Fréttablaðið - 26.02.2009, Page 26
„Ég fermdist í Neskirkju í apríl
1972 og það var séra Frank M.
Halldórsson sem fermdi mig,“
segir Sigrún Edda Björnsdóttir
leikkona.
„Ég gekk fremst inn kirkjugólf-
ið af því að ég var minnst og kveið
mikið fyrir að fara með ritningar-
orðin, en athöfnin gekk vel og ég
varð mér ekki til skammar,“ út-
skýrir Sigrún Edda, sem er nú í
óðaönn að æfa fyrir Milljarða-
mærina sem verður frumsýnd í
Borgarleikhúsinu annað kvöld.
„Fermingarveislan var haldin í
gamla Útvegsbankanum með mikl-
um stæl. Það voru margar góðar
gjafir sem ég fékk. Skartgripir og
peningar, fermingarúr og Passíu-
sálmar. Eftirminnilegasta gjöfin
var þó sennilega útvarp með inn-
byggðu segulbandstæki frá Sony
sem ég fékk frá pabba mínum sem
þá var búsettur í Ameríku. Þetta
tæki var mikið undratæki á þeim
tíma. Ég gat tekið upp Lög unga
fólksins milliliðalaust. Áður þurfti
ég að tengja hljóðnema úr gamla
segulbandstækinu og stilla honum
upp fyrir framan útvarpstæk-
ið heima í stofu til að ná inn vin-
sælustu lögunum. Stundum klikk-
aði takan af því að síminn hringdi
eða litli bróðir minn vildi syngja
með,“ segir Sigrún Edda.
„Nýja tækið hafði skiljanlega
mikil áhrif á hljómgæði laganna
sem glumdu í unglingaherberg-
inu daginn út og inn. Endalok sæl-
unnar urðu þau að tækið bráðnaði
einn sólskinsdag þar sem það stóð
í suðurglugga. Það var mikill sorg-
ardagur.“ - ag
26. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar
Sigrún Edda notaði óspart útvarp með innbyggðu segulbandstæki til að taka upp
lög unga fólksins á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sony-útvarpstæki stóð upp úr
Kristín Haraldsdóttir, nemandi
í Hagaskóla, ætlar að fermast í
upphlut ömmu sinnar í Dómkirkj-
unni 31. maí. Þetta ákvað hún fyrir
tveimur árum en amma hennar
saumaði upphlutinn og bar hann
fyrst á lýðveldishátíðinni 1944 á
Þingvöllum þegar hún var 27 ára.
„Mig hefur alltaf langað til að
fermast í upphlutnum því að amma
mín átti hann,“ segir Kristín.
„Amma er svo lítil að upphlut-
urinn er bara aðeins of stór. Það
vantar skyrtu við hann og ég fæ
örugglega lánaða skyrtu eða við
látum sauma og svo verð ég bara
í honum aðeins of stórum,“ segir
Kristín og telur að amma sín eigi
alla nauðsynlega fylgihluti, skott-
húfu og svuntu og skart, belti og
nælu. Hún er ekki búin að ákveða
með skóna en telur sennilegt að
þeir verði svartir.
Kristín segist hafa ákveðið að
fermast á upphlutnum fyrir tveim-
ur árum þegar hún frétti að amma
sín ætti hann til. „Amma er rúm-
lega níræð og er búin að eiga hann
frá 1944 en hann er búinn að vera
heima hjá okkur svolítið lengi því
að mamma hefur verið í honum.“
Kristín segist hafa fengið frá-
bær viðbrögð við ákvörðun sinni,
sérstaklega hjá fullorðna fólkinu.
Krakkar viti hins vegar oft ekki
hvað upphlutur er. Hún segist hafa
fengið kjól aukalega í tilefni ferm-
ingarinnar en segist ekki ætla að
vera í honum í fermingunni eða
fermingarveislunni. -ghs
Ætlar að fermast í
upphlut frá ömmu
Kristín Haraldsdóttir, nemandi í Haga-
skóla, fermist í upphlut ömmu sinnar í
lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Söngvarinn Friðrik Ómar man vel
eftir fermingunni sinni sem var
haldin í Dalvíkurkirkju en veislan
á eftir var haldin í Freyjulundi
sem er félagsheimili Glæsibæjar-
hrepps.
„Þar voru í gamla daga sett-
ar upp leiksýningar og þar var
til gömul leikmynd úr Skugga-
Sveini. Pabba fannst rosa sniðugt
að setja þá leikmynd fyrir aftan
mig í myndatökunni. Þetta er við-
bjóður að sjá í dag en mjög fynd-
ið samt,“ segir Friðrik Ómar. „Það
spyrja allir þegar þeir sjá mynd-
irnar: „Hvað er málið með þennan
bakgrunn?““
Á leikmyndinni var landslags-
mynd úr Eyjafirðinum með kulda-
legum hvítum fjöllum og bláum
sjó, sem að mati Friðriks passaði
engan veginn sem bakgrunnur
fermingarmyndanna. Pabbi hans
aftur á móti var ekki á sama máli.
