Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 14
22 Tíminn ^%/Mím VATRYGGINGAFfiLAfi ^flaf ÍSLANDS HF ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Dodge Shadow árgerð 1989 Volvo 440 árgerð 1989 Mazda 323 GTI árgerð 1988 Fiat Uno árgerð 1988 MMC Lancer árgerð 1987 Ford Fiesta árgerð 1986 Mazda 626 2000 GLX árgerð 1986 Lada árgerð 1986 Lada Safir árgerð 1986 Fiat Regata árgerð 1985 Fiat Panorama árgerð 1985 MMC Colt árgerð 1985 Honda Civic GTI árgerð 1985 BMW 520 i árgerð 1982 Citroén GSA árgerð 1981 Mazda 323 árgerð 1981 Daihatsu Charade árgerð 1980 Mótorhjól: Suzuki GSR 1100 árgerð 1988 Honda CBR 600 árgerð 1988 Bifreiðirnar verða sýndar að -löfðabakka 9, Reykjavík (í kjallara norðurálmu), mánudaginn 29. janúar 1990, kl. 12-17. Á SAMA TÍMA: Á Patreksfirði: MMC Pajero árgerð 1986 Á Siglufirði: Skoda 130 árgerð 1987 MMC Galant 2000 GLX árgerð 1987 Á Höfn í Hornafirði: Chevrolet Monza árgerð 1986 BMW518 árgerð 1980 Suzuki TS 50 X mótorhjól árgerð 1987 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands, Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl. 17:00 sama dag. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjadeild - * FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 31. janúar 1990 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kjara- og samningamál. 3. Önnur mál. Mætið stundvíslega. Stjórnin. t Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar Ólafs Inga Jónssonar Sefgöröum 22, Seltjarnarnesi Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11 E, Landspítalanum. Sigríður Sigurjónsdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir Helga Guðjónsdóttir Ingi Rafn Ólafsson Málfrfður Jónsdóttir Sigurjón Ólafsson Anna Jónsdóttir _______________________________________Laugardagur 27. janúar 1990 llllllllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllll Bjarni Jónsson Fæddur 2. september 1908 Dáinn 10. janúar 1990 Foreldrar Bjarna voru Jón Kjart- ansson og kona hans Guðrún Guð- mundsdóttir. Þau bjuggu í nokkur ár að Svanshóli í Bjarnarfirði og þar fæddist Bjarni. Börn þeirra urðu alls ellefu talsins og var lífsbaráttan hörð hjá þessari stóru fjölskyldu. Vorið 1915 fluttist fjölskyldan að Asparvík og þar átti hún heimili sitt til vorsins 1951 að Bjarni og foreldr- ar hans fluttu að Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. f Asparvxk var lítið og illt land til ræktunar. Mikið grjót, urðir og klettar eru í næsta nágrenni bæjar- ins. Lítils háttar ræktun var gerð í Asparvíkurdal, nokkuð fjarri bæ. Því var heyskapur erfiður og ekki unnt að hafa stórt bú, þó svo að sumarland væri gott fyrir sauðfé og það yrði vænt á Asparvíkurdal. Þeir feðgar stunduðu sjó jöfnum höndum meðfram búskapnum og einnig nýttu þeir vel hlunnindi jarðarinnar, sel- veiði, reka og fleira. Systkini Bjama unnu flest að búskapnum með for- eldrum sínum til fullorðinsára. Þau hurfu smám saman til annarra staða og stofnuðu eigin heimili. Selveiðin gaf bæði mat til heimilis- ins og verðmæt skinn til sölu og öflunar tekna fyrir heimilið. Kjötið af selunum var saltað og hreifar súrsaðir og var það höfðingjamatur. Hákarl var veiddur og verkaður að staðaldri og hélst sú þjóðlega hefð eftir að Bjarni flutti í Bjarnarhöfn. Timbur af rekanum var notað til hvers konar húsagerðar. Bjarni byggði íbúðarhús í Asparvík úr rekaviði. Hann sagaði allt timbrið í húsið sjálfur með aðstoð vanda- manna sinna. Slíkt verk var erfitt áður en vélsagir komu og krafðist margra svitadropa. Sjósóknin