Fréttablaðið - 26.02.2009, Page 38

Fréttablaðið - 26.02.2009, Page 38
 26. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● fermingar Dóra Svavarsdóttir matreiðslu- meistari Á næstu grösum og Marentza Poulsen smur- brauðsdama sem rekið hefur Kaffi Flóru síðastliðin sumur, kenna fólki að halda veislur á námskeiði á vegum Iðunnar 9. og 10. mars. „Við stílum inná að kenna fólki að halda allt frá fermingarveislum til saumaklúbba,“ segir Dóra Svavars- dóttir sem heldur ásamt Marentzu Poulsen tveggja kölda námskeið sem þær kalla „Veisla frá upphafi til enda“. „Við kennum fólki að setja upp matseðilinn, áætla magn og innkaup,“ segir Dóra og telur mikilvægt fyrir fólk að hugsa út í fyrir hverja veislan er haldin þar sem smekkur manna sé jú misjafn. „Fyrra kvöldið fer í að gera fólk meðvitað um forvinnu veislunn- ar. Svo förum við í að elda mat og undirbúum hann eins og hægt er,“ segir Dóra en matseðillinn er ekki amalegur. Þar getur að líta tvær tegundir af snittum að hætti Mar- entzu. Þá verður búin til froðu- súpa, léttur austurlenskur kjúkl- ingaréttur, bakaður sinnepsmarin- eraður lax og sætkartöflubaka svo eitthvað sé nefnt. Þá verður einnig kennt að búa til meðlæti. Punktur- inn yfir iið verður skreytt frönsk súkkulaðikaka. Seinna námskeiðskvöldið verð- ur farið í uppsetningu á hlaðborði. „Við förum í skreytingar enda Marentza mjög fær í því,“ segir Dóra sem telur mikilvægt að gera fólk meðvitað um hvernig hægt sé að skipuleggja veislu án þess að vera búið á sál og líkama. En eru einhver algeng mistök sem fólk gerir við undirbúning? „Algengustu mistökin sem fólk gerir er að vera með allt of mikið af mat og allt of margar tegund- ir. Svo gleymir fólk oft að gera ráð fyrir plássi í kringum veisluborð- ið,“ svarar Dóra og telur ekki að undra að fólk geri einhver mis- tök enda fæstir sem haldi stórar veislur oft um ævina. „Því er gott að koma til okkar því við gerum þetta oft og við margs konar að- stæður,“ segir Dóra glaðlega. Námskeiðið fer fram 9. og 10. mars og getur hver sem er skráð sig. Skráning fer fram í gegnum Iðuna www.idan.is. -sg Baka með sætum kartöflum og gulrótum Fyrir 8-12 manns 1 kg gulrætur skornar í þunnar sneiðar. 1/2 kg sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga 200 g laukur (ca. 2 stk), skorinn í sneiðar 3 stk. hvítlauksrif, söxuð 400 ml kókosmjólk, (1 dós) salt svartur pipar tímian 1 búnt steinselja, söxuð 5 egg 1-2 blöð smjördeig af þykkustu gerð Gulræturnar eru forbakaðar í ofni. Lauk- urinn er léttsteiktur í potti ásamt piparn- um, tímianinu og hvítlauknum. Kartöflunum bætt út í. Smá vatn er sett í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Látið malla við miðlungs hita þar til kartöfl- unar eru mjúkar. Takið af hita og látið kólna eilítið. Kryddið til með salti og pipar. Smjördeigið er flatt út þannig að brún- irnar skarist vel og þeki 28 cm smellu- form. Steinseljunni og eggjunum er hrært út í kartöflublönduna og forelduðu gul- rótunum og öllu hellt í formið og press- að létt niður. Bakið við 150°c í 30-40 mín eða þar til bakan er stíf. Graskerssúpa Fyrir 6 2 msk. grænmetisolía 1 laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 700 g af skrældu graskeri, skorið í ca. 3 cm bita 200 ml grænmetissoð eða vatn 400 ml kókosmjólk (1 dós) 2 tsk. safi úr lime sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk Brúnið lauk, hvítlauk og cumminfræ í olíunni við meðalháan hita í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gullbrúnn. Bætið út í graskeri, vatni og kókosmjólk. Sjóðið við vægan hita í um það bil 30 mínútur eða þar til grænmet- ið er meyrt. Maukið með töfrasprota eða í mat- vinnsluvél þar til allar örður eru farnar. Bætið út í limesafa og kryddið til. Setjið í rjómasprautu og sprautið í vínglas. Veisluhöld frá upphafi til enda Litríkt veisluborð með sætkartöfluböku, paprikusalati, smjörbaunasalati og byggsalati með tómat. Marentza Poulsen og Dóra Svavarsdóttir kenna fólki að undirbúa og halda veislur á námskeiði í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gómsæt sætkartöflubaka. Glaðlegt paprikusalat. Fjöld i fl ott ra ferm ingar tilboð a á www .hobb yroom .is Velkomin á glersalurinn.is Glersalurinn er einn glæsilegasti veislusalur á landinu, salurinn er bjartur, hátt til lofts og stórar svalir allan hringinn og fallegt útsýni. Öll aðstaða er eins og best gerist með góðum hljómburði, píanó, skjávarpa og fullkomnu hjóðkerfi. Glersalurinn - Salavegi 2 - 201 Kópavogi - Sími: 586 9006 GSM: 862 0713 - freyja@glersalurinn.is Tilvalið fyrir fermingarveislur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.