Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 ri SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM IANDSINS Leigum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Hussein Jórdaníukonungur gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Sögu í nótt: Pantaði 65 herberg imeð 10 klukkutíma fyri rvara Hussein Jórdaníukonungur gisti á Hótel Sögu í nótt, ásamt fylgdarliöi. Hann tók á leigu 65 af 218 herbergjum á hótelinu. Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara tókst að verða við beiðni konungsins og útvega þau herbergi er hann óskaði eftir. Hussein lenti á Keflavíkurflug- velli í gærkvöldi, og var þá að koma frá Róm þar sem hann fundaði um friðaráætlun Mubaraks Egyptalandsforseta. Hann er á leið í fimm daga opinbera heimsókn til Kanada ásamt fríðu föruneyti. Ekki hefur Tímanum tekist að afla sér upplýsinga um heildarfjölda í liði konungs, en bílaflotinn er 24 bílar, ein rúta og tveir sendiferða- bílar sem flytja farangur, og segir það sitt um þann fjölda sem er með í ferð. Fjöldi blaða- ogfréttamanna ásamt öryggisvörðum er með Hussein í för. Ekki var um viðhafn- armóttökur að ræða af hálfu ís- lenskra stjórnvalda þar sem þetta er ekki opinber heimsókn. Hins vegar tók Sveinn Björnsson, sendi- herra og prótókollstjóri á móti Hussein fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þegar komið var til Reykjavíkur hélt konungur á Hótel Sögu, en hann hafði pantað Griliið fyrir sig í gærkvöldi. Ekki var breytt um matseðil fyrir komu konungs og mun hann að öllum líkindum hafa snætt íslenskt lambakjöt, matreitt af Ragnari Wessman, sem var yfirkokkur í Grillinu í gærkvöldi. Jónas Hvannberg aðstoðarhótel- stjóri á Sögu sagði í samtali við Tímann í gær að auðvelt hefði verið að verða við pöntuninni, þar sem öll sjöunda hæðin, þar sem svítan er, var laus. Ástæðan fyrir því er sú að Alexandra prinsessa, sem er skyld Elíasbetu Englands- drottningu fór út af hótelinu í gærmorgun og hittist pöntunin því mjög vel á. „Eg trúi því raunar ekki að hann gisti hér, fyrr en ég sé hann koma,“ sagði Jónas, í gær. Vegna öryggisástæðna kemur það fyrir að þjóðhöfðingjar panta heilu hæðirnar á hótelum, en mæta svo ekki á staðinn. Er þá verið að villa um fyrir hugsanlegum misind- ismönnum. Tvö tiltölulega nýleg dæmi eru um slíkar pantanir á Hótel Sögu. Gorbatsjov Sovétleið- togi hafði gefið það í skyn þegar hann kom til Reykajvíkur á leið- togafundinn, að hann myndi dvelja í svftunni á Sögu. Hann gisti hins- vegar í skemmtiferðaskipi í Reykjavíkurhöfn þegar til kom. Annað dæmi um slíka „öryggis- pöntun“ var ekki alls fyrir löngu, er forstjóri stórfyritækis í Evrópu pantaði fjöldan allan af herbergj- um, en mætti svo ekki. Daginn eftir barst Sögu skeyti þar sem greint var frá að pöntunin hefði verið gerð í öryggisskyni. Forstjór- inn sendi greiðslu um hæl fyrir .umstanginu. Það var ekki fyrr en klukkan 10 í gærmorgun að pöntunin barst, en áður hafði verið búið að panta fyrir áhöfn flugvélarinnar. Síðan var sú pöntun afturkölluð og loks pantað aftur fyrir áhöfnina, þar til loks í gærmorgun var pantað í þriðja sinn og þá 65 herbergi. Á Hótel Sögu þurfti að fjölga starfsmönnum í veitingasal og einnig verður vikapiltum fjölgað. Hussein Jórdaníukonungur mun hitta forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrir hádegi í dag. Hussein heldur aftur af landi brott í dag, skömmu eftir hádegi. -ES Starfsfólk á heilsugæslustöðinni á Seltjarnamesi var að hreinsa upp glerbrot þegar ljósmyndari Tímans átti leið um. Tímamynd Pjctur Rúðubrot á Nesinu Allmikið var um rúðubrot á Sel- tjarnarnesi um síðustu helgi. Mest var brotið að rúðum í heilsugæslu- stöðinni á Seltjarnarnesi eða níu rúður. Einnig voru brotnar rúður í Valhúsaskóla og í Sundlaug Sel- tjamarness. Grunur leikur á að nokkrir ungir piltar hafi verið að verki. Ekki er vitað hvað rúðubrjót- unum gekk til með tiltæki sínu. Runólfur ísaksson húsvörður við heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi sagði að hér væri eingöngu um að ræða skemmdarstarfsemi. Ekki var gerð tilraun til að fara inn í húsin. „Þetta er bara prakkaraskapur í einhverjum krökkum sem vantar eitthvað að gera. Það væri betur ef þeir gætu svalað athafnaþrá sinni við eitthvað annað en að brjóta rúður,“ sagði Runólfur. Runólfur sagði að eitt af því sem skemmdarvargarnir hefðu dundað sér við var að reyna að brjóta gler í útidyrahurð. Þar er um að ræða sérstaklega hert gler. Skemmdar- vargarnir höfðu greinilega reynt mikið til að brjóta þetta gler því að fyrir framan dyrnar voru stórir stein- ar sem höfðu verið notaðir við að reyna að brjóta það. Það tókst ekki en sjá má far á rúðunni eftir grjótið. Runólfur sagði að heilsugæslu- stöðin hefði oftast sloppið vel þegar rúðubrjótar taka til hendinni á Sel- tjarnarnesi. Valhúsaskóli og sund- laugin hafa aftur á móti oft orðið fyrir barðinu á þeim. Einhver hluti þeirra ungmenna sem eru að skemmta sérniðri íbæ komagjarnan við, á heimleiðinni, hjá þessum stofnunum og brjóta í þeim rúður. Lögreglan var búinn að yfirheyra nokkra pilta sem eru grunaðir unt að hafa átt aðild að skemmdarverkun- um nú um helgina. Þeir hafa neitað sakargiftum. Að sögn manna sem þekkja til skemmdarverka af þessu tagi, fylgja þau skammdeginu og skólunum. Yfirgnæfandi meirihluti allra rúðu- brota eru unnin að nóttu til um helgar. Erfitt er að segja til um af hverju sumar stofnanir verða frekar fyrir barðinu á skemmdarvörgum en aðrar. Líklegt er þó að staðsetning og hönnun húsa ráði einhverju. Maður rænir annan fyrir framan lögreglustöðina við Hlemm; varðstjóri brá hart við og yfirbugaði ræningjann: Hljóp uppi þjóf og hlaut nefbrot Laust fyrir klukkan hálf sex í gærdag kom til átaka á miili lög- regluvarðstjóra og rúmlega þrítugs manns, skammt fyrir utan lögreglu- stöðina við Hlemm. Maðurinn sem staðinn hafði verið að því að ræna annan mann, náði að slá lögreglu- varðstjórann í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Þjófurínn komst þó ekki undan og er hann nú í gæslu lögreglunnar. Tildrög þessa atburðar eru þau að ölvaður maður kom inn á lög- reglustöðina og kvaðst hafa verið rændur við strætisvagnastöðina beint á móti. Vakthafandi lög- regluvarðstjóri, Grétar Norðfjörð, brá hart við, hljóp út eftir að hafa fengið lýsingu á þjófnum og leitaði hann uppi. Þjófurinn rann hins vegar á flótta, eftir að varðstjórinn hafði gert honum grein fyrir mála- vöxtum, og hljóp allt hvað af tók í burtu með lögregluvarðstjórann á hælum sér. Eftir stuttan sprett náði varðstjórinn þjófnum sem snérist þá til varnar og náði að berja hann þrjú föst högg í andlitið. Þrátt fyrir þessi fantalegu viðbrögð þjófsins náði varðstjórinn að yfirbuga hann og koma honum í járn. Að sögn lögreglunnar er maður- inn tíður gestur þeirra og hefur oft fengið að gista fangageymslur borgarinnar undir slæmum kring- umstæðum sínum. Hann mun vera illa skapi farinn, hættulegur og laus höndin þegar því er að skipta. Þjófurinn mun ekki hafa náð mikl- um verðmætum af þeim er hann rændi, það var þó ekki að fullu ljóst í gærkveldi, þar sem ekki hafði reynst kleift að taka skýrslu af þeim sem rændur var, vegna ölvunar. Árás þjófsins á lögreglu- varðstjórann mun hins vegar kærð. -ÁG Bifhjólaslys á reiðvegi Bifhjólaslys varð á reiðvegi sem liggur með Suðurlandsvegi við Hraungerði á sunnudagsmorgun. Slysið varð með þeim hætti að tveim bifhjólum var ekið í austurátt eftir reiðveginum. Þeir óku nokkuð greitt á veginum og sagðist annar bifhjóla- maðurinn ekki hafa munað eftir læk sem þar var og því of seinn til að draga úr hraða þegar að honum kom og steyptist í lækinn. Hann sagðist ekki hafa munað eftir sé fyrr en uppi á hinum bakkanum. Hinn maðurinn ók á hjólið þar sem það var í læknum og kastaðist við það af hjólinu. Mennimir voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra munu ekki hafa verið alvarleg. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.