Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. janúar 1990 Tíminn 7 Landið og hafíð umhverfís það er óumdeilanleg eign íslensku þjóðarinnar. Ef sjálfsforræði hennar yfir þeim auði er kastað á glæ getur orðið erfítt að endurheimta hann síðar. Tímamynd Pjetur niðurstöðum eða taka fljótfæm- islegar ákvarðanir. Ríki Austur-Evrópu eru illa á sig komin fjárhagslega, tækni víða fmmstæð og tæknikunnátta því af skomum skammti. Meng- un er gífurleg og framleiðslu- og atvinnufyrirtæki þurfa að ganga í gegnum mikla endursköpun ef þau eiga að mæta samkeppni þróaðra iðnríkja. Frelsið og sjálfsákvörðunar- rétturinn er ekki eitthvað sem færir velmegun og neysluúrval á silfurfati. Austur-Evrópa á því langa og stranga leið fyrir hönd- um til að ná þeim lífskjörum sem sjálfsögð þykja á Vestur- löndum. Á þeirri vegferð getur enn margt gerst og skref allt eins stigin aftur á bak eins og fram á leið. Ábyrgir stjórnmálamenn á íslandi sýnast telja að með hruni kommúnismans sé friður tryggð- ur og tortryggni eytt milli austurs og vesturs. Þótt ekki séu nema örfáir mánuðir síðan alræðis- stjórnirnar misstu undan sér brauðfæturna er farið að gera ráð fyrir að varnarbandalög séu úrelt þing og að þau beri að leggja niður á stundinni. En sjálfsagt er óhætt að bíða enn um stund og virða fyrir sér framvinduna áður en vestrænar þjóðir láti af allri árvekni. Þegar hefur verið hætt við smíði áhrifaríkra og rándýrra hergagna, sem búið var að ákveða kaup á fyrir hrun kommúnismans og áttu að styrkja vamarmátt vestrænna þjóða. Það er af hinu góða og vonandi verður hægt að minnka bæði herafla og tækjakostnað til mikilla muna áður en langt um líður. Ólga og órói Hins vegar verða menn að vera á varðbergi gagnvart þeim mikla óróa og ólgu sem farin er að láta á sér kræla í Sovétríkjun- um og öðrum Varsjárbandalags- ríkjum og enginn veit enn til hvers kann að leiða. Stjórnendur þeirra ríkja eru fæstir kjörnir í lýðræðislegum kosningum og eru fremur bylt- ingarmenn en rétt kosnir leiðtogar. Þeir eru því ekki fastir í sessi og enginn veit eiginlega hvaða stjórnkerfi er við lýði í þeim sviftingum sem nú eiga sér stað. Það má ljóst vera að átökin í kommúnistaheiminum eru ekki einvörðungu af pólitískum toga eða að þeim sé einhliða beint gegn sósíalismanum með þeirri kröfu að markaðs- og frjáls- hyggja komi í stað áætlanabú- skapar. Það er tekist á um yfirráð yfir landi, héruðum eða þjóðlöndum. Tunga og trúar- brögð og mismunandi menning- ararfleifð skiptir fólki í fylkingar og það er kaldhæðnislegt að einmitt í Sovétríkjunum og nokkrum öðrum kommúnista- löndum er þessa dagana verið að afsanna kenningar Karls Marx um alþjóðahyggju verka- manna svo rækilega að ekki kæmi á óvart þótt á eftir komi endurskoðun á takmarkalausri alþjóðahyggju markaðar og auðmagns, en áróður fyrir þeim trúarbrögðum er rekinn af jafn- vel enn meiri óbilgirni en marx- istum tókst nokkru sinni að viðhafa til að reka kenningar sínar ofan í þjóðir með góðu eða illu. Ríki eða fylki? Á tímum mikilla átaka vegna trúarbragða og þjóðernis- hyggju, kynþáttaátök má víst eicki nefna í okkar heimshluta, eru þjóðir Vestur-Evrópu að mynda miklar efnahagsheildir og Evrópubandalagið verður fyrr en varir orðið að eins konar pólitísku alríki og þjóðlöndin að fylkjum ef áætlanir ganga eftir. Samningar milli EFTA og EB gera ísland háð þessu bandalagi og er jafnvel talað um að ein- hverjar EFTA-þjóðanna gangi alfarið í EB og er Austurríki t.d. búið að sækja um upptöku. Önnur fyrrum EFTA-lönd eru þegar komin í Efnahagsbanda- lagið. Á íslandi er áróður rekinn fyrir því að sú ofurfámenna þjóð sem hér býr gangi inn í ríkja- heildina og láta þeir áköfustu eins og að sú ákvörðun þoli enga bið. Er gauragangurinn svo mik- ill að verið er að telja fólki hér trú um að íslendingar missi af einhverju einstöku tækifæri ef ekki er rokið til að ganga í stórþjóðabandalagið, helst ekki síðar en 1992. Ruglað er með að allur okkar útflutningur sé í hættu og að ísland muni einangrast ef tæki- færið er ekki gripið strax. Sú röksemd sem hæst er hald- ið á lofti er að