Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. janúar 1990 Tíminn 21 Guðrún Alda Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna veröur meö matarspjallsfund í Lækjarbrekku, miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið tii Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást í hópinn. Faroggisting í svefnpokaplássi mun kostatvötil þrjú þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. Elín R. Líndal Viðtalstími LFK Elín R. Líndal, varaþingmaður á Norðurlandi vestra, verður til viðtals, þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 17-19 í Nóatúni 21, sími 24480. Allir velkomnir. LFK. JónHelgason Guðni Ágústsson UnnurStefánsdóttir Hreppamenn Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími verður á Flúðum, þriðjudags- kvöldið 30. janúar nk. kl. 21.00 Fundarboðendur. Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Hafnarfjörður, þriðjud. 30. janúar kl. 20 Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin Keflavík Skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins um val frambjóðenda í komandi bæjarstjórnarkosningum fer fram í Félagsheimili flokksins að Hafnargötu 62 sunnudaginn 28. janúar kl. 10.00-17.00. Skoðanakönnunin er opin öllum stuðningsmönnum flokksins. Mætið vel og takið þátt í könnuninni. Kaffiveitingar á staðnum. Uppstillingarnefnd SPEGILL Tvíburarnir í ALF- sjónvarpsþáttunum Það verður kannski einhver af áhorfendum ALF-þáttanna hissa á fyrirsögninni hér fyrir ofan og hugsar með sjálfum sér: „Það er ekki nema eitt lítið barn á heimilinu þar sem ALF-þættirnir gerast. Hvaða tvíbura er verið að tala um?“ En það er staðreynd, að hinir 11 mánaða tvíburar, Charles ,og J.R. Nickerson, leika þarna báðir, - en til skiptis í sama hlutverkinu. Það eru ströng lög í Kaliforníu sem takmarka mjög tímann sem börn mega vera í myndatöku fyrir kvikmyndir á dag. Svo málið var leyst með því að fá tvíbura til að leika litla barnið á heimilinu, þar sem geimveran ALF er sestur að, og þeir leika og hvílast til skiptis, svo myndatakan geti gengið sinn gang. Nickerson-tvíburamir skemmta sér vel saman í hléi frá upptöku, - en þegar myndavélin fer í gang, þá er aðeins annar í sviðsljósinu í einu, en hver það er veit enginn af stjórnendum né tæknimönnum, því að strákarnir era nákvæmlega eins. SAMAN Á NÝ EFTIR 20 ÁRA AÐSKILNAÐ - Joan Collins og Anthony Newley, fyrrv. eiginmaður hennar eru að taka saman á ný Joan Collins, sem árum saman hefur leikið glæfrakvenndið Alexis í Dynasty-sjónvarpsþáttunum, eyddi jólafríinu sínu með breska leikaranum Anthony Newley, sem hún - fyrir 20 árum - skildi við eftir 8 ára hjónaband. Eftir margra ára þrætu og illmæli hvort um annað eru þau nú óaðskiljanleg. Vinir þeirra segjast þegar heyra brúð- kaups-klukknahljóm nálgast. Þau Joan og Anthony Newley eignuðust tvö börn í hjónaband- inu, dóttur sem er 26 ára og heitir Tara og Sasha 23 ára. Fyrir tveimur árum veiktist Anthony, faðir þeirra, alvarlega. Þá höfðu þau samband við móður sína í Holly- wood og báðu hana að koma að sjúkrabeði hans. Þau Joan og An- thony sættust þá heilum sáttum og stofnuðu til vinskapar á ný. Nú hefur vinskapurinn þróast í ástar- samband og er víst enginn jafnhissa á þessu og þau sjálf! Joan sagði nýlega við vini sína í Los Angeles: „Hann er sá síðasti sem mér hefði dottið í hug að ég ætti eftir að taka upp ástarsamband við. Það er ekki hægt að útskýra það, en eitthvað lifnaði við í brjóst- um okkar beggja og tilfinningin er indæl. Við höfum samt ákveðið að vera ekki of fljót á okkur og ætlum að taka þessu rólega,“ sagði Joan, þegar hún var spurð hvort gifting væri fyrirhuguð á næstunni. Þau voru öll saman um jólin, Joan, Anthony og börn þeirra og þetta var allt í sátt og samlyndi. Joan mætti á frumsýningu hjá An- thony Newley á söngleiknum „Stöðvið heiminn, hér fer ég úr“ (Stop the World, I Want To Get Off“), og var mjög hrifin. í bók sinni „Past Imperfect" segir hin 55 ára Joan Collins m.a. um Anthony, fyrrv. eiginmann sinn, að hún hafi skilið við hann, því að „hann var algjörlega mis- lukkaður sem eiginmaður, elsk- hugi og faðir“. Þessu svaraði hinn reiði Newley í blaði með orðunum: „Það er vítavert fyrir karlmann að vera frekur og klúr í framkomu, - en fyrir konu er það ófyrirgefanlegt. Hún hefur stungið mig rýtings- stungu og snúið hnífnum í sárinu. “ En þetta var allt löngu áður en sættir tókust milli þeirra. Nú er annað hljóð komið í strokkinn. Nýlega var haft eftir Anthony: „Við áttum saman átta yndisleg ár og eignuðumst tvö börn. Það hefur alltaf verið sterkt band á milli okkar. Joan er stórkostleg kona“. Glaðst yfir hátíðartcrtunni fyrir 23 árum, á 5 ára brúðkaupsdegi þeirra Joan og Anthony Newley. Saman á ný. Joan óskar Anthony til hamingju með frumsýninguna í London á „Stöðvið heiminn ...“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.