Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. janúar 1990 Tíminn 23 lllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Körfuknattleikur - NBA-deildin: Jordan vinsælastur -í vali áhorfenda í byrjunarlið stjörnuleiksins Ein skærasta íþróttastjarna sam- tímans, körfuknattleikssnillingurinn Michael „Air“ Jordan leikmaður með Chicago Bulls, var enn og aftur efstur í vali áhorfenda í Bandaríkj- unum á leikmönnum í byrjunarlið hins árlega stjörnuleiks, sem verður í næsta mánuði. Af þeim 1.162.033 áhorfendum sem tóku þátt í valinu hlaut Jordan atkvæði 321.114 þeirra í byrjunarlið austurstrandarinnar. Þetta er fjórða árið í röð sem Jordan er efstur í þessu vali, en hann er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar um þessar mundir með 33,3 stig að meðaltali í leik. Annar í valinu varð Larry Bird frá Boston Celtics með 248.837 atkvæði, þriðji varð Earvin „Magic" Johnson frá Los Angeles Lakers og fjórði varð Patrick Ewing miðherji New York Knicks. Byrjunarliðin varð þannig: Austurliðið Bakverðir: Isiah Thomas, Detroit Pistons Michael Jordan, Chicago Bulls Framherjar: Larry Bird, Boston Ceitics Charles Barkley, Philadelphia ’76ers Miðherji: Patrick Ewing, New York Knicks Vesturliðið Bakverðir: John Stockton, Utah Jazz Earvin Johnson, Los Angeles Lakers Framherjar: James Worthy, Los Angeles Laker A.C. Green, Los Angeles Lakers Miðherji: Akeem Olajuwon, Houston Rockets Það munaði aðeins 1.300 atkvæð- um á A.C. Green og næsta manni, sem var Karl Malone frá Utah Jazz, en hann var í fyrra valinn maður stjörnuleiksins. í fyrrinótt voru nokkrir leikir í NBA-deildinni, úrslit urðu þessi: Phoenix Suns-Charlotte Hom.........124-97 Orlando Magic-New Jersey Nets .... 117-112 Washington Bull.-Boston Celtics . . . 99-98 Houston Rockets-L.A.Clippers .... 102-101 Utah Jazz-New York Knicks.........115-89 BL Afmælishátíð HK í Digranesi á sunnudag kl 18.30: Keppt um Kópavogs- bikar á afmæli HK Handknattleiksfélag Kópavogs er 20 ára föstudaginn 26. janúar. Af því tilefni verður haldin afmæl- ishátíð í íþróttahúsinu í Digranesi sunnudaginn 28. janúar. Hátíðin hefst kl.18.30 með lúðrablæstri hornaflokks Kópavogs, en síðan munu félagar úr HK, yngri sem eldri fylkja liði á gólfl íþróttahúss- ins. Þá verða flutt ávörp og ramma- samningur HK og Kópavogsbæjar um uppbyggingu íþróttasvæðis HK verður undirritaður. Verður það ánægjulegur áfangi í sögu félags- ins. Eftir undirritunina munu félag- ar úr yngri flokkum handknatt- leiksdeildar og blakdeildar sýna listir sínar. Hápunktur þess verður kappleikur milli 5. flokks karla og 4. flokks kvenna í handknattleik. Að lokum fer fram leikur milli meistaraflokka HK og Breiðabliks í handknattleik þar sem keppt verður um nýjan glæsilegan bikar sem íþróttaráð gefur. Hefur bikar- inn hlotið nafnið KÓPAVOGS- BIKARINN og mun sigurliðið hljóta sæmdarheitið KÓPAVOGS- MEISTARI. Keppt verður um bikarinn árlega her eftir. Það er enginn vafi að leikur þessi verður spennandi, HK vermir því miður botnsætið í 1. deildinni, en UBK er í 4. sæti 2. deildar. Þó félögin eigi gott samstarf að félags- málum, þá eru ekki til harðari andstæðingar á keppnisvellinum. Þess má geta að úrvalsdómararnir Rögnvald Rögnvaldsson og Stefán Amaldsson munu dæma leikinn og verður þar síðasta verkefni þeirra áður en þeir halda til Tékkóslóvak- íu til að dæma í heimsmeistara- keppninni, einir íslenskra dómara. Eins og kunnugt er hefur HK fengið loforð um úthlutun íþrótta- svæðis í Fífuhvammslandi, en upp- bygging þess svæðis mun ekki hefj- ast fyrr en eftir 5-7 ár. En 5-7 ár er ekki langur tími og brýnt að sá tími sé notaður vel til fjáröflunar. í tilefni af 20 ára afmæli HK hefur verið sleginn glæsilegur HK pen- ingur í 150 tölusettum eintökum. Mikill áhugi er fyrir þessum pen- ingi, bæði vegna söfnunargildis hans en ekki síður vegna áhuga HK manna að safna fé til framtíð- aruppbyggingarinnar. Öllum hagn- aði af sölu HK peningsins mun varið til