á smábáti krafðist mik- ils erfiðis og góðrar athygli um veðurlag, fiskigöngur og fleira svo komist væri hjá slysum. Bjarni var afar nákvæmur, glöggur og gætinn í þessu efni og farnaðist sjómennskan vel. Á stríðsárunum eyddist fiskur á grunrislóð í Húnaflóanum eins og víða annars staðar um landið. Eftir það þurfti að sækja mun lengra en áður til að fá góðan afla og erfiðið við sjósóknina jókst. Bjarni kvæntist Laufeyju Val- geirsdóttur frá Norðurfirði í Árnes- hreppi 29. ágúst 1936. Þau hófu strax búskap við hlið foreldra Bjarna í Asparvík og tóku við búinu að fullu eftir nokkur ár. Þau bjuggu þar til vorsins 1951. Þá keypti Bjarni land- námsjörðina og höfuðbólið Bjarnar- höfn og fluttist þangað með börn sín. Foreldrar hans fylgdu honum þangað og einnig Ari, yngsti bróðir hans. Þá voru fædd níu af tíu bömum þeirra hjóna. Ástæður þessarar ráðabreytni voru ýmsar. Eldri börn- in voru að komast á framhaldsskóla- aldur en langt var að sækja skóla frá Asparvík. Fjölskyldan var orðin stór og þurfti meira til viðurværis en áður var. Fiskigengd hafði rýrnað og lengra og erfiðara var að sækja bóndi í Bjarnarhöfn aflann á sjóinn af þeim ástæðum. Síðast en ekki síst kenndi Bjarni heilsubrests sem gerði honum óhægt um vik að stunda jafnerfiða vinnu og hann hafði gert. Þessi mannmarga og myndarlega fjölskylda vakti strax athygli þegar hún kom á Snæfellsnes. í Bjarnar- höfn er mikið landrými, bæði til ræktunar og beitar. Landkostir eru miklir og fjölbreyttir bæði til lands og sjávar. Hafin var stórfelld ræktun og í kjölfarið var búið stækkað ört. Þegar Bjarni kom að norðan voru fjárskiptin nýafstaðin á Snæfellsnes- inu. Bjarni kom með allmörg kollótt lömb blönduð Svanshólsfjárstofni að Bjarnarhöfn og það varð uppistaðan í hans fjárstofni. í fyrstu hafði hann blandað bú og framleiddi auk sauðfjárafurða mjólk til sölu. En fjósið var ekki til fram- búðar og því hætti hann mjólkur- framleiðslu en kom upp stóru fjárbúi og hann ásamt sonum sínum byggði ný, stór og vönduð fjárhús yfir féð og heyin. Féð var frjósamt og arðsamt. Jafnframt landbúskapnum nytjaði hann sjávarhlunnindi jarðarinnar, selveiði, varp og fleira á sama hátt og hann hafði áður gert í Asparvík. Hann var mikill elju- og afkastamað- ur í vinnu. Mikil búskaparumsvif hafa verið í Bjarnarhöfn og að jafnaði hefur verið þar margt fólk í heimili. Ung- lingar hafa sóst eftir að dvelja þar og hafa notið þess að taka þar þátt í afar fjölbreyttum störfum til sjós og lands. Þau störf hafa gefið ung- lingunum meiri reynslu og þekkingu á ýmsu í náttúrunni heldur en margra vetra seta á skólabekk og gefið lífsfyllingu. Bjarni tók talsverðan þátt í félags- málum sveitunga sinna, bæði á Ströndum og í Helgafellssveit. Hann sat í hreppsnefnd og var oddviti um skeið. Hann var í skólanefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Hann beitti sér fyrir umbótum í skólamál- um Helgafellssveitar stuttu eftir að hann kom þangað og einnig fyrir því að félagsheimili var reist á Skildi. En þar hafði lengi verið lítið þinghús hreppsbúa. Börn hans og fjölskylda öll lögðu sitt af mörkum til að auðga félagslíf sveitarinnar. Bjarni var verklaginn og smiður að upplagi. Síðustu árin sem hann bjó í Asparvík smíðaði hann brú á Fossá sem rennur norðan við túnið í Asparvík á leiðinni norður til Eyja. Á þessi er forað í vatnavöxtum og oftast vatnsmikil, straumhörð, grýtt og ill yfirferðar. Ekki var þá kominn bílvegur þarna norður eftir og þurfti að flytja steypuefni í stöplana á