„Pabba fannst þetta mjög snið-
ugt og honum finnst þetta enn þá
flott,“ segir Friðrik, sem skemmti
sér þrátt fyrir allt vel á fermingar-
deginum. Fyrir fermingarpening-
inn keypti hann sér síðan trommu-
sett sem átti eftir að koma að
góðum notum næstu árin.
Leikmynd úr Skugga-
Sveini í bakgrunni
Friðrik Ómar fermdist í Dalvíkurkirkju.
Hann man vel eftir veislunni sem var
haldin í Freyjulundi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þekkingu fermingarbarna á
boðskap Jesúm er orðið áfátt
eftir litla áherslu hans í skólum.
„Fermingarbörn eru einlæg og
hafa hugsað meira um ferminguna
en fólk gerir sér grein fyrir. Því
finnst mér oft gert lítið úr ferm-
ingarbörnum með því að fullyrða
að þau fermist gjafanna vegna,
en slík lítillækkun á okkar eigin
börn er fyrst og fremst dómur á
okkur sjálf sem uppalendur,“ segir
séra Gísli Jónasson, prófastur við
Breiðholtskirkju. Hann minnist
sjónvarpsviðtals fyrir nokkru.
„Þá spurði fréttamaður barn-
ið fimm sinnum sömu spurning-
ar, því hann fékk ekki svarið sem
hann vildi. Ég hef sjálfur mætt
í ótal stórafmæli fullorðinna og
aldrei rekist á fréttamenn spyrja
afmælisbörn um gróða gjafanna,
en alltaf skulum við níðast á börn-
unum og gera þau grunsamleg,“
segir séra Gísli og bætir við að Ís-
lendingum sé eðlislægt að gleðjast
yfir áföngum lífsins með samveru,
gjöfum og góðum mat. „Vitaskuld
er ekkert við það að athuga og auð-
vitað eru fermingarbörn spennt
fyrir pökkum á fermingardaginn
eins og á öðrum tímamótum. Því
segi ég stundum við þá sem dæma
að þeir ættu að standa mér við hlið
og horfa í augu barnanna á ferm-
ingarstundinni, því mörg hver eru
með tár á hvörmum.“
Að sögn Gísla leitar prófasts-
dæmið nú nýrra lausna vegna
fermingarfræðslunnar, í samstarfi
við Kennaraháskólann. „Kristni-
fræðikennslu í skólum hefur hrak-
að svo mikið að nú er ómögulegt
að nota hefðbundið námskver sem
notað var lengst af áður. Þekking
barna á dæmisögum Biblíunnar og
klassískum sögum úr lífi Jesúm
eru ekki lengur til staðar,“ segir
séra Gísli, og minnir á að siðfræði
fermingarfræðslunnar byggi á
boðskap Jesúm Krists.
„En ef börnin þekkja ekki boð-
skapinn erum við komin í sömu
spor og að kenna lestur án þess að
kenna fyrst stafrófið. Mörg börn
þekkja ekki einu sinni einföldustu
nöfn þekktra persóna í Biblíunni,
eins og Móse. Mér sýnist því kirkj-
an þurfa að taka að sér fræðslu og
verið er að skoða danskt módel af
fermingarforskóla.“
Fermingarfræðsla byrjar að
hausti. Oftast mæta börn vikulega
til prests og tvo lengri laugardaga,
ásamt því að fara í fermingarbúðir
í Vatnaskógi. Að auki þurfa þau að
sækja tíu guðsþjónustur og vinna
verkefnavinnu tengda þeim. „Börn-
in mæta flest spennt í fræðsluna
en auðvitað komast sum að þeirri
niðurstöðu að vilja ekki láta ferma
sig. Það sýnir að þau eru að hugsa,
enda í miklum tilvistarhugleiðing-
um. Minna er talað um þau mörgu
sem koma ári til tveimur seinna
að láta ferma sig, eða þau sem létu
ekki fermast fyrir ári, en passa nú
upp á fermingarbörn eins og unga
sína, að þau mæti samviskusam-
lega. Því fer fræðslan stundum
dýpra en maður heldur og við of
fljót að dæma hundinn af hárun-
um einum saman.“ - þlg
Þekkja ekki Móses
Séra Gísli Jónasson er prófastur við Breiðholtskirkju. Hér situr hann keikur í forkunnarfögru kirkjuskipi sinnar sérstæðu kirkju,
sem minnir um margt á stórt indjánatjald og er ævintýri að koma inn í. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI