Fréttablaðið - 26.02.2009, Page 10

Fréttablaðið - 26.02.2009, Page 10
10 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR KJÖT KVATT Í NEW ORLEANS Dwayne Washington, fimm ára, tekur þátt í sprengidagsgöngu í New Orleans í Louisiana, Mardi Gras-göngunni frægu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HOLLAND, AP Níu manns fórust þegar tyrknesk farþegaþota hrap- aði með 135 manns innanborðs á Schiphol-flugvelli við Amsterdam. Meira en fimmtíu manns særðust, margir alvarlega og sumum er vart hugað líf. Meðal þeirra sem fórust voru báðir flugmenn vélarinnar og einn flugstjórnarnemi. Hollensk stjórnvöld segja að rannsókn slyssins verði hraðað. Flugritar vélarinnar verða sendir til Parísar til greiningar. Vélinni, sem var af gerðinni Boe- ing 737-800, var flogið frá Istan- búl í Tyrklandi snemma morguns og hrapaði í aðflugi að Schiphol- flugvelli stuttu áður en komið var að flugbrautinni. Annar hreyfill- inn lá nærri óskemmdur skammt frá flakinu en hinn fannst mikið skemmdur um 200 metra frá. Vélin brotnaði í þrjá hluta í brotlending- unni. Stélið brotnaði af og einnig fór skrokkur vélarinnar í sundur skammt aftan við flugklefann. Binali Yildarim, samgönguráð- herra Tyrklands, sagði það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri hafa látið lífið. „Sú staðreynd að vélin lenti á mjúkum jarðvegi og að enginn eldur braust út átti hlut að því að halda fjölda látinna í lágmarki,“ sagði hann. Einn farþeganna, Huseyin Sumer, sagðist hafa skriðið út um gat á vélarskrokknum. „Við vorum alveg að lenda og skildum ekkert hvað var að ger- ast, sumir farþeganna öskruðu af hræðslu en þetta gerðist svo hratt,“ sagði hann. Vélin kom niður á moldarsvæði sem hafði verið plægt og var því nægilega mjúkt til að draga úr áhrifum höggsins, að því er sér- fræðingar segja. Flestir farþeganna voru Tyrkir eða Hollendingar. Orsök slyssins er óljós. Skyggni var gott þegar vélin kom til lend- ingar. Vélin var aðeins sjö ára gömul og viðhaldi hafði verið sinnt reglulega, síðast í desember síðast- liðnum. Ekki er talið að eldsneytisskort- ur hafi valdið slysinu, því regl- ur kveða á um að farþegaþotur verði að hafa mun meira eldsneyti en þarf til að fljúga á áfangastað. Talið er hugsanlegt að eldsneyti hafi lekið niður í gljúpan jarðveg- inn strax eftir hrapið, og þar með hafi líkur minnkað á því að eldur kviknaði. gudsteinn@frettabladid.is Tyrknesk flugvél brotnaði í þrjá hluta Níu manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar farþegaþota hrapaði í Hollandi. Meira en áttatíu manns sluppu ómeiddir út úr vélinni. Mjúkur jarðvegur dró úr högginu. Hollenska stjórnin segir að rannsókn á orsökum slyssins verði hraðað. FLAK VÉLARINNAR Tyrkneska farþegaþotan brotnaði í þrjá hluta skammt frá enda flugbrautarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fjármálanámskeið á vegum Íslandsbanka og Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík Undanfarið hafa margir viðskiptavinir Íslandsbanka lýst þeirri skoðun sinni að bankinn eigi að bjóða fjármálafræðslu fyrir almenning. Þess vegna býður Íslandsbanki nú fjármálanámskeið í samstarfi við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi verður Þór Clausen, M.Sc. í fjármálum, ásamt ráðgjöfum frá Íslandsbanka. Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum fjölskyldunnar. Þátttakendur verða fræddir um sparnað, lán, efnahagsreikning heimilisins, heimilisbókhald, fjárfestingar, lífeyrissparnað og margt fleira. Námskeiðin fara fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, og eru öllum opin. Hvert námskeið stendur í 3 klst. og þátttökukostnaður er 1.000 kr. eða 1.000 punktar í Vildarklúbbi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fjarmalanamskeid. Næstu námskeið: • Laugardaginn 28. febrúar Kl. 10.00–13.00 • Miðvikudaginn 4. mars Kl. 17.15–20.15 Skráning á www.opnihaskolinn.is eða í síma 599 6394. Hvernig fæ ég yfirsýn yfir útgjöld heimilisins? Eru skuldabréf málið í dag? Hvort er betra að spara í verðtryggðu eða óverðtryggðu í dag? Er munur á nafn- og raunvöxtum? Hver er munurinn á vara- og neyslusparnaði? Get ég hætt að vinna við 65 ára aldur? Af hverju losna ég aldrei við yfirdráttinn? Hvernig næ ég tökum á fjármálunum? Hvað er verðtrygging og hvernig virkar hún? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 FÓLK „Mér finnst mjög skrýtið að allt nammið skuli vera búið klukk- an ellefu, klukkutíma eftir að búð- irnar opna,“ segir Sigurlaug Stella Ágústsdóttir, sem fór með níu ára dóttur sinni og vinkonu hennar í Kringluna í gær, öskudag. Ungu vinkonurnar ætluðu að syngja í skiptum fyrir sælgæti en gripu í tómt í flestum verslununum. Sigurlaug segir þetta hafa verið viðkvæðið mörg ár í röð. „Búðirn- ar verða að gera eitthvað í þessu, því þær hafa heilt ár til að undir- búa þennan dag. Krakkarnir ferð- ast jafnvel langar leiðir í strætó hingað til einskis,“ segir Sigur- laug. Rannveig Tryggvadóttir, mark- aðsstjóri Kringlunnar, segir algjörlega undir verslunum Kringlunnar komið hversu mikið sælgæti sé í boði fyrir börnin í búningunum. Fjöldi þeirra sem koma í Kringluna á þessum segi sé hins vegar gríðarlegur. „Þetta eru hundruð eða þúsundir krakka sem eru mætt hingað vel fyrir opnun klukkan tíu. Þegar ég rölti í gegnum Kringluna í morgun sá ég raðir út úr nánast hverri ein- ustu búð, þannig að það er augljóst að töluvert magn af sælgæti var gefið.“ Öskudagsbörnum var boðið á fríar kvikmyndasýningar í hádeg- inu í gær. Rannveig segir þrjá sali hafa fyllst á örskotsstundu af þakklátum börnum, sex hundruð talsins. - kg Krakkar í grímubúningum sungu og fengu frítt í bíó í Kringlunni á öskudaginn: Nammið kláraðist allt mjög fljótlega BAUGSMÁL Lögmenn allra sakborn- inga í skattahluta Baugsmálsins kröfðust frávísunar málsins þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sakborningar mættu allir í réttar- sal en þurftu ekki að taka afstöðu til ákærunnar vegna frávísunar- kröfunnar. Ákært er fyrir brot á skatta- lögum. Ákærð eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, Kristín Jóhannes- dóttir, framkvæmdastjóri Gaums, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Þá eru fyrirtækin Baugur Group og fjár- festingarfélagið Gaumur, fjöl- skyldufyrirtæki Jóns Ásgeirs, einnig ákærð í málinu. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir að forsendur fyrir frávísunarkröfu hafi verið tví- þættar. Annars vegar hafi ákærðu þegar verið gerð refsing með ákvörðun skattayfirvalda um sekt- ir vegna skattskila. Hins vegar sé krafist frávísun- ar vegna annmarka á málinu. Til dæmis því að nú sé ákært í þriðja skipti í sama málinu og að það hafi nú verið á sjöunda ár í rannsókn. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra, mótmælti frávísun- arkröfum verjenda. Dómari veitti verjendum frest til 13. mars til að skila inn skriflegum greinargerð- um í málinu. - bj Sakborningar mættu þegar skattahluti Baugsmálsins var þingfestur í héraðsdómi: Krefjast frávísunar málsins Í RÉTTARSAL Þau Kristín Jóhannesdótt- ir, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru ákærð í málinu og mættu í réttarsal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖSKUDAGUR Yngstu þegnarnir klæddu sig upp og sungu vítt og breitt um landið í

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.