Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 20
20 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ísland þarf nú að margra dómi nýja stjórnarskrá, þótt ófull-
komleiki stjórnarskrárinnar sé
ekki aðalorsök hrunsins. Íslend-
ingar búa að stofni til við sömu
stjórnarskrá og Danir. Þau
ákvæði, sem Danir hafa bætt inn
í stjórnarskrá sína og Íslendingar
ekki, eru ekki frumorsök þess, að
fjármálakerfi Danmerkur stend-
ur föstum fótum öndvert banka-
hruninu hér. Þau bregða samt
birtu á baklandið. Danir hafa
breytt stjórnarskrá sinni til að
draga úr valdi ráðherra og auka
stjórnskipulegt vald þingsins.
Þriðjungur þingmanna þar getur
krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu
um frumvörp önnur en til fjár-
laga og skattalaga, en ekki hér.
Danir geta ekki sagt öðrum þjóð-
um stríð á hendur nema með sam-
þykki þingsins; hér heima dugir
tveggja manna tal. Óvíst er, hvort
sjálfstæðara og sterkara Alþingi
hefði tryggt heilbrigða einkavæð-
ingu bankanna og dregið úr líkum
hruns, en það er hugsanlegt.
Bankahrunið kallar á bætur fyrir
gamla vanhirðu (úrelt stjórnar-
skrá, mannréttindabrot í kvóta-
kerfinu, slagsíða í kosningalög-
um o.fl.). Rætur hrunsins liggja
sumar þar og í veilum í lögum og
veikri framfylgd laga.
Veilur í lögum
Kosningalöggjöfin hefur frá önd-
verðu verið rangsnúin. Hannes
Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands,
varaði Alþingi við afleiðingum
ójafns kosningarréttar, og það
hafa margir aðrir menn gert æ
síðan. Breytingar á kosningalög-
um hafa þó ævinlega verið of seint
á ferðinni og gengið of skammt.
Stjórnmálamenn sömdu kosninga-
lögin öðrum þræði til að tryggja
eigin hag. Nær hefði verið að
fela sérstökum dómi – til dæmis
Landsdómi með nýrri löggjöf – að
semja kosningalög án atbeina
stjórnmálaflokkanna. Misvægi
atkvæðisréttar í kosningalögun-
um á umtalsverðan þátt í brota-
lömum kvótakerfisins, sem stjórn-
málastéttin notaði til að búa til
nýja stétt auðmanna líkt og gert
var um svipað leyti í Rússlandi.
Kvótakerfið varðaði veginn að
misheppnaðri einkavæðingu bank-
anna eftir svipaðri forskrift og þá
um leið að hruni þeirra fáeinum
árum síðar. Þetta hangir saman.
Einn angi vandans er lagaheim-
ild frá 1997 til að veðsetja veiði-
heimildir, þótt sjávarauðlindin
eigi að heita sameign þjóðarinn-
ar að lögum. Lögin leyfa mönn-
um beinlínis að veðsetja eigur
annarra. Menn kasta höndun-
um til fjárfestingar fyrir lánsfé
með veði í eigum annarra, enda
ramba skuldum vafin útvegsfyr-
irtæki nú mörg á barmi gjald-
þrots. Endurbornir ríkisbankar
hafa eignazt hluta kvótans, sem er
því aftur kominn í eigu almenn-
ings. Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna hefur úrskurðað, að
kvótakerfið feli í sér mannrétt-
indabrot, og skorað á stjórnvöld að
breyta kerfinu. Nýja ríkisstjórn-
in virðist ekki ætla að taka þeirri
áskorun eða setja hana í samhengi
við hrunið. Annar angi vandans
er önnur lagaheimild frá 1997 til
banka og annarra fjármálastofn-
ana til að veita lán til að kaupa
bréf í bönkunum með veði í bréf-
unum sjálfum. Þessi heimild er
ígildi skotleyfis á skattgreiðendur.
Slík bankaviðskipti eru áhættu-
laus fyrir kaupandann. Ef bréfin
hækka í verði, hagnast kaupand-
inn; ef þau lækka, tekur bankinn
skellinn eða skattgreiðendur ef
svo ber við. Aðstoðarmaður for-
sætisráðherra fékk áhættulaust
ofurlán í Kaupþingi og auðgaðist
vel á því, en bankinn komst í þrot,
og skattgreiðendur þurfa að borga
brúsann. Annar fyrrum aðstoðar-
maður forsætisráðherra ber sem
stjórnarmaður í sjóðum Glitnis
ábyrgð á meintum lögbrotum. Enn
annar fyrrum aðstoðarmaður for-
sætisráðherra fékk óskilorðsbund-
inn fangelsisdóm fyrir efnahags-
brot eftir að hann hætti störfum í
ráðuneytinu.
