Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 27. janúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT ÚTLÖND Kristilegir demókratar segja sig úr austurþýsku ríkisstjórninni: Stjórnarandstaðan reiðu- búin í stjórnarsamstarf Stjórnarandstaðan í Austur- Þýskalandi bauðst til þess að taka þátt í samsteypustjórn á breiðum grundvelli til þess að koma í veg fyrir algert öngþveiti og að tryggja kosn- ingar í maí. Tilboð þetta kom í kjölfar þess að Kristilegi demókrata- flokkurinn sagði sig úr samsteypu- stjórn kommúnistaflokksins og hinna fjögurra flokka sem starfað hafa í Austur-Þýskalandi í skjóli kommúnistaflokksins undanfarna áratugi. Það var Konrad Weiss úr „Lýð- ræði nú“, regnhlífarsamtökum stjórnarandstæðinga sem rætt hafa við Hans Modrow forsætisráðherra um framtíð Austur-Þýskalands í hringborðsumræðum að undan- förnu, sem skýrði frá þessari ákvörð- un stjórnarandstöðunnar í gær. Hins vegar setur stjórnarandstaðan þau skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi að Hans Modrow forsætisráðherra Austur-Þýskalands segði sig úr kommúnistaflokknum og að stjórn- arandstaðan fengju ráðherraemb- ætti í fimm mikilvægum málaflokk- um. Hans Modrow og kommúnistar eru nú í erfiðri aðstöðu því auk þess að Kristilegi lýðræðisflokkurinn hafi sagt sig úr ríkisstjórninni, þá sagði leiðtogi Bændaflokksins að ef ekki yrði mynduð samsteypustjórn á breiðum grundvelli innann fáeinna daga muni flokkurinn krefjast þing- kosninga strax. Slíkt kemur komm- únistaflokknum sem nú er í sárum, afar illa. Hins vegar hafa Þjóðlegir demó- kratar og Frjálslyndir demókrata ekki sagst ætla að yfirgefa stjórnina. í núverandi samsteypustjórn Hans Modrows sem komið var á fót 18. nóvember, hafa kommúnistar fimmtán þingsæti af tuttugu og átta. Meirihluti kommúnistaflokksins er fokinn út í veður og vind ef gegnið verður að kröfum stjórnarandstöð- unnar. Kosningar eiga að fara fram í Austur-Þýskalandi ó.maí. Frá útifundi stjórnarandstöðunnar í Austur-Þýskalandi. Kremlverjar ætla sér Þjóðfylkinguna feiga Kremlverjar ætla sér Þjóðfylkingu Azer- feiga og því voru hersveitir úr Farþegaþota brotlendir á Long Island Sextíu manns fórust þegar kól- umbísk farþegaþota fórst í skóglendi nærri Kennedyflugvellinum í New York í fyrrinótt. Farþegaþotan féll til jarðar rétt áður en hún átti að lenda eftir að hún varð eldsneytis- laus. Rúmlega áttatíu manns slösuð- ust. Vélin var af Boeing 707 gerð og var að koma frá Medellín, höfuð- borg eiturlyfjasmyglara í Kólumbíu. Radíóamatör í New York segist hafa heyrt síðasta skeyti flugstjórans þar sem hann tilkynni að tveir hreyfl- ar þotunnar hefðu stöðvast vegna eldsneytisleysis. Bendir allt til þess að svo hafi verið, en ekki kom eldur upp í vélinni eftir brotlendinguna. Sú staðreynd og sú heppni að þotan lenti ekki á stórhýsum New York- borgar varð til þess að þó svo margir farþegar komust lífs af. Þó sagði talsmaður Avianca flugfélagsins sem átti þotuna að flugfélagið teldi ólíklegt aðþotan hefði orðið eldsneytislaus, á hana hefði verið dælt nægu eldsneyti. Talsmaðurinn upplýsti einnig að sjö ungabörn hafi verið um borð í vélinni, þar af tvö sem voru á leið til Bandaríkjamanna er hefðu ættleitt þau. Hundruð björgunarmanna komu á slysstað á Long Island strax eftir slysið og losuðu fólk úr flakinum. Þyrlur og sjúkrabifreiðar komu hin- um slösuðu á sjúkrahús. Kaþólskur prestur, Joseph Collins kom fljótlega á staðinn og veitti á milli 35 og 45 manns hinstu aflausn. sovéska hernum og KGB liðar sendir til Azerbajdzhan að berja niður uppreisn Azera. Töldu stjórnvöld í Kreml að Þjóðarhreyfingin væri að taka völdin í Azerbajdzhan og slíkt yrði ekki liðið. Frá þessu skýrði Dmitri Jazov varnarmálaráðherrar Sovétríkjanna á blaðamannafundi í Bakú höfuðborg Azerbajdzhan í gær. -Markmið okkar er ekki að hand- taka alla heldur að eyðileggja innviði þess valds sem byggt hafði verið í öllum fyrirtækjum og embættum. Mér varð ekki á mismæli. Ég meina vald. Þeir voru að undirbúa valda- töku og voru svo vissir um sigur... að sólarhring áður en hermönnum var skipað að taka Bakú höfðu þeir lýst yfir neyðarástandi, sagði Jazov. Sovéska hernum var síðastliðinn laugardag gefin skipun um að ná Bakú úr höndum vopnaðra sveita Þjóðfylkingar Azera. Skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum var beitt til þess að ryðja vegatálmum úr vegi