Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 10
18 Tíminn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD ÚtboÓ Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps óskar hérmeð eftir tilboðum í byggingu einnar hæðar einbýlis- húss úr steinsteypu, verk nr. 10703 úr teikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss er 113 m2 Brúttórúmmál húss er 400 m2 Húsið verður byggt við götuna Lækjarbakki 3, Lýtingsstaðahreppi, og skal skila því fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Lýtings- staðahrepps, Laugarbóli, 560 Varmahlíð, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suður- landsbraut 24,108 Reykjavík, frá þriðjudeginum 30. janúar 1990, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en föstudaginn 9. febrúar 1990, kl. 11,00, og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Lýtingsstaðahrepps, Tæknideild H.R. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI -696900 Stjórn verkamannabústaða Garðabæ. UMSÓKNIR. Stjórn verkamannabústaða í Garðabæ óskar eftir umsóknum um kaup á 8 tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum í verkamannabústöðum í Garðabæ vegna framkvæmda á árinu 1990. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 81/1988. Umsóknareyðublöð verða afhent á bæjarskrifstof- um Garðabæjar, Sveinatungu, frá 29. janúar 1990. Umsóknum skal skila eigi síðar en 21. febrúar 1990. Garðabær §3 Garðbæingar 60 ^ ára og eldri Framkvæmdir við íbúðir fyrir Garðbæinga 60 ára og eldri við Kirkjulund 6-14, eru vel á veg komnar. Óseldar eru fáeinar íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra her- bergja. Garðbæingum 60 ára og eldri gefst kostur á forgangskaupum til 5. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Guðfinna Snæbjörnsdótt- ir á skrifstofu félagsmála í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, símar 656622 og 656653. Stjórn byggingafélags eldri íbúa í Garðabæ. Neytendasamtöki n hafa flutt starfsemi sína að Skúlagötu 26,3. hæð. Nýtt símanúmer er 625000, Telefaxnúmer 624666. DAGBÓK Veggmynd 1989 eftir Guðnýju Magnúsdóttur. Guðný Magnúsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum Guðný Magnúsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu í vesturforsal Kjarvals- staða í dag, laugardaginn 27. janúar kl. 14:00. Á sýningunni verður skúlptúr og vegg- myndir úr leir. Verkin eru unnin á síðasta ári. Þetta er sjötta einkasýning Guðnýjar, og sú fjórða í Reykjavík, en tvær einka- sýningar hélt hún í Helsinki, þar sem hún starfaði í fjögur ár, 1981-1985. Hún hefur tekið þátt í fjölda einkasýninga á Islandi, Noreðurlöndunum, í Frakklandi, Japan og Bandaríkjunum. Norræna húsið: Kvikmyndasýning og fyrirlestur um „Vetrarstríðið" í Finnlandi Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að vetrarstríðið var háð í Finnlandi veturinn 1939-’40. Undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á vetrarstríð- inu og nýjar niðurstöður hafa nýlega verið birtar. Auk þess var nýlega frum- sýnd kvikmynd sem gerð var eftir skáld- sögu finnska rithöfundarins Antti Tuuri „Talvisota” undir íslenska heitinu „Vetrarstríðið". Sunnud. 28. jan. kl. 16:00 mun Jarl Kronlund liðsforingi, hernaðarsagnfræð- ingur frá Helsinki, halda fyrirlestur í Norræna húsinu um vetrarstríðið. Jarl Kronlund stundar rannsóknir við sagn- fræðistofnun liðsforingjaskólans í Hels- inki. Eftir fyrirlesturinn verður sýndur 20 mín. langur útdráttur úr fyrrnefndri kvik- mynd eftir sögu Antti Tuuri. Sýningar í Norræna húsinu: Pétur Halldórsson sýnir olíumálverk í sýningarsölum hússins, en sýningunni lýk- ur sunnud. 