Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 5fermingar ● fréttablaðið ● Hugmyndin að hvíta fermingar- kyrtlinum er ekki jafn gömul og margir halda. Það var 9. maí 1954 sem séra Jón M. Guðjónsson, próf- astur á Akranesi, sá þá hugmynd sína verða að veruleika að ferm- ingarbörn hans í Akraneskirkju klæddust hvítum kyrtli við ferm- ingarathöfnina. Síðan varð úr að öll fermingarbörn á Íslandi klædd- ust kyrtlum á fermingardaginn. Þetta var einkum gert til þess að enginn munur sæist á efnahag fjölskyldna, en sum börn voru rík- mannlega klædd á meðan önnur voru tötraleg til fara. Sú hefð að klæðast hvítum kyrtli er ennþá rík og þrátt fyrir að ekki sé skylda að klæðast honum sleppa fæstir því. Sumar stúlkur klæðast íslenska þjóðbúningnum á fermingardag- inn. Algengur misskilningur er að ekki megi hylja þjóðbúning með hvítum kyrtli, en það er af og frá. Kyrtillinn er enn í dag boðberi þess að allir séu jafnir fyrir Guði; jafnt hinir vel stæðu, sem hinir snauðari. -þlg Saga fermingarkyrtla Sálmabókin hefur fylgt ferming- arbarninu gegnum árin. Fallega áletruð bók gerir daginn persónu- legan og gaman er að eiga hana í bókahilllunni þegar fram líða stundir. Í Kirkjuhúsinu við Laugaveg fást sálmabækur á krónur 1.740 og með áletrun í gylltu kosta bæk- urnar 3.000 krónur. Í Blómavali fást einnig sálmabækur og kostar bókin þar 1.790 og áletrun krón- ur 1.299. Garðheimar selja einn- ig sálmabækur á 1.740 krónur og áletrunina á krónur 1.380. Á Akur- eyri fást sálmabækur meðal ann- ars í stafrænu prentþjónustunni Stell í Kaupangi og er hægt að fá áletrun á 1.450 krónur en sálma- bók með áletrun kostar 3.250 krón- ur. -rat Sálmabókin fylgir ferming- arbarninu Sálmabækur er meðal annars hægt að fá í Blómavali, Kirkjuhúsinu og Garð- heimum. Ferming- ardrengir í hvítum ferm- ingarkyrtlum á fermingar- daginn. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M Við ferminguna bragða mörg ferm- ingarbörn sinn fyrsta vínsopa og þykir sumum það ekki eiga við. Fyrir mörgum árum var þó heim- ilað að nota áfengisskert vín við altarisgöngur. Við altarisgönguna táknar oblátan líkama Krists og vínið blóð hans og saman myndar þetta eina heild sem Kristur a l lur. Ekki þarf að neyta nema ann- ars til að njóta alls þess sem fylgir sakrament- inu og er vel hægt að láta brauðið duga. Á árum áður fram- leiddi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins svokallað messuvín. Það var töluvert sterk- ara en venjulegt rauðvín. Eftir að framleiðslu messuvínsins var hætt hafa flestar kirkjur notað rautt púrtvín en geymsluþol þess er mun meira en rauðvíns. Púrtví- nið er þá yfirleitt blandað til helm- inga með vatni. - rat Vínið blandað með vatni Samkæmt áralangri hefð er vín notað í altarisgöngunni við ferminguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.