og herma opinberar tölur að um hundrað manns hafi fallið. Sovéskir embættismenn hafa að undanförnu gefið í skyn að stjórn- völd væru reiðubúin að semja við hófsamari öflin innan Þjóðfylkingar- innar, en ekki er vitað til að neinir fundir hafi verið haldnir. Liðsmenn Þjóðfylkingarinnar full- yrða að þeir hafi ekki viljað standa upp í hárinu á stjórnvöldum í Kreml heldur hafi Þjóðfylkingin margoft reynt að ná samkomulagi við emb- ættismenn og herforingja til að koma x veg fyrir blóðbað. Jazov vísar þessu harðlega á bug og segir að Þjóðfylkingin hafi tekið völdin af kommúnistaflokknum og stofnunum ríkisstjórnarinnar víðs vegar um Azerbajdzhan. -Embættismenn Þjóðfylkingar- innar höfðu lagt á ráðin um fund síðastliðinn laugardag, daginn sem hermennirnir réðust inn í Bakú, til að lýsa því yfir að Þjóðfylkingin hefði tekið við öllum völdum í lýðveldinu. Fárviðri kostar 80 manns lífid Fárviðri það sem gekk yfir Bret- landseyjar og Iöndin Norður-Evrópu undanfarna tvo daga varð að minnsta kosti áttatíu manns að fjör- tjóni. Þá varð eignartjón gífurkegt og nemur milljörðum icróna. Að minnsta kosti fjörtíu og fimm manns fórust á Bretlandseyjum, nítján í Hollandi, tíu í Frakklandi, einn í Belgíu, þrír í Vestur-Þýska- landi, auk þess sem þriggja danskra sjómanna er saknað. Rúmenía: Varaforsetinn segir af sér PRISTINA — Mótmælendur af albönsku bergi brotnir hófu skothríð með skammbyssum á lögreglu Kosovohéraði í Júg- óslavíu. Átök brutust út í bæn- um Pec og Titova Mitrovica þar sem mótmælendur höfðu sett upp vegatálma til að verj- ast lögreglunni sem réðst til atlögu klæddir skotheldum vestum, hjálmum og kylfum.' Lögreglan svaraði hins vegar ekki skothríðinni, en engin særðist. ULAN BATOR — Helstu jeiðtogar lýðræðishreyfingar- innar í Mongólíu, sem lét fyrst á sér kræla fyrir hálfum mán- uði, segjast hafa undirbúið mótmælafundi gegn kommún- istastjórninni í þremur héraðs- höfuðborgum á sunnudaginn. LUSAKA — Afríska þjóðar- ráðið sagðist styðja yfirlýsingu Nelsons Mandela leiðtoga samtakanna sem setið hefur í fanaelsi í 27 ár og segjast styðja viðræður hans og stjórn- valda í Suður-Afríku. MIAMI - William Hoeveler dómari neitaði að láta Manuel Antonio Noriega fyrrum valda- mesta mann Panama lausan gegn tryggingu, en Noriega er fyrir rétti sakaður um aðild að kókaínsmygli til Bandaríkj- anna. Hoeveler hefur ákveðið að réttarhöldin yfir Noriega hefjist 5.mars. JAKARTA — Að minnsta kosti 40 manns fórust þegar árbakki brast nærri borginni Semarang á Jövu, en á þess- um slóðum rignir gífurlega þessa dagana. SRINAGAR — Að minnsta kosti níu manns féllu þegar indverskar öryggissveitir skutu á mótmælafund múslíma í Kasmír. WASHINGTON - George Bush forsti Bandaríkjanna mátti þola niðurlægjandi úrslit í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þegar 390 þingmenn greiddu atkvæði með lögum um kín- verska stúdenta í Bandaríkjun- um §em forsetinn hafði beitt neitunarvaldi gepn. Einungis 25 þingmenn stoðu með for- setanum. LONDON - Hin fræga leik- • kona Ava Gardner lést úr lungnabólgu á heimili sínu 67 ára gömul. Dumitru Mazilu varaforseti Rúm- eníu sagði af sér embætti í gær og sakar Þjóðfrelsisfylkinguna sem stendur að bráðabirgðaríkisstjórn um stalínsk vinnubrögð við stjórn landsins. -Hér með afhendi ég afsögn mína úr starfi varaforseta sem ég hef frá fyrsta degi sagt að ég ætti ekki skylið. Það er mér mikil sársauki og biturleiki að ég hef orðið þess áskynja að enn eru stalínskar aðferð- ir og hefðir í hávegum hafðar, sagði Mazilu í afsagnarbréfi sínu. Mazilu starfaði í utanríkisþjón- ustu Rúmeníu, en var settur í stofu- fangelsi eftir að hafa gagnrýnt Ce- ausescu fyrir mannréttindabrot. Hann segir að enn séu fjölmiðlum stjórnað af stjórnvöldum líkt og áður var og enn sé fólk sótt til saka á grunni leyniskjala leynilögreglunn- ar illræmdu. Miklar deilur hafa risið í Rúmeníu vegna aðildar kommúnista að Þjóð- arfylkingunni allt frá því hún tók völdin 22.desember þegar Ceaus- escu var steypt af stóli. Reiði landsmanna út í stjórnina blossaði upp fyrr í þessari viku þegar fylking- in ákvað að taka þátt í komandi kosningum sem fullgildur stjórn- málaflokkur. Segja stjórnarand- stöðuflokkar að Þjóðfrelsishreyfing- in ráði fjölmiðlum og standi að öllu leiti betur að vígi í kosningabaráttu en aðrir flokkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.