Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 10. október 1989 Sýning Sigurborgar í Ásmundarsal Sigurborg Stefánsdóttir opnaði nýlega sýningu á verkum sínum, í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sigurborg er fædd 1959 og er nýflutt heim eftir margra ára dvöl í Danmörku. Hún stundaði nám hjá H.Cr. Höjer listmálara í Kaupmannahöfn og síðar í Skolen for Brugskunst í sömu borg. Hún lauk prófi úr teikni- og grafíkdeild skólans vorið 1987. Hún hélt einkasýningu á málverkum sínum 1988 í Aalborg kunstpavillon og hefur tekið þátt í samsýningum á grafík- myndum í Kaupmannahöfn. Hefureinnig á undanförnum 2 árum tekið þátt í 6 samsýningum á málverkum s-víðs vegar um Danmörku. Á þessari fyrstu sýningu Sigurborgar á Islandi sýnir hún akrýlmyndir á striga og pappír. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Sfðasti sýningardagur er 23. október. Hallgrímskirkja - Starf aldraðra t vetur verður leikfimi á þriðjudögum kl. 12:00og hefst hún í dag. Einnigverður leikfimi á föstudögum k. 10:00 undir leiðsögn Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur sjúkraþjálfara. Fót-, hár- og handsnyrting verður sömu daga. Tekið er á móti pöntunum á þriðjudögum og föstudögum eftir kl. I3:0() í síma kirkjunnar 10745. Fyrirlestur í Kennaraskóla- húsinu við Laufásveg í dag, þriðjudaginn 10. október kl. 16:30, flytur Gunnhildur Óskarsdótlir æfingakcnnari fyrirlestur á vcgum Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála cr nefnist: Mikilvægi skólastefnu í nátt- úrufræðikennslu. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Lauf- ásveg. Öllum heimill aðgangur. NÝHÖFN: Sýning Valgarðs Gunnarssonar Valgarður Gunnarsson opnaði nýlega málverkasýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á striga á síðustu tveimur árum. Valgarður er fæddur í Reykjavík 1952. hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975-’79 og fram- haldsnám við Empire State College í New York 1979-81. Þetta er fimmta einkasýning Valgarðs, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Valgarður sýndi síðast í Nýhöfn í apríl 1988 smámyndir á pappír. I nóvem- ber nk. er svo fyrirhuguð sýning hans í Galleri Boj í Stokkhólmi. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Sýningunni lýkur 25. október. Myndakvöld F.Í. í Sóknarsal Fyrsta myndakvöld Ferðafélags Islands á þessu hausti verður miðvikudaginn 11. október í Sóknarsalnum, Skipholti 50A og verða þau sfðan annan miðvikudag í mánuði til maí á næsta vuru. Kvöldvökur veröa tvær til þrjár í vetur og verða tilkynntar síðar. Á myndakvöldinu nú sýna þátttakend- ur í gönguferð um Jötunlicima í Noregi myndir og segja frá ferðinni. Eftir kaffihlé sýnir þýskur Ijósmyndari, Edwin Podchull, myndir frá íslandi, en hann hefur ferðast víða um landið. Þessar myndasýningar eru opnar öllum félagsmönnum og öðru áhugafólki. Ferðafélag fslands William D. Valgardson heldur háskólafyrirlestur um ritlist William D. Valgardson, rithöfundur og prófessor í ritlist (creative writing) við University of Victoria í Britist Columbia í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur í boði Hcimspekideildar Háskóla Islands þriðjud. 