reiðingshestum. Brúargólfið er úr rekatrjám sem dregin voru úr fjöru á brúarstæðið. Bjarni naut aðstoðar vandamanna sinna við þetta verk en lítillar tæknilegrar aðstoðar þó svo það væri afar vandasamt og erfitt í framkvæmd. Brú þessi er enn notuð og er fær stórum bílum en hún er á þjóðleiðinni norður í Árneshrepp. í Bjarnarhöfn er forn bændakirkja úr timbri. Bjarni beitti sér fyrir í samvinnu við þjóðminjavörð og fleiri að hún var tekin til gagngerðra endurbóta árið 1961 og færð í upp- runalegt horf og er hún nú hið fegursta guðshús. Jafnframt var kirkjugarðurinn girtur mjög vand- aðri girðingu sem er næstum einstök að gerð. Þetta framtak og þau verk sem ég hef nefnt munu ein sér lengi halda á lofti minningu Bjarna bónda í Bjarnarhöfn. Eins og fyrr segir eignuðust Bjarn- arhafnarhjónin tíu böm. Þau eru í aldursröð: Aðalheiður, gift Jónasi Þorsteinssyni, fyrrverandi bónda á Ytri-Kóngsbakka. Hildibrandur. Hann er kvæntur Hrefnu Garðarsdóttur, þau búa í Bjarnarhöfn ásamt Brynjari, syni Hildibrands. Reynir. Hann stundaði búvísinda- nám í Moskvuháskóla og kvæntist rússneskri konu, Sibilu að nafni og er hún tannlæknir að mennt. Hann starfaði í Reykjavík við kennslu og að gerð kennslubóka fáein ár en lést ungur afvöldum krabbameins. Kona hans og dóttir fluttu til Svíþjóðar eftir lát hans. Ásta. Hún ergift Bjarna Alexand- erssyni, bónda á Stakkhamri. Jón, skólastjóri við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann er kvænt- ur Ingibjörgu Kolka Bergsteinsdótt- ur. Sesselja. Hún er gift Ríkarði Brynjólfssyni, kennara á Hvanneyri. Sigurður Karl búfræðikandidat. Framleiðslustjóri við Loðskinn hf. á Sauðárkróki. Hann er kvæntur Jó- hönnu Alexandersdóttur. Guðrún meinatæknir. Hún er ógift og býr í Reykjavík. Signý líffræðingur. Hún er búsett á Sauðárkróki og gift sr. Hjálmari Jónssyni prófasti. Valgeir búfræðikandidat. Hann er ókvæntur og er kennari á Hólum í Hjaltadal. Afkomendur systkinanna, böm og bamabörn, eru 34 talsins. Athygli hefur vakið hve mörg systkinanna fóm í framhaldsnám að loknu skyldunámi. Sex þeirra luku há- skólanámi. Fjölskyldan í Bjarnarhöfn hefur verið afar samhent í öllu. Heilsu- brestur sá sem hrjáði Bjama öðru hverju á fullorðinsámm hans olli því að meira álag varð á Laufeyju og bömunum við bústörfin og að sjá fyrir daglegum þörfum heimilisins. Þá stóðu allir á heimilinu saman sem einn maður. Laufey sýndi að hún var af sterkum stofni komin og lét ekki deigan síga þótt á móti blési. Síðasta hálfa árið var Bjarni sjúkl- ingur á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, þar sem hann andaðist á 82. aldurs- ári. Bjarni var lagður til hinstu hvílu í móður jörð í Bjarnarhafnarkirkju- garði 20. janúar að viðstöddu fjöl- menni. Ég þakka þessum látna vini mín- um samfylgdina, bjartsýni hans og alla þá hlýju og vinsemd sem hann miðlaði samferðafólkinu og ég átti alltaf að mæta hjá honum. Blessuð sé minning hans. Laufeyju, börnunum og öðrum vandamönnum votta ég og kona mín samúð okkar. \\\ DAGVI8T BAKIVA Forstaða leikskóla Dagvist barna auglýsir lausar stöður forstöðu- manna við tvo nýja leikskóla, Klettaborg við Dyrhamra og Heiðarborg við Selásbraut sem áætlað er að taki til starfa í apríl næstkomandi. Um er að ræða leikskóla þar sem byggt verður á nýbreytni í leikskólastarfi bæði hvað varðar innra starf og húsnæði. Fóstrumenntun áskilin. Upplýs- ingar veita framkvæmdastjóri og deildarstjóri Dag- vistar barna í síma 27277. ■ Gunnar Guðbjartsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.