uppbyggingarinnar og haldið aðskildum frá daglegum rekstri félagsins. ísspor sem fram- leitt hefur peninga sem þessa um áraraðir framleiddi HK peninginn fyrir félagið. Peningurinn kostar kr.5000,- og verður til sölu á af- mælishátíðinni, en auðvitað er tek- ið við hærri framlögum. Á afmælishátíðina kostar hins vegar ekkert, eina skilyrðið er að vera í góðu skapi og koma til að skemmta sér. Stjórn og þjálfarar HK leggja á það mikla áherslu að ALLIR foreldrar HK barna mæti á hátíðina og fylgist með börnum sínum. Systkini, afar og ömmur og annað stuðningsfólk HK er að sjálfsögðu velkomið. ÞATTTAKA TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS í K0STNAÐIVIÐ TANNRÉTTINGAMEÐFERÐ Vegna nýrra laga um greiöslur Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir tannréttingar vfií‘ stofnunin hvetja forráðamenn barna og ungiinga til þess að fresta því að leggja út í kostnað við nýja tannréttinga- rrieðferð þar til nýjar endurgreiðslureglur hafa verið auglýstar. Að því loknu skal fólki bent á að afla sér úrskurðar Tryggingastofnunar um mögulega greiðsluþátttöku stofnunarinnar áður en meðferð hefst. Tekið skal fram, að tann- réttingameðferð, sem sannanlega hófst fyrir 1. nóvember 1989 verður áfram endurgretidd samkvæmt eldri reglum. li| TRYGGINGASTOFNUN ail RÍKISINS Innköllun Undirritaðir, sem hafa verið skipaðir af Sambandi íslenskra loðdýraræktenda ásamt Sveinbirni Eyj- ólfssyni, fulltrúa landbúnaðarráðuneytisins, í skila- nefnd Hagfeldar, kt. 580483-1009, sem voru sölusamtök loðdýrabænda er hættu starfsemi í árslok 1988, lýsa hér með eftir kröfum á hendur sölusamtökum þessum. Fyrirhugað er að skipta þeim fjármunum sem samtökin eiga hlutfallslega á milli kröfuhafa. Þeir aðilar sem telja sig eiga kröfu á hendur Hagfeldi eru beðnir um að lýsa henni til Árna Vilhjálmssonar, hdl., Lögmannsstofunni Höfða- bakka, Höfðabakka 9, Reykjavík, fyrir 23. febrúar n.k. Reykjavík, 23. janúar 1990. Árni Vilhjálmsson, hdl. Guðjón Eyjólfsson, lögg. endurskoðandi. TippaB á tölvunni i loikviku 4 - 1990 Leikur nr. 5 ( bcinni útsendingu hjí RUV saiukcrfií loknr kl. K:S5 fjölmidlaspAih GETRAUNIR PC- TIPPARAR SAMTALS TIPPAD Rót LEIKUR plcikihn 1 FJÖLC I HLUTFALL HLUTFALL HLUTFALL HLUTFALL A 144 R. röö nOher HEIMALID - lllTIUD 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1X2 1 Arscnol Q.P.R. 10 0 0 100* ox ox 60X 30% 10* 72X 16% 12X 77X 15% 7X 1 1 2 Aston ViUo Port volc 10 0 0 100% 0% 0% 70% 20X 10X 82% n* ' 7% 84% 10X 6% 1 X 3 Bornsley Ipswich 1 4 5 10* 40X 50X 30X 25X 45X 24X 35X 41X 21X 33X 45X X 2 X 4 Blockpcol - Torquoy 9 0 1 90X OX 10* 30X 40X 30X 59X 27X 14X 60% 22X 18X 1 X X RÚV 5 aristol City - Chclseo 0 2 8 OX 20X 80X 35X 20X 45X 16X 28X 56X 17X 23X 60X X 2 6 C. Potoce . Huddcrsficlo 9 1 0 90X 10X OX 60X 30X 10X 5SX 31X 14X 68X 24X 8X 1 I 7 Oldhom - Brighton 8 2 0 80X 20% OX 60X 30% 10X 63X 22X 15X 68X 24X 8X 1 - 1 & Rcodlng - Ncwcostle 0 i 9 OX 10X I" 90X 20X 30X 50X 7X 24X 69% 9X 21X 70% 2 X 9 Rochdole . Horthompton 3 4 3 30X 40X 30X 20X 30% 50X 35X 34X 31X 28X 35X 37X 1 X 2 X 10 southomoton . Oxford 9 1 0 90X 10% ■0X 7SX 15X 10* 84X 11X 5X 83X 12X 5X 1 f 11 U.B.A. - Chorlton 5 2 3 50X 20% 30X 45% 35X 20X 28X 34% 38X 41X 30% 29X 1 X 2 ( 12 Birminghoiri -iShrcwsbury í * 0 60X 40% OX 40% 30X 30X 47X 30X 23X 49X 33X 18X 1 X t PÓSTFAX TÍMANS SQ$$(=: Laugardagur kl.14:55 4. LEIKVIKA- 27. ian. 1989 1 X 2 Leikur 1 Arsenal - Q.P.R. Leikur 2 Aston Villa - PortVale Leikur 3 Barnsley - Ipswich Leikur 4 Blackpool - Torquay Leikur 5 BristotCÍty - Chelsea II 111 Leikur 6 C. Palace - Huddersfield Leikur 7 Oldham - Briqhton Leikur 8 Reading - Newcastle Leikur 9 Rochdale - Northampton Leikur 10 Southampton - Oxford Leikur 11 W.B.A. - Charlton Leikur 12 Birmingham -Shrewsbury* Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Leikur 1-11 úr 4. umf. FA-bikarkeppninnar, en leikur 12 * er úr 3. deildinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.