28. jan. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00. Bruno Ehrs sýnir í anddyri ljósmyndir af höggmyndum. Sýningin stendur til 11. febrúar. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnud. 28. jan. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Skáldakynning hefst aftur að Hótel Lind þriðjud. 30. janúar kl. 15:00-17:00. Helgi Sæmundsson ritstjóri mun flytja erindi um Davíð Stefánsson og Andrés Björnsson, fyrrv. útvarpsstjóri, og Stein- dór Hjörleifsson lcikari munu lesa úr verkum skáldsins. Eins og venjuiega verður framreitt kaffi í hléinu. Dansnámskeið hefst á ný laugardaginn 3. febrúar í Nýja dansskólanum. Upplýs- ingar í Nýja dansskólanum, Ármúla, sími 38830. Þorrablót verða haldin í Goðheimum, Sigtúni 3, 9. febrúar og 23. febrúar. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Tölvunámskeið hefst aftur 7. febrúar til 20. febrúar. Kennt verður á miðviku- dögum og föstudögum. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Gunnsteinn Gíslason sýnir í Sparisjóði Reykjavíkur að Álfabakka Sunnud. 28. jan. kl. 14:00-17:00 opnar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis sýningu á múrristum eftir Gunnstein Gíslason í útibúinu Álfabakka 14 f Breið- holti. Gunnsteinn Gíslason fæddist 13. sept. 1946. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1963-1967 í kennaradeild og frjálsri myndlist. Hann innritaðist í Edinburgh College of Art 1967 og lagði stund á veggmyndagerð og glerhönnun. Hann var eini nemandi skól- ans sem var boðið 1968 að taka þátt í samsýningu skoskra höggmyndalista- manna í Bandaríkjunum. Verið 1969 lauk hann D.A. prófi og hélt sýningu við skólann og var prófverkefnið kirkju- skreyting unnin graffito. Hann kom síðan heim og setti upp vinnustofu í Reykjavík og kenndi einnig við Vogaskóla og Mynd- lista- og handíðaskólann. Gunnsteinn lauk einnig prófi í kennslu- greinum myndmennta við Konstfackskol- an TI í Stokkhólmi 1975. Þá var hann ráðinn kennari og deildarstjóri við mynd- listadeild Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Haustið 1988 var hann settur lektor við Kennaraháskóla íslands. Gunnsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Verk hanseru m.a í eigu Reykja- víkurborgar, Listasafns Kópavogs, Olafs- víkurkaupstaðar og Þorlákskirkju, Þor- lákshöfn. Sýningin að Álfabakka 14 mun standa yfir til 27. apríl n.k. og verður opin frá mánudegi til föstudags kl. 09:15-16:00. Sýningin er sölusýning. EinarJóhannesson og Philip Jenkins leika saman í íslensku óperunni Sunnud. 28. jan. kl. 17:00 munu þeir Einar Jóhannesson og Philip Jenkins halda tónleika í Islensku óperunni á vegum Tónlistarfélagsins. Báðir eru þessir listamenn velþekktir. Auk þess að vera 1. klarinettleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og leika í Blásarakvintett Reykjavíkur, leikur Ein- ar á næstunni í Evrópu og Bandaríkjun- um, bæði með hljómsveitum og á einleiks- tónleikum. Philip Jenkins fluttist frá Akureyri aftur til Bretlands 1972 og hefur starfað sem prófessor í píanóleik við Royal Academy of Music í London auk tón- leikahalds. Nýlega tók hann við píanó- deildinni í Konunglega skoska tónlistar- háskólanum í Glasgow. Hann hélt hér síðast tónleika með Guðnýju Guðmunds- dóttur árið 1987. Þeir Einar og Philip hafa starfað saman um nokkur ár, bæði á tónleikum og leikið inn á hljómplötu. Á efnisskránni á sunnudag verða leikin verk eftir Carl Maria von Weber, Norbert Burgmúller, Darius Milhaud, Bohuslav Martinu og Johannes Brahms. Aðgöngumiðasala verður við inngang- inn. Fyririestur um svefn Mánudagskvöldið 29. janúar verður fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúru- fræðifélags. Þá mun Björg Þorleifsdóttir tala um svefn og segja frá íslenskum svefnrannsóknum. M.a. mun hún fjalla um hugsanlegar orsakir svefns og stjórn- un hans, og bera saman svefn ýmissa dýra og manna. