Tíminn - 09.11.1989, Page 19

Tíminn - 09.11.1989, Page 19
Fimmtudagur 9. nóvember 1989 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í blaki: IS liðin enn í efstu sætum Á föstudag í síðustu viku voru tveir leikir á íslandsmótinu í blaki. Á Laugarvatni vann HSK 3-1 sigur á Þrótti Nes. 12-15,15-10, 15-13 og 15-10. í Hagaskóla vann Víkingur Þrótt Nes. 3-1. 17-16, 15-14, 11-15 oglS-7. Á laugardag vann Þróttur Nes. 0-3 sigur á Fram, 13-15, 12-15 og 11-15. í fyrstu hrinu voru Framarar komnir í 9-3 en töpuðu samt. Ivar Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson voru bestir í liði Þróttar, en Ólafur Öm Pétursson var bestur Framara. Þá vann ÍS 3-0 sigur á HK, 15-7, 15-12 og 15-13. í annarri hrinu komst í ÍS í 8-2 en HK náði að minnka muninn í 10-8 og síðan að jafna 12- 12, en Stúdentar voru sterkari á endasprettinum og sigr- uðu. í þriðju hrinu komst ÍS í 10-6 en HK jafnaði 10-10, en allt kom fyrir ekki og ÍS vann hrinuna. Bestir í liði HK vom Karl Sigurðsson og Stefán Sigurðsson, en hjá ÍS var Sigurður Þráinsson og Amgrímur Þorgrímsson. í kvennadeildinni léku sömu lið og úrslit urðu á sömu lund, ÍS vann, en tapaði 1 hrinu, 3-1, 15-11, 8-15, Þróttarstúlkum hefur ekki gengið sem best í vetur, hafa tapað tveimur af þremur leikjum sínum. Tfmamynd Pjetur. Körfuknattleikur-NBA deildin: Orlando sigur - þegar í annarri tilraun Eins og kunnugt er hafa tvö lið bæst í hóp þeirra liða sem taka þátt í hinni hörðu keppni í NBA-deild- inni í körfuknattleik í Bandaríkjun- um. Annað þeirra, Orlando Magic þurfti ekki að bíða Iengi eftir því að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni, því þegar í annarri tilraun vann liðið sigur 118-100 á ekki lakara liði en New York Knicks. Leikurinn fór fram á mánudag, en í fyrsta leik sínum á laugardag tapaði Orlando Iiðið fyrir New Jersey Nets 106-111. Önnur úrslit á laugardag voru sem hér segir: N.Y.Knicks-Miami Heat 119-99 Indiana Pacers-Cleveland Cav. 106-98 Milwaukee B.-Philadelphia 76 102-96 Detroit Pist.-Washington Bull. 95-93 N.J.Nets-Orlando Magic 111-106 Boston Celtics-Chicago Bulls 102-100 S.A.Spurs-Los Angeles Lakers 106-98 Denver Nuggets-Phoenix Suns 135-132 Houston Rockets-Golden State 132-105 Sacramento Kings-Seattle S. 107-100 Á sunnudag var einn leikur í deildinni, Portland Trail Blazers vann þá 93-83 sigur á Minnisoda Timberwolves. Á mánudag vann síðan Orlando New York Knicks 118-110 eins og áður sagði, en í fyrrakvöld voru síðan 9 leikir. Chicago Bulls-Detroit Pist. 117-114 L.A.Lakers-Phoenix Suns 111-107 Milwaukee Bucks-Boston Celt. 106-100 Washington Bullets-Atlanta H. 118-114 Miami Heat-New Nersey Nets 83-77 Houston R.-Portland Trail Bl. 109-86 Seattle Super S.