10. okt. kl. 17:15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er öllum opin. Hann fjallar um kennslu í ritlist og verður fluttur á ensku. William D. Valgardson er kunnasti núlifandi rithöfundur af íslenskum ættum í Kanada. Hann er fæddur 1939 og alinn upp í Gimli í Manitoba og hlaut háskóla- menntun sína m.a. í Winnipeg. Hann hefur skrifað mikið um fólk af íslenskum ættum í Kanada og nýtur sívaxandi vin- sælda. Meðal bóka hans eru smásagna- söfnin Blood Flowers (1973), God is not a Fish Inspector (1975) og Red Dust (1978), skáldsagan Gentle Sinners (1980) og ljóðabækurnar A Carpenter of Dre- ams (1986) og In the Cutting Shed (1986). Hann hefur hlotið fjölda bókmenntaverð- launa i Kanada. Þess má geta, að mánud. 9. okt. kemur út fyrsta íslcnska þýðingin á sögu eftir Valgardson. Það er sagan Blóðrót í þýðingu Guðrúnar Guðmunds- dóttur. Stefán Axel Valdimarsson við uppsetn- ingu verka sinna Sýning Stefáns Axels á Kjarvalsstóðum Stefán Axel Valdimarsson opnaöi ný- lega málverkasýningu á Kjarvalsstööum. Á sýningunni eru níu stór málverk unnin meö akrýl á striga á sl. fjórum árum. Stefán Axel er fæddur 1955. Hann stundaði nám viö Myndlista- og handíða- skóla íslands 1981-84 og við Jan Van Eyck Akademie í Maastricht 1984-’86. Hann býr nú og starfar í Rotterdam í Hollandi. Stefán hlaut sex mánaða starfs- laun á þessu ári. LESENDUR SKRIFA Draumaveröld í landi Davíðs Ég er ekki sá maður sem fer með allt í blöðin ef ég fæ einhverja hugdettu eða flugu í höfuðið, reynd- ar hef ég aldrei fyrr sent bréf til nokkurs blaðs og er það því til marks hve mjög mér cr niðri fyrir. Fyrir þessu eru sem sagt hinar brýnustu ástæður sem nú skal frá greint. Nú í vikunni barst mér í hendur gamalt tölublað Þjóðlífs sem ég hafði ekki fyrr séð. Ég hafði ekki tök á að lesa það fyrr en upp í rúm var komið. Ég fletti blaðinu og dróst eins og segull að þjóðmerkilegu viðtali við Þorstein Pálsson. í fáum orðum sagt las ég það allt frá orði til orðs og hvert einasta atkvæði greypt- ist í huga mér og ég mun vísast aldrei gleyma neinu þeirra. Þegar lestri var lokið var mér horfin öll löngun til að skoða annað efni blaðsins. Mér fannst allt annað léttvægt og einskis virði eftir að hafa lesið Þorstein. Ég lagði blaðið á náttborðið, slökkti Ijósið og hreiðr- aði um mig á koddanum. Yfir mig féll værð og vellíðan og allur fram- tíðarhrollur hvarf, mér fannst ég allt í einu svo öruggur og heimurinn bjartur og hlýr. Þorsteinn sagði að Davíð ætti að koma á þing. Konan skynjaði fjarrænu mína og ég fann milli svefns og vöku að hún kyssti mig lauslega á kinnina og bauð góða nótt í guðs friði. Svo sofftaði ég værum svefni, friðsælli og rórri en mig rámkaði til að hafa átt árum saman. Um morguninn vaknaði ég léttur sem aldrei fyrr, spratt framúr og gerði morguntojlettið. Þá rifjaðist upp fyrir mér draumur sem mig hafði dreymt um nóttina. Hann var á þá leið að mér fannst ég vera staddur í afar miklu húsi þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja, svo ég hafði aldrei séð neitt slíkt áður nema í sjónvarpinu. Ég sat framar- lega á áhorfendabekkjum með mörgu öðru fólki sem ég ekki vissi deili á. Handan okkar var mikið og breitt svið og á því löng borðaröð. Milli áhorfendabekkjanna og sviðs- ins var víðáttumikið, mannlaust gólf, en þó sá ég allvel til þeirra er á sviðinu sátu. ÖÍl uppröðun og fyrir- komulag var ólíkt því sem ég hafði áður séð á Vesturlöndum og einna líkast því sem sést á fréttamyndum frá Kremlarmúrum. Það var hins vegar svolítið undar- legt, þó að ég veitti því enga sérstaka athygli í draumnum, að mennirnir á sviðinu voru á einhvern hátt ópers- ónulegir og fjarrænir. Ég geri mér nú grein fyrir því að ástæða þess er án efa sú að í