Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 22
 26. febrúar 2009 FIMMTUDAG- UR 2 Hönnuðurinn Sruli Recht fæddist í Jerúsalem í Ísrael. Hann hefur lengstan hluta ævinnar búið í Ástralíu þar sem hann stundaði meðal annars nám í tískuhönnun við RMIT-háskólann í Melbourne. Hann býr nú og starfar á Íslandi. Nýlega vann Sruli til IDA-verð- launa eða International Design Award 2008. Hann sigraði í flokkn- um aukahlutir í ferðalög eða Tra- vel Accessories category of Fas- hion Design með regnhlífina sína The Umbuster. Hann varð einnig í öðru sæti í sama flokki með beltið ~Elt. Meiri upplýsingar um verð- launin má finna á www.idesigna- wards.com/. Þessir tveir munir eru hluti af stærra verkefni Sruli þar sem stefnan er að koma fram með eitt verkefni í hverjum mánuði. Nýjasta verkið kom út í janúar og er teppi sem Sruli kallar Blankoat. Hug- myndin að því vaknaði í miklum kuldum á Íslandi og er það prjónað úr íslenskri ull og er með tveimur stórum ermum. Regnhlífin Umbuster er all- sérstæð enda er handfangið í líki hnúajárns. Mikil vinna liggur að baki útskurðar hvers handfangs en regnhlífin sjálf er fengin frá Guy de Jean í Frakklandi. Regnhlíf- in kemur í pakkningum sem Sruli hannaði ásamt Snorra Má Snorra- syni. Sylgjulausa beltið ~Elt er fram- leitt að öllu leyti á Íslandi, frá leðr- inu til handgerðra boxanna sem beltið kemur í. Það fæst í nokkrum litum, húðlitt, beinlitt, ösku- og ryð- litt og er misbreitt, frá þremur upp í fimm sentímetra. Beltið er skorið með mjórri vatnsbunu og stór kost- ur við það er að ekki þarf að taka það af sér þegar farið er í gegnum málmleitartæki. Hugmyndin vakn- aði þegar Sruli leit á spenntar greipar sínar og datt í hug að svipað væri hægt að gera við belti. solveig@frettabladid.is Hlýtur verðlaun fyrir Umbuster og ~Elt Nýtt markmið hjá hönnuðinum Sruli Recht er að koma fram með nýtt verk í hverjum mánuði. Verkefnið hefur gefist vel og tveir hlutir eftir Sruli, belti og regnhlíf, unnu nýlega til virtra verðlauna. Regnhlífin Umbuster er með handfang í líki hnúajárns. Beltið ~Elt þarf ekki að taka af sér þegar farið er í gegnum málm- leitartæki enda engin sylgja á því. Sruli Recht er fæddur í Ísrael en hefur dvalið meirihluta ævinnar í Ástralíu. Hann býr nú og starfar í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Blankoat er stórt teppi með ermum og er prjónað úr íslenskri ull. VORIÐ er á næsta leiti og því er um að gera að tína af sér svörtu spjarirnar, sem margir vilja hverfa inn í yfir vetrartímann, og fara að svipast um eftir ljósari klæðum. Drapplitaðir tónar verða áberandi í vor ásamt því að fötin verða léttari og styttri. SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.