Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 54
30 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Bresku rokkararnir í Oasis ætla að spila á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hljómsveitin hefur verið hátt skrifuð á óska- lista aðdáenda hátíðarinnar síðan hún hætti við að koma þar fram eftir slysið sem varð árið 2000 á tónleikum Pearl Jam. Þetta verð- ur í fyrsta sinn sem Oasis spilar á Hróarskeldu síðan 1995. Á meðal ann- arra hljómsveita sem koma fram á hátíðinni verða Coldplay, Slipk- not, Madness, bandaríska hljómsveit- in Down og Baddies frá Bretlandi sem spilar rokk í anda Queens of the Stone Age og þykir afar efni- leg. Oasis spilar á Hróarskeldu Leikarinn Sir Anthony Hopkins er svo mikill aðdáandi raunveru- leikaþáttarins American Idol að hann vill breyta honum í kvik- mynd og fara sjálfur með hlut- verk Simons Cowell. Hopkins horfir á þáttinn með fjölskyldu sinni í hverri viku en hann ætlar ekki að láta sér það nægja. „Við erum American Idol- fíklar. Simon er uppáhaldið mitt því hann er svo rosalega hrein- skilinn. Hann passar sig ekkert á pólitískri rétthugsun heldur segir hlutina bara eins og þeir eru,“ sagði hann. Randy Jackson, meðdómara Cowell í Idol, líst vel á hugmyndina um að gera kvik- mynd. „Ég er mikill aðdáandi Anthony Hopkins. Stökkvum bara á þetta!“ Vill Idol á hvíta tjaldið > SKÓSJÚK LEIKKONA Keira Knightley hefur viðurkennt að hún sé veik fyrir skóm og kaupi sér jafnvel skó sem hún heillast af þó að þeir fáist ekki í hennar stærð. Leik- konan sagði nýlega að henni finn- ist vel skóaðir karlmenn aðlað- andi og að hún myndi aldrei fara á stefnumót með karlmanni í ljótum skóm. Keira segist laðast að mönn- um sem eigi auðvelt með að tala, hafi góðan húmor og gangi í flott- um skóm. „Þegar við opnuðum Q bar giskuðum við á að hafa opið í eitt ár. Við tökum bara eitt ár í einu, en núna eru komin tvö svo nú stefnir maður bara í þriðja árið,“ segir Sveinn Ein- arsson, rekstrarstjóri Q bars, sem fagnar tveggja ára opnun- arafmæli um helgina. „Afmælið sjálft er á laugar- daginn, en við ætlum að byrja á fimmtudagskvöld- ið með Andreu Jónsdóttur sem ætlar að spila frá klukk- an 22. Á föstudaginn verðum við með fullt af skemmtileg- um uppákomum allan dag- inn, en frá klukkan 20 verða ókeypis drykkir fyrir þá sem mæta snemma. Leifur og Leif- ur spila svo frá klukkan 22, en annar þeirra er plötusnúður og hinn spilar á básúnu með honum,“ útskýrir Sveinn sem verður klæddur sem breskur „butler“ á föstudag og þjónar til borðs. „Á afmælisdaginn sjálfan spila svo Gísli Gald- ur, Yamaho plötusnúður og Addi trommari, en öll kvöld- in ætlum við að bjóða upp á afmælisköku og aðrar fríar veigar fyrir þá fyrstu sem mæta. Veislunni lýkur svo á sunnudaginn á tuttugu ára afmæli bjórsins. Þá ætlum við að vera með bjór á tilboði og okkar helstu plötusnúðar koma og spila.“ bætir hann við. Aðspurður segir hann kreppuna ekki hafa slæm áhrif á reksturinn. „Við virð- umst vera að sækja í okkur veðrið ef eitthvað er því kúnn- unum fjölgar og tekjurnar eru meiri, enda mjög fjölbreyttur skemmtistaður,“ segir Sveinn. - ag Q bar fagnar tveggja ára afmæli ALLIR FÁ KÖKU Birgitta Ísfeld skemmtanastjóri og Sveinn Einars- son rekstrarstjóri Q-bar skipuleggja tveggja ára afmæli staðarins sem hefst á fimmtu- dagskvöld og lýkur á sunnudag. Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsing- ar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara,“ segir Stefán Gunnarsson markaðsmað- ur en hann ásamt Herði Harðar- syni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu aug- lýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háð- ungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegast- ar þykja í Hollywood. Botnlang- ann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsinga- verðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálf- gerð gullkind, nema með faglegri áherslu,“ segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjón- varpsauglýsinguna, sístu herferð- ina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verð- gildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verð- launahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist allt- af gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsing- um enda er þetta vinsælt sjón- varpsefni hjá ungum sem öldn- um. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsinga- mönnum til gagns og leiðbeining- ar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum. juliam@frettabladid.is Botnlanginn veittur í kvöldMohawks og rapparinn Poetrix standa á næstu mánuðum fyrir miklu ljóða- og rappátaki fyrir ungt fólk. Það er kallað „Orðið á götunni“ og fer í fyrsta skipti fram í kvöld kl. 20 í verslun Mohawks í Kringlunni. Poetrix og Dabbi T munu koma „brettinu á stað niður brekkuna“ eins og það er kallað, en svo er orðið laust. Dómnefnd mun verð- launa tvö bestu atriði kvölds- ins. Ætlunin er að halda áfram tvisvar í mánuði fram á sumar en þá verður átakinu slúttað með risavöxnum tónleikum þar sem aðalsigurvegarinn verður valinn. Samhliða kvöldunum kemur út ljóðabæklingur sem dreift verður í 10.000 eintökum. -drg Orðið er laust RAPPIÐ LIFIR Poetrix stendur fyrir Orðinu á götunni. Skráning til þátttöku í Músík- tilraunum hefst á morgun. Nú verða fjögur undanúrslitakvöld í Íslensku óperunni 27. til 30. mars en sjálft úrslitakvöldið fer fram í Hafnarhúsinu laugardagskvöldið 4. apríl. Keppnin er takmörkuð við fjörutíu hljómsveitir. Fag- nefnd á vegum Hins hússins mun velja þau bönd sem standast inn- tökukröfu. Stúlkur eru eindregið hvattar til að taka þátt og sanna að „stelpur rokka“. Kvennabönd hafa verið sjaldgæf í keppninni en oft gengið vel taki þær þátt, samanber sigur Dúkkulísna, Kol- rössu krókríðandi og Mammút. Nánari upplýsingar eru á www. musiktilraunir.is. - drg Músíktilraun- ir að hefjast VELJA VERSTU AUGLÝSINGAR ÁRSINS Hörður Harðarson og Stefán Gunnarsson standa að Botnlanganum þar sem sístu auglýsingar ársins eru verðlaunaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Versta auglýsingin: KFC: Herdís Þorvaldsdóttir ráðleggur yngstu kynslóðinni um mataræðið Merrildkaffi: Kristinn R. Ólafsson vill íslenskt kaffi MS: „Viltu kíkja inn í Kókómjólk“ MS: Dalafeta í suðrænni útfærslu Skeljungur: „Förum alla leið“ Pósturinn: Patrekur póstmaður (einnig sem versta herferðin) Alþýðusamband Íslands: „Þekktu rétt þinn“ (einnig sem versta herferðin) Versta herferðin: MS: Veiklulegt fólk efast um mjólk Lottó: Eiginkona Lýðs Húsasmiðjan: Húsi og Vala Prentmet: Jón Gnarr leikur þjónustufulltrúa Síminn: Nunnuauglýsing G3. TILNEFNDAR AUGLÝSINGAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.