Tíminn - 29.11.1989, Síða 16

Tíminn - 29.11.1989, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, ..S.29922 ... SAMVINNUBANKINN l í BYGGÐUM LANDSINS bðá PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRttSTUR 68 50 60 VANIR MENN Tíniimi MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1989 Framkvæmdastjóri Sauðfjárveikivarna sendir, í nafni landbúnaðarráðuneytisins, bæjarfógeta á Siglufirði og sýslumanni í Skagafirði tilskipanir um valdboð: Embættismaður skipar fógetum fyrir verkum Samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins hafa Sauð- fjárveikivarnir ekki heimild til þess að fyrirskipa bæjarfóg- etum og sýslumönnum að framkvæma niðurskurð vegna riðuveiki. Eftir því sem Tíminn kemst næst var í haust ósamið við átta bændur er skera átti niður hjá vegna riðu á þessu ári. Að minnsta kosti tvær tilskipanir um valdbeitingu voru gefnar út, til sýslumannsins í Skagafjarð- arsýslu og bæjarfógetans á Siglufirði, af Kjartani Blöndal framkvæmdastjóra Sauðfjárveikivarna. Um er að ræða fyrirskipanir um undir og sendi handhöfum dóms- valds í héraði fyrirskipanir. Um- boðsmaður Alþingis sendi þessa spurningu til dómsmálaráðuneytis- ins en ráðuneytið sendi fyrir skömmu frá sér álitsgerð með svari við spurningunni. í álitsgerð ráðuneytisins er vitn- að til laga um dómsvald í héraði, nr. 74 frá 1972. Segir í álitsgerðinni valdniðurskurð á bæjunum Flata- tungu í Akrahreppi og Sauðanesi við Siglufjörð. Þetta kom í ljós er spurningar um ýmis vafaatriði voru sendar, af öðrum bóndanum til umboðsmanns Alþingis. Þeirra á meðal var spurt hvort eðlilegt og löglegt væri að embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu skrifaði „að telja verði ljóst að dómsmála- ráðherra fari með ákvörðun á því hver störf verði lögð til sýslumanna og bæjarfógeta, að því leyti sem lög mæla ekki fyrir um það efni.“ Jafnframt eru tekin af tvímæli um að hvorki framkvæmdastjóra Sauðfjárveikivarna, né landbúnað- arráðherra, er ekki heimilt að fyrir- skipa sýslumönnum og bæjarfóget- um að skera niður fé með valdi. Orðrétt segir í ályktuninni. „Lög um varnir gegn útbreiðsiu næmra sauðfjársjúkdóma og út- rýmingu þeirra nr. 23 frá 1956, kveða eigi sérstakiega á um hlut- verk sýslumanna um framkvæmd þeirra. Verður því ekki talið að Sauðfjárveikivarnir geti „falið“ þeim að framkvæma niðurskurð sauðfjár. Til atbeina sýslumanna af þessu tilefni getur hins vegar komið með öðrum hætti vegna hlutverks þeirra sem lögreglustjóra og dómara." Kjartan Blöndal, framkvæmda- stjóri Sauðfjárveikivarna, vildi er Tíminn hafði samband við hann í gær, ekki láta hafa neitt eftir sér um þetta mál. Að sögn Kjartans er verið að vinna að lausn á þeim deilumálum sem eftir er að útkljá á milli einstakra bænda og Sauð- fjárveikivarna, vegna riðufargana. Haft var samband við Haildór Þ. Jónsson sýslumann á Sauðárkróki, en ekki náðist í gær í Erling Óskarson bæjarfógeta á Siglufirði. Halldór staðfesti að hann hefði fengið tilmæli frá landbúnaðar- ráðuneytinu, undirrituð af Kjart- ani Blöndal, þar sem farið var fram á að hann annaðist framkvæmd niðurskurðar á fé Gunnars Odds- sonar bónda í Flatatungu. Sýslu- maðurinn sagði jafnframt að hon- um hefði ekki borist álitsgerð dómsmálaráðuneytisins í hendur, en kvaðst hafa frétt af því að málið hefði verið