-L.A.Clippers 118-94 Sacramento Kings-Dallas Mavr. 96-94 BL Austur-Þjóðverjar: Viðurkenna lyfjamisferli í fyrsta sinn A-Þýskur flóttamaður kom af stað miklu fjaðrafoki í íþróttaheim- inum fyrir nokkrum mánuðum, þegar hann sagði frá þvi hvernig landar hans hafa notað ólögleg lyf til þess að ná betri árangri í íþrótt- um. Þessu vísuðu a-þýsk stjómvöld á bug sem lygum og áróðri, en mikið vatn hefur rannið til sjóvar á þeim stutta tíma sem liðin er frá því þessar fréttir vora í hámæli. A-Þjóðverjar hafa stigið stór skref í frjálsræðisátt og í gær viður- kenndu þarlend yfirvöld í fyrsta sinn að a-þýskir íþróttamenn hafi notað ólögleg lyf. Fréttir þessa efnis birtust í a-þýskum dagblöðum í gær og sýnir það aukið frelsið fjölmiðla í landinu. í heimsókn til lyfjarannsóknar- stofu í Kreischa nærri Dresden, segja dagblöðin frá því að sýni frá 4.463 íþróttamönnum hafi verið tekin til rannsóknar á síðasta ári og þar af hafi 19 sýni reynst jákvæð, af þeim hafi 14 tilheyrt a-þýskum íþróttamönnum. Ekki voru gefin upp nöfn þeirra, en sýnin voru tekin jafnt í keppni sem á æfingatímabili. Ekki voru birtar tölur frá þessu ári, en rann- sóknarstofan hefur starfað frá ár- inu 1980 og er hún ein af 19 rannsóknarstofum, sem viður- kennd er af alþjóðaólympíunefnd- inni. Hingað til hafa a-þýsk stjóravöld ekki viljað viðurkenna að íþrótta- menn þeirra ættu það til að neyta ólöglegra Iyfja, en þeir sem hafa orðið uppvísir að Iyfjamisnotkun, hafa tekið refsingu sína út í kyrr- þey. Nú ætla A-Þjóðverjar að kúvenda og hér eftir verða íþrótta- menn mjög lattir til þess að nota lyf og nöfn þeirra sem falla á lyfjapróf- um verða gefin upp. Tveir A-Þjóðverjar hafa fallið á lyfjaprófum utan heimalands síns, frjálsíþróttakonan Bona Slupianek 1977 og hjólreiðamaðurinn Nor- bert Duerpisch 1978. Hinn nýi leiðtogi A-Þýskalands, Egon Krenz ætlar sér að gera breytingar í frjálsræðisátt í land- inu, þar á meðal á íþróttastefnu landsins, sem verið hefur í mjög föstum skorðum um árabil. Árang- ur A-Þjóðverja í alþjóðakeppnum hefur verið frábær og áhugi fyrir íþróttum er gífurlegur í landinu. Iþróttasamband landsins ætlar nú að beita sér fyrir lyfjalausu a-þýsku íþróttastarfi. BL 15-8 og 15-3. HK stúlkur stóðu í ÍS stúlkum t fyrstu tveimur hrinunum, en síðan hrundi leikur þeirra í tveim- ur síðustu hrinunum. Hjá HK var Heiðbjört Gylfadóttir best, en hjá ÍS voru Þórey Aradóttir og Ursula Unimann bestar, en Ursula lék nú sem uppspilari þar sem Bergrós Guðmundsdóttir var meidd og lék ekki með. í Digranesi léku UBK og Þróttur Nes. kvenna og Breiðablik vann 3-0, 15-12, 15-5 og 15-10. Leikurinn var ekki erfiður Blikastúlkum og um mótspyrna austanstúlkna var aðeins að ræða í fyrstu hrinu. Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: xo Víkingur .... . T T U .330 O 9- 2 O 6 UBK .220 6- 0 4 KA .321 8- 3 4 Þróttur R ... . .312 3- 7 2 Þróttur Nes. . .505 2-15 0 HK .404 2-12 0 Staðan í 1. deild karla: ÍS .550 15- 4 10 Þróttur R. ... .321 8- 5 4 KA .321 8- 5 4 HK .312 3- 7 2 HSK .312 4- 7 2 Þróttur .314 7-12 2 Fram .202 1- 6 0 Margt smátt New York. Forsvarsmenn bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik og samtaka leik- manna í