Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 6
6 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja í Apótekinu Skeifunni Febrúartilboð til elli- og örorkulífeyrisþega 10 daga verðsprengja Gildir frá 19. febrúar – 1. mars *gildir ekki með öðrum tilboðum 30% afsláttur * Öll ljós DÓMSMÁL Karlmaður sem grunaður er um að hafa ráðist heiftarlega að litháískum landa sínum í sumarbú- stað í Grímsnesi, með þeim afleið- ingum að hinn síðarnefndi lést, gæti átt yfir höfði sér allt að sex- tán ára fangelsi. Hæstiréttur stað- festi í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum til 18. mars. Ríkissaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur hinum meinta árásarmanni. Honum er gefið að sök að hafa 7. nóvember slegið fórnarlambið hnefahögg í höfuð- ið. Skömmu síðar greip hann um manninn, ýtti honum svo hann féll á gólfið af stól. Árásarmaðurinn hafi þá ítrekað sparkað í og stigið á höfuð hans og efri hluta líkama hans á meðan hann lá á gólfinu, svo hann hlaut höggáverka víðs vegar á höfði og líkama. Jafnframt miklar blæðingar í heilastofni, dreifðar blæðingar í heila með bjúg aðallega við hægra heilahvel og blæðingar milli heila- himna, með þeim afleiðingum að hann lést stuttu síðar af völdum atlögunnar. Árásarmaðurinn hefur setið inni frá 8. nóvember. Tveir samlandar hans eru ákærðir fyrir brot gegn lífi og lík- ama þar sem þeir létu fyrir far- ast að koma fórnarlambinu undir læknishendur. SUMARBÚSTAÐURINN Í þessum bústað réðst maður á annan með alvarlegum afleiðingum. Karlmaður, grunaður um stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða, áfram inni: Allt að sextán ára fangelsi LÖGREGLUMÁL Nokkur mál eru komin í rannsóknarfarveg hjá embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, en enginn hefur fengið stöðu grunaðs manns vegna þeirra rannsókna. Embættið, sem tók til starfa um síðustu mánaðamót, bíður eftir upplýsingum frá Fjármálaeftirlit- inu (FME) úr skýrslum endurskoð- unarfyrirtækja um bankana. Talsvert magn ábendinga hefur borist embættinu, bæði hugleið- ingar og upplýsingar um einstök atvik, segir Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Davíð Oddsson seðlabankastjóri fullyrti að fjölmörg einkahluta- félög hafi fengið sérstaka fyrir- greiðslu í bönkunum í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á þriðjudag. Hann sagðist enn fremur fá fjölda ábendinga vegna bankahrunsins. Ólafur segir að ekki sé ástæða til að kalla Davíð til fundar, eða biðja hann að upplýsa hvaða mál hann eigi við, að svo komnu máli. Mörg þeirra mála gætu skýrst þegar FME lýkur yfirferð yfir skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um við- skipti bankanna fyrir hrun. Ólafur hvetur þó alla, opinbera starfsmenn jafnt sem aðra, til að koma ábendingum um möguleg lögbrot í aðdraganda bankahruns- ins til sín. Það megi til dæmis gera í gegnum vefsíðu embættisins, ser- stakursaksoknari.is. - bj Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins bíður eftir niðurstöðum frá FME: Nokkur mál til rannsóknar RANNSÓKN Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, sér ekki ástæðu til að kalla Davíð Oddsson seðlabankastjóra á sinn fund. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANKAMÁL Gunnar Örn Kristj- ánsson endurskoðandi, sem sagði af sér stjórnarformennsku Nýja Kaupþings í gær, stendur í mála- ferlum við íslenska ríkið sem hann krefur um 449 milljónir króna í skaðabætur. Gunnar Örn hefur einungis setið fáeina daga í stjórn- inni. „Skipan Gunnars bar brátt að og við nánari skoðun taldi hann starf- ið viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi,“ segir í tilkynn- ingu frá fjármálaráðherra. Þegar Fréttablaðið spurði Stein- grím J. Sigfússon hvort þessi ákvörðun tengdist yfirstandandi málaferlum Gunnars Arnar eða þeirri staðreynd að hann hefði verið ákærður fyrir vanrækslu í starfi í apríl 2004 sem endurskoð- andi Tryggingasjóðs lækna, kveð- ur fjármálaráðherra svo ekki vera. „Það er eitthvert einkamál sem hann er með út af einhverri máls- meðferð sem er algjörlega óskylt þessum verkefnum, þannig að það blandaðist ekkert inn í þetta,“ segir ráðherra. Það var ríkislögreglustjóri sem lagði fram ákæruna sem vísað er til á hendur Gunnari Erni í apríl 2004. Þar var honum meðal annars gefið að sök að hafa vanrækt skyld- ur sínar sem löggiltur endurskoð- andi ársreikninga Tryggingasjóðs lækna. Ákæran var gefin út í fram- haldi af því að framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna hafði orðið uppvís að því að draga sér um 75 milljónir króna úr sjóðnum. Héraðsdómur sýknaði Gunnar Örn af ákærunni en ríkissaksókn- ari áfrýjaði til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísði málinu frá dómi meðal annars vegna þess að verknaðarlýsing í ákæru væri verulegum annmörkum háð. Í lok maí 2005 gaf ríkissaksóknari efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fyrirmæli um að hefja rannsókn á máli Gunnars Arnar að nýju. Unnið var að því að fá tvo lög- gilta endurskoðendur að málinu en það gekk ekki þrautalaust. Í nóv- ember 2006 féll málið svo á tíma samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu og ríkissaksóknari fyrirskipaði að það skyldi látið niður falla. Niðurstaða dómstóla fékkst því ekki. Gunnar Örn höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu þar sem hann krafðist 449 milljóna króna í skaðabætur, eins og áður sagði. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið. Gunnar Örn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það verð- ur tekið fyrir á næstu mánuðum. jss@frettabladid.is Krefur ríkið um 449 milljónir í bætur Stjórnarformaður Nýja Kaupþings, Gunnar Örn Kristjánsson endurskoðandi, sem sagði af sér í gær eftir tveggja daga setu í stjórninni, stendur í málaferlum við íslenska ríkið. Hann krefur það um 449 milljónir króna í skaðabætur. FRÁFARANDI FORMAÐUR BANKASTJÓRNAR Gunnar Örn Kristjánsson sem sat fáeina daga á stóli formanns bankastjórnar Nýja Kauþings stendur í málaferlum og vill tæpar 500 milljónir frá íslenska ríkinu. GRIKKLAND, AP Fjórum fangavörð- um og þyrluflugmanni var í gær stefnt á ný fyrir rétt til að svara ásökunum um afglöp í starfi fyrir að hafa ekki getað hindrað flótta tveggja fanga í þyrlu úr öryggis- fangelsi í Aþenu fyrr í vikunni. Tveir verjendur sakborning- anna sögðu sig frá málinu í kjöl- far þess að þeir sögðust telja hallað á skjólstæðingana í öllum málatilbúnaðinum. Tveir aðrir lögmenn verða útnefndir til að verja sakborningana. Víðtæk leit að flóttaföngunum, sem sátu inni fyrir vopnað rán, hefur engan árangur borið. Þeir flúðu með sama hætti fyrir þremur árum. - aa Fangaflótti í Grikklandi: Fangavörðum stefnt fyrir rétt Var Davíð Oddsson sannfær- andi í Kastljóssviðtalinu? Já 49% Nei 51% TELUR ÞÚ AÐ JÓN BALDVIN HANNI- BALSSON VERÐI NÆSTI FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.