Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 27. janúar 1989 Toyota Corolla 1600 Gti 1988 ekinn 32.000 km □ Rafmagn í rúðum □ Raflæsingar □ Sóllúga □ □ Vökvastýri □ Vetrar- og sumardekk. □ Skipti möguleg. Verðhugmynd 1.050.000.- Upplýsingar í síma 686300 frá kl. 9.00 til 14.30 og 675603 eftir kl. 18.00. Frá Lögmönnum Höfðabakka Hreinn Loftsson, héraðsdómslögmaður, sem rekið hefur eigin lögmannsstofu að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, hefur frá og með 15. janúar 1990 gerst meðeigandi í Lögfræðistofunni Höfðabakka 9 s.f. Mun hann því héðan í frá lögfræðistofuna í félagi við Vilhjálm Árnason, hrl., Ólaf Axelsson, hrl., Eirík Tómasson, hrl., og Árna Vilhjálmsson, hdl. Jafnframt hefur verið ákveðið frá og með sama degi, að breyta nafni félagsins í Lögmenn Höfða- bakka s.f. Reykjavík, 26. janúar 1990 LÖGMENN HÖFÐABAKKA Vilhjálmur Árnason, hrl. Ólafur Axelsson, hrl. Eiríkur Tómasson, hrl. Árni Vilhjálmsson, hdl. Hreinn Loftsson, hdl. Hef opnað lækninga- stofu að Lágmúla 5 Tímapantanir frá kl. 10 til 12 virka daga í síma 34354. Vigfús Magnússon geðlæknir. Sendiráð Þýska alþýðulýöveldissins lagt niður hér á landi á vormánuðum: Oldur umbrota hafa áhrif hér Öldur umbrota í Austur-Evrópu eru farin að hafa áhríf hér á landi, sem lýsir sér í því að Austur-Þjóðverjar hafa ákveðið að leggja niður sendiráð sitt hér á landi í sparnaðarskyni. SendifuUtrúi þeirra gekk á fund ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins í fyrradag og tilkynnti um ákvörðun þessa. Þegar sendiráðinu verður lokað, sem verður nú á vormánuðum, kemur sendiráð þeirra í Osló tU með að sjá um diplómatísk tengsl við ísland. Breytingin verður í raun ekki mikil, því sendiráð þeirra hér á landi, sem er án sendiherra, hefur veríð útibú sendiráðs Þýska alþýðulýðveldisins í Osló. Klaus Bredow settur sendifulltrúi hér á landi sagði í samtali við Tímann að ekki væri búið að ákveða neina dagsetningu í þessu sambandi, en því yrði lokað nú á vormánuðum, líklega í apríl. „Pað veltur hins vegar á ýmsu,“ sagði Klaus Bredow. Fram til þess tíma er sendiráðinu verður lokað, verður unnið að undir- búningi flutningsins og eignir seldar. Hvers vegna lokið þið sendiráð- inu? „Það er eingöngu vegna efna- hagslegra ástæðna, þetta hefur ekk- ert með afstöðu okkar til íslands að gera. Við eru áhugasöm og tilbúin til að halda áfram góðum samskiptum við ísland í framtíðinni sem hingað til. Sendiherra okkar í Osló mun framvegis hafa ísland á sinni könnu,“ sagði sendifulltrúinn. Hann sagði að fleiri sendiráðum yrði lokað vegna sömu ástæðu, m.a. í Afríku. Það að sendiráðsskrifstofu sé lok- að hér á landi er ekki einsdæmi og má m.a. nefna að Búlgarar opnuðu hér álíka viðskiptaskrifstofu fyrir 10 til 15 árum, en lögðu hana niður eftir þriggja eða fjögurra ára rekstur. Eins lokuðu Póiverjar sinni skrif- stofu hér á landi um tíma en opnuðu hana síðan aftur. Klaus Bredow hefur verið sendi- fulltrúi hér á landi síðan í júlí 1986. Aðspurður hvert hann færi að lok- inni veru sinni hér á landi, sagðist hann halda áfram störfum í utanrík- isþjónustunni. Stjórnmálatengsl íslands og Aust- ur-Þýskalands breytast ekkert við þessa ákvörðun, því sendiráðið þeirra hér á landi hefur verið útibú frá sendiráðinu í Osló, þar sem sendiherrann situr. Fyrirkomulagið verður því með svipuðum hætti og málum er hagað af hálfu íslendinga, því ísland hefur ekki sendiráð eða viðskiptaskrifstofu