Tíminn - 29.11.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 29.11.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn 'Miðvikudagúr 29. november T989 Mannlegi þátturinn í samskiptum fólks kenndur föngum á Litla-Hrauni: Samskipti og tjáning á fimm daga námskeiði Þessa dagana er verið að undirbúa námskeið fyrir fanga á Litla-Hrauni að ósk fangelsisstjórnarinnar og Fangetsismála- stofnunar ríkisins og mun MFA, eða Menningar og fræðslu- samtök alþýðu annast námskeiðið. Á námskeiðinu á að kenna meðal annars mannleg samskipti, að koma fyrir sig orði, fara í viðtöl og sækja um vinnu og færa rök fyrir máli sínu auk annars. Tryggvi Þór Aðalsteinsson for- stöðumaður MFA sagði að hug- mynciin að námskeiðinu væri upp- haflega komin frá föngum á Litla- Hrauni. Haft hefði verið samband við MFA um málið, en samtökin hafa mikla og langa reynslu í nám- skeiðahaldi af ýmsu tagi. „Eftir samtöl við forstöðumann vinnuhælisins á Litla-Hrauni og for- stöðumann Fangelsismálastofnunar varð niðurstaðan sú að koma á þessu námskeiði," sagði Tryggvi Þór í gær. Hann sagði að námskeiðið yrði í fimm daga og kennd yrðu samskipti og tjáning. Þá yrðu veittar leiðbein- ingar í hagnýtum atriðum eins og að mæta í viðtöl vegna atvinnuumsókna og öðru þess háttar. Hann sagði að föngum yrði ekki gert skylt að sækja námskeiðið held- ur væru þeir alveg sjálfráðir um hvort þeir tækju þátt í því eða ekki. Ef nægileg þátttaka yrði í námskeið- inu þá sagðist Tryggvi gera ráð fyrir því að það hæfist þann níunda næsta mánaðar. Kennarar á námskeiðinu verða Tryggvi Þór Aðalsteinsson forstöðu- maður MFA, Helgi Baldursson kennari við Verslunarskóla fslands og Emil Thoroddsen félagsfræðingur hjá Iðntæknistofnun. Harald Johansen forstöðumaður sagði að sér væri mjög að skapi að slík námskeið yrðu haldin að Litla- Hrauni. Spurningin stæði eins og ævinlega um það hvernig staðið yrði undir kostnaði. Það léki ekki vafi á að námskeið af þessu tagi væri hið þarfasta framtak og ef áhugi vist- manna, sem eru 55 talsins væri tvímælalaus og næg þátttaka fengist yrði námskeiðið haldið. -sá Skoðunarstöð Bifreiða- skoðunar íslands hf. í Reykjavík tilbúin um áramót: Sex fólks- bílabrautir Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á byggingu skoðunar- stöðvar Bifreiðaskoðunar íslands hf. við Hestháls í Reykjavík. Stöðin verður tekin í notkun um næstu áramót og flyst þá öll starfsemi fyrirtækisins þangað. Þar verða sex brautir fyrir fólksbíla og ein fyrir vörubíla, og því hægt að taka sjö bifreiðar til skoðunar í senn. í hinni nýju skoðunarstöð mun aðstaða til skoðunar verða allt önnur en nú er, auk þess sem aðstaða fyrir viðskiptavini verður stórbætt. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að bílnum er ekið inn á braut þar sem yfirlitsskoðun fer fram, m.a. Ijósaskoðun. Að þeirri skoðun lokinni er bifreiðinni ekið að lyftu þar sem undirvagn, stýrisbúnaður og fleira er skoðað og að lokum er bifreiðin færð á sérstaka braut þar sem fram fer hemlaskoðun. Öll skoðunin fer því fram innandyra og er gert ráð fyrir að skoðun á fólksbíl taki um það bil 15 mínútur að meðaltali. Húsið er um 1650 fermetrar að stærð og mun kosta fullbúið með tækjum um 160 milljónir króna.. Flugsaga í fimmtíu ár Út er komin bókin „Fimmtíu flogin ár“ sem er fyrra bindi atvinnuflugsögu íslendinga. Bókin er eftir þá Steinar J. Lúðvíksson og Svein Sæmundsson. Bókin er gefln út af Frjálsu framtaki hf. í samvinnu við Flugleiðir Á árinu 1987 voru liðin flmmtíu ár frá því að Flugfélag Akureyrar, sem var forveri Flugfélags Islands, var stofnað en frá þeim tíma að það hóf starfsemi sína hefur saga atvinnuflugs á íslandi verið óslitin. Í formála bókarinnar segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða m.a. „Íslensk flugsaga er saga framsýni og dugnaðar. Hún er saga manna sem áttu hugsjónir og voru tilbúnir til að fóma ýmsu fyrir þær. Starf frumherjanna verður seint að fullu metið.