Veik framfylgd laga
Lögbrot hafa lengi verið látin við-
gangast á Íslandi. Sigurður Nor-
dal prófessor vitnar um vandann í
Skírni 1925. Bjarni Benediktsson,
síðar forsætisráðherra, ber vitni
í einkabréfum 1934 og þannig
áfram. Margir vissu, en enginn
gerði neitt; þess vegna héldu lög-
brotin áfram. Brottkast og löndun
fram hjá vikt viðgangast í stórum
stíl samkvæmt ítrekuðum frásögn-
um sjómanna, en lögreglan hefst
ekki að. Innherjaviðskipti í bönk-
unum voru algeng, svo sem vottar
munu trúlega staðfesta við rann-
sóknarnefnd Alþingis og sérstak-
an saksóknara, en lögreglan horfir
í aðrar áttir. Fyrrum bankastjóri
Landsbankans hefur árum saman
í grein eftir grein í Morgunblaðinu
borið þungar sakir á nafngreinda
bankamenn, en löggan hrýtur. Atli
Gíslason alþingismaður og hæsta-
réttarlögmaður hefur lýst lög-
brotum á hendur eigendum bank-
anna og stjórnendum. Sigurður
Einarsson áður stjórnarformaður
Kaupþings hefur í Fréttablaðinu
sakað bankastjórn Seðlabankans
um ólöglegan upplýsingaleka. Í
þessu ljósi þarf að skoða kröfuna
um rannsókn á aðdraganda hruns-
ins og eftirleik af hálfu óvilhallra
erlendra manna.
Rætur hrunsins
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
Lög og framfylgd laga
UMRÆÐAN
Sigríður Andersen skrifar um tónlistar-
hús og skóla
Ríkið og Reykjavíkurborg verða ekki aflögufær næstu árin samdráttar í
efnahagslífinu. Tekjutap ríkisins er þegar
komið fram að verulegu leyti með miklu
falli í neyslusköttum. Sveitarfélögin munu
sömuleiðis finna fyrir lægri útsvars-
tekjum er fram í sækir. Engu að síður
kynntu ríki og borg í síðustu viku samkomulag
um að halda áfram byggingu tónlistarhússins við
Reykjavíkurhöfn. Talið er að það kosti 13 millj-
arða að ljúka byggingu hússins en þegar fram-
kvæmdir hófust var sagt að bygging tónlistar- og
ráðstefnuhússins myndi kosta 12 milljarða. Nú
er búið að reisa húsið en engu að síður mun það
kosta 13 milljarða að ljúka því! Hver ætli endan-
leg tala verði? Þessa 13 milljarða hafa hvorki ríki
né borg til reiðu en ætla engu að síður að eyða
þeim. Hafa menn ekki fengið nóg af skuldsettum
ævintýrum?
Þess má geta að árið 1997 var ætlunin að
byggja tónlistarhús í Laugardal fyrir
1.550 milljónir króna, sem er um 5 - 10%
af því sem tónlistarhúsið á hafnarbakkan-
um mun kosta. Það þótti of dýrt og ekkert
varð úr framkvæmdum. Síðan hafa bæst
við fínir tónleikasalir, t.d. Salurinn og
Ýmir og einnig stór samkomuhús eins og
Egilshöll sem Domingo gerði sér að góðu
árið 2005 og sagði að tónleikum loknum:
„Hljómurinn var mjög góður.“
Rökin sem ríki og borg leggja helst fram
til að réttlæta framhald framkvæmda við
tónlistarhúsið er að það skapi störf þar til húsið
verður opnað 2011. Fallist menn á þau rök að hið
opinbera fari í atvinnuskapandi framkvæmdir eru
menn þá alveg vissir um að hús á borð við tónlist-
arhúsið eigi að njóta þess? Hvað með skóla borgar-
innar sem sumir eru enn á framkvæmdastigi? Nú
eða þjónustan sem skólarnir veita?
Hvernig má það vera að Reykjavíkurborg og nýr
menntamálaráðherra setji tónlistarhúsið í forgang
við þær erfiðu aðstæður sem nú blasa við þjóðinni?
Höfundur er lögmaður og varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Falskur tónn
SIGRÍÐUR
ANDERSEN
!
"
$
&
'
(
)
*+*,-$
( ,,
!!!
"#$%%
Kosningaskjálfti
Margir spá því að Framsóknarflokk-
urinn verði aldrei þessu vant í stöðu
til að ráða því hverjir fari með stjórn
skersins að loknum næstu kosning-
um. Bloggarar eru þegar farnir að
slúðra um hversu mjög líklegt sam-
starf flokksins við sjálfstæðismenn
sé að verða. Sumir spenntari
en aðrir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
bendir þannig á sameiginlega
hagsmuni líklegs formanns
Sjálfstæðisflokks, hans
Bjarna Benediktssonar,
sem einnig er fyrrum
stjórnarformaður N1,
og Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar,
formanns Framsókn-
ar. En hverjir eru hagsmunirnir? Jú,
að pabbi Sigmundar sitji í stjórn N1.
„Greinilega sameiginlegir hagsmunir,“
segir Jakobína.
