Fréttablaðið - 26.02.2009, Síða 22
26. febrúar 2009
FIMMTUDAG- UR
2
Hönnuðurinn Sruli Recht fæddist
í Jerúsalem í Ísrael. Hann hefur
lengstan hluta ævinnar búið í
Ástralíu þar sem hann stundaði
meðal annars nám í tískuhönnun
við RMIT-háskólann í Melbourne.
Hann býr nú og starfar á Íslandi.
Nýlega vann Sruli til IDA-verð-
launa eða International Design
Award 2008. Hann sigraði í flokkn-
um aukahlutir í ferðalög eða Tra-
vel Accessories category of Fas-
hion Design með regnhlífina sína
The Umbuster. Hann varð einnig í
öðru sæti í sama flokki með beltið
~Elt. Meiri upplýsingar um verð-
launin má finna á www.idesigna-
wards.com/.
Þessir tveir munir eru hluti af
stærra verkefni Sruli þar sem
stefnan er að koma fram með eitt
verkefni í hverjum mánuði. Nýjasta
verkið kom út í janúar og er teppi
sem Sruli kallar Blankoat. Hug-
myndin að því vaknaði í miklum
kuldum á Íslandi og er
það prjónað úr íslenskri ull og er
með tveimur stórum ermum.
Regnhlífin Umbuster er all-
sérstæð enda er handfangið í líki
hnúajárns. Mikil vinna liggur að
baki útskurðar hvers handfangs en
regnhlífin sjálf er fengin frá Guy
de Jean í Frakklandi. Regnhlíf-
in kemur í pakkningum sem Sruli
hannaði ásamt Snorra Má Snorra-
syni.
Sylgjulausa beltið ~Elt er fram-
leitt að öllu leyti á Íslandi, frá leðr-
inu til handgerðra boxanna sem
beltið kemur í. Það fæst í nokkrum
litum, húðlitt, beinlitt, ösku- og ryð-
litt og er misbreitt, frá þremur upp
í fimm sentímetra. Beltið er skorið
með mjórri vatnsbunu og stór kost-
ur við það er að ekki þarf að taka
það af sér þegar farið er í
gegnum málmleitartæki.
Hugmyndin vakn-
aði þegar Sruli leit á
spenntar greipar
sínar og datt í hug
að svipað væri hægt
að gera við belti.
solveig@frettabladid.is
Hlýtur verðlaun fyrir
Umbuster og ~Elt
Nýtt markmið hjá hönnuðinum Sruli Recht er að koma fram með nýtt verk í hverjum mánuði. Verkefnið
hefur gefist vel og tveir hlutir eftir Sruli, belti og regnhlíf, unnu nýlega til virtra verðlauna.
Regnhlífin Umbuster
er með handfang í líki
hnúajárns.
Beltið ~Elt þarf
ekki að taka af
sér þegar farið er
í gegnum málm-
leitartæki
enda engin
sylgja á því.
Sruli Recht er fæddur í Ísrael en hefur dvalið meirihluta ævinnar í Ástralíu. Hann býr nú og starfar í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blankoat er stórt teppi með ermum og
er prjónað úr íslenskri ull.
VORIÐ er á næsta leiti og því er um að gera að tína af sér svörtu spjarirnar, sem
margir vilja hverfa inn í yfir vetrartímann, og fara að svipast um eftir ljósari klæðum.
Drapplitaðir tónar verða áberandi í vor ásamt því að fötin verða léttari og styttri.
SÚKKULAÐIVAX
HAFRAVAX
SÚKKULAÐISTRIMLAR
F. ANDLIT OG LÍKAMA
ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta
ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir
Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni
og einnig vaxstrimlar
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Blaðberinn bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Auglýsingasími
– Mest lesið