Tíminn - 10.10.1989, Page 4

Tíminn - 10.10.1989, Page 4
4 Tíminn Þriðjudagur 10. október 1989 v/r\rv\>\i ■ Hnr Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu er boöaöur sunnudaginn 22. október n.k. aö Hlégarði í Mosfellssveit. Fundurinn hefst kl. 17.00. Fundarefnið er venjuleg aöalfundarstörf ásamt þeim málum sem efst eru á baugi í dag. - Eftir fundinn veröur kvöldveröarhóf. Gestir fundarins veröa Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Jóhann Einvarösson alþingismaöur, Haukur Níelsson f.v. sveitarstjórnarmað- ur og eiginkonur þeirra. Fundurinn veröur auglýstur nánar í næstu viku. Stjórnin. Konur Árnessýslu Aöalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn á Eyrarvegi 15, Selfossi, mánudagskvöldið 23. október kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. önnur mál. Mætum hressar í upphafi vetrarstarfs. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 16. október kl. 20.30 í Iðnsveinahúsinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Rætt um vetrarstarfiö. Félagar, fjölmennið. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Norðurland vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldiö í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá auglýst síðar. Stjórn KFNV. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni: Félagsvist verður spiluö aö Eyrarvegi 15 þriðjudagana 17. okt. 24. okt. 31. okt. og 7. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - Heildarverðlaun. Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverðlaununum. Framsóknarfélag Selfoss. Selfoss Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að Eyrarvegi 15 mánudaginn 16. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp, Guðni Ágústsson alþingismaður. Önnur mál. Stjórnin. Spilum félagsvist Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 13. október kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Hafnarfjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn mánu- daginn 16. okt. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. GBB auglýsingastofa sér um kynningu á virðis- aukaskatti fyrir fjármálaráðuneytið: Kynningin kostar 20-30 milljónir íslenska auglýsingastofan hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum á því af hverju GBB Auglýsingaþjónustan var valin til að sjá um að kynna virðisaukaskattinn. Mörður Árnason upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kynningunni á virðisaukaskattinum, segir að viðhöfð hafí verið eðlileg vinnubrögð við valið og vísar á bug öllum getgátum um annað. Mörður sagðist ekki skilja hvað íslenska auglýsingastofan væri að meina með þeim dylgjum sem komu fram í bréfinu. „Menn hafa alltaf gert ráð fyrir því að þennan skatt þyrfti að kynna mjög vel vegna þess að hann er í eðli sínu nokkuð ólíkur söluskattinum," sagði Mörður. „Embætti ríkisskatt- stjóra er framkvæmdaraðili málsins og það embætti skrifaði bréf 20. júní, til Sambands íslenskra auglýs- ingaskrifstofa, um kynningarherferð vegna virðisaukaskatts. í bréfinu er óskað eftir greinargerð frá sérfróð- um aðilum á sviði kynninga og markaðsmála um hvernig best sé að standa að kynningarátakinu. Emb- ætti RSK fékk síðan greinargerðir frá níu auglýsingastofum. Ríkis- skattstjóri fór gegnum allar þessar greinargerðir og sendi bréf til fjár- málaráðuneytisins þann áttunda ágúst. í bréfinu mælir hann með einni ákveðinni auglýsingastofu og rökstyður það. í framhaldi af því var ákveðið að fjármátaráðuneytið færi aftur í gegn- um gögnin og framkvæmdi sjálfstætt mat á þeim. Þó að við treystum ríkisskattstjóra þótti rétt að athuga þetta betur. Við komumst að sömu