Fréttablaðið - 26.02.2009, Side 37

Fréttablaðið - 26.02.2009, Side 37
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 13fermingar ● fréttablaðið ● www.jswatch.com / www.gilbert.is Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti, Dro ni sjálfum líkur. - Solon Islandus 1820-1895 einfaldlega betri kostur Úrval frábærra fermingargjafa Hjá ILVA á Korputorgi fást margar sniðugar lausnir fyrir unglingaherbergið, frá litlum náttborðslömpum til fataskápa og allt þar á milli. Nýi FREDSACK grjónapúðinn hefur algjörlega hitt í mark hjá ungu kynslóðinni. Hann býður upp á ótal notkunarmöguleika og hægt er að fá hann í mörgum björtum og skemmtilegum litum. Sjón er sögu ríkari - komdu í verslun okkar á Korputorgi og kynntu þér úrvalið! ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 Fredsack. Grjónapúði. 165x135 cm. Ýmsir litir. 14.900,- sendum um allt land Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða Þegar boðið er til fermingarveislu er viðeigandi að útbúa boðskort. Skemmtilegt getur verið að vera með mynd af fermingarbarninu á kortinu, til dæmis úr barnæsku. Boðskortin má búa til á ýmsan máta. Nokkur fyrirtæki á borð við Hans Petersen og fleiri bjóða upp á að búa til boðskort og er þá oft á tíðum hægt að panta þau beint í gegnum netið með því að skrifa texta og senda mynd. Einnig má virkja hugmyndaflug- ið og búa til boðskortið í tölvunni heima sem prenta má út á heimilis- prentarann. Nýstárleg hugmynd er að senda boðskort í formi geisladisks. Þetta er sérstaklega gott ef koma þarf fleiri upplýsingum til gesta. Til dæmis varðandi staðsetningu veislunnar. Þá gæti fermingar- barnið einnig boðið til veislunnar „í eigin persónu“ í stuttu myndbroti. Skynsamlegt er að mælast til þess að boðsgestir láti vita hvort þeir komi eða ekki, þá er hægt að reikna út veitingarnar með ná- kvæmum hætti. -sg Boðið til veislu „Það var spennandi kostur að sækja ýmis námskeið hjá Siðmennt og ég var mjög ánægður með þau, miðað við það sem vinir mínir fengu annars staðar,“ segir Þor- varður Tjörvi Ólafsson hagfræð- ingur. Hann fermdist borgaralegri fermingu árið 1991 ásamt um fimmtán öðrum. Í borgaralegri fermingu er ekki lögð áhersla á kristna trú, heldur ýmsa jarð- bundnari þætti tilverunnar. Þor- varður Tjörvi rifjar upp að í undir- búningnum hafi hann hlýtt á fjölda fyrirlesara fjalla um siðfræði og kynfræðslu og um hvernig ætti að takast á við missi, svo dæmi sé nefnt. Með honum fermdust nokkr- ir sem síðar urðu nafnkunnir, svo sem Erpur Eyvindarson rappari og Andrés Jónsson almannatengill. „Ég man að Andrés hélt ræðu og pabbi Erps flutti ljóð,“ segir Þor- varður Tjörvi. „Þetta var huggu- leg athöfn í Hafnarborg.“ Þá hafi fáir fermst hjá Sið- mennt. „Og maður var því mjög meðvitaður um að maður væri að velja þetta og fannst það svolítið sérstakt, á jákvæðan hátt,“ segir hann. Það er til marks um auknar vinsældir borgaralegrar ferming- ar að 2002 var Þorvarður Tjörvi fenginn til að ræða við fermingar- börn ársins. Þá var fermt í troð- fullum sal í Háskólabíói. - kóþ Meðvitaður um eigið val Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, kaus að fermast hjá Siðmennt árið 1991 og ber því vel söguna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.