Fréttablaðið - 26.02.2009, Side 12

Fréttablaðið - 26.02.2009, Side 12
12 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Þingmenn og viðskipti Sænska bílaverksmiðjan Saab hefur farið fram á greiðslustöðvun eftir að móðurfélagið General Motors í Bandaríkjunum tilkynnti að það myndi ekki leggja Saab til meira fé og sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að leggja til fé eða ábyrgðir til að rekstur Saab stöðvaðist ekki. Þar sem ekki þykir líklegt að í núverandi heimskreppu finnist fjárfestir sem geti bjargað fyrirtækinu stendur það sennilega frammi fyrir endalokunum. ■ Verkefnaauki fyrir flugvélasmiði Saab-bílaverksmiðjurnar voru stofnaðar sem deild í flugvélasmiðjunni Svenska Aeroplan-Aktiebolag (þess vegna skammstöfunin SAAB). Árið 1944 var hafist handa við þróun fyrsta Saab-bílsins, sem fimm árum síðar var hafin framleiðsla á í Trollhättan norður af Gautaborg undir heitinu Saab 92. Hann var tæknilega framúrstefnulegur, framdrifinn og straumlínulagaðri en nokkur annar bíll sem í boði var á þessum tíma. Árið 1955 var Saab 92 uppfærður í Saab 93 og hann átti síðar eftir að þróast í Saab 95 og 96. Hann hélst í framleiðslu fram til 1980. Árið 1967 var hafin framleiðsla á Saab 99, stærri og „venjulegri“ bíl. Saab var frumkvöðull í túrbótækninni, þ.e. að útbúa bílvélar með forþjöppu, er Saab 99 Turbo kom á markað árið 1976. Túrbótæknin hefur fylgt Saab-bílum allar götur síðan. Meðal annarra hefða sem áunnu Saab sérviskuímynd var að hafa svissinn í gólfstokknum á milli framsætanna. ■ Grafið undan sérstöðunni Árið 1970 var 500.000. Saabinn framleiddur, 1976 sá milljónasti. Heildarfram- leiðslan náði tveimur milljónum árið 1987. Fjárhagskröggur leiddu til þess að árið 1990 keypti GM 50% í Saab-bílaverksmiðjunum og eignaðist félagið að fullu árið 2000. Árið 1993 stóð GM fyrir því að nýr Saab 900 yrði framleiddur á undirvagni Opel Vectra, sem Saab-aðdáendum þótti mikil goðgá. Síðan þá hafa allir Saabar deilt tækni með öðrum bílum úr GM-samsteypunni. Á síðustu árum hefur sala Saab dalað stöðugt og mikið tap verið á rekstrinum. Árið 2007 voru alls 137.000 Saab-bílar framleiddir og á síðasta ári var ársfram- leiðslan komin niður undir 100.000. FBL-GREINING: SAAB-BÍLAVERKSMIÐJURNAR Í SVÍÞJÓÐ Endalok frumkvöðuls TAP Unnið við Saab 9-3 í verksmiðjunni í Trollhättan. Um 300.000 króna tap hefur verið á hverjum bíl sem farið hefur af færibandinu síðustu tíu árin. NORDICPHOTOS/AFP Fregnir í véfréttarstíl berast um að þekktir menn úr stjórnmálalífinu hafi fengið sérfyrirgreiðslu hjá bönkunum. Á sama tíma vex krafan um að málin verði rannsökuð og menn dregnir til ábyrgðar. En hver eru tengsl þingmanna við fyrirtæki og félög? Fréttablaðið spurði en að- eins 22 af 63 þingmönnum svöruðu. Þeir verða sífellt fleiri sem eru komnir að mörkum þolinmæði sinnar þar sem ekkert virðist þokast í rannsókn á viðskiptum og viðskiptahegðun bankanna og stórra viðskiptavina þeirra fyrir og skömmu eftir bankahrun. Nú síðast var Davíð Oddsson seðla- bankastjóri að undrast aðgerðar- leysi í þessum efnum. Hverjir eru þessir þekktu menn úr þjóðlíf- inu og stjórnmálalífinu sem hann sagði að hefðu fengið sérfyrir- greiðslu í bönkunum? Þ i ng men n h a fa ei n n ig endurómað þennan óþolinmæðis- tón. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum frá þeim um það hvort þeir sitji í stjórnum fyrirtækja eða félaga og þá hverra. Eins hvort þeir hafi látið af slíkri stjórnarsetu á síðasta ári eða hvort þeir hafi prókúru ein- hvers staðar. Spurt var fyrir um mánuði síðan og hafa 22 þingmenn svarað. Þing- menn Vinstri grænna bentu einn- ig á vefsíðu sína þar sem upplýs- ingar um stjórnarsetu þingmanna flokksins liggja fyrir og eru svör þriggja þingmanna flokksins feng- in þaðan. Einn þingmanna Frjáls- lynda flokksins svaraði, það er Jón Magnússon sem nú hefur gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. Fáir segja frá tengslum við fyrirtæki eða félög SVÖR ÞINGMANNA UM TENGSL SÍN VIÐ FYRIRTÆKI OG FÉLÖG SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR 4 SVARA, 22 SVARA EKKI Ásta Möller Í stjórn fyrirtækis eða félags: Var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga til ársloka 2008. Prókúra: Nei Kjartan Ólafsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Er í stjórn Skógræktarfélags Árnesinga Prókúra: Nei Ólöf Nordal Í stjórn fyrirtækis eða félags: Ekki í neinni stjórn Prókúra: Nei Jón Magnússon Í stjórn fyrirtækis eða félags: „Engum nema í tengslum við þjóðmál“ Prókúra: „Nei, ekki frá því að ég settist á Alþingi.