Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 1
Oldur umróts í A-Evrópu brotna á Islandsströndum: Austur-þjóðverjar loka sendiráði til að spara A-Þjóðverjar hyggjast loka sendiráði sínu í Reykjavík á vormán- uðum, í sparnaðar- skyni. Sendifulltrúi A- þýskra gekk á fund ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytis í fyrra- dag og tilkynnti um þessa ákvörðun. Eftir að sendiráðinu hefur verið lokað munu dipl- omatísk samskipti þjóðanna fara gegn- um sendiráð A-þýskra í Osló. Efnahagslegar ástæður knýja A-Þjóð- verja til að loka sendi- ráðum víðar og nefndi sendifulltrúinn að ein- hverjum sendiráðum í Afríku verður einnig lokað. • Blaðsíða 2 Sendiráð A-þýskra, sem lagt verður niður í sparnaðarskyni. Tímamynd: Árni Bjarna Myndbandi með for- setanumvarstolið U-matic myndbandsupptökutæki og hlutum tengdum því, var stolið fyrir utan húsnæði Kvikmyndagerðarinnar Þumals laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Einnig var stolið tveimur plastpokum með myndbandsspólum, sem höfðu að geyma myndir af því er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands veitti mótttöku viðurkenn- ingu frá samtökum í San Diego í Bandaríkjunum, í ráðherrabú- staðnum í gær. Eigandi tækjanna og myndbandanna, Karl Sigtryggsson sagði svo frá í samtali víð Tímann í gær; „Eg skildi þetta eftir fyrir utan dyrnar hjá mér á Suðuriandsbraut 12, því ég þurfti að fara upp tíl að taka úr lás. Þegar ég kom aftur niður var allt horfið.“ Karl teiur að ekki hafi liðið nema tvær til þrjár mínútur frá því hann skildi við hlutina, þar til hann var kominn til baka og allt var horfíð. Hann varð var við tvær manneskjur í dökkum amerískum jeppa í nágrenninu þegar hann skildi við tækin og hljóp upp, en jeppin var á bakog burt þegar hann kom aftur og tækin voru horfin. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.