Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 24
 26. febrúar 2009 4 Um sex hundruð myndir af fallegum og fyndnum dýrum verða til sýnis í Dýraríkinu að Miðhrauni um helgina. Myndir af fallegum og skemmti- legum gæludýrum eru tilvalin til að prýða veggi heimilisins enda eru þær oft litríkar, líflegar og vekja upp samræður meðal gesta. Þeir sem leggja leið sína í Dýra- ríkið í Miðhrauni 2 um helgina geta skoðað um sex hundruð myndir af dýrum sem hengdar hafa verið upp um alla verslun. Þar stendur nú yfir ljósmynda- samkeppni þar sem gestir Dýra- ríkisins kjósa tuttugu bestu myndirnar en dómnefnd mun velja þrjár bestu sem hljóta verð- laun í formi úttekta í Dýraríkinu. Gunnar Vilhelmsson hjá Dýra- ríkinu segir hugmyndina hafa vaknað út frá öllum þeim mynd- um sem fólk hefur verið að setja inn á heimasíðu verslunarinnar. „Við ákváðum því að leyfa fólki að sjá skemmtilegar myndir af dýrum til að létta andann í sam- félaginu,“ segir Gunnar. -sg Innbrotaalda ríður nú yfir höf- uðborgarsvæðið og hafa margir orðið fyrir fjárhagslegum og til- finningalegum skaða. Sumir reyna að sjá við innbrotsþrjótunum með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum en auk þess hafa íbúar í ákveðnum götum og jafn- vel heilu hverfunum komið sér upp nágrannavörslu. Það verkefni hefur verið í mótun í Reykjavík frá árinu 2006 og er nú á hraðri siglingu. „Við byrjuðum með eina götu í hverju umdæmi þeirra sex þjónustumiðstöðva sem eru í borginni en síðan hefur verkefnið undið upp á sig og sífellt bætast nýjar götur við,“ segir Erna Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöðinni Miðgarði. Markmiðið með verkefninu, sem er samstarfsverkefni lögreglunn- ar, þjónustumiðstöðva og íbúa, er að aðstoða borgarbúa við að stuðla að öryggi eigin eigna og taka hönd- um saman um að sporna gegn inn- brotum og eignartjóni í sínu nán- asta umhverfi. „Sérstöku skilti er komið fyrir í þeim götum þar sem íbúar hafa komið sér saman um að taka upp nágrannavörslu en auk þess fá þeir límmiða inn í útidyra- hurðir og glugga þar sem kemur fram að nágrannar fylgist með húsinu í fjarveru íbúa,“ útskýrir Erna. Misjafnt er hvernig nágranna- varslan er útfærð en þurfi íbúar að bregða sér frá um tíma láta þeir nágrannana yfirleitt vita og beita þeir ýmsum brögðum til að hafa líflegt í kringum húsið og fylgjast með. „Þetta snýst um að kveikja ákveðna hugsun í huga fólks en misjafnt er hvernig það ber sig að og fer það eftir samkomulagi. Sumir skilja eftir lykla að hús- inu en aðrir biðja nágranna um að leggja til dæmis bílum í heimreið, kveikja ljós, setja rusl í ruslatunnu og hafa vakandi auga fyrir grun- samlegum mannaferðum.“ Erna segir verkefnið hafa gef- ist vel þó ekki hafi verið gerð nákvæm úttekt á innbrotafjölda í þeim götum þar sem nágranna- vörslu hefur verið komið á fót. „Við byrjuðum með verkefnið í Dverg- hömrum og þar hefur ekki verið brotist inn síðan 2006,“ segir Erna. „Nú er svo komið að heilt hverfi á Kjalarnesi, sem heyrir undir okkur, hefur tekið upp nágranna- vörslu og veit ég til þess að æ fleiri íbúar í öðrum hverfum borgarinn- ar gera slíkt hið sama. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga samið um notkun á skiltunum utan Reykjavíkur.“ vera@frettabladid.is Nágrannar á vaktinni Íbúar á höfuðborgarsvæðinu koma sér í auknum mæli saman um nágrannavörslu en henni er ætlað að stemma stigu við innbrotum og eignatjóni. Verkefnið fór af stað árið 2006 og er á hraðri siglingu. Erna segir nágrannavörslu snúast um að kveikja ákveðna hugsun í huga fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVARTUR BORÐBÚNAÐUR á ekki upp á pallborðið hjá öllum en er óneitanlega töff. Sumir skreyta jafnvel heim- kynni sín með svörtum munum og þó um afgerandi lit sé að ræða eru dæmi um skothelda útkomu. Nokkrar af þeim fallegu myndum sem til sýnis verða í Dýraríkinu að Miðhrauni 2. Myndir sem létta andann                 !""# $% &!''(%#)*+ ,  -. /00-#0* ,  -. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.