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verður í stofu 101 í Odda, Hugvís- indahúsi háskólans og hefst kl. 20:30. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 11:00. Helgistund kl. 17:00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson rkvsrxrv*?*? i Mnr Selfoss Framsóknarfélag Selfoss heldur félagsfund mánudagskvöldið 29. janúar kl. 20.30 að Eyrarvegi 15. Fundarefni: Framboðsmál. Mætum öll stundvíslega. Framsóknarfélag Selfoss. t Ykkur öllum sem heiðruöuð minningu Gísla Guðmundssonar frá Tröð og sýnduð okkur samkennd og vináttu við fráfall hans, færum við okkar bestu þakkir. Anna M. Guðjónsdóttir Valgerður Guðmundsdóttir JónH.Gíslason Margrét Sigurðardóttir Brandur Gíslason Marta Hauksdóttir Guðmundur T. Gíslason Jóhanna Vigfúsdóttir AtliGíslason Unnur Jónsdóttir Ásmundur Gíslason Guðrún Gísladóttir Rannveig Hallvarðsdóttir Laugardagur 27. janúar 1990 Jean Paul Franssens. Jean-Paul Franssens sýnir á „5 ára afmælissýningu SLUNKARÍKIS" Slunkaríki á fsafirði er fimm ára um þessar mundir. f tilefni afmælisins sýnir hollenski listmálarinn og skáldið Jean- Paul Franssens verk sín í sýningarsalnum. Jean-Paul Franssens er fæddur í Gron- ingen 1938. Hann fór ungur að mála og hallaðist að expressionískri myndlist. Um tvítugt hlaut hann styrk til söngnáms í Essen í V-Þýsklandi, en sneri sér að óperuleikstjórn og starfaði við það í Hollandi og V-Þýskalandi til ársins 1975. Síðan hefur hann helgað sig myndlist og ritstörfum. Jean-Paul Franssens hefur sýnt verk sín á fjölmörgum einka- og samsýningum á meginlandinu og ritverkum hans verið vel tekið. Skáldsagan „De wisselwachter" (Brautarvörðurinn) kom út 1981 og var hún kvikmynduð 1987. Hann hefur einnig samið óperutexta (libretto). Sýningin í Slunkaríki er opnuð laugar- daginn 27. jan. kl. 16:00 og stendur yfir til 18. febrúar. Slunkaríki er opið fímmtudaga til sunnudaga kl. 16:00-18:00. Ferðafélag íslands: Þorrablót í Þórsmörk 2.4. febrúar Kynnist Mörkinni í vetrarbúningi. Skipulagðar gönguferðir á daginn. Þorra- blót og kvöldvaka laugardagskvöldið. Siðamaður: Árni Bjömsson. Fararstjór- ar: Hilmar Þór Sigurðsson og Kristján M. Baldursson. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Pantið sem fyrst. Farmiðar á skrifstofunni. Spilakvöld í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur annað spilakvöldið í þriggja kvölda keppni mánudaginn 29. janúar kl. 20:30 í Þinghól, Hamraborg 11. Allir velkomnir. MÁLVERKAUPPBOÐ1. febrúar Gallerí Borg heldur málverkauppboð fimmtudaginn 1. febrúar. Málverkaupp- boðið fer fram að Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Tekið verður á móti verkum á uppboðið fímmtudaginn 25., föstud. 26. og mánudaginn 29. jan. í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardaginn 27. janúar kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Minningargrein um Jón Þorsteins- son, fyrrverandi bónda í Kolfreyju í Fáskrúðsfirði, birtist í Tímanum 13. jan. s.l. Fyrir handvömm varð mynd af hinum látna viðskila við greinina og birtist því ekki með henni. Hér er gerð ofurlítil bragarbót á myndin af Jóni birt, þótt seint sé. Eru viðkom- andi beðnir afsökunar á mistökun- um. LEIÐRÉTTING

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.