Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 62
38 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. lappi, 6. í röð, 8. mál, 9. stefna, 11. 950, 12. heimting, 14. úðadæla, 16. berist til, 17. löng, 18. for, 20. rykkorn, 21. krukka. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. bardagi, 4. mýrakalda, 5. angan, 7. fugl, 10. skítur, 13. fram- koma, 15. innyfla, 16. hryggur, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. sami, 6. rs, 8. tal, 9. átt, 11. lm, 12. krafa, 14. úðari, 16. bt, 17. síð, 18. aur, 20. ar, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. at, 4. malaría, 5. ilm, 7. strútur, 10. tað, 13. fas, 15. iðra, 16. bak, 19. rú. MORGUNMATURINN „Ég fæ mér svart kaffi og iðulega fæ ég mér ristað brauð með osti og sultu. Þegar ég hef tíma geri ég ferskan safa í safapressu.“ Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona. Víða verður haldið upp á afmæli bjórsins næsta laugardag, meðal annars á Selfossi, nánar tiltekið í Hvíta húsinu. Öllu verður tjaldað til en þar leika Stuðmenn fyrir dansi og kemur Valgeir Guðjónsson fram með sínum fornu félögum. Auk þeirra spilar kvennasveitin Elektra en þetta mun verða í fyrsta skipti sem þær koma fram opinberlega eftir að þær hurfu inn í bílskúr til að æfa fyrir Eurovision-forkeppn- ina þar sem þær höfðu reyndar ekki erindi sem erfiði. Í vikunni var tekið fyrir mál Ívars Arnar Þórhallssonar á hendur Séð og heyrt, en hann segir tímaritið hafa tekið ófrjálsri hendi myndir af vefsvæði hans og notað í fréttina „Hommi á Barnalandi“. Blaðamað- urinn Tobba Marinós- dóttir furðar sig mjög á þessu því nýverið sendi Ívar Arnar henni myndir til birting- ar í Séð og heyrt án endurgjalds og hringdi sérstaklega til að ítreka það góða boð. Fyrsti gestur nýrra umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins Mér finnst …, þeirra Láru Ómarsdóttur, Katr- ínar Bessadóttur og Bergljótar Davíðsdóttur var sjónvarpsstjarnan Egill Helgason sem algerlega sló í gegn meðal kvennanna sem göptu upp í gullinhærða hrokkinkollinn og skjásjarmörinn þegar hann sagði þeim frá bóhemlífi sínu á yngri árum. Spennandi verður að vita hver verður svo gestur þeirra næst en þátturinn er á dagskrá á mánu- dögum og föstudögum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Haraldur Örn er leiðangurs- stjóri. Lagt verður af stað 1. maí á toppinn,“ segir Már Más- son, uppýsingafulltrúi Íslands- banka. Íslandsbankafólk stefnir nú að því að klífa hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, sem er 2.110 metrar á hæð yfir sjávarmáli. Hópurinn verður í góðum höndum því fyrir hópn- um fer einhver mesti fjalla- garpur Íslands, Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Reyndar þarf bankinn ekki að leita langt yfir skammt því Haraldur Örn er starfsmaður bankans og starf- ar í lögfræðideild. Gert er ráð fyrir því að gangan taki um 12 til 15 tíma þannig að þetta er enginn barnaleikur – hækk- unin er tvo þúsund metrar. En þetta vex bankamönnum ekki í augum því 70 til 80 manns hafa skráð sig í ferðina miklu. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að Sveppi, skemmti- krafturinn góðkunni, verði með í för. Aðspurður hvers vegna bankinn sé að drösla honum sérstaklega á tindinn segir Már það svo að hann sé maki eins starfsmannsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hann fylgi sinni spúsu á toppinn. En klukkan fjögur að morgni verð- ur lagt af stað,“ segir Már. Sveppi er þekktur fyrir ýmislegt en háskalegar fjall- göngur eru ekki eitt af því. Aðspurður hvort þetta sé ekki óðs manns æði og hvort hann treysti sér á tindinn segir skemmti- krafturinn fjallbrattur og þenur út kassann: „Það verður bara að koma í ljós.“ - jbg Sveppi og pólfarinn klífa Hvannadalshnjúk „Jú, það er mikil tilhlökkun í mannskapnum. Enda bara þrír dagar til stefnu,“ segir Björn Ingi Hrafns- son en á laugardaginn verður fréttavefsíðan press- an.is opnuð, sem hann stýrir. Björn Ingi segir að auk hans muni Steingrím- ur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2, Marta María Jónasdóttir, fyrrum ritstjóri Föstu- dags, fylgirits Fréttablaðsins og Henrý Þór Baldursson skrípó- bloggari sjá um vefinn. Björn Ingi segir að erlendir vefir svo sem Washington Post og fréttavefur Mic- rosoft Slate.com séu meðal annarra fyrir- myndir en skrifin muni bæði helgast fréttum af því sem er að ger- ast hverju sinni sem og þeirra eigin rannsókn- arblaðamennsku. Einnig verði þar að finna mikið af efni sem tengist líðandi stundu, lífsstíl, tísku og dægurmálum og mun Marta María sjá um þau skrif að miklum hluta. „Okkur munu svo fylgja fjölmargir pressupennar, þekkt fólk úr þjóðlífinu, sem skrifa um það sem hæst ber hverju sinni.