Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Í dag er fimmtudagurinn 26. febrúar, 57. dagur ársins. 8.45 13.41 18.37 8.35 13.25 18.17 Alltaf stal villingurinn í bekkn-um athyglinni. Í ofanálag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tímann. Ég óttast að í aðgerða- pakkanum sem bjarga á heimil- unum í kreppunni verði meðalj- óninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi í 20 tommu flatskjá. FRAMSÓKN viðraði um daginn hugmyndir um að húseignalán allra yrðu afskrifuð um 20 pró- sent. Ég geri mér enga grein fyrir hversu raunhæf slík aðgerð yrði en óneitanlega hljómaði hún vel í eyrum meðaljónsins. Viðskipta- ráðherra leist hins vegar ekkert á þetta og sagði í frétt á Vísi.is hinn 24. febrúar að „ef öll lán væru afskrifuð um 20 prósent væri verið að rýra mjög eignir bankanna og kostnaðurinn við það væri mun meiri en hægt væri að réttlæta“. Mér finnst hins vegar ekkert hægt að réttlæta þær byrðar sem á að leggja á almenning vegna fram- göngu gömlu bankanna! VIÐSKIPTARÁÐHERRA sagðist jafnframt í sömu frétt sjá fyrir sér „allmörg úrræði sem tækju tillit til stöðu hvers og eins en væru þó með almennum reglum. Í einhverjum tilvikum þurfi að afskrifa, stund- um verði hægt að lengja í lánum og hugsanlega má beita vaxtabótum í þessu sambandi. Að lokum ítrekaði Gylfi að kraftar ríkisins verði að beinast að þeim sem mest þurfa á aðstoðinni að halda.“ HVERNIG á að meta hverjir fái skuldir sínar afskrifaðar? Eru það þeir sem myntkörfulánin eru að sliga, eða þeir sem verðtryggingin er að sliga? Verður miðað við eitt- hvert lágmark milljóna sem við- komandi skuldar eða verður miðað við hvort fyrirvinna heimilisins, hafi misst vinnuna eða „bara“ þurft að taka á sig launalækkun? Verður miðað við hversu mörg börn eru á heimilinu og tekið tillit til mismunandi rekstrarkostnaðar við ungbörn eða unglinga? NÚ vil ég ekki gera lítið úr vand- ræðum fjölda fólks. Ég geri mér fulla grein fyrir því að margir standa frammi fyrir gjaldþroti. Mér finnst hins vegar ósanngjarnt ef einhverjir verða látnir róa þann þunga róður sem fram undan er einsamlir og taka á sig álögur af völdum annarra, meðan aðrir fái skuldir sínar afskrifaðar. Hvers á hinn íslenski meðaljón að gjalda? Hvað um meðaljóninn? Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 dömu & herra bolir 990,- skyrtur 1.990,- flíspeysur 2.990,- softshell 4.990,- kvartbuxur 2.990,- buxur 2.990,- zip off buxur 4.490,- isotex jakkar 4.990,- isotex kápur 5.990,- regnbuxur 1.490,- regnjakkar 1.990,- gönguskór 5.990,- bakpokar 2.990,- sokkar 990,- ofl. ofl. barnafatnaður bolir 990,- flíspeysur 1.990,- softshell 3.990,- kvartbuxur 1.990,- zip off buxur 2.990,- regnbuxur 990,- regnjakkar 1.490,- gönguskór 5.490,- bakpokar 1.990,- ofl. ofl. OKKAR FRAMLAG NÝJAR VÖRUR VOR/SUMAR 09 OPIÐ VIRKA DAGA 10 – 18 LAUGARD. 11 – 16 www.utivistogsport.is MARKAÐSHORNIÐ VETUR 08/09 barnaúlpur 2.990,- flíspeysur 1.990,- dömuúlpur 2.990,- softshell 1.990,- skíðajakkar 4.990,- ofl. ofl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.