Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. janúar 1990 HELGIN 17 llllll AFJORUM HJÓLUM lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| Fallegur skutbíll með drifi á öllum Renault 21 Nevada er nýjasta tegundin frá hinum gamla og gróna bílaframleið- anda; Renault í Frakklandi. í áranna rás hefur mörg nýj- ungin í bílum komið frá Frakklandi, ekki síst frá Renault og það er eins og okkur minni að þar hafi diskahemlarnir verið fundnir upp og gott ef Frakkar fundu ekki líka upp á að nota vökvadœlur í hemla í stað teina sem voru í sumum teg- undum bíla fram undir miðj- an sjötta áratuginn. Þá má ekki gleyma radíaldekkjun- um sem eru frönsk uppfinn- ing. A ýmsu hefur gengið hjá Rena- ult undanfarna áralugi og hér á ís- landi hefur oröspor Renault bíla gengið upp og ofan — oft á tíðum algerlega að ósekju. í því sambandi má minnast hins ágœta Renault R8 Major í upphafi sjöunda áratugar- ins sem bara keyrði og keyrði. En sleppum nú nostalgíunni og lítum á hinn nýja Renault 21 Ne- vada. Hann er stór og rúmgóður skutbíll með nœgu rými til aö fimm fullvöxnum líöi ágœtlega innan- borðs. Bíllinn er notalegur í akstri, íjöðrunin fetar meðalveginn gullna. Hún er þœgileg, hvorki of mjúk né svo stíf að ekki hœfi venjulegu aksturslagi ráðsettra miðaldra borg- ara. Nevada er hljóðlátur, klessu- liggur og veghvinur sem algengur er í skutbílum er varla merkjanleg- ur. Aftursœlið má leggja niður og þá myndast slétt gólf allt fram að framsœtum. Aflursœtisbakinu er skipt í tvennt og slyður annar helm- ingur þess við bök tveggja en hinn við bak eins farþega. Hvorn helm- ing um sig rná leggja niður til að auka farangursrými. Nevadan er fernra dyra með skuthlera að auki — að sjálfsögðu - Oll stjórntœki I Renault Nevada eru innan sellingar og mcelamlr blasa við augum. Hann er smekklega innréttaður og hljóðlátur I akstri. Tímamynd; Pjetur - og búinn rafdrifnum rúðuupphöl- urum á framhuröunum, allœsing er á öllum dyrum og óþarfi er aö stinga lykli í skrá til að opna og loka, því að lœsingunum má fjar- stýra með lyklinum, — sniðugt fiff. Renault Nevada er með drifi á öllum hjólum. Þetta er ekki sídrif, heldur skal aka honum á vegi með bundnu þurru slitlagi í framdrifinu einu en skipta í aldrif þegar mikið liggur við. Ef enn meira liggur við er einnig hœgt að lœsa mismuna- drifinu milli afturhjólanna og þá œtti að vera hœgt að komast allan fjárann og það er raunar hœgt. Það skal tekið fram að Nevadan er þó engfnn jeppi eða torfœrubíll enda er ekki sérlega hátt undir hana. Við reynsluókunt bflnum austur yfir fjall sunnudaginn eftir stormflóðin miklu við Suður- ströndina og ókum gegn um Eyrar- Renault21 Nevada reynsluekið í rysjóttrí tíð: bakka og Stokkseyri og áfram til austurs með ströndinni að Baugs- stöðum og upp Gaulverjabœjarveg. Þarna var gott að geta selt í al- drifið því að veginn haföi tekið af á mest allri leiðinni frá bœnum Skip- um, rétt austan Stokkseyrar og langleiðina að Baugsstaðarjómabú- inu. Til að sneiða hjá stórgrýti ók- um við í lausum Qörusandi og í slóðum eftir traktora og ýmis farar- lœki og bíllinn hafði ekkert fyrir hlutunum og tók aldrei niðri. Þó mœtti finna að því að fyrsti gír þyrfti að vera lœgri því að bíllinn fór fullhralt þar sem verulega óslétt var undir. Eftir þessi stórrœði var ekið upp Gaulverjabœjarveg sem var svona meðalgóður íslenskur malarvegur. Þar kom í ljós að þetta er kúltíver- aður