sent til umboðsmanns Alþingis. Þess má svo geta að á næstu dögum verður skorið niður fé á tveimur bæjum í Húnavatnssýslu, hjá bændunum Hauki Magnússyni í Brekku og Hjaita Jósefssyni Urð- arbaki. Ekki náðust samningar á milli þessara bænda og Sauðfjár- veikivarna og verður því tjón þeirra bætt samkvæmt metnu eign- anámstjóni. -BG/ES ■BBBmraHBBBnnHHmn George Bush forseti Bandaríkjanna hringdi í Steingrím Hermannsson forsætisráðherra í fyrrakvöld: Áttu símafund í tíu mínútur George Bush forseti Bandaríkj- anna átti á mánudagskvöld „síma- fund“ með Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra. Erindið var að kynna væntanlegan fund leiðtoga stórveldanna tveggja, Bandaríkj- Innbrot Brotist var inn í verslun að Fosshóli í Ljósavatnshreppi og þaðan stolið um 20 til 30 þúsund krónum í peningum og einhverju af sígarettum. Að sögn lögregl- unnar á Húsavík hefur innbrotið verið framið á tímabilinu frá um 22 á laugardagskvöld til 14 á sunnudag. Litlar skemmdir voru unnar, fyrir utan að gluggi var spenntur upp. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þess sem var að verki en Iögreglan á Húsa- vík fer með rannsókn málsins. -ABÓ anna og Sovétríkjanna, sem fram fer í tveimur herskipum utan við eyna Möltu um helgina. Bandaríkjafor- seti náði tali af Steingrími á Alþingi þar sem stóðu yfir kvöldfundir, en áður hafði Hvíta húsið reynt að ná í forsætisráðherra á heimili hans. Að sögn Steingríms var samtal þeirra Bush gagnlegt, en Banda- ríkjaforseti mun hafa haft samband við alla forsvarsmenn aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til þess að kynna þeim væntanlegar viðræður og leita eftir sjónarmiðum þeirra. „Bandaríkjaforseti tjáði mér það að hann vildi fullvissa samstarfsþjóð- irnar um það að þarna yrðu engir samningar gerðir, eingöngu yrði um upplýsingafund að ræða,“ sagði Steingrímur í samtali við Tímann í gær. „Bush spurði hvort það væri eitthvað sem ég hefði sérstakan áhuga á að þarna yrði rætt. Ég sagði honum að eins og kunnugt væri hefðum við mikinn áhuga á að vel miðaði í alhliða afvopnun. Hann kvaðst ekki efast um að þau mál yrðu tekin fyrir á fundi þeirra, en sagðist telja mjög líklegt að aðal umræðuefnið yrði breytingarnar í Austur-Evrópu ogþeir erfiðleikar sem fylgia í kjölfar þeirra.“ Forsætisráðherra sagðist hafa tjáð Bandaríkjaforseta viðhorf íslend- inga til þeirra breytinga sem nú ættu sér stað í lýðræðisátt austan járn- tjalds og vilja okkar til þess að gera það sem í okkar valdi stæði til þess að þróunin þar yrði sem jákvæðust. „Ég skýrði frá því að við hefðum meðal annars lagt smávegis'til þeirra mála, með því að ákveða að taka þátt í þeim sjóði sem vestræn ríki hafa stofnað til að aðstoða Pólverja. Mér finnst þessi nýbreytni Banda- ríkjaforseta út af fyrir sig mjög jákvæð,“ sagði Steingrímur. „Hann sýnir með þessu að hann vill hafa samband við sína samstarfsaðila og gefur mönnum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta eru ný vinnubrögð sem mér finnast jákvæð og jafnvel talað við þá minnstu. Steingrímur mun halda utan til Brussel í byrjun næstu viku, en þar verður fundur aðildarríkja NATO næstkomandi mánudag. -ÁG Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. George Bush, forseti Bandaríkjanna. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.