar, samtíð okkar og sögu. Góðar bókmenntir geta fremur en flest annað kennt þjóðinni að þekkja sjálfa sig og skilja sjálfa sig. íslensk bókmenntasköpun getur ráðið úrslitum um það hvort þjóðin heldur sjálfsvitund sinni þegar flóðbylgja erlendrar fjölmiðlunar hellist yfir hana. Bækur skipta máli. íslenskar bækur skipta okkur meginmáli. í litlu málsamfélagi gegna bækur enn veigameira hlutverki en meðal milljónaþjóða. Bækur hafa um aldir mótað og varðveitt menningu okkar og tungu, og þurfa áfram að vera snar þáttur í lífi þessarar þjóðar. í þeim efnum getum við sem hér erum í dag látið til okkar taka. Ég þakka áheyrnina. (Ræða þessi var flutt á Bókaþingi 1989) þess að hann fái að vaxa og dafna, - ungir höfundar komi verkum sínum á bækur og þeim sé miðlað til lesenda í samtímanum. Stærsta hindrunin í vegi þess að bókaútgáfa dafni í landinu og allur almenningur geti leyft sér að kaupa nýjar bækur eins og hann lystir er óhófleg skattlagning hins opinbera á bækur. Söluskattur á bókum er hér hærri en í nokkru öðru vestrænu ríki og hefur lengi viðgengist fráleitt ósamræmi milli prentmiðla þar sem dagblöð og tímarit eru undanþegin skattinum en bækur ekki. Það er með hreinum ólíkindum að þjóðin skuli hafa þurft að greiða 25% söluskatt - eða réttara sagt lestrar- skatt af hugverkum og upplýsinga- efni sem miðlað er í bókarformi en Ef slík aðgerð hefur verið nauð- synleg í Noregi ætti ekki síður að vera þörf á slíku hér á landi. Málfélagið norska er 17 sinnum stærra en sá hópur fólks sem talar íslensku hér norður á hjara. Bækur hafa lengi skipt íslend- inga máli og skipað öndvegi í menningarsögu þjóðarinnar. Að mati fróðustu manna eru frumheimkynni norrænnar sagna- listar hér á íslandi. Á tungu feðra okkar rituðu ónafngreindir sagna- menn óbrotgjörn bókmenntaverk. En við getum ekki eingöngu lifað á fornri frægð og höfum ekki gert það. Á þessari sömu tungu hafa verið rituð stórbrotin nútímaskáldverk sem sum hafa verið þýdd á tugi tungumála og hlotið hljómgrunn bækur, gefa þær út og miðla þeim til kaupenda - við þurfum með ýmsum hætti að stuðla að auknum bóklestri, - ekki síst meðal þeirrar kynslóðar sem nú er að komast á legg. Fyrsta skrefið í herferð fyrir bóklestri gæti verið að fá alla landsmenn til þess að ljúka hverj- um degi með því að líta í bók. Bækur skipta alla máli. Þess vegna þarf áfram að vera grund- völlur fyrir útgáfu bóka á Islandi þannig að bókmenntir okkar endurnýjist eðlilega og íslensk sagnalist fái notið sín. Bókmenntir þurfa eins og aðrar listgreinar að vera í nánum tengslum við samtím- ann til þeSs að þær verði lifandi og komi við kviku mannlífsins. „Skáldið er tilfinning heimsins og það er í skáldinu sem allir aðrir sama efni sé án söluskatts ef það er birt í öðrum prentmiðlum og sama gildir raunar um svonefnda ljós- vakamiðla. Bækur skipta ekki síður máli fyrir íslenska þjóð en blöð og tímarit, útvarp og sjónvarp. Það hlýtur að vera krafa okkar að ráðamenn bókaþjóðarinnar átti sig á þessu og létti, með upptöku virðisaukaskatts nú um áramót, af bókum þeirri skattbyrði sem þær eru látnar bera umfram þessa miðla og ýmsa menningarstarfsemi í landinu. Bækur skipta flest okkar sem hér erum í dag, miklu máli. Margir hér inni eiga afkomu sína að ein- hverju leyti undir bókum. Þess vegna tókum við höndum saman fyrir þrem árum og stofnuðum Bókasamband fslands. Sambandið hefur það markmið að auka veg bóka á íslandi og beita sér fyrir aðgerðum og umræðu sem örvað geti bókmenntasköpun, útgáfu, vinnslu, dreifingu og lestur bóka. Hér eru rithöfundar, útgefend- ur, prentsmiðjueigendur, bóka- gerðarmenn, bóksalar, bókasafns- fólk, gagnrýnendur - fólk úr þeim átta félögum sem eru innan vé-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.