“ SAMFYLKING 7 SVARA, 11 SVARA EKKI Ágúst Ólafur Ágústsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Prókúra: Nei Ásta R. Jóhannesdóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Prókúra: Nei Björgvin G. Sigurðsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Prókúra: Nei Ellert B. Schram Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Prókúra: Nei Einar Már Sigurðsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Í stjórn útgáfufélags Austurgluggans Prókúra: Nei Gunnar Svavarsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Í stjórn HS orku sem var áður Hitaveita Suðurnesja Prókúra: Nei Katrín Júlíusdóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Prókúra: Nei VINSTRI GRÆNIR 6 SVARA - SVÖR ÞRIGGJA FENGIN AF VEF FLOKKSINS Álfheiður Ingadóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Var stjórnarformaður í Framfarafélagi Flateyjar í 4 ár, fram í október síðastliðinn. Prókúra: Nei Árni Þór Sigurðsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Er varamaður í stjórn Heimssýnar, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Stjórnarmaður í Sjóminjasafninu Víkinni, Reykjavík. Var í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem kjörinn fulltrúi Reykjavíkur, hætti í janúar 2008, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hætti þar 1. október 2007 og stjórnar- maður í Frjálsa fjárfestingarbankanum, hætti í mars 2007. Prókúra: Nei Atli Gíslason Í stjórn fyrirtækis eða félags: Er helmingseigandi í lögfræðiskrifstofunni LAG - Lögmenn sf. sem hann hefur rekið frá árinu 1980. Lét af störfum þar eftir að hann settist á þing árið 2007. Prókúra: Hefur prókúru á móti meðeiganda sínum. Jón Bjarnason Í stjórn fyrirtækis eða félags: „Seta í stjórnum, nefndum eða ráðum utan þings: engin“ (Svar fengið af vef Vinstri grænna). Pófkúra: Nei Katrín Jakobsdóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Prókúra: Nei Kolbrún Halldórsdóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Situr í Þjóðleikhúsráði og er varamaður í stjórn félagsins Ísland- Panorama. Prókúra: Nei Steingrímur J. Sigfússon Í stjórn fyrirtækis eða félags: „Ég er í engum stjórnum fyrirtækja né félagasamtaka svo ég muni, nema stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.“ Prókúra: „Heldur engar prókúrur þar sem framkvæmdastjóri flokksins fer með þá prókúru.“ Ögmundur Jónasson Í stjórn fyrirtækis eða félags: Á sæti í stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og er formaður þess en þiggur ekki laun fyrir störf sín í þágu þess. Er í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Launað, 99.323 þúsund kr. Er formaður fjölskyldu- og styrktarsjóðs Bandalags háskólamanna (BHM), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ). Ólaunað. Á sæti í stjórn HASLA, Hagrannsóknar- stofnunar samtaka launafólks í almannaþjónustu. Ólaunað. Situr í aðskiljanlegum nefndum og ráðum á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar. Þessi störf eru ólaunuð. Prókúra: Svarið er fengið af vefsíðu VG svo ekki fékkst svar um prókúru. Eygló Þóra Harðardóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Situr í stjórn Þorsks á þurru landi ehf. og IceCod á Íslandi ehf. Er í stjórn Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar. Prókúra: Prókúruhafi hjá Þorski á þurru landi. FRAMSÓKNARFLOKKUR 4 SVARA, 3 SVARA EKKI Helga Sigrún Harðardóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: „Er varamaður í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar, hef einu sinni mætt á fund á síðastliðnum fimm árum.“ Prókúra: Nei Magnús Stefánsson Í stjórn fyrirtækis eða félags: „Ég er hvergi í stjórn fyrirtækis.“ Prókúra: Nei Valgerður Sverrisdóttir Í stjórn fyrirtækis eða félags: Engri Pófkúra: Nei FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Þuríður Backman Í stjórn fyrirtækis eða félags: Nei (Svar fengið af vef vinstri grænna). Prókúra: Nei

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.