raun sá ég ekki andlit þeirra, heldur, svo undarlegt sem það er, einungis hár þeirra og örfáa (2-3) skarpa andlitsdrætti sem þó gerðu mér kleift að bera kennsl á nokkra er sátu í öndvegi gegnt áhorfendum. Undir andlitunum voru þó greinileg hálsbindi. vel hnýtt, og báru í skjannahvíta skyrtu. Einn var þó með þverslaufu. Ég sá að fyrir miðju var púlt á borðinu, þó ekki hærra en svo að upp af þvf var mikið höfuð og hárfagurt. Ég kenndi þar samstundis Davíð borgarstjóra. Hann var nú sta^inn upp og gerði sig búinn til að halda ræðu. f draumnum rifjaðist upp fyrir mér viðtalið í Þjóðlífi og ég fór að svipast um eftir Þorsteini og mér til nokkurrar undrunar sá ég hann yst á vinstri hönd Davíðs og yst til hægri var Friðrik Sófusson. Næst þeim voru ýmis kunnugleg andlit gegnra sjálfstæðismanna en mér þótti kynlegt að því nær sem menn sátu Davíð, því óljósari urðu andlits- drættir manna og mér var það ógjörningur að bera kennsl á nokk- urn við miðborðið. Davíð stóð fyrir púlti og hóf nú ræðu sína. Mér er fyrirmunað að rifja upp hvað hann sagði í upphafi en hann talaði af sannfæringarkrafti eins og hans er von og vísa og það er víst að hann sagði eitthvað sem féll í frjóan og myldinn jarðveg. Áheyrendur tóku því líka afar vel og mikið klapp braust út er örlítil skil urðu í máli hans, að vísu án hrifning- arflauts. Þá gerðist nokkuð sem ég átti svo sannarlega ekki von á og er hin endanlega orsök þess að ég settist niður og reit þetta bréfkorn. Sem Davíð bíður þess að kyrrð komist á að nýju og hann fái haldið áfram máli sínu gerist hið óvænta. í stað þess að menn linntu klappi sínu og gæfu ræðumanni færi á að halda áfram ræðunni lækkaði klappstyrkur talsvert, en þó ekki nóg til að ræðufært væri. Mér þótti það einnig furðulegt að klappið gekk sem bylgja frá hægri til vinstri og til baka aftur, þ.e. áheyrendur klöppuðu ekki allir í senn. Þetta var eins og að horfa á stóran lóuhóp að hausti sem bylgjast eftir sjóndeildarhringnum. Þannig gekk þetta nokkra stund og aldrei mátti Davíð mæla en að lokum reis áheyrendaskarinn upp og gekk út undir lágklappi. Þannig endaði draumurinn sem rifjaðist upp í morgun er ég burstaði tennurnar. Hann vekur mér viss ónot og þau spilla nokkuð þeirri ró er ég öðlaðist við það að lesa viðtalið fyrrnefnda. Ég er þó ekki viss um að ástæða sé til ótta, en vona að einhver draumráðningarmaður lesi þetta og bið hann að ráða fyrir mig drauminn, ef mark er að honum, og senda til blaðsins svo ég megi finna gleði mína og innri frið á ný. Allranáðarsamlegast. Sveinjón. Þetta er fjórða einkasýning Stefáns, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þessi sýning Stefáns Axels er í sam- vinnu við Listasalinn Nýhöfn, Hafnar- stræti 18. Henni lýkur 22. október. FK£YR ■ FREYR 18/89 Búnaðarblað Á forsíðu þessa blaðs Freys er mynd af Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Meðal efnis má nefna: Ritstjórn- argrein „Staða Lífeyrissjóðs bænda“, frásögn frá 50 ára afmæli Garðyrkjuskól- ans á Reykjum, birt er síðari grein Gunnars Guðbjartssonar „Hvaða breyt- ingar hafa orðið á fjölda bænda og búskap þeirra?”