deildinni hafa komið sér saman um reglur um lyfjaprófun á leikmönnum sem eru að leika sitt fyrsta ár í deildinni. Reglurnar kveða á um að leikmennirnir verða prófaðir þrisvar sinnum á tímabilinu og standist þeir ekki prófið fara þeir í leikbann til loka keppnistímabils- ins. Fyrir eru Iyfjapróf á leikmönn- um sem taka þátt í æfingabúðum liðanna fyrir keppnistímabilið. Með þessu vilja forsvarsmenn NBA- deildarinnar í eitt skipti fyrir öll sýna ungum körfuknattleiksmönnum fram á það að ætli þeir sér að komast að hjá liðum í NBA-deildinni, þá sé eins gott fyrir þá að láta lyfin eiga sig. Hingað til hefur kókaín verið það lyf sem flestir leikmenn hafa fallið fyrir. Cleveland. Kevin Mack, sem leikur stöðu hlaupara í liði Cleve- land Browns í ameríska fótboltan- um, var látinn laus úr fangelsi á þriðjudag, en hann hafði setið inni í 6 vikur fyrir að hafa haft krakk í fórum sínum. Krakk, sem er kókaín, er eitt útbreiddasta eiturlyf í Banda- ríkjunum í dag. Mack var dæmdur í 6 mánaða fangelsi, var látinn laus gegn tveggja ára skilorðsbundnu fangelsi. London. Bolton og Swindon gerði 1-1 jafntefli í aukaleik sínum í 3. umferð ensku deildarbikarkeppn- innar í fyrrakvöld í framlengdum leik. Liðin verða að leika að nýju og það lið sem hefur betur mætir Sout- hampton í 4. umferð keppninnar. í sömu keppni vann Sunderland 1-0 sigur á Boumemouth og mætir Exet- er í 4. umferð. Tókýó. Heimsmeistarakeppni kvennalandsliða i blaki hófst í Tókýó í Japan á þriðjudagskvöld. Heimsmeistararnir frá Kína unnu A-Þjóðverja 3-0,15-9,15-1 og 15-5. Kúba vann Perú 3-0, 15-8, 15-2 og 15-8. Sovétríkin unnu S-Kóreu 3-0, 15-12, 15-13 og 15-13. Loks vann Japan Kanada3-1,13-15,15-6,15-11 og 15-8. í gær töpuðu Ólympíumeistarar Sovétríkjanna fyrir Kúbu 3-0, 15-4, 15-6 og 15-12. Kína vann Perú 3-0, 15-9, 15-5 og 15-8. A-Þýskaland vann Kanada 3-0, 15-12, 15-10 og 15-12 og loks vann Japan 3-0 sigur á S-Kóreu, 15-6, 15-7 og 15-2. Kína, Kúba og japan eru því enn taplaus á mótinu. kvöld! Víkingar mæta Val í Höllinni I kvöld er einn Ieikur á dagskrá í 1. deildinni í hand- knattleik-Vís keppninni. Vík- ingar leika sinn fyrsta leik undir stjórn Guðmundar Guð- mundssonar og mótherjar þeirra eru íslandsmeistarar Vals. Leikurinn hefst ld. 20.00 í LaugardaishöII. Strax á eftir kl. 21.15. mæt- ast KR og Fram í 1. deild kvenna. í kvöld eru á dagskrá tveir leikir í 1. deild kvenna í körfu- knattleik. Grindavík og Njarð- vík leika í Grindavík og Kefla- vík og ÍS leika í Keflavík. Báðir Icikirnir hefjast kl. 20.00. BL jy&E=fjj==ÍjSSÍS^^ | IISTUNARÁflTIUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.......29/11 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykj'avík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga Ifel SK1PADEILD ^kSAMBANDS/NS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 L 1 ií A 1 1 Á Á , / -■ r ■ ‘ •• IÁKN IRAUSIRA RLUININGA c

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.