íslendingar verði að borga svo háan toll af útflutn- ingi sínum að markaðir lokist ef þeir gerast ekki ríkisborgarar í hinni nýju Evrópu strax. Aftur á móti er því aldrei haldið fram að þeir sem framleiða vöru sem hingað flyst borgi tollana af henni. Ekki er vitað betur en að sá íslendingur sem kaupir jap- anskan bíl borgi af honum toll- inn en ekki j apanski selj andinn. Sjálfsagt er að fylgjast vel með þróun mála í Vestur-Evr- ópu og fámenn þjóð á alls ekki að einangra sig frá umheiminum og síst nágrönnum sínum sem búa að svipaðri menningararf- leifð. En það hlýtur að vera óhætt að doka aðeins við áður en farið verður að rugla reytun- um. Sem fyrr er getið er ómögulegt að spá hvert þjóðernishræring- arnar í Austur-Evrópu kunna að leiða. En þær eru í algjörri andstöðu við þann ríkjasamruna sem fara á að gera tilraun með í vestanverðri álfunni. Peristrokjan í Sovétríkjunum er enn ekkert annað en opin umræða og hefur ekki leitt til úrbóta nema á sviði upplýsinga og að sjálfsákvörðunarréttur þjóða og þjóðabrota er viður- kenndur. Vegna peristrokjunn- ar hafa stjórnarbyltingar verið gerðar í fyrrum leppríkjum. Framtíð Evrópu hlýtur að mótast mjög vegna þeirra gjör- breytinga sem orðið hafa síðustu einn eða tvo mánuði. Þýskaland er að verða allt annað en það var á haustmánuðum og jámtjaldið er að lyftast en á þessari stundu getur enginn vitað fyrir víst að það muni ekki skella niður aftur og þá ekki hvar. Landamæri geta farið á ferð og flug og hafa gert að oft á öld svo lengi sem sögur greina. Eða ætlar einhver sér þá dul að geta sagt fyrir víst hvernig Júgóslavía muni líta út t.d. í júlímánuði n.k.? Eða hefur nokkur heyrt hvíslingar um að Austur-Prúss- land og Pommern séu þýskt land þegar allt kemur til alls? Það Evrópubandalag sem nú er til og að er stefnt að verði 1992 kann að líta allt öðru vísi út innan tíðar, en nú er ráð fyrir gert. Þegar ákveðið var að ríkja- bandalag Evrópu yrði til árið 1992 var ekki séð hve gífurleg áhrif glasnost Gorbatsjovs myndi hafa í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu og eins innan Sovétríkjanna hvað varðar þjóðfrelsisöflin sem nú eru að leysast úr læðingi. Það sem áður er sagt um áhrifaleysi peristrokj- unnar á við að hún hafi ekki haft áhrif á sovéskt efnahagslíf, en það sýnist enn þunglamalegra en sjálf hugmyndafræðin. Ástandinu í Austur-Evrópu er helst líkjandi við byltingu sem enginn sér fyrir endann á hvert leiðir. Bandalag ríku iðn- aðarþjóðanna í vestri hlýtur að taka tillit til annarrar þróunar í álfunni sem enn skiptist í tvennt vegna þess að þjóðirnar eru í sitthvoru hernaðarbandalaginu og búa við gjörólík efnahags- kerfi. Spilaborgir í öllum þeim sviftingum sem eiga sér stað er ekki hægt að ákvarða hvert þróun stefnir og hver viðhorf verða um árþús- undaskiptin, sem eru skammt undan í tímanum. Og það er engin hætta á að íslendingar missi af einu eða neinu þótt ekki sé hlaupið til og samsamast evrópskum banda- ríkjum á næstu mánuðum eða árum, eins og sífellt er verið að halda fram af þeim sem ákafastir eru að ganga í Evrópubandalag- ið. Öll sú yfirþyrmandi markaðs- hyggja sem tröllríður þjóðum og ríkjaheildum getur allt eins verið orðin úrelt áður en við er litið, rétt eins og kommúnism- inn. Fjármagnsflæði og verslun með peninga og margskyns verðpappíra er ótraustur grunn- ur að byggja sjálfræði þjóða og ríkjaheilda á. Sú spilaborg getur reynst allt eins fallvölt og hégilj- ur marxismans. Allt eins er líklegt að það Evrópubandalag sem sett er á koppinn verði ekki langlífara en mörg önnur mannanna verk sem standa eiga til eilífðar. Að minnsta kosti er dálítið undar- legt að á sama tíma og aðrar bandalagsheildir eru að losna úr böndunum halda sumir að hægt sé að sameina þjóðir með ólík tungumál í eina heild, sama þótt kölluð sé efnahagsheild og að það dæmi gangi upp til frambúð- ar. Og hvar lenda svo smáríkin þegar efnahagsvefurinn fer að slitna? Best að hlúa að því sem maður á og veit hvað er, fremur en að kasta sér til sunds út í grugguga óvissu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.