. Þá er grein um byggðaþróun í Norður-Svíþjóð, grein eftir Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjárræktarráðunaut og fleiri greinar um málefni bænda, svo sem hirðingu og geymslu búvéla, verðlags- grundvöll sauðfjárafurða, vetrarorlof á Hótel Sögu og bændaferðir 1990 o.fl. Á veiðum 2. tbl. 6. árg. Hreindýraveiðar nefnist frásögn skot- veiðimannsins Karls H. Bridde. Þá er sagt frá ástandi fuglastofna, en tímaritið Á veiðum fór á stúfana og kynnti sér ástand rjúpna- og gæsastofna. Jón G. Baldvinsson, formaður Sang- veiðifélags Reykjavíkur bollaleggur í grein sinni um aflabrestinn í sumar í laxveiðum. og fyrirsögnin er „Erfitt verð- ur að selja veiðileyfi í vetur". Ýmsir aðrir ræða um þetta mál. Þá er sagt frá gæsaveiðinámskeiði SKOTREYNAR, birt er bréf erlends veiðimanns á Islandi um aðstöðuna hér og fleira. „Fótbrot og myrkraverk!” er fyrirsögn- in á viðtali við ævintýramanninn Gísla Ólafsson, formann SKOTEYJAR I blað- inu er smásaga „Hið mikla samband” eftir Edvald Sæmundsen. ýmsar veiðisög- ur og sagt frá eftirminnilegum fiskum, sýndar flugur og gerð þeirra. Útgefandi er Frjálst framtak hf. en ritstjóri og ábm. er Þorsteinn G. Gunn- arsson. Á forsíðu er mynd af Karli H. Bridde með glæsilegan hreindýratarf. VIKAN 5. okt. ’89 Á forsíðu þessarar Viku er mynd af fallegri brúði í fallegum brúðarkjól, það er Berglind Johansen, fegurðardrottning Islands 1984, sem gekk í hjónaband í ágústmánuði sl., en brúðguminn var Pét- ur Albert Haraldsson. Sagt er frá brúð- kaupi þeirra í máli og myndum í blaðinu.( Ljósm. M. Hjörleifsson) Viðtal er við Borgar Garðarsson, sem er búsettur í Finnlandi og leikur með Lilla Teatren. Þá er sagt frá rithöfundinum Margit Sandemo, sem er höfundur „ís- fólksins”, en hún segir frá dulrænni reynslu. Rósa Ingólfsdóttir skrifar pistil, sem nefnist „... eða þannig”. Myndir og frásögn af tískusýningu í París hjá Pierre Cardin eru í blaðinu, því þar var staddur ljósmyndari Vikunnar og vinningshafi í skafmiðaleik blaðsins, sem hlaut ferð til Parísar. Þá er grein um ófrjósemisaðgerðir og ýmis vandamál þeim viðkomandi, grein er um börn og hjónaskilnaði og áhrif þeirra á börnin. Fastir liðir, svo sem litmyndasögur, krossgátan o.fl. eru á sínum stað og margt fleira efni. Víkingur Arnórsson (t.v.) Ingvar J. Karlssnn og Ragnheiður Viggósdótlir Gjöf Paul Newman‘s-sjóðsins til barnadeildar Landspítalans Sjóður kvikmyndaleikarans Paul Newman’s (Newman’s Own Foundation) til styrktar líknarmálefnum hefur nýlega gefið 10 þús. dollara í byggingasjóð barnadeildar Landspítalans sem stofnað- ur var fyrir 1 1/2 ári. (Byggingasjóður nýja barnaspítalans). Ingvar J. Karlsson læknir afhenti pen- 'ngagjöfina fyrir hönd Newmansjóðsins. Við henni tóku Ragnheiður Viggósdóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins og Víkingur H. Arnórsson yftrlæknir, sem eru gjaldkeri og formaður stjómar bygg- ingasjóðsins. Hallgrímskirkja - Starf aldraðra Opið hús verður haldið á morgun, miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 14:30. Verður þá ekið frá kirkjunni í Listasafn íslands og skoðuð málverkasýn- ing Jóns Stefánssonar. Á eftir verða kaffiveitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Þeir sem óska eftir bílfari til kirkju hringi í fyrramálið í síma 10745 milli kl. 10:00 og 12:00. t Eiginkona mín Margrét Friðriksdóttir frá Kópaskeri lést í Landsspítalanum 9. október. Fyrir hönd aðstandenda. Þórhallur Björnsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Benedikt Gíslason frá Hofteigi sem lést á sjúkradeild Borgarspítalans í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg sunnudaginn 1. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 11. október kl. 13.30. Fjölskyldan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.