í A-Þýskalandi. Að sögn Hannesar Hafstein ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneytinu hafa aðrar A-Evrópuþjóðir ekki til- kynnt um að þau hyggist leggja niður sendiráð sín hér á landi. Eins og fram kom hjá sendifull- trúanum er þessi ákvörðun eingöngu tekin vegna þess að ríkið er illa statt fjárhagslega. Miklar breytingar þarf að gera á efnahagskerfinu á mörgum sviðum og ef ætla Austur-Þjóðverjar ætla að gera gjaldmiðil sinn almennt gjaldgengan, þá breytast ýmsar stærðir. Með breytingum á ríkisaf- skiptum, þar sem fjölmörg atrið sem ríkið hafði með að gera áður flyst nú væntanlega yfir á hendur einstakl- inganna og því hefur þörfin fyrir sendiráð m.a. hér á landi hafi minnkað. Austur- og Vestur-Þjóðverjar eiga nú í viðræðum um gífurlega efna- hagsaðstoð til handa Austur-Þjóð- verjum, en sú aðstoð er bundin því skilyrði að hálfu Vestur-Þjóðverja að tekið verði upp blandað hagkerfi í Austur-Þýskalandi. -ABÓ Helgi Jónsson - Odin Áir hefur tekið í notkun fyrstu Jetstream skrúfuþotuna af þrem sem félagið hefur eignast. Vélarnar verða einkum notaðar í Grænlandsflugi. Tímamynd; Pjelur Nýjar flugvélar í Grænlandsflug Helga Jónssonar — Odin Air: í Jetstream til Kúlúsúkk Flugþjónusta Helga Jónssonar - Odin Air hefur tekið eignast og tekið í notkun flugvél af gerðinni Jetstream HT 137 en tvær aðrar bætast í flotann innan tíðar. Vélarnar verða einkum notaðar á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Kúlúsúkk á Grænlandi. Jetstream HT 137 vélamar taka 18 farþega í sæti og leysa af hólmi helmingi minni flugvélar Helga Jóns- sonar af gerðinni Mithsubisi. Vél- arnar eru ný skoðaðar og yfirfarnar og búnar tveim hreyflum frá Aero- spatiale í Frakklandi, sömu gerðar og eru í Sif; þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Farþegarýmið er með jafnþrýsti- búnaði og flughraði er um 250 hnútar eða 450 kílómetrar á klukkustund. Flugtími milli Kúlúsúkk og Reykja- víkur er 1 klukkustund og 45 mínútur. Odin Air flýgur einu sinni í viku til Grænlands nú í vetur en í sumar stendur til að fljúga fimm sinnum í viku að sögn Páls Egonssonar flugaf- greiðslumanns hjá Odin air. -sá Óskar Þórmundsson yfirlögregu- þjónn rannsóknarlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknarlögreglan á Keflavíkurflugvelli: Nýr yfirlög- regluþjónn Oskar Þórmundsson hefur verið skipaður yfirlögregluþjónn rann- sóknarlögreglu á Keflavíkurflug- velli. Utanríkisráðherra skipaði Óskar í stöðuna frá og með 15. janúar síðastliðnum að telja. Óskar hefur starfað sem lögregluþjónn frá 1971 er hann hóf störf við lögregluna í Reykjavík. Óskar varð aðstoðar- varðstjóri í Keflavík 1978, síðan skipaður við rannsóknarlögreglu í Keflavík 1980 og lögreglufulltrúi 1986. Kona Óskars er Helga Björnsdótt- ir og eiga þau sex börn íbúðarhús brann í Ólafsvík: Tvennt slapp naumlega út Maður og kona sluppu naumlega, þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu að Grundarbraut 16 í Ólafsvík í fyrrinótt. íbúðin sem er í parhúsi, á einni hæð, skemmdist mjög mikið. Tilkynning barst um eldinn klukk- an 2.40 og þegar að var komið logaði mikill eldur. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík gekk slökkvistarf vel, en miklar skemmdir urðu í eldinum, einkum á innbúi og er húsið með öllu óíbúðarhæft. Eldsupptök eru ekki að fullu kunn, en líkur benda til að kviknað hafi í út frá sígarettu. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.