“ Bókin er 270 blaðsíður í stóru broti. í henni eru 305 Ijósmyndir, margar hverjar í lit. Menningarferð til Búlgaríu í byrjun nóvember fóru Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöng- kona og Margrét Sigþórsdóttir for- maður Búlgaríufélagsins á íslandi, til Búlgaríu í boði listadeildar menntamálaráðuneytisins þar. Til- efnið var að efla menningartengsl landanna, t.d. með gagnkvæmum heimsóknum listamanna. Þær stöllur voru viðstaddar opnun Varna óperu- hallarinnar, og á myndinni eru þær með Kamburov forstjóra óperunn- ar. Vonir standa til að í náinni framtíð muni Varna óperan heim- sækja ísland. Viðskipti Álafoss við Sovétríkin: Ný tegund vöruskipta Síðastliðinn föstudag gerði Ála- foss vöruskiptasamning við Sovét- ríkin um að lítið unnin olía fyrir rúmar 90 milljónir króna komi sem greiðsla fyrir ullarvörur frá Álafoss. Sænskt fyrirtæki kaupir olíuna og fjármagnar þannig ullarkaup Sovét- manna. Er það nýjung í íslensku viðskiptalífi að varan sem greitt er með sé seld erlendis. Undirbúningur þessa samnings hefur staðið í rúmt ár eða allt frá því að skrifað var undir rammasamning við nýtt sovéskt fyrirtæki, „Rúss- nesku utanríkisverslunina." Þessi tegund vöruskipta hefur orðið æ algengari í ríkjum Austur-Evr- ópu vegna gjaldeyrisskorts. Hafa fyrirtæki á Vesturlöndum sérhæft sig í að selja sovéska vöru þriðja aðila og fjármagna þannig kaup Sovét- manna á vestrænum vörum. SSH Tillögur til aðstoðar skipasmíðaiðnaðinum: Sama fyrirgreiðsla verði vegna verkefna innanlands Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn- inni tillögur um ráðstafanir til þess að bæta samkeppnisað- stöðu innlendra skipasmíðastöðva og stuðla þannig að því að þær hafi næg verkefni við nýsmíðar og viðgerðir á næstu misserum. Meðal tillagna má nefna að stjórnvöld gangi eftir því að lánastofnanir veiti samskonar ábyrgðir vegna verkefna hjá innlendum skipasmíðastöðvum og þær veita vegna verkefna erlendis. Aðrar tillögur sem iðnaðarráð- herra hefur lagt fram eru þær að lánafyrirgreiðsla vegna verkefna hjá innlendum skipasmíðastöðvum verði bætt meðal annars með breyting- um á lánareglum Fiskveiðasjóðs íslands, þannig að lánsumsóknir verði afgreiddar eftir því sem þær berast en ekki einu sinni á ári eins og nú er. Þá muni iðnaðarráðuneytið í samvinnu við samtök fyrirtækja í greininni stuðla að samstarfi skipa- smíðastöðva um tiltekin stór verk- efni. Nýsmíða- og viðgerðaverkefn- um opinberra aðila verði flýtt og beint til innlendra skipasmíðastöðva eftir því sem kostur er. Ákvörðun hefur verið tekin um að viðgerð á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni fari fram hér á landi og stefnt er að því að smíði mælingaskips fyrir Landhelgisgæsluna fari fram hér á landi. Þá er og gerð sú tillaga að innlendum skipasmíðastöðvum verði veitt aðstoð við verkefnaleit er- lendis og til þess útvegað fé. I samvinnu við fyrirtæki í greininni mun iðnaðarráðuneytið og lánasjóð- ir beita sér fyrir kynningarátaki fyrir skipasmíðaiðnaðinn jafnt innan- lands sem erlendis. Er útgáfa kynn- ingarbæklings sem sendur hefur ver- ið öllum útgerðarmönnum hér á landi fyrsta skrefið í þá átt. Tillögurnar sem um ræðir hafa m.a. verið mótaðar í framhaldi af samþykkt Alþingis á þingsályktun um bætta samkeppnisstöðu innlends skipasmíðaiðnaðar 6. maí sl. Tvær nefndir starfa nú á vegum ráðuneyt- isins að þessum málum. Önnur þeirra, sú sem lengur hefur starfað hefur því sem næst lokið tillögugerð um opinberar ráðstafanir til þess að jafna samkeppnisaðstöðu innlendra skipasmíðastöðva gagnvart erlend- um. HÍn nefndin hefur undanfarnar vikur verið að leita að hugsanlegum kaupanda á óseldu skipi Slippstöðv- arinnar á Akureyri og greiða fyrir kaupunum. Slippstöðin á nú í við- ræðum við hugsanlegan kaupanda en Ijóst er að náist samningur þarf íhlutun stjórnvalda til að hann nái fram að ganga. í því sambandi hefur m.a. verið rætt um að breyta reglum um skipti á notuðum og endurbyggð- um skipum þannig að innlendum skipasmíðastöðvum verði auðveld- ara en nú að taka notuð skip upp í kaup á endurbyggðum skipum. -ABÓ Frá blaðamannafundi þar sem tillögur um aðstoð við VOru kynntar. límamynd Pjetur Misferli með kort Vegna vaxandi misferlis með stolin og glötuð greiðslukort hefur Visa-Island hvatt verslunareigendur til að brýna fyrir afgreiðslufólki að huga vel að undirskriftum og gildistíma kortanna. Leita beri úttektarleyfls og staðfestingar á gildi korts ef eitthvað er tortryggilegt við kortið eða handhafa þess. Einnig eru verslunareigendur minntir á að ekki er heimilt að taka við sölunótum sem hafa verið fyrirfram undirritaðar í heimahúsum og sendlar koma með í verslanir en nokkur brögð hafa verið að þessu. Þá er athygli vakin á því að öll frávik frá reglum og ákvæðum almenns samstarfssamnings eru á áhættu þeirra fyrirtækja eða söluaðila sem hlut eiga að máli. Sem dæmi um þetta má nefna lengingu úttektartímabUs og það að dagsetja sölunótur fram í tímann. SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.