Nýja Ísland
Þá hefur elsti ríkisbankinn selt
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins,
nokkrum viðskiptamönnum sem
flestir hafa kunn tengsl við
Sjálfstæðisflokkinn. Söluferl-
ið átti víst að vera gegnsætt
og opið eins og bók. En nú
bregður svo við að farið
er með sjálft
kaupverðið
eins og hern-
aðarleyndar-
mál innan
Íslands-
banka. Ekki verður heldur gefið upp
hversu mikið bankinn og þar með
skattgreiðendur hafa greitt með
Morgunblaðinu síðustu mánuði.
Nýja Ísland.
Sagan af Dabba og Geira
Geir Hilmar Haarde er dæmalaust
jafnlyndur maður. Hann hefur til
dæmis ekki skoðun á því hvað
honum finnist um að Davíð
Oddsson hafi gagnrýnt hann
látlaust í sprengidagsviðtalinu.
Það dugar Geir að sér-
stök rannsóknarnefnd
muni leiða það allt í
ljós í nóvember.
klemens@frettabladid.isA
llt bendir til þess að frumvarp forsætisráðherra um
breytta stjórnskipun Seðlabankans verði að lögum í
dag. Við það verða merkileg tímamót. Í fyrsta skipti
í meira en tvo áratugi verður Davíð Oddsson ekki í
lykilihlutverki í íslensku þjóðlífi á landsvísu.
Leiðin að því að koma Davíð út úr Seðlabankanum hefur reynst
löng og ströng. Í valnum liggur meðal annars eitt stykki ríkis-
stjórn. Þetta hefur verið sorgleg sýning, en það er hins vegar
fyllilega í takt við feril Davíðs að hann neitar að yfirgefa sviðið
hljóðalaust.
Í haust þegar krónan féll eins og steinn og verðbólgan rauk upp
í tveggja stafa tölu lá fyrir að stjórn Seðlabankans hafði mistekist
með öllu að sinna tveimur helstu viðfangsefnum sínum. Banka-
stjórarnir þrír höfðu í hendi sér að játa sig sigraða fyrir flóknum
verkefnum, sem þeir réðu ekki við, og fara úr bankanum á eigin
forsendum. Yfir því hefði verið ákveðin reisn. Það er mannlegt
að mistakast.
Því miður var þetta ekki sú leið sem bankastjórarnir völdu
sér. Undir forystu Davíðs hófst vörn sem byggði á því að Seðla-
bankinn, og um fram allt Davíð sjálfur, hefði margsinnis varað
við því að viðskiptabankarnir væru á leið í þrot og með þeim
íslenskt efnahagslíf.
Vandamálið var þó að engar skjalfestar heimildir eru til um
þessar viðvaranir aðrar en orð Davíðs sjálfs. Hins vegar eru til
fjölmörg dæmi um fullyrðingar Davíðs þess efnis að undirstöður
íslensks fjármálalífs væru traustar og bankarnir ættu að þola þau
áföll, sem væru framundan vegna versnandi stöðu efnahagsmála
á heimsvísu.
Orð Davíðs í þessa veru má lesa svart á hvítu í skýrslum Seðla-
bankans, í ræðum sem hann flutti á vegum bankans og í viðtölum
við innlenda og erlenda fjölmiðla. Að auki má hlusta á hann og
horfa fara með sömu yfirlýsingar í viðtölum í sjónvarpi. Í við-
tali við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í mars í fyrra sagði
Davíð til dæmis aðspurður að engar líkur væru á því að íslensku
bankarnir færu í þrot og þó svo ólíklega færi gæti íslenska ríkið
auðveldlega „gleypt“ skuldbindingar þeirra við erlenda inni-
stæðueigendur.
Þrátt fyrir öll þessi opinberu dæmi, bauð Davíð íslensku þjóð-
inni upp á það enn einu sinni í Kastljósi í fyrrakvöld, að hann
hefði varað „allan tímann“ við þroti bankanna. Og það þótt ekki
nokkur maður kannist við þær viðvaranir. Nema fyrrverandi
forsætisráðherra, sem minnist þeirra úr persónulegum samtölum
þeirra félaga, en þó ekki á sama tíma og Davíð segist hafa rætt
málin.
Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá Davíð. Í raun er
ómögulegt annað en að líta á vörn hans öðruvísi en að hér sé á
ferðinni örvæntingarfull tilraun til að endurskrifa söguna.
Það er gamalkunnugt bragð að ef eitthvað er sagt nógu oft er
möguleiki á því að það fái smám saman á sig svip sannleikans.
Þrátt fyrir að galdur Davíðs geti verið mikill er þetta verkefni
honum ofviða. Hann endurreisir ekki arfleifð á því sem hann
sagði í tveggja manna tali. Orð á opinberum vettvangi skipta
meira máli, en verkin þó mestu. Þar brást hann.
Davíð reynir að endurskrifa söguna.
Arfleifð í rúst
JÓN KALDAL SKRIFAR