og þœgilegur bíll sem lá eins og klessa á mölinni og lítill munur Renault Nevada er gullfallegur skutbíll með nœgu rýml fyrir um- svifamestu fjölskyldur. Hœgt er að skipta f fjórhjóladrif og lœsa mis- munadrifinu aö aftan og þá er hœgt að komast ýmislegt Bíllinn er sér- lega þœgllegur og klessuliggur á vegi. Góður bíll. Tímamynd; PJetur á, en merkjanlegur þó, hvort ekið var í framdrifinu einu eöa aldrifinu. Sá munur varð hins vegar vel merkjanlegur á heimleiðinni því að þá gerði dimm él og vegur- inn í Kömbum og á Hellisheiðinni varð flugháll og þó nokkrar fannir hér og þar. Þarna voru menn að skrensa og spóla upp Kambana —en ekki við. í aldrifinu stóð bíll- inn fast á hjólunum og haggaðisl hvergi nema í þá átt sem honum var œtlað. I augum fyrrverandi trökkdrœ- vers er þaö mikill koslur að hœgt sé að skipta í aldrif og lœsa mismuna- drifi þegar þess þarf í stað þess að aka í sídrifi. I Renault Nevada er þetla gert á sama hált og í mínum gamla vinnustað af gerðinni M.A.N. 26.361; hnappi er snúið og loflþrýstingur sér um aö lœsa eða aflœsa drifunum og Ijós sýna hvorl bíllinn sé í aldrifi eða ekki og hvort mismunadrif sé lœst. Skipta má í og úr drifunt á fullri ferð en gœla skal þó þess að vélin sé hvorki í fullri vinnslu né haldi við bíb'nn niður brekku. Vélin í Nevada er tveggja lítra með beinni innspýtingu, 120 hest- afla. Hún getur snúist 5500 snún- inga og mér fannst logkrafturinn snögg aukast upp úr 3200 snúning- um. Bíllinn er ekkert rosa tryllitœki en prýöilega snöggur og auk þess þrœlduglegur í brekkum. Hann er búinn fimm gíra skiptingu og er það hátt gíraður að það var varla að það tœki því að vera að skipta upp í fimmta. Hann er eiginlega hrað- brautagír og á íslandi eru engar slíkar brautir. Nevada er einnig fá- anlegur sjálfskiptur. Bíllinn sem við reynsluókum var nánast alveg nýr svo að af þeim sökum var honum ekki beilt til hins ítrasta og af sömu sökum er varlegt að áœtla annað en bensíneyðsla hans eigi eftir að minnka ftegar hann er full tilkeyröur og slilltur. Þrátt fyrir það var eyðslan mjög hófleg. Við ókuni 300 kílómelra við mjög misjafnar aðstœður eins og að ofan er lýst en af þessum 300 kflómetrum komu lœpir 50 km á teljarann í innanbœjarakstri. Með- albensíneyðsla í túrnum var um 9,5 1 sem er mjög hóflegl af jafn stórum og þungum bíl. Fjöðrunin t bílnum er ágœt eins og lílt er um franska bíla. Hún er slaglöng en stinn og bíllinn leggst lílt í beygjum. Að innan er frágang- ur allur góður og hlýlegur og öku- mannssœtiö styður vel að skrokkn- um og stuðningur við mjóhrygginn er slillanlegur í því en hins vegar ekki í farþegasœtinu frammí. Stjórnlœkin liggja vel við höndum og mœlarnir eru þœgilegir afleslrar. Þá er vökvastýri í bílnum og hann því léttur í stýri án þess þó að mað- ur missi sambandiö við veginn eins og títt er Renault Nevada er fallegur bíll á að líta og smekkleg áföst toppgrind ljœr honum vissan sportsvip. Ég held að bfllinn henti vel þeim sem gera kröfur um þœgindi, notagildi og endingu því aö eftir stutt kynni virðist bíllinn gerður eftir þraut- prófaðri forskrift og lítt sparað í hann. Hann er eins og áöur hefur verið sagt þœgilegur og kúltíveraður í öllum venjulegur akstri en getur vissulega hvesst klœrnar ef mikið liggur við, hvort sem er í erfiðri fœrð eða ef spretta þarf úr spori — í stuttu máli, fyrirtaks bfll. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.