“ Björn Ingi segir að Pressan muni hafa aðsetur á 17. hæð í Turninum í Kópa- vogi en vill að öðru leyti ekki játa né neita orðrómi þess efnis að Róbert Wessman sé sá sem fjármagni vefinn. „Ég ætla ekki að tjá mig um eignar- aðildina fyrr en daginn sem Pressan verður opnuð en þá verður það heldur ekkert leyndarmál og mikilvægt að það komi strax fram. Það eru fleiri en einn aðili sem standa okkur að baki. Yfirbygging- in verður hins vegar ekki mikil, enda er það lykilatriðið við þessar aðstæður. Við reynum að fara varlega í þetta.“ - jma Björn Ingi á 17. hæð Turnsins SVEPPI Frægur fyrir flest annað en fjallgöngur. HARALDUR PÓLFARI Mun leiða hóp bankafólks á tind Hvanna- dalshnjúks – 2.110 metra yfir sjávarmáli. ÞEGAR STÓRT ER SPURT Stein- grímur Sævarr Ólafsson mun rifja upp gamla takta frá því hann rak vinsæla bloggsíðu fyrir nokkrum árum. Kven- legt yfirbragð verður einnig á síðunni í formi tísku- og lífsstílsumfjöllunar. BJÖRN INGI HRAFNSSON „Þetta verður rosa spennandi verk- efni af því að við ætlum að skoða Bandaríkin eins og enginn hefur séð þau áður,“ segir Ingólfur Júlí- usson ljósmyndari. Hann verður þátttakandi í nýjum ferðaþætti sem verður tekinn upp í Bandaríkjunum á næstunni. Um einn prufuþátt verður að ræða þar sem Ingólfur og tveir þáttastjórn- endur skoða landið frá nýstárlegu sjónarhorni. Ingólfur kynntist öðrum þátta- stjórnandanum, Seanie Blue, á Íslandi. „Við urðum góðir vinir og svo bauð hann mér þetta. Ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og ég held að honum hafi fund- ist skrítið að mig hafi aldrei lang- að þangað og fannst að ég gæti ekki haft neina skoðun á landinu án þess að skoða það dálítið vel.“ Í þættinum mun Ingólfur tjá sig um það sem fyrir augu ber ásamt Seanie og samstarfskonu hans, Sandie Black. Einnig ætlar hann að festa mannlífið á filmu með myndavél sinni. Seanie og Sandie hafa vakið mikla athygli fyrir þætti sína á netstöðinni BadTV sem átta millj- ónir manna hafa séð og vonast þau til að prufuþátturinn fái það mikla athygli að hann verði keyptur til stórra sjónvarpsstöðva. Fari svo verða fleiri þættir gerðir og þeir sýndir um gjörvöll Bandaríkin og hugsanlega víðar. Í þeim myndi Ingólfur og föruneyti ferðast um fleiri ríki Bandaríkjanna og einn- ig út fyrir landsteinana. Ingólfur flýgur vestur um haf 19. mars og verður þar í um þrjár vikur. Ferðast hann frá New York til Hollywood í gegnum miðríki Bandaríkjanna með þeim Seanie og Sandie og skoðar mannlífið með augum hins íslenska víkings. Tekið verður hús á íslenska kántríkapp- anum Gis í Nashville, heimkynni Elvis Presley, Graceland, verða skoðuð, litið verður til Las Vegas og handritshöfundur kvikmyndar- innar Monster´s Ball verður heim- sóttur. Ingólfur er með fleiri járn í eld- inum því hann tekur í næsta mán- uði þátt í listasýningu í Miami ásamt kollegum sínum, Einari Jónssyni og Jakobi Fannari Sig- urðssyni, og myndlistarmönn- unum Tómasi Ponzi og Raffaellu Sigurðardóttur. Þar mun Ingólf- ur sýna hluta af þeim myndum sem hann tók af mótmælunum á Íslandi fyrir Reuters-fréttastof- una sem hafa birst víða um heim að undanförnu, meðal annars í New York Times, Stern og Aften- posten. Mynd hans af Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að stíga upp í gamla Volvo-bílinn sinn var valin ein af 24 myndum mán- aðarins á Reuters-vefnum, sem er vitaskuld mikill heiður fyrir þenn- an færa ljósmyndara. „Það kitlar mig að fá faglega viðurkenningu,“ segir hann. freyr@frettabladid.is INGÓLFUR JÚLÍUSSON: TEKUR ÞÁTT Í NÝSTÁRLEGUM SJÓNVARPSÞÆTTI BANDARÍKIN MEÐ AUGUM ÍSLENSKS LJÓSMYNDARA ÍSLENSKUR VÍKINGUR SKOÐAR BANDARÍKIN Ingólfur Júlíusson tekur þátt í nýjum ferðaþætti þar sem brugðið verður upp nýrri hlið á Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN A ug lý si ng as ím i – Mest lesið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Svía. 2 Darren Fletcher. 3 Dikta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.