Tíminn - 03.01.1990, Qupperneq 12
12 Tíminn
Miðvikudagur 3. janúar 1990
LEIKLIST
Úti er ævintýri
Leikfélag Reykjavíkur, Borgar-
leikhús: Töfrasprotinn eftir Benóný
Ægisson. Leikstjóri: Þórunn Sigurð-
ardóttir. Leikmynd og búningar: Una
Collins. Tónskáld: Arnþór Jónasson.
Dansskáld: Hlif Svavarsdóttir. Ljósa-
hönnun: Lárus Björnsson.
Ævintýraleikrit handa börnum í
Borgarleikhúsi. Vafalaust verður
það vel þegið í því fátæklega
framboði barnaleikja sem um er að
ræða í Reykjavík alla jafna. Hér er
ekki róið á önnur mið en þau sem
vel hafa gefist - ævintýraleikir af
þessu tagi eiga sér langa hefð.
Líklega er hinn elsti slíkur sem við
eigum Nýársnóttin eftir Indriða
Einarsson, föður Þjóðleikhússins -
sem reyndar hefur aldrei verið
talið til barnaleikja beinlínis. En
Benóný Ægisson fer í sömu slóð,
lætur „ósköp venjulegan strák“,
Baldur, gista heim álfanna og finna
töfrasprota, leysa prinsessu úr
prísund, allt til að bjarga Sumar-
landinu undan hrímþursum. Er
ekki að því að spyrja: þetta kostar
nokkra karlmennsku þótt Baldur
margsegi að hann sé engin hetja.
Enda hefur hann mátt þola ýmis-
legt harðræði af skelfum skólans
áður en Álfur, sendiboði Sumar-
landsins, vitjar hans. En þegar
lokið er hetjudáðinni er ekki að
sökum að spyrja: Baldur hefur í
fullu tré við strákana og bjargar
meira að segja systur aðalskelfisins
úr bráðum háska. Sunnudaga-
skólamórallinn er þannig á sínum
stað og ástæðulaust að finna að því.
Borgarleikhúsið hefur lagt alúð
við þessa sýningu og nýtt tækni-
brögðin allótæpilega, ljósabrögð,
leikhljóð o.s.frv. Oft finnst mér
þetta raunar gert til að breiða yfir
hve textinn er beinasmár og
óhnyttinn. Því það verður að segj-
ast að ekki er Benóný Ægisson
fyndinn höfundur. Ekki eitt einasta
tilsvar í leiknum gat vakið áhorf-
andanum brosvipru, auk heldur
meir. Sýningin var líka óþarflega
löng fyrir litla krakka. Það hefði
verið hægurinn hjá að stytta text-
ann og strika eitthvað úr honum,
þó ekki væri nema Orminn ógur-
lega.
Það yrði langt mál að telja allt
það lið sem hér kemur við sögu,
enda reyni ég það ekki. Allt þetta
fagfólk skilar sínum verkum vel,
en enginn sker sig úr. Ég vil þó
nefna þá sem mest mæðir á:
Steinn Magnússon á létt með
aumingjann Baldur sem stagast á
því leikinn út í gegn að hann sé
engin hetja. Steinn er einn þeirra
ungu leikara sem maður hefur
mest auga með. Ein skemmtileg-
asta fígúra sýningarinnar er sendi-
boðinn Álfur sem Kjartan Bjarg-
mundsson leikur. Ég spái því að
Kjartan sé orðinn eða verði brátt
ómissandi í barnaleiksýningum,
svona eins og Bessi og Árni voru á
sinni tíð. Það er ekki langt síðan ég
sá Kjartan leika galdrakarl í ævin-
tyraleikriti í Iðnó, svipuðu þessu.
Ég held að hann nái vel til barna
með sínum einlæga og hrekklausa
leikstíl.
Svo er annar sem ég tek út úr:
Fággi, hálfur maður og hálfur
svartálfur sem Eggert Þorleifsson
leikur af mikilli skopgáfu eins og
hans er vandi. Satt að segja er ég
hræddur um að manni myndi hafa
leiðst sýningin töluvert án Eggerts:
það lifnaði jafnan yfir þessum
glansmyndapersónum þegar Egg-
ert kom á sviðið. Hér eru líka
skógarálfar, stórir og litlir, dvergar
og risi mikill sem Fáfnir heitir -
aftur á móti heita dvergarnir Frosti
og Fjalar: þá leika Kolbrún Péturs-
dóttir og Sólveig Halldórsdóttir en
Kjartan Ragnarsson risann. Aðra
leikendur er of langt að telja, nema
hvað Kristján Franklin Magnús
leikur Surt, prins svartálfanna, og
um leið Stjána, aðalskelfi skólans
- alveg eins og Vilborg Halldórs-
dóttir leikur í senn skólasystur
Baldurs og prinsessu í Sumarland-
inu. Þetta er vel til fundið, enda
grundvallaratriði hér, líkt og í
Gullna hliðinu, að leikurinn gerist
í hugarheimi aðalpersónunnar.
Kristján Franklín áskörulegan leik
og nýtur sín betur hér en ég hef séð
til hans um nokkurt skeið.
Þórunn Sigurðardóttir stýrir liði
sínu vel, tónskáld og dansskáld,
búningahönnuður og ljósameist-
ari, allt hefur þetta fólk lagt sig
fram að skapa fjöruga sýningu
handa börnum sem þau hafa vafa-
laust yndi af. Það breytir því ekki
að snarpari og hugkvæmari texta
frá höfundarins hendi þarf til að
kveikja áhugann. Það er nefnilega
erfitt að búa til góða sýningu án
undirstöðu í bragðmiklum texta.
Hins er skylt að geta að Benóný
hefur farið mikið fram frá því ég sá
síðast verk eftir hann, Halló, litla
þjóð, sem hann samdi ásamt Magn-
eu Matthíasdóttur og sýnt var í
Hafnarfirði vansællar minningar.
Svo að með þessu áframhaldi gæti
næsta leikrit hans orðið nokkuð
gott.
Eftirmáli
Þetta verður mín síðasta leikhús-
umsögn, í bili að minnsta kosti.
Það hefur verið gaman að fylgjast
náið með leiklistinni í bænum þessi
Kjartan Bjargmundsson sem álfur
út úr hól.
I heimi ævintýra og furðudýra.
Á frumsýningu tók jólasveinn á móti börnunum.
Ása Hlín Svavardóttir og Vilborg Halldórsdóttir fjötraðar í fangelsi. ,
sex ár. Nú eru tímamót: Borgar-
leikhúsið er komið upp, Þjóð-
leikhúsið býr við andbyr og hyggst
hressa sig upp með því að bylta sal
leikhússins. Litlu leikhóparnir, í
kjöllurum og uppi undir risi, hafa
oft verið skemmtilegir, salt jarðar
í leikhúslífi.
Þannig hafa árin liðið. Ég óska
leikhúsgestum góðrar skemmtun-
ar, listamönnum leikhúsanna meiri
þroska og dýpri túlkunar og þakka
lesendum sem viljað hafa hugsa
um leiklist með hliðsjón af því sem
ég hef verið að skrifa. Slíkar um-
sagnir eru einmitt í besta falli til
þess að hafa til hliðsjónar. Þær eiga
ekki að vera hæstaréttardómur,
aldrei.
Að svo mæltu sendi ég lesendum
mínum kveðju og bið þá eiga
margar góðar leikstundir í framtíð-
inni.
Gunnar Stefánsson