niðurstöðu og ríkisskattstjóri, sem sé að fela GBB Auglýsingaþjónust- unni þessa kynningu. Þessi niður- staða byggist á því að þar eð hér er um gífurlega stórt verkefni að ræða, var talið nauðsynlegt að sú auglýs- ingastofa sem tæki verkefnið að sér þyrfti að vera öflug, hún þyrfti að geta brugðist hratt við og hún þyrfti að hafa gott vald á allri tækni. Með þessu er ég ekki að segja að GBB Auglýsingaþjónustan sé sú eina sem valdi þessu verkefni. hetta var niður- staða sem ráðuneytið og ríkisskatt- stjóri komust að eftir að hafa velt þessu mikið fyrir sér. Hugmyndir GBB voru í fremstu röð. Það skal þó tekið fram að hugmyndir auglýsingastofanna voru um margt líkar. Það þarf t.d. engan sérfræðing til að láta sér detta í hug að gefa út leiðbeiningarbækling. GBB hafði auk þess ákveðna reynslu af því að kynna skattkerfisbreytingu en þar á ég við kynninguna á stað- greiðslukerfinu. Þar þótti GBB standa sig mjög vel og ég geri ráð fyrir því án þess að ég viti það fyrir víst, að það hafi ráðið miklu varð- andi afstöðu ríkisskattstjóra. Við í fjármálaráðuneytinu komumst að þeirri niðurstöðu að GBB stæði það framarlega að aðrar auglýsingastof- ur þyrftu að hafa sérstaka kosti til að þær yrðu fyrir valinu. Ég get sagt það fyrir hönd ráðu- neytisins að hingað til hefur sam- vinnan við GBB gengið mjög vel. Ég hugsa að ríkisskattstjóri sé ekki á annarri skoðun." Menn í „auglýsingabransanum" segja að réttast hefði verið hjá ríkinu að velja úr nokkrar auglýs- ingastofur og borga þeim fyrir að vinna drög að kynningarherferð. Sumar auglýsingastofur lögðu í all- mikla vinnu og kostnað við að útfæra hugmyndir sínar um kynninguna. Jónas Ólafsson framkvæmdastjóri íslensku auglýsingastofunnar sagði að menn hefðu tæpast farið að leggja á sig alla þessa vinnu ef menn hefðu vitað hvernig staðið yrði að valinu. Því hefur verið haldið fram að með vali sínu á GBB sé Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að hygla flokksbræðrum sínum. Það sem mælir á móti þessari kenningu er að Gísli B. Björnsson aðaleigandi GBB og Ólafur Ragnar eru engir sérstakir samherjar. Mörður Árnason var spurður hvað kynningin á virðisaukaskattin- um muni koma til með að kosta. Mörður sagði að þessu væri mjög erfitt að svara. Hér væri um að ræða að koma ákveðnum upplýsingum á framfæri og það yrði einfaldlega að kosta það sem það þyrfti að kosta. Mörður sagði þó að sér þætti ekki ótrúlegt að þetta myndi kosta um 20-30 milljónir. Mörður sagði að þetta væri mjög óljóst enn sem komið er. -EÓ Flensborgarskóli: Skólabókasafnið í nýtl húsnæði Samkvæmt nýjum framhalds- skólalögum lýkur aðild Hafnarfjarð- arbæjar að rekstri Flensborgarskóla um næstu áramót. í tilefni þessara tímamóta veitti bærinn skólanunt 4 milljónir króna til bættrar aðstöðu fyrir skólabókasafnið og var húsnæð- ið vígt sl. fimmtudag. Við athöfnina fluttu ávörp þau Kristján Bersi Loftsdóttir bókavörður og Guð- mundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri. Bókakostur safnsins er um 12000 bindi, auk nýsigagna af ýmsu tagi. Á myndinni sést Kristján Bersi Ólafsson skólameistari í ræðustól við opnun safnsins í nýju húsnæði. Ólafsson skólameistari, Margrét Bogasalur Þjóðminjasafns: Ljósmyndasýning í ár er fagnað 150 ára afmæli Ijósmyndunar í heiminum. Þjóðminjasafn fslands leggur lóð sitt á vogarskálar afmælisbarnsins með sérstakri sýningu í Bogasal safnsins, þar sem sýndar verða frummyndir eftir ýmsa frumherja í Ijósmyndun hérlendis og yfirlit veitt yfir sögu ljósmyndunar á íslandi með fjölda mynda og greinargóðum skýringartextum. Er þessi sýning hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.