Fréttablaðið - 26.02.2009, Síða 54
30 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Bresku rokkararnir í Oasis ætla
að spila á Hróarskelduhátíðinni í
Danmörku í sumar. Hljómsveitin
hefur verið hátt skrifuð á óska-
lista aðdáenda hátíðarinnar síðan
hún hætti við að koma þar fram
eftir slysið sem varð árið 2000 á
tónleikum Pearl Jam. Þetta verð-
ur í fyrsta sinn sem Oasis spilar
á Hróarskeldu síðan
1995.
Á meðal ann-
arra hljómsveita
sem koma fram á
hátíðinni verða
Coldplay, Slipk-
not, Madness,
bandaríska
hljómsveit-
in Down og
Baddies frá
Bretlandi sem
spilar rokk í
anda Queens of
the Stone Age og
þykir afar efni-
leg.
Oasis spilar á
Hróarskeldu
Leikarinn Sir Anthony Hopkins
er svo mikill aðdáandi raunveru-
leikaþáttarins American Idol að
hann vill breyta honum í kvik-
mynd og fara sjálfur með hlut-
verk Simons Cowell.
Hopkins horfir á þáttinn með
fjölskyldu sinni í hverri viku en
hann ætlar ekki að láta sér það
nægja. „Við erum American Idol-
fíklar. Simon er uppáhaldið mitt
því hann er svo rosalega hrein-
skilinn. Hann passar sig ekkert
á pólitískri rétthugsun heldur
segir hlutina bara eins og þeir
eru,“ sagði hann. Randy Jackson,
meðdómara Cowell í Idol, líst vel
á hugmyndina um að gera kvik-
mynd. „Ég er mikill aðdáandi
Anthony Hopkins. Stökkvum bara
á þetta!“
Vill Idol á
hvíta tjaldið
> SKÓSJÚK LEIKKONA
Keira Knightley hefur viðurkennt að
hún sé veik fyrir skóm og kaupi sér
jafnvel skó sem hún heillast af þó að
þeir fáist ekki í hennar stærð. Leik-
konan sagði nýlega að henni finn-
ist vel skóaðir karlmenn aðlað-
andi og að hún myndi aldrei fara á
stefnumót með karlmanni í ljótum
skóm. Keira segist laðast að mönn-
um sem eigi auðvelt með að tala,
hafi góðan húmor og gangi í flott-
um skóm.
„Þegar við opnuðum Q bar
giskuðum við á að hafa opið í
eitt ár. Við tökum bara eitt ár
í einu, en núna eru komin tvö
svo nú stefnir maður bara í
þriðja árið,“ segir Sveinn Ein-
arsson, rekstrarstjóri Q bars,
sem fagnar tveggja ára opnun-
arafmæli um helgina.
„Afmælið sjálft er á laugar-
daginn, en við ætlum að
byrja á fimmtudagskvöld-
ið með Andreu Jónsdóttur
sem ætlar að spila frá klukk-
an 22. Á föstudaginn verðum
við með fullt af skemmtileg-
um uppákomum allan dag-
inn, en frá klukkan 20 verða
ókeypis drykkir fyrir þá sem
mæta snemma. Leifur og Leif-
ur spila svo frá klukkan 22, en
annar þeirra er plötusnúður
og hinn spilar á básúnu með
honum,“ útskýrir Sveinn sem
verður klæddur sem breskur
„butler“ á föstudag og þjónar
til borðs. „Á afmælisdaginn
sjálfan spila svo Gísli Gald-
ur, Yamaho plötusnúður og
Addi trommari, en öll kvöld-
in ætlum við að bjóða upp á
afmælisköku og aðrar fríar
veigar fyrir þá fyrstu sem
mæta. Veislunni lýkur svo á
sunnudaginn á tuttugu ára
afmæli bjórsins. Þá ætlum við
að vera með bjór á tilboði og
okkar helstu plötusnúðar koma
og spila.“ bætir hann við.
Aðspurður segir hann
kreppuna ekki hafa slæm
áhrif á reksturinn. „Við virð-
umst vera að sækja í okkur
veðrið ef eitthvað er því kúnn-
unum fjölgar og tekjurnar eru
meiri, enda mjög fjölbreyttur
skemmtistaður,“ segir Sveinn.
- ag
Q bar fagnar tveggja ára afmæli
ALLIR FÁ KÖKU
Birgitta Ísfeld
skemmtanastjóri
og Sveinn Einars-
son rekstrarstjóri
Q-bar skipuleggja
tveggja ára afmæli
staðarins sem
hefst á fimmtu-
dagskvöld og
lýkur á sunnudag.
Kattaauglýsing Símans
þar sem köttur sést gleypa
mann er meðal þeirra
auglýsinga sem tilnefndar
eru sem sístu auglýsing-
ar ársins 2008 á nýrri og
vafasamri verðlaunahátíð í
kvöld: Botnlanganum.
„Ætlunin er ekki að vera með
neitt skítkast heldur benda á það
sem betur hefði mátt fara,“ segir
Stefán Gunnarsson markaðsmað-
ur en hann ásamt Herði Harðar-
syni markaðsmanni og fleirum
standa að baki Botnlanganum,
verðlaunahátíð þar sem sístu aug-
lýsingar ársins fá viðurkenningu.
Það er hefð fyrir því að daginn
fyrir Óskarsverðlaunin séu háð-
ungsverðlaunin Razzies veitt
þeim kvikmyndum sem lélegast-
ar þykja í Hollywood. Botnlang-
ann 2008 ber því upp daginn áður
en Lúðurinn, íslensku auglýsinga-
verðlaunin, eru veitt á Hilton
Reykjavík Nordica. „Jú, það má
kannski segja að þetta sé hálf-
gerð gullkind, nema með faglegri
áherslu,“ segir Stefán. „Þannig er
22 manna fagleg dómnefnd, sem
í situr starfsfólk auglýsingastofa,
framleiðendur, almannatengslar
og fleiri, sem velur sístu sjón-
varpsauglýsinguna, sístu herferð-
ina og svo er flokkur sem kallast
vörumerkjatæring ársins en þar
verður það vörumerki valið sem
hrapað hefur hvað mest í verð-
gildi á árinu,“ útskýrir Stefán.
Verðlaunin verða send verð-
launahöfum í pósti en tilkynnt
verður um úrslit á visir.is og á
Stöð 2. Þeir félagar Stefán og
Hörður segja að fólki finnist allt-
af gaman að tala um auglýsingar.
„Fólk hefur alltaf gaman af því
að spá og spekúlera í auglýsing-
um enda er þetta vinsælt sjón-
varpsefni hjá ungum sem öldn-
um. Við vonumst til þess að þessi
viðburður geti orðið auglýsinga-
mönnum til gagns og leiðbeining-
ar frekar en að einhverjir taki
þetta nærri sér,“ segir Stefán að
lokum. juliam@frettabladid.is
Botnlanginn veittur í kvöldMohawks og rapparinn Poetrix
standa á næstu mánuðum fyrir
miklu ljóða- og rappátaki fyrir
ungt fólk. Það er kallað „Orðið
á götunni“ og fer í fyrsta skipti
fram í kvöld kl. 20 í verslun
Mohawks í
Kringlunni.
Poetrix og
Dabbi T
munu koma
„brettinu á
stað niður
brekkuna“
eins og það
er kallað,
en svo er
orðið laust.
Dómnefnd
mun verð-
launa tvö
bestu atriði
kvölds-
ins. Ætlunin er að halda áfram
tvisvar í mánuði fram á sumar
en þá verður átakinu slúttað með
risavöxnum tónleikum þar sem
aðalsigurvegarinn verður valinn.
Samhliða kvöldunum kemur út
ljóðabæklingur sem dreift verður
í 10.000 eintökum. -drg
Orðið er laust
RAPPIÐ LIFIR Poetrix
stendur fyrir Orðinu á
götunni.
Skráning til þátttöku í Músík-
tilraunum hefst á morgun. Nú
verða fjögur undanúrslitakvöld í
Íslensku óperunni 27. til 30. mars
en sjálft úrslitakvöldið fer fram í
Hafnarhúsinu laugardagskvöldið
4. apríl. Keppnin er takmörkuð
við fjörutíu hljómsveitir. Fag-
nefnd á vegum Hins hússins mun
velja þau bönd sem standast inn-
tökukröfu. Stúlkur eru eindregið
hvattar til að taka þátt og sanna
að „stelpur rokka“. Kvennabönd
hafa verið sjaldgæf í keppninni
en oft gengið vel taki þær þátt,
samanber sigur Dúkkulísna, Kol-
rössu krókríðandi og Mammút.
Nánari upplýsingar eru á www.
musiktilraunir.is. - drg
Músíktilraun-
ir að hefjast
VELJA VERSTU AUGLÝSINGAR ÁRSINS Hörður Harðarson og Stefán Gunnarsson
standa að Botnlanganum þar sem sístu auglýsingar ársins eru verðlaunaðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Versta auglýsingin:
KFC: Herdís Þorvaldsdóttir ráðleggur
yngstu kynslóðinni um mataræðið
Merrildkaffi: Kristinn R. Ólafsson
vill íslenskt kaffi
MS: „Viltu kíkja inn í Kókómjólk“
MS: Dalafeta í suðrænni útfærslu
Skeljungur: „Förum alla leið“
Pósturinn: Patrekur póstmaður
(einnig sem versta herferðin)
Alþýðusamband Íslands:
„Þekktu rétt þinn“ (einnig
sem versta herferðin)
Versta herferðin:
MS: Veiklulegt fólk
efast um mjólk
Lottó: Eiginkona
Lýðs
Húsasmiðjan:
Húsi og Vala
Prentmet: Jón Gnarr
leikur þjónustufulltrúa
Síminn: Nunnuauglýsing
G3.
